Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Blaðsíða 10
 TÍMAREIMAR – BREMSUR – BILANAGREINING - OLÍUSKIPTI ÁSAMT ÖLLUM ALMENNUM BÍLAVIÐGERÐUM Tjónaviðgerðir fyrir öll tryggingafélöginBílaspítalinn – Kaplahrauni 1 – Hafnarfirði Sími 565 4332 – bsp@bsp.is CABAS tjónaskoðun 10 20. september 2013 Ný kynslóð sólarkrema Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Sími 565 0500 • 897-1923 Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í k Matthías V. Baldursson ráðinn tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju Matthías V. Baldursson hefur verið ráðinn tónlistarstjóri við Ástjarnarkirkju. Hann hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri og leikur á ýmis hljóðfæri. Á kom- andi vetri mun kór kirkjunnar leggja áherslu á að flytja hressa gospeltónlist ásamt fallegum lofgjörðarlögum sem margir ættu að kannast við auk hefð- bundinna sálma. Hann útskrifaðist frá kennaradeild FÍH lauk burtfararprófi á saxófon frá sama skóla og hann því stundum kallaður Matti sax. Vorið 2012 útskrifaðist hann sem kirkju- organisti frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Matthías stofnaði poppkór Íslands ,,Vocal project” árið 2010 og hefur stjórnað honum síðan. Einnig starfar hann sem aðstoðarskólastjóri í tón- listarskólanum Tónsölum í Kópavogi þar sem hann hefur unnið frá 2007. Guðrún Þorgrímsdóttir hefur tekið til starfa við barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Guðrún er guðfræði- nemi við Háskóla Íslands en hefur einnig stundað nám í Biblíufræðum á Englandi. Hún hefur mikla reynslu af æskulýðsstarfi bæði hérlendis og á erlendri grundu. Sóknarprestur við Ástjarnarkirkju er sr. Kjartan Jónsson. rými er ekki mikið til helgihalds í bráðabirgðahúsnæði Ástjarnar- kirkju, en þar er heimilislegt og notalegt andrúmsloft. matthías V. baldursson. Gjöf frá Cuxhaven: Uppsetning siglingamerkis og staðsetning könnuð Lagt fram erindi Cuxhaven-félagsins um uppsetningu "Kugelbake" (siglingarmerkis) frá stjórn vinabæjarfélagsins Cux- haven-Hafnarfjörður í Hafnarfirði, varðandi fyrirhugaða 25 ára afmæl- isgjöf frá vinabæjarfélaginu í Cux- haven. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar fól skipulags- og byggingarsviði að skoða og vinna tillögu að því hvernig hægt sé að koma merkinu fyrir á lóðamörkum við gömlu Flensborgarlóðina/hafnar- búðirna. Þannig gæti merkið markað innkomu að hafnarsvæðinu með af- gerandi hætti og notið sín sem tákn- rænn innsiglingaviti um vinarbæjar- samband Hafnarfjarðar og Cuxhaven. Í bréfi frá Gísla Ó. Valdimarssyni, formanni stjórnar vinabæjarfélagsins Cuxhaven til Guðrúnar Ágústu Guð- mundsdóttur, bæjarstjóra, segir m.a.: ,,Þann 17. september Næstkomandi verða liðin 25 ár frá því að Hafnarfjörður og Cuxhaven í Þýskalandi stofnuðu til vinbæjarsam- starfs. Samkomulagið var undirritað í Cuxhaven þann 17. september 1988. Vinabæjarfélagið í Cuxhaven hefur unnið að þeirri hugmynd að færa Hafnarfjarðarbæ 4 metra háa timbur eftirgerð af „Kugelbake.“ Eftirgerðin hefur sérstaklega verið smíðuð í til- efni af því að 25 ár eru liðin frá því að stofnað var til vinabæjarsamstarfs á milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar. Mannvirkið „Kugelbake“ var byggt úr timbri sem 30 metra hátt ,,sigl- ingarmerki“ árið 1703 og reist við ströndina í Cuxhaven. Árið 1853 var „Kugelbake“ endur- nýjað og þjónaði þá sem „ljósaviti,“ þar sem „ljós logi“ brann um nætur efst í vitanum til að leiðsinna sjófar- endum og skipaumferð. Staðsetning „Kugelbake“ í Cuxhaven er nyrsti staður í Neðra Saxlandi í Þýskalandi og staðsetur jafnframt mörkin á milli Norðursjávar og Elbe, sem er áin og siglingarleiðin til Hamborgar. Frá 1913 hefur „Kugelbake“ verið borg- armerki Cuxhaven, líkt og Vitinn er bæjarmerki Hafnarfjarðar. Vinabæj- arfélögin í Cuxhaven og í Hafnarf- irði vona að Hafnarfjarðarbær hafi tækifæri til að finna timbureftirgerð „Kugelbake“ góðan stað við ströndina í Hafnarfirði, í samstarfi við bæði fé- lögin. Í nóvember 2012, þegar Cux- havenborg afhenti árlegt jólatré í 24. skipti við Hafnarfjarðarhöfn , ræddu fulltrúar vinabæjarfélagsins í Cux- haven um „sinn óskastað“ við miðbæ Hafnarfjarðar. Umræddur staður er á Fjarðartorgi, hringtorginu á gatna- mótum Fjarðargötu við Lækjargötu. Sem fylgiskjöl með þessu bréfi eru ljósmyndir til upplýsingar, sem Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri hefur unnið, þar sem leitast er við að sýna 4 metra háa timbureftirgerð „Kugelbake“ í réttum hlutföllum á Fjarðartorgi. Stjórn vinbæjarfélags- ins í Hafnarfirði óskar eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um staðarval og uppsetningu á 4 metra hárri timbur eftirgerð af „Kugelbake.“ Góðar gjafir hafa komið frá Cuxhaven gegnum tíðina. Nú vill vinarbærinn gefa ,,Kugelbake“ siglingamerki. Hér er ,,Kugelbake” sett inn á mynd af torgi til skýringar.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.