Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2014, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 01.05.2014, Blaðsíða 2
2 1. maí 2014 Leigufélag í Hafnarfirði Aðstæður á Íslandi hafa breyst. Áður fyrr kom varla annað til greina hjá okkur íslendingum en að kaupa íbúð til að búa í. Það var ekki valkostur að leigja íbúð af öðrum nema til skamms tíma. Okkar samfélag hefur breyst. Ungu fólki hrís hugur við að taka lán til íbúðarkaupa eins og ástandið er eftir hrun. Í dag blasir sú staðreynd við að margt ungt fólk sér ekki fram á að geta flutt að heiman. Þetta unga fólk sér ekki fram á að geta keypt sér íbúð, húsaleiga er nú mjög há og lítið er til af leiguhúsnæði. Fasteignalán hafa mörg stökkbreyst og margir hafa misst fasteignir sínar og eiga ekki annarra kosta völ en að leigja. Enn aðrir kæra sig ekki um að eiga fasteign. Eldra fólk vill líka margt leigja litla íbúð, selja sínar fasteignir og losa þannig um fjármagn og losna við viðhald fasteignar. Að eiga eða leigja Þannig hafa samfélagslegar breytingar skapað grundvöll fyrir stofnun leigu- félaga sem bjóða góðar leiguíbúðir til leigu fyrir almenning og margir sjá það sem góðan valkost að leigja frekar en að eiga fasteign. Leigufélög sem leigja út íbúðir fyrir sanngjarna leigu og hægt er að leigja til langs tíma. Hér á ég ekki við félagslegar íbúðir eða íbúðir þar sem kaupa þarf hlut í til að öðlast búseturétt. Ég á við leigufélag sem á íbúðir fyrir almenning sem kýs að leigja frekar en að eiga fasteign. Hafnarfjarðarbær Mín skoðun er sú að Hafnarfjarðar- bær á að hafa frumkvæði að stofnun slíks leigufélags og á að taka þátt í upp- byggingu þess. Ég vil sjá framboð fjölda leiguíbúða að mismunandi stærðum og gerðum. Litlar íbúðir sem henta fyrir þá sem eru að fara að heiman og eldri borgara og stærri íbúðir fyrir barna- fjölskyldur. Fólk getur þannig flutt sig á milli íbúða innan sama leigufélags ef það kýs svo, frá því að það flytur að heiman þar til það er orðið eldri borg- arar allt eftir þörfum, gerð og stærð fjölskyldunnar. Fyrirmyndin Þessi hugmynd er að danskri fyrir- mynd en danir hafa átt og rekið slík leigufélög síðan árið 1945. Ég legg til að við skoðum vel hvernig að þessu var staðið í Danmörku á sínum tíma og hvernig rekstur þessara leigufélaga er í dag. Ég legg til að við nýtum okkur reynslu þeirra og fjölgum búsetuúr- ráðum fyrir alla í Hafnarfirði. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Þú færð eldsneytissparandi dekkin frá á dekkjahollin.is Það er í mörg horn að líta, jafnt á baráttudegi verkalýðsins sem alla aðra daga. Mikilvægasta verkefnið er að vinna bug á ójöfnuði. Þar er hins vegar við ramman reip að draga. Við búum nú við ríkisstjórn sem því miður virðist leggja sig fram um að auka ójöfnuð ef eitthvað er. Við sjáum það til að mynda á aðgerðum eins og lækkun skatta á hátekjufólk, brotthvarf hátekjuskatts, lækkun veiðigjalds þegar hagnaður fárra af sameigin- legri auðlind allra er hinn mesti í sögunni og svo ekki sé minnst á vanhugsaðar aðgerðir til að lækka skuldir fólks sem ekki þarf á því að halda með tugum millj- arða af skattfé, meðan skorið er niður í velferðarþjónustunni. Svo ekki gleymist sá þáttur aðgerðanna sem mun hafa í för með sér tekjufall fyrir sveitarfélögin. Við svo búið virðist ekki vera bjart framundan. Kjaradeilur og verkföll hafa þegar sett svip sinn á árið. Ríkisstjórnarmeirihlutinn er fljótur að beita þing- mönum sínum til að setja lög á löglegar aðgerðir launafólks til að fylgja eftir sanngjörnum kröfum. Það er miður. „Ég kalla það ekki laun þó menn, eða konur oftast, geti fengið fleiri krónur í launaumslagið vegna þess að þær eru lamdar áfram af bónussvipunni. Ég vil halda mig við þau laun sem þær fá samkvæmt töxtum.“ Þetta kom fram í þingumræðum um kvótakerfið á sínum tíma, hjá Þórhildi Þorleifsdóttur, þingkonu Kvennalistans. Það má taka undir með henni, þótt hún tali aðeins um sjávarútveg og langt sé um liðið. Fólk á að fá mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Það á ekki að þurfa til yfirvinnu eða bónusa til þess að fólk geti kannski náð endum saman. En blessunarlega skín sólin nú líka þótt oft sé þungbúið. Við skulum ekki gleyma öllum þeim áföngum sem þegar hafa unnist í áratuga verkalýðsbaráttu. Verk- efnið er ekki aðeins að sækja fram, heldur einnig að verja það sem hefur unnist. Þar er sannarlega mótbyr. En mótbyr breytist í meðvind ef við stöndum saman. Verkefnin framundan eru næg. En munum að sigrarnir vinnast með sam- stöðunni. Til hamingju með daginn! Ingimar Karl Helgason Samstaðan skiptir máli Leiðari HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 8. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Brynjar vann Brynjar Dagur Albertsson, fimmtán ára dansari úr Hafnarfirði, fór með sigur af hólmi í hæfileikakeppninni Ís- land got talent, sem haldin hefur verið á Stöð 2 í vetur. Verðlauna- féð nemur tíu milljónum króna. Brynjar sagðist í samtali við Gaflari.is á dögunum ekki vera ákveðinn um næstu skref, en hann mun nú vera erlendis með skólasystkinum sínum úr Hval- eyrarskóla. Vinnustöðvun kennara Grunnskólakennarar hafa sam-þykkt vinnustöðvun 15., 21. og 27. maí. Yfirgnæfandi meirihluti kennara samþykkti vinnustöðvunina, en hún er gerð í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna félagsins. Höfundur er Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, lögmaður og myndlistarkona, skipar annað sæti Vinstri grænna í Hafnarfirði Pollapönkarar eru komnir til Kaupmannahafnar. Það er í mörg horn að líta enda þótt ekki verði stigið á sviðið alveg strax. Piltarnir flytja lag sitt á þriðjudag og vafalaust verða allir landsmenn spenntir framan við sjónvarpstækin. Mynd: Facebook síða Pollapönks. Ræða einkavæðingu FG Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa látið vinna skýrslu um hvernig bæjarfélagið getur tekið yfir rekstur Fjölbrautarskólans í Garðabæ. Meirihluti sjálfstæðismanna í bænum hefur í nokkur misseri unnið að því að bæjarfélagið taki rekstur fjölbraut- arskólans yfir. Rætt hefur verið við menntamálaráðuneytið um málið, en niðurstaða er ekki komin. Ekki hefur verið full sátt um málið, en bæjar- fulltrúi M-listans hefur meðal annars spurt ýmissa spurninga um málið. Í skýrslunni sem nú er rædd í stofn- unum bæjarins segir meðal annars að um skólann mætti stofna rekstrarfélag sem ýmist gæti verið í eigu Garða- bæjar, eða að hlutafélag utan um reksturinn með þátttöku fyrirtækja, félaga og einstaklinga, en meirihluti yrði í eigu Garðabæjar. Einnig komi til grein að reksturinn yrði sérstakt tilraunaverkefni um nokkurra ára skeið og að því loknu yrði árangur- inn metinn. Lagt er til í skýrslunni að reksturinn fari til Garðabæjar haustið 2015, til reynslu í fimm ár, eða frá ársbyrjun 2016. „Leitast verði við að auka sjálf- stæði skólans miðað við það sem nú er í samráði við skólameistara FG og skólanefnd skólans. Í samningnum verði ákveðinn fjöldi ársnemenda skólans og jafnframt samið um fjár- veitingar með hverjum nemanda í fjárlögum ríkisins,“ segir í skýrslunni meðal annars. Andrés bæjarlistamaður Andrés Þór Gunnlaugsson gít-arleikari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður ársins í Hafnarfirði. Hann hlýtur eina milljóna króna í styrk. Tilkynnt var um þetta við athöfn í Hafnarborg fyrir viku. Þá voru jafn- framt veittir hvatningastyrkir og styrkir til menningarstarfsemi og viðburða. 135 bílastæði Nýi bílakjallarinn á Garðatorgi í Garðabæ verður opnaður form- lega kl.16 á föstudaginn 2. maí og af því tilefni verður hátíð á torginu. Pylsuvagn frá Bæjarins bestu verður á staðnum, ókeypis pylsur handa öllum. Bjarni töframaður og Þorgils úr Snigla- bandinu spila og sprella frá kl.16.135 bílastæði eru í nýja kjallaranum.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.