Kópavogur - 15.08.2014, Síða 10

Kópavogur - 15.08.2014, Síða 10
10 15. ágúst 2014 Matarsíða svavars svavar@islenskurmatur.is. Matar-rúlletta Það er stundum eins og hálfgert happdrætti að kaupa innflutt grænmeti og ávexti í íslenskum verslunum. Skyldi það vera í sæmilegu lagi? Það er þó ekki umfjöllunarefni þessarar síðu að þessu sinni, heldur matarhapp- drætti af allt öðrum toga. Það er danskt, kallast Matarrúlletta og virðist ætla að slá í gegn. Verðlaunuð nýsköpun MadRouletten, eins og Matarrúllettan heitir á dönsku, er verðlaunað matar- tengt nýsköpunarverkefni. Stofnend- urnir heita Asger Möller Dombernow- sky og Stine Juul Hansen. Þau eru bæði ung og skapandi, hann mark- aðsfræðingur, hún tískuhönnuður. Leiðir þeirra lágu saman í þverfaglegu nýsköpunarnámi. Hugmyndin spratt upp úr skólaverkefni þar sem þau voru að velta fyrir sér hversdagslegum sam- skiptum ungs fólks. Sáu þörfina Niðustaða þeirra var sú að ungt fólk vantaði einhvern vettvang til að kynnast einhverjum nýjum, án þess að það gerðist í ölæði eða á formlegu stefnumóti. Matarrúllettan var svarið. Tilgangurinn er sá að ungt fólk geti kynnst öðru fólki á sama reki, átt nota- lega kvöldstund með spjalli og góðum mat. Þau byrjuðu í Árósum í febrúar í fyrra, hleyptu af stokkunum vefsíðunni madrouletten.com og samsvarandi fésbókarsíðu - og síðan hefur Matar- rúllettan aldeilis snúist. Nú eru haldin Matarrúllettukvöld í fleiri borgum og vinsældirnar aukast stöðugt. Hvað er Matarrúlletta? Fyrirbærið er í raun afar einfalt. Fólk sem vill taka þátt í matarboði með fimm ókunnugum manneskjum á aldrinum 20 til 35 ára, skráir sig til þátttöku á vefsíðunni. Þau hjá Matar- rúllettunni raða svo fólkinu saman í sex manna hópa sem borða saman þrí- réttaða máltíð tiltekið kvöld. Í hverjum sex manna hópi eru svo tveir og tveir paraðir saman. Hvert paranna þriggja sér um einn hluta máltíðarinnar, svo úr verður þríréttuð máltíð. Já, og í hverjum hópi er einn sem sérstaklega hefur boðist til að vera gestgjafi og hýsir því matarboðið. Besta úr báðum heimum Nokkur slík matarboð eru þannig haldin á sama tíma í einhverri til- tekinni borg eða bæ. Þegar líða fer á kvöldið er svo slegið saman í eitt alls herjar partí þar sem fólkið úr öllum matarboðunum mætir og blandar geði. Úr þessu segja þau Asger og Stina að hafi kviknað nýr kunningsskapur eða jafnvel vinskapur – og rómantík hafi jafnvel látið á sér kræla. Aðal til- gangurinn er þó að tengja saman fólk sem ekki þekkist fyrir. Þetta mætti hugsanlega kalla einhvers konar raun- heima-matar-fésbók. Hér sameinast margir kostir hefðbundinna matar- boða og samfélagsmiðla á nýstárlegan hátt. Endalausir möguleikar Matarblaðamaður telur einsýnt að Ís- lendingar verði fljótir að tileinka sér hið nýdanska fyrirbæri Matarrúllett- una. Reykjavík er nógu stór til þess að þetta geti gengið upp í talsverðan tíma – þótt líkurnar á að þekkja einhvern boðsgesta séu meiri en víða annars staðar. Svo býður þetta líka upp á endalausar viðbætur og prjón. Þarf t.d. að miða við 20 til 35 ára? Má ekki allt eins miða við 50 til 65 ára? Eða 30 til 55 ára? Er hægt að bæta inn í þetta áhugasviðum, þannig að fólk með líkan þankagang sé líklegt til að velj- ast saman í matarboð? Hafi lesendur áhuga á að kynna sér málið betur, þá er vefslóðin madrouletten.com ... og hafi einhver alveg sérstaklega mikinn áhuga, þá er lénið matarrullettan.is á lausu þegar þetta er skrifað. Þau Asger og Stine eru ábyggilega til í samstarf. Fólkið sem tekur þátt í matarrúllettunni skiptist á að elda og getur maturinn orðið æði fjölbreyttur. Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli þar sem leitast er við að viðhalda gleðinni í hljóðfæranáminu. Upplýsingar og innritun á www.tonsalir.is ...BARA GAMAN... Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is Nú er tekið á móti umsóknum á eftirfarandi tónlistarnám: SKEMMTILEG TÓNLISTARNÁM * Gítarnám * Píanónám * Trommunám * Rafbassanám * Söngnám ónsalir

x

Kópavogur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.