Kópavogur - 15.08.2014, Síða 11

Kópavogur - 15.08.2014, Síða 11
1115. ágúst 2014 Hvað getum við gert sem neytendur? Með neysluvenjum okkar getum við bæði ýtt á og knúið fram breytingar í samfélaginu. Kröfur svo sem á að fækka skuli umbúðum og plastpokum eru þarfaþing þegar horft er til framtíðar. Fyrir skömmu var í fréttum að í hverju einu og einasta sýni sem rannsóknar- leiðangur tók á milli Bermúda eyja og Íslands fundust plastagnir(1). Slíkt ætti að skipta Íslendinga miklu máli sem fiskveiðiþjóð. Ef að fiskurinn dregur í sig eiturefnin sem finnast í plastinu þá er hætt við að eftirspurnin eftir honum minnki. Einnig hefur verið fjallað um að skordýraeitur safnist hægt og rólega upp í fæðuhringnum og að við séum nú komin á svipaðan stað og jarðarbúar stóðu á gagnvart DDT skordýraeitr- inu um 1960(2). Svo ekki sé minnst á skipulagða umhverfisglæpi sem eiga sér sérstaklega stað í fátækari hlutum heimsins(3). En hvað getur almenningur gert til að sporna við þessari þróun? Og af hverju ætti okkur að vera umhugað um umhverfið? Fyrir flest okkar er svarið augljóst; það er það rétta í stöðunni. Siðferðilega má réttlæta umhyggju fyrir umhverfinu á þann hátt að hugsa eigi um hagsmuni heildarinnar. Einhverju sinni var manni kennt að ekki ætti að gera við aðra það sem maður vildi ekki að gert væri við sig. Slíkt á líka við í þessum málum, hví mátt þú skilja eftir þig stórt umhverfisspor ef þú vilt ekki að aðrir geri slíkt hið sama? En hvers vegna að setja aukna orku í eitthvað sem maður sjálfur fær lítinn hagnað af? Ástæðan er einföld, fyrir komandi kynslóðir. Svo þær þurfi ekki að takast á við um- hverfisógnir og vandamál sem foreldrar, ættfeður og mæður, hafa arfleitt þau af. Best væri að sýna góðan karakter og vera fyrirmynd fyrir aðra en breytingin ger- ist bara hjá hverjum og einum. Hvern langar ekki til þess að barnabarnið fái notið óspilltrar náttúru Íslands ef það kýs að gera það. Eða drekki hreint vatn án vandkvæða? Þegar við kjósum að taka það á okkur að eyða nokkrum krónum aukalega hér til að kaupa umhverfis- vænni vöru, eða eyða örlítið meiri tíma þar til að flokka sorp þá gerum við það ekki eingöngu fyrir okkur sjálf heldur sérstaklega fyrir komandi kynslóðir. Þá sem sitja eftir í súpunni ef ekkert er að gert og þá sem landið erfa! Síðastliðinn mánuð hafa Ungir Um- hverfissinnar deilt með ykkur hinum og þessum upplýsingum sem mikil- vægt er fyrir neytendur að vita. Sumt hefur verið til fræðslu svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir meðan að annað hafa verið ráð og ábendingar um hvernig betur megi fara. Það sem fjallað hefur verið um hefur meðal annars verið: Drögum úr notkun á plastvörum Einfaldar plasvörur eins og hringir af goskippum geta verið skaðlegir og það er því mikilvægt að klippa á hringi en mun betra er að koma plastvörum í endurvinnslu. Við Íslendingar einir og sér hendum rúmlega 70 milljón plast- pokum á ári hverju. Plastpokar leysast upp í plastagnir sem geta haft áhrif á líf- ríkið en plast getur tekið allt að þúsund ár að brotna niður í náttúrunni(4). Af þeim sökum er fátt jafn grátlegt eins og þegar fólk kaupir einnota plastvörur svo sem plastglös eða plasthnífapör. Um- hverfisspor slíkrar vöru er hlutfallslega mjög mikið sér í lagi miðað við notkun, þar sem olía er unnin úr jörðu, plastið mótað í verksmiðju sem svo er flutt í verslun og þaðan að lokum heim til þín. Ungir Umhverfissinnar fóru á stúfana í júnímánuði og komust að því að Bónus er með ódýrustu maíspokana en mesta úrvalið er þó í Fjarðarkaupum. Maís- pokamerkin sem seld eru í verslunum hérlendis eru helst Biobag og Maíspok- inn. Maíspokar eru þó engin töfralausn, en marka þó upphaf mikilla breytinga þar sem margar borgir og jafnvel lönd hafa bannað venjulega einnota plast- poka. Munurinn á plastpokum og maís- pokum er sá að maíspokar eru úr sterkju og eitra því ekki umhverfið ásamt því að brotna mun hraðar niður en plast. Besta lausnin hverju sinni er alltaf að endurnýta poka en þó er ekki hægt að komast hjá því að henda heimilssorpi og þá eru maíspokar ágætis valkostur. Forðumst matvöru sem inniheldur pálmaolíu Farið var yfir aðra umhverfisvá sem finna má í mörgum marvælum en það er pálmaolía. Pálmaolía er ein ódýrasta olían á markaðnum í dag og hefur eftirspurn eftir henni aukist mikið undanfarna áratugi. Til þess að anna eftirspurninni hafa menn tekið á það ráð að ryðja mikið af landi regnskóg- anna til þess að rækta olíupálma. Í dag er langmestur hluti pálmaolíu á mark- aðnum ósjálfbær og valdur að eyðingu regnskóga og stofna þar af leiðandi dýrategundum í hættu. Pálmaolía er oft falin sem“jurtaolía“ og er talið að hana sé að finna í þriðju hverri matvöru á Íslandi. Verslum grænt og endurvinnum Kynnt voru til sögunnar tvö merki sem gagnlegt er fyrir upplýstann neytanda að þekkja vel en það eru Svansmerkið og Blómið sem finna má á ýmsum varningi. Svansmerkið er umhverfis- merking innan norðurlandanna. Til eru 63 flokkar fyrir vörur sem geta hlotið þennan stimpil, þar með talið raftæki o.flr. Hann skoðar val á hráefnum, efna- og orkunotkun í framleiðslu- ferlinu, hönnun umbúða, förgun og framkvæmd gæðaprófana. Áhrif allra þessara þátta eru metin og þurfa að standast strangar kröfur til að verða svansmerktar. Svanurinn leggur mikla áherslu á að losun koltvísýrings sé í al- gjöru lágmarki og berst þannig gegn hnattrænni hlýnun. Sérstakar kröfur eru settar á vörur ætluðar börnum. Öll efni sem eru grunuð um að hafa skað- leg áhrif á umhverfið eru bönnuð og eru ilmefni og önnur ofnæmisvaldandi efni bönnuð í barnavörum. Blómið er umhverfisvottun á vegum evrópusam- bandsins. Eins og svanurinn er allt framleiðsluferlið skoðað, allt frá inni- haldefnum til úrgangs. Skilyrðin sem vörurnar þurfa að uppfylla eru endur- skoðuð á 4 ára fresti í takt við breytingar sem verða á framleiðsluferlum. Aðrar umhverfismerkingar sem vert er að minnast á eru til að mynda Grænfáninn, bláfáninn og endurvinnslumerkið svo á eitthvað sé minnst. Endurvinnslukortið er app ætlað til að einfalda fólki að koma þeim úrgang sem það vill losna við á réttan stað svo það skili sér sem best til mögulegrar endurvinnslu. Í forritinu eru listar yfir endurvinnsluflokka og staði sem taka við hlutum og efnum til endurvinnslu. Höfum augun opin fyrir snefilefnum í tækjum Farsímar og aðrar hátæknivörur inni- halda mikið magn snefilefna sem gott er að hafa í huga. Snefilefni eru frum- efni sem finnast á jörðinni í litlu magni. Þessi efni eru notuð t.d. í skjái, hátalara og annað sem meðal annars finnst í snjallsímum. Snefilefni eru unnin úr bergi, en til þess að þau séu vinnanleg þarf uppsöfnun þeirra að vera nægjan- leg og bergið að vera margummyndað (búið að ganga í gegnum jarðfræðiferli, hringrás steinda, oftar en einu sinni). Snefilefni er takmörkuð auðlind og því er það þannig að auðlindirnar munu klárast, enda eykst mannfjöldi heimsins á sama tíma og eftirspurn eftir fram- leiðslu á tækjum og tólum margfaldast. Til að vinna þau snefilefni sem notuð eru í framleiðslu snjallsíma og annarra tækja þarf að fara í gegnum mikið ferli; grafa þarf upp berg í námum, mala það, vatnsblanda það til að hreinsa snefil- efnin frá öðrum efnum, síðan þarf að hreinsa þau ennfrekar og fínpússa til þess að undirbúa þau fyrir komandi hlutverk. Við þetta ferli skapast ýmis mengun, einkum vegna þess að efnin eru yfirleitt í bergi sem inniheldur geislavirk efni. Vinnslan er orkufrek og þarfnast mikils magns af vatni sem síðan skilar sér mengað út í nærliggj- andi ár og vatnsborð með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Einnig hlýst af sjónræn mengun þar sem skógar eru meðal annars ruddir og risastórar holur grafnar í jörðu til vinnslu efnanna. Þetta er ekki endilega spurning um að ýta öllu slíkum tækjum frá okkur, því það getur haft mikil áhrif að vera meðvitaður not- andi. Munum að koma tækjunum fyrir á réttum stað þegar við uppfærum og hættum að nota þau. Það besta sem við getum gert við raftæki er að gera við þau og endurnota. Loks þegar líftími þeirra er liðinn, þá er hægt að koma þeim í endurvinnslu. Kaupum lífrænt Að versla lífrænt snýst ekki eingöngu um þig! Svo mikið hefur verið notað af skordýraeitri í gegnum tíðina að það hefur haft mikil áhrif á dýralíf. Nú er notkun á skordýraeitrinu neónikótínoíð orðin svo mikil að hún er ekki fjarri því sem að notkun á bannaða skordýraeitr- inu DDT var um 1960. Skordýraeitrið hefur ekki eingöngu áhrif á t.d. býflugur heldur einnig meðal annars drekaflugur sem að borða moskítóflugur. Þannig hefur fækkun smáfugla verið rakin til fækkunar á skordýrum vegna þessa. Eitur sem þessi skila sér því út í fæðu- keðjuna. Við sem kaupum vörur og nýtum okkur þjónustu getum með því að auka eftirspurn eftir því sem umhverfis- vænna er valdið vendingu á mark- aðnum. Við í sameiningu getum komið breytingunum af stað. Hvert og eitt virðumst við kannski agnarsmá í hinum stóra heimi, en líkt og skytturnar þrjár þá getum við staðið saman og kallað eftir breytingum. Kaupum lífrænt ef við getum, svansmerkt eða með öðrum álíka umhverfismerkingum, flokkum bæði pappír og plast í þokkabót við dósir og skilagjaldsskyldar drykkj- arvörur, kynnum okkur vörurnar sem við hyggjum á að fjárfesta í og hvernig staðið er að þeim frá upphafi til enda kaupum ekki vörur unnar úr fágætum við regnskóganna eða dýrum í útrým- ingarhættu svo eitthvað sé nefnt, köllum eftir gegnsæi og breyttu hugarfari ekki aðeins fyrir okkur heldur einnig fyrir framtíðina. Tilvísanir: (1) http://ruv.is/frett/eiturefni-ur-plasti-fara-i- sjavardyr (2) http://www.ruv.is/mannlif/skordyraeitur- hofum-vid-ekkert-laert (3) http://www.ruv.is/frett/skipulagdir-um- hverfisglaepir-hindra-throun (4) http://www.ruv.is/frett/hendum-70-milljon- plastpokum-a-ari Höfundur eru: Lilja Steinunn Jónsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna Kristján Andri Jóhannsson, stjórnarmaður.

x

Kópavogur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.