Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.1985, Side 8
FRÉTTIK Ekki eru nú neinar stór- vægilegar fréttir af bryggjun- um að þessu sinni. Tíð hefur verið rysjótt undanfarna daga og gert mönnum erfitt um vik á öllum veiðum. Þó koma þokkalegir dagar með innskotum á milli. Togarar Frá áramótum hafa togar- arnir landað sem hér segir: Bergey 8. jan. 88,7 tonn, Vestmannaey 10. jan. 134,2 tonn, Sindri 11. jan. 112,3 tonn, Halkion 11. jan. 74,4 tonn, Breki er í siglingu. Netin: Enn er dræmur afli í net og yfirleitt dregið tveggja nátta enda gefur tíðarfarið ekki tilefni til annars. Aflinn hefur verið frá 2 og upp í 3 eða fj ögur tonn og verða víst fáir feitir af slíku. Þó skar Ófeigur sig úr í síðustu viku, er hann landaði á þriðjudags- kvöld 13 tonnum. Svo datt botninn úr því aftur. Lína: Tveir stórir bátar eru á línu, Gullborg og Dala-Rafn. Lítið hefur verið hjá þeim og þegar þetta er ritað er Dala- Rafn úti, væntanlegur seinna í vikunni. Einna skást hefur fiskirí verið hjá smábátun- um, sem róa á línu, þá daga sem gefur á sjó. Á þriðjudag í síðustu viku var einna besti dagurinn, var almennt þetta frá hálfu tonni og upp í 2,7 tonn hjá Hilmari á Sigur- birni. Á sunnudaginn var landaði svo HILMAR á ný hálfu öðru tonni. Þess má get a að allur sá fiskur er slægður hjá honum. Sama dag var Kristbjörg Sveinsdóttir með tonn og Gaui gamli með 900 kg. Þetta er góður afli, því yfirleitt er róið með stutta línu. Ef veður héldist sæmi- legt nokkra daga, mætti búast við drjúgum, afla hjá smábát- unum. Kvótamál: Þessa dagana munu út- gerðarmenn vera að huga að nýskipan á kvótamálum. Sú breyting hefur verið gerð frá síðasta ári ao nu er hægt velja milli fastákveðins afla- kvóta eins og var yfir heildina í fyrra og sóknarkvóta en margir útgerðarmenn lýstu einmitt yfir óánægju sinni í fyrra með að geta ekki valið á milli. Þessi breyting er eink- um talin vera til hagræðis fyrir togarana. Svo er það víst allnokkur höfuðverkur þegar menn þurfa að ákveða hvor kosturinn skuli valinn slíkt liggur víst ekki ævinlega í augum uppi Verkfall á næsta leiti? Ekki þykir horfa vænlega í samningamálum sjómanna og útgerðarmanna þessa dag- ana. Samningum hefur verið sagt upp og eftir ummælum beggja aðila, Sjómanna- sambandsins og LÍU, má allt eins vænta þess að verkfall skelli nú á næstunni. Kröfu- gerð sjómanna er í fáum lið- um að þessu sinni og ríkasta áherslan lögð á hækkun kauptrayggingar, fæðis- greiðslur og lífeyrisréttindi. Það er vissulega vonandi að ekki þurfi að koma til verk- falls sennilega hafa flestir fengið sig fullsadda á verk- föllum frá því í haust þó ekki bætist enn við núna á vertíð. Þau mál ættu að skýrast næstu daga. Eins og getið var hér að framan er ein aðalkrafa sjó- manna sú, að kauptrygging hækki verulega. Kauptrygg- ing hjá sjómönnum í uag er þessi: Skipstjóri, 1. stýrimaður og l.vélstjóri .... kr. 27129 Matsv. 2. og 3. vélstj., 2. stýrim., netamenn og báts- menn ........... kr. 23388 Háseti.......... kr. 19410 Að auki hafa skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar fast kaup, kr. 685,20 sem bætist við mánaóartryggingu en hásetar, matsveinar og neta- menn fá svonefnda fatapen- inga að upphæð kr. 1269,60 sem bætist við trygginguna. Við látum svo lesendum eftir að dæma hvort þeim þykja kröfur sjómanna um hækkun kauptryggingar á rökum reistar. Persónulega þykir þeim sem þetta ritar að svo sé, allavega öfundar hann ekki hásetana af mánaðar- laununum. Sigurgeir TANGINN 1052 Helgartilboð okkar Opið föstudag til kl. 19 Opið laugardag frá kl. 9-12. Reykt folaldakjöt á aðeins kr. MUNIÐ hrásalatið okkar ofsagóða KÍNVERSKAR PÖNNUKÖKUR á aðeins kr. 48 SVIKINN HÉRI á aðeins kr. 198 kg. Tölvuvæðing í Eyjaprenti Fáar iðngreinar breytast jafn ört og prennonaðurinn í dag. Það sem var bylting í gær er orðið safngripur á morgun. Hjá Eyjaprenti hefur verið keypt setningartölva, sem að ummáli er ca. fímmti partur gömlu vélarinnar, fímm sinnum léttari og tíu sinnum fullkomnari.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.