Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.1986, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.1986, Qupperneq 2
.FRCTTIK rRtll'IR L5 Sigmundur Andrésson VIÐ SKÁKBORÐIÐ Fimmtudaginn 6. febrúar var hraðskákmót mánaðarins. Þátt- tnkendur voru ellefu og tefldar 7 umferðir tvöfaldar. Úrslit urðu þessi: 1. Einar Sigurðsson ... 12 V. 2. Sverrir Unnarsson . . 11 V. 3. Sigurjón Þorkelsson . 9,5 V 4. Guðni Einarsson .... 9 V. 5. Hallgrímur Óskarsson . 8 V. 6. Sigmundur Andréss. . 7,5 V. 7. Sævar Halldórsson Bjarnólfur Lárusson Hermann Porvaldss. .. 7 V. 8. Vignir Harðarson .... 4 V. 9. Arnar Pétursson....2 V. Skákþingið 4 umferð var tefld síðastliðinn sunnudag, tveim skákum þurfti að fresta, Ágústs og Sigurjóns og Haraldar og Birgis. Páll og Sævar tefldu saman og það er nú sem allar góðar vættir séu flúnar frá Páli og hann varð að bíta í það súra epli að tapa þarna þriðju skákinni í röð. Hann verður að hætta að setja svona mikið vatn í steypuna ef hún á ekki öll að renna úr mótunum. Guðlaugur og Bjarnólfur börðust hart ognú var það Laugi sem hugsaði upphátt og vel mátti heyra er hann sagði: „Jæja farðu nú að gefa þetta þú ert búinn að tapa þessu, ja sjáðu, nú drep ég hrókinn og hvað ætlar þú þá að gera?“ Og þetta var alveg rétt hjá Lauga því seinnipartinn af skákinni tefldi hann sannfærandi og vann. Einar og Sigurður tefldu hörkuskemmtilega skák þarsem hvor þeirra komst manni yfir og sveiflurnar geysilegar á köflum, en þar kom að Sigurður lék dlilega af sér og þar með var draumurinn búinn. Hlynur og Sverrir léku hálf-‘ gildings Cykileying þar sem Hlynur fór þó út úr theóríunni og lék heldurslaklega og tapaði. Undirritaður tefldi við Por- vald sem hafði hvítt og kom út úr byrjuninni Nimsoindversk-vörn. Porvaldi láðist að drepa með c peðinu áður en hann lék bisk- upnum, en honum lék hann þrisvar í röð áður en hann skipti upp á riddaranum og það þykir heldur slæmt í byrjun skákar. Upp úr því náðí svartur að leppa riddarann á c3 og náði honum sfðar og gerði þar með út um skákina. En hér kemur svo skák þeirra Guðna og Pjóðverjans Wolfang, en hún var nú á köflum nokkuð rigningarleg. „íslands óhamingju verður allt að vopni.“ Guðni hvítt. Wolfang svart. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 d6 4. h3 Rf6 ég kann ekkert að skýra frá hvað þessi byrjun heitir? Hún er fáséð. 5. d4 cxd4 6. Rxd a6 7. RxR bxR 8. Bd3 e5 9. 0-0 Be7 10. f4? opnar taflið óþarf- lega mikið og gefur auk þess peð. exf 11. Bxf Db6+ 12. Khl Dxb2 13. Dd2 betra hefði verið að hafa hana á el, og ýta síðan peðinu e5. Db6 14. e5 dxe 15. Bxe h6? 16. Hael Be6 17. Re4 RxR 18. BxR 0-0 19. Hf3 Had8 20. Dcl Bg5 21. Bf4 Da5 22. BxB hxB 23. Bxc6 g4 24. Hg3 gxh 25. gxh Dc7 26. Hxg7 falleg fórn sem stenst fullkomnlega ef Guðni hefði tekið gleraugun af nefinu. KxH 27. Dg5+ Kh7 28. Dh5+ Kg7 29.Dg5+ Kh7 30. Be4 f5, þarna átti svartur mjög gott innkast sem dugði honum til sigurs. 31. Dh5+ Kg7 í fjórða skiptið. 32. Dg5 Kh8 33. Bg2 Bc8 34 He6?? það er voðalegt að fara svona að ráði sýnu. Hdl+ hvítur gaf. Landakirkja LANDAKIRKJA Sunnudaginn 16. febrúar: Sunnudagaskóli kl. 11.00 Messa kl. 14.00 Hraunbúðir kl. 15.10 Fimmtudagur 20. febrúar föstumessa kl. 20.00 Sóknarprestur Betel —i Fimmtudaga kl. 20:30: Biblíulestur. (kennsla í Biblíulestri) Laugardaga kl. 20:30: Safnaðarsamkoma. Sunnudaga kl. 13:00: Sunnudagaskóli. Sunnudaga kl.. 16:30: Lofgerðarsamkoma. Öllum opin, verið velkomin Þriðjudaga kl. 20:30: Unglingasamkoma. (Fyrir 10 ára og eldri). Daglegar bænastundir eru í Betel frá kl. 5-6. Viðtalstími forstöðumanns: Frá þriðjudegi til laugardags. kl. 14-16 eða eftir nánara samkomulagi; S 2030. NÝTT-NÝTT Rimlagluggatjöld í Hlitum. Komið og lítið inn 6rimin«s Inf Nýjar vörur teknar upp á morgun föstudag Eyjakaup Mikið úrval af myndböndum, m.a. Question of love - Water - Star Mystery - Byrgið - Birdy The slogger’s wife - Lost and found - Grizzly - Blind Alley Gæsahúð 3 - Blood and Diamonds - The double trouble HE-Man - Finnegan - The Emeráld Forest Munið afsláttarkortin - með þeim fáið þið hverja Pinninn Hásteinsvegi 43 S: 1366 Ágætu bæjarbúar Dagana 22. og 23. febrúar n.k. verður gengið til prófkjörs á vegum Sjálfstæðisflokksins. Margir eru til kallaðir, en fáir útvaldir. í þctta skiptið eru að- eins 3 konur, sem gefa kost á sér í bæjarstjórn. Er það hugsunar- efni út af fyrir sig, hvers vegna árið 1986, svo fáar konur á vegum Sjálfstæðisflokksins mæta til prófkjörs. En hvað um það þrjár valin- kunnar konur eru tilbúnar í prófkjörsslaginn. Er mér ánægja af að minna ykkur á þær. Þær eru Hanna Birna Jó- hannsdóttir húsmóðir, formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Eygló. Unnur Tómasdóttir kennari og húsmóðir að auki, en hún hefur verið ritari í fulltrúa- ráði Sjálfstæðisflokkanna og Helga Jónsdóttir húsmóðir, sem kemur frísk með nýjar hug- myndir í hið pólitíska starf. Allar eru þessar konur rnjög frambæri- legar og til sóma í efstu sætum listans. Það er sagt að konur séu ekki nógu framhleypnar til að koma sjálfum sér á framfæri, eru það orð aðsönnu. Verra erað kyngja því að konur vilji ekki kjósa konur, þeim hugsunarhætti þarf að breyta. Nú eru miklir möguleikar á því að hægt sé að koma 2 konum í 6 efstu sætin. Skora ég á alla að setja a.m.k. 2 konur í efstu sætin. Aðeins þannig er mögulegt að konur nái öruggum sætum. Tökum höndum saman og setjum a.m.k. 2 konur í örugg sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Sýnum samstöðu, kjósum konur. Sigurbjörg Axelsdóttir Til kjósenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 22. og 23. febrúar n.k., biðjum við undirritaðar alla þá sem vilja jafnræði milli kynja að sýna það í væntanlegu prófkjöri. Hanna Birna Jóhannsdóttir, Unnur Tómasdóttir, Helga Jónsdóttir Útgefandi: EYJAPRENT HF. Ritst j GÍSLI VALTÝSSON, ÁBM. Auglýsingar: STRANDVEGI 47 <27 1210 Setning og prentun: EYJAPRENT HF.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.