Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1986, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1986, Blaðsíða 8
Ársskýrsla Hjálparsveitar skáta Vestmannaeyjum Bjarni Sighvatsson t.v. og Magnús Þorsteinsson sveitarforingi t.h. kynna flugelda. Ársskýrsla Hjálparsveitar skáta Vestmannaeyjum 1985- 1986 kom út fyrir skömmu, en nú í ár er tuttugasta starfsári sveitarinnar að ljúka. Að sjálf- sögðu bar hæst á starfsárinu bygging Skátaheimilisins við Faxastíg, en það tók mikið fé og mikinn tíma frá félögum sveitar- innar. Sér nú brátt fyrir endann á byggingarframkvæmdum, og í vor verður farfuglaheimili sveit- arinnar opnað þar, og er þarna um framtíðarhúsnæði að ræða fyrir þá starfsemi. Starf sveitarinnar var í formi æfinga og námskeiða, en alls voru 16 slík á starfsáætlun. Þá var farið í nokkrar æfingaferðir á fastalandið, m.a. í gönguferð um Lónsöræfi, fjölskylduferð i Þórsmörk og fl. Þá fór fram árlegt göngurall sveitarinnar hér i Eyjum í okt- óber. Þátttaka var sæmileg, og var nú í fyrsta skipti keppt um sérstakan kvennabikar. Hann vann Guðný Óskarsdóttir en hinn bikarinn vann Guðni Ge- orgsson. Vonast þeir Hjálpar- sveitarmenn eftir betri þátttöku í næsta ralli, og þeir benda jafn- framt á að stærsti sigurinn er að taka þátt. 13-15. september varsvo hald- inn mikil afmælisæfing af tilefni 20 ára afmæli Hjálparsveitar Vestmannaeyja. Var boðið öll- um aðildarsveitum LHS, flug- björgunarsveitum frá Reykja- vík, Skógum og Akureyri, Björgunarsveitinni Stakki og Björgunarfélagi Vestmanna- eyja. Voru þetta allt í allt um 250 manns, og er þetta lang fjöl- mennasta og viðamesta björg- unaræfing sem haldin hefur verið í Eyjum, bæði hvað snertir fjölda þátttakanda og umfang æfingar. Náði leitarsvæðið yfir allar eyjarnar. Var leitað á eyjunum af hópi rúmlega 20 vísindamanna á veg- um Sameinuðu Þjóðannna sem höfðu orðið fyrir matareitrum. Einnig var skotið inn í æfinguna Skátaskeyti OPNUN ARTÍMI: Miðvikudag, 27/3 .... kl. 2-6 Skírdag.............. kl. 2-6 Laugardag 29/3....... kl. 10-6 Páskadag..............kl.2-5 2. páskadag......... kl. 10-3 Föstudag 4/4......... kl. 2-6 Laugardag 5/4........ kl. 10-6 Sunnudag 6/4 ........ kl. 10-3 Skeytamóttaka er 1 versluninni Eijó. Skátafélagið Faxi „slysi“ um borð í Lóðsinum sem hafður var á sjó. Var sjúklingun- um komið fyrir á stöðum eins og í Eldfellsgíg, Stafsnes, Fiskhell- um, Lambhillu o. fl., og þá var einnig sjúklingur í Elliðaey. Einn af öðrum fundust sjúkling- arnir og var miserfitt að fást við þá og færa til greiningar hjá leitarstjórn. Voru menn nokkuð slæptir eftir æfinguna, enda búnir að vaka á annan sólarhring. Gátu Eyjamenn ekki annað en gefið íslendingum gott hrós fyrir frammistöðu þeirra í æfingunni, því verkefnin voru mjög erfið, náttmyrkur og þeir ókunnugir aðstæðum. Eftir að æfingunni lauk, af- hjúpaði séra Kjartan Örn með stuttri ræði, minningarskjöld sem LHS. færði HSV til minningar um Kjartan Eggerts- son og Hannes Öskarsson, sem báðir létu lífið í starfi fyrir sveit- ina. Fjáraflanir voru með hefbundnum hætti, en ein ný' fjáröflun kom til framkvæmda á starfsárinu. Það er sala á neyðar- búnaði til skipa og hefur sú sala gengið vel, og mætt velvilja og skilningi útgerðamanna hér í bæ. Eru uppi hugmyndir um meira átak í þessum efnum. Bókaðir sveitarráðsfundir á starfsárinu (frá 15. maí 1985) eru 51. Sveitarfundir hafa verið 7 talsins. Þá má einnig geta þess að síðastliðið haust var fjölgað í almannarvarnarnefnd Vest- mannaeyja og var samþykkt í bæjarstjórn að sveitarforingi H.S.V. á hverjum tíma skipaði annað sætið en formaður Björg- unarfélagsins hitt. Þá sendi Hjálparsveitin fulltrúar á þing L.H.S. í maí 185 og einnig á fulltrúaráðsfund í janúar 1986. Útköll og aðstoðir á starfsár- inu voru 14 talsins, og var um- fang þeirra mjög mismikið eins og gefur að skilja. Hefur í útköll- um komist á prýðisgott samstarf við lögreglu, og er það von Hjálparsveitarmanna að það haldist og vaxi. Stjórn Hjálparskveita skáta Vestmannaeyjum 1985-1986 var þannig skipuð: Magnús Þorsteinsson sveitar- foringi. Guðni Georgsson aðstoðar- sveitarforingi. Sigþór Ingvarsson ritari. Sigurður Þ. Jónsson gjaldkeri. Bjarni Sighvatsson meðstjórn- andi. Eiríkur Þorsteinsson með- stjórnandi. Guðmundur Richardsson meðstjórnandi. Jóhann Heiðmundsson með- stjórnandi. Stjórn Hjálparsveitar skáta starfsárið 1986-1987 er þannig skipuð: Magnús Þorsteinsson sveitar- foringi. Sigþór Ingvarsson. Sigurður Þ. Jónsson. Bjarni Sighvatsson. Eiríkur Þorsteinsson. Guðmundur Birkisson. Eyþór Þórðarson. Helgi Steingrímsson. Að lokum má geta þess að efst á óskalista þeirra Hjálparsveitar- manna nú er efla æfingar og námskeið fyrir félaga sveitarinn- ar en þessir liðir hafa sitið á hakanum að undanförnu sökum húsbyggingarinnar, en síðast enn ekki síst að fá nýja félaga í sveitina. Þessar ungu skvísur litu inn til okkar á Fréttum um daginn, en þær höfðu þá safnað 1500 kr. í hlutaveltu. Ágóðinn rennur til Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Stúlkurnar heita Guðbjörg Helgadóttir og Kristbjörg Sigurjónsdóttir. Fermingarskeyti Vegna ferminga 31. mars og 6. apríl verður símaafgreiðslan opin þá daga kl. 10 - 19. Móttaka fermingarskeyta verður einnig í síma 1000. Póstur og sími Vestmannaeyjum J.K. Parket auglýsir Er parketið orðið Ijótt? Pússum upp og lökkum PARKET Einnig pússum við upp og lökkum hverskyns viðargólf. Upplýsingar í síma 2851. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 48 Útsending á Rás 2, 30. mars. Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.