Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1986, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1986, Qupperneq 8
Agnar Angantýsson, yfirlögregluþjónn: „Þjóðhátíðin fór óvenjuvel fram“ Ein er sú stétt sem mikið mæðir á Þjóðhátíð, en það eru lögreglumenn. Þurfa þeir að sinna þeim mikla fjölda sem hingað kemur og fólk leitar til þeirra með vandræði sín. Sumir hafa týnt eigum sínum og aðrir jafnvel örlitlu af sjálfum sér eins og gengur. Má segja að þeir haldi um púlsinn á mannlífinu á Þjóðhátíðinni. Vegna þessa hafði blaðið samband við Agnar Angantýsson yfirlögreglu- þjón og innti hann frétta af Þjóðhá- tíðinni. Agnar sagði að þetta hefði verið óvenju fjölmenn Þjóðhátíð. Sagðist hann giska á milli 10 og 11 þúsund manns hefðu verið í Dalnum þegar mest var. Miðað við þennan mikla fjölda hefði allt farið vel fram. Hefði mjög gott veður allan tímann hjálpað til. Óvenjulítið hefði verið tilkynnt um þjófnaði úr tjöldum og hefði munavarslan á svæðinu eflaust haft sitt að segja. Aðspurður um slys sagði hann að alvarlegasti atburðurinn hefði orðið þegar maður sem sat inni í hústjaldi hefði fengið flösku í höfuðið og höfuðkúpubrotnaði. Hefði flöskunni verið kastað utan frá, af slíku afli að gat kom á tjalddúkinn. Ekki náðist í þann sem kastaði en málið er í rannsókn. Annars hefðu slys verið óverulcg. Agnar sagði að þessi mikli fjöldi hefði e.t.v. komið mönnum í opna skjöldu og því hefðu ekki verið reiknað með því í undirbúningi og skipulagi fyrir hátíðina. Gæslan hefði þurft að vera fjölmennari. Eins hefðu þurft aðstöðu þar sem fólk gæti sofið úr sér áfengis- vímuna undir eftirliti gæslumanna. Mætti t.d. vera með stórt tjald á svæðinu til þess arna. Þyrfti að hyggja að þessu fyrir næstu Þjóðhá- tíð. Þórarar athugið Nú skulum við öll Ieggjast á eitt og enda Þjóðhátíðina með sömu reisn og hún var hafin, og mæta öll í Dalinn um helgina til að taka „draslið“ niður. Stefnt verður svo að því að fara í Þjóðhátíðarferðalagið aðra helgi. Flugvöllurinn: Metfjöldi lendinga Um helgina voru lendingar og fjöldi farþega um Vestmanneyjaflug- völl, meiri en áður hefur verið. Að sögn Jóhanns Guðmundssonar flugvallarstjóra, voru lendingar s.l. föstudag 172 og 177 á mánudaginn. Er þetta mjög mikil aukning því að sömu daga í fyrra, um Þjóðhátíðar- helgina, voru 109 lendingar á föstu- deginum og 108 á mánudeginum, sem þá var met. Jóhann sagði að á mánudeginum hefðu farið héðan um 1500 farþegar um völlinn sem væri að sjálfsögðu einnig nýtt met. Að lokum sagði Jóhann að á 5 dögum fram á mánudagskvöldi hefðu verið 500 lendingar á vellinum. Hefði umferðin stundum verið það mikil að á meðan 7 vélar biðu lend- ingar, hefðu 5 beðið fiugtaksheimild- ar á braut. Sagði hann að miklu fargi væri af mönnum létt að lokinni svona törn og að allt hefði gengið slysalaust fyrir sig. Það væri fyrir mestu. FÖSTUDAG OPIÐ TIL KL. 19.00 LAUGARDAG 0PIÐ TIL KL. 9-12 IÞAÐ ER ENGIN SPURNINGI KJÖTB0RÐIÐ 0KKAR ER í SÉRFL0KKI -1. FLOKKS ÚRVINNSLA Á KJÖTI - ■ KJÖTB0RÐIÐ 0KKAR SLÆR ALLT ÚT ■ HVERGIMEIRA ÚRVALAF Á VÖXTUM OG FERSKU GRÆNMETI • Jóhann Guðmundsson. Örtröð • Mikil örtröð var á flugvellinum og við Herjólf og Smyril á mánudaginn. £ myndinni má sjá farþega bíða þess að ganga um borð í Smyril á mánudaginn. Einn sækir um stöðu bæjarritara Um mánaðarmótin rann út frestur til að sækja um stöðu bæjarritara og starf félagsmálafulltrúa. Blaðið hafði samband við Ragnar Óskarsson for- seta bæjarstjórnar, og hann inntur frétta um fjölda umsókna og hverjir umsækjendurnir væru. Ragnar sagði að einn hefði sótt um stöðu bæjarritara og óskaði hann nafnleyndar. Tveir hefðu sótt um starf félagsmálafulltrúa o6 umiar óskað nafnleyndar. Hefði sú ákvörð- un verið tekin í bæjarráði að birta hvorugt nafnið. Ragnar sagði að menn ætluðu að gefa sér góðan tíma til að skoða umsóknirnar. Væri því óvíst hvort þær yrðu lagðar fram á bæjarstjórnarfundi þann 14. þ.m. ÍBV-ÍBK á laugardag Næsti leikur IBV í 1. deildinni verður n.k. laugardag, en þá fá Eyjamenn í heimsókn, eitt af efstu liðunum í deildinni, Keflvíkinga. I.eikurinn hefst kl. 14.00. Staða ÍBV í deildinni er eins og alþjóð veit, mjög döpur, og fall í 2. deild virðist vera óumflyjanlegt. Vonandi sýna samt stuðningsmenn liðsins í verki að þeir styðji liðið í gegnum súrt og sætt með því að mæta á völlinn á laugardaginn. Og þá er bara að vona að strákarn- ir okkar hafi jafnað sig eftir þjóðhá- tíðina og sýni á sér sparihliðarnar gegn þessu sterka liði. Gæðavara á góða verði SRAR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.