Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Qupperneq 7
FRÉTTIR — Þriðjudacjinn 22. mars 1988 -L- Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir 1987: Besta ár í sögu Sparisjóðsins — Styrktar og menningarsjóður stofnaður til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson. • Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja: F.v. Arnar Sigurmundsson, Ragnar Óskarsson, Benedikt Ragnarsson Sparisjóðsstjóri, Gísli Guðlaugsson, Þorbjörn Pálsson og Sigurgeir Kristjánsson stjórn- arformaður. Myndin á veggnum er af Þorsteini Þ. Víglundssyni fyrrverandi Sparisjóðsstjóra. Aðalfundur Sparisjóðs Vest- mannaeyja og Veðdeiídar fyrir árið 1987 var haldinn 4. mars s.I. Afkoma Sparisjóðsins var góð á síðasta ári og reyndar var árið það besta í sögu sjóðsins til þessa, að sögn Benedikts Ragn- arssonar sparisjóðsstjóra. Á fundinum kom fram að heildarinnlán í árslok voru kr. 320.857 þús. og höfðu aukist um 38% á árinu 1987. Heildar- innlán námu kr. 272.430 þús. og er það aukning um 39% milli ára. Stærsti útlánaflokkur- inn var til húsakaupa og ný- bygginga, eða 30,2%, skamm- tímalán 20,0%, verslun 14,7%, launalán 13,1%, iðnaður 12,2%, sjávarútvegur 6,4% og annað 3,4%. Bundnar inni- stæður í Seðlabanka fslands námu í árslok kr. 59.785 þús. en það eru 18,6% af heildar- innistæðum. Auk þess hefur Sparisjóðurinn þurft að kaupa ríkisskulabréf, ríkisvíxla og skuldabréf vegna halla á ríkis- sjóði fyrir kr. 15.522 þús. en þetta eru skyldukaup. Lausa- fjárstaðan var jákvæð í árslok um kr. 2.269 þús. á móti nei- kvæðri lausafjárstöðu í árslok 1986 um 13.486 þús. Heildartekjur á árinu 1987 voru 97.172 þús. og heildar- gjöld kr. 86.669 þús. og tekju- afgangur fyrir tekju- og eigna- skatt kr. 10.502. sem er það besta í sögu Sparisjóðsins. Að öðru leyti vísast í reikninga Sparisjóðsins, en þeir liggja frammi öllum til sýnis í af- greiðslusal. Benedikt var spurður hvað hann þakkaði þessa góðu af- komu. „Ég held að síðasta ár hafi verið sparisjóðunum hagstætt. Við erum fyrstir með reikningana í ár, og ég held að, það eigi eftir að koma í ljós að útkoma hinna sé svipuð." Sparisjóðurinn opnaði veð- deild um mitt síðasta ár og gekk starfsemin ágætlega. í upphafi voru veðdeildarbréfin seld á 9,5% ávöxtunarkröfu, er. fljótlega var ávöxtunarkraf- an hækkuð í 9,75%. í lok ársins var heildarsala bréfa kr. 33,470 þús. að nafnverði. Tilgangur stofnunar veðdeildar var að gefa sparifjáreigendum kost á hærri ávöxtun á fjármunum sínum, án þess að sækja það í önnur byggðalög. í tengslum við stofnun veðdeildar hefur Sparisjóðurinn keypt hlut í Kaupþingi h.f. Reykjavík, en fyrirtækið er að hálfu í eigu nokkra stærri sparisjóða í land- inu. Um Veðdeildina sagði Bene- dikt að hún hefði skilað sér eins og til var ætlast, þ.e. að halda peningunum innan bæjar. Þá var samþykkt á aðalfund- inum, að tillögu stjórnar, að stofna styrktar og menningar- sjóð Sparisjóðs Vestmannaeyja til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrrverandi Spari- sjóðsstjóra. „Það er ekki búið að setja reglugerð fyrir sjóðinn enn þá og því erfitt að svara þessu. En meiningin er að veita úr sjóðnum á hverju ári og þá til einhvers verðugs verkefnis,“ sagði Benedikt. „Sjóðurinn skal m.a. hafa það hlutverk að veita styrk til framfara og menningarmála í Vestmanna- eyjum eftir nánari reglum, sem stjórn Sparisjóðs Vestmanna- eyja er falið að setja.“ Fimm manna stjórn er í Sparisjóðnum, þrír kosnir af ábyrgðarmönnum, Gísli Guð- laugsson, Sigurgeir Kristjáns- son og Þorbjörn Pálsson. Tveir eru kosnir af bæjarstjórn, þeir Arnar Sigurmundsson og Ragnar Óskarsson. Varamenn kosnir af ábyrgðarmönnum eru Jóhann Björnsson, Hjálmfríð- ur Sveinsdóttir og Kristmann Karlsson, en Helga Jónsdóttir og Guðmunda Steingrímsdóttir kosnir af bæjarstjórn. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, var Sigurgeir Kristjánsson kos- inn stjórnarformaður og Arnar Sigurmundssonar varaformað- ur. Ráðinn endurskoðandi er Þorvarður Gunnarsson hjá Endurskoðunarskrifst. Sig. Stefánssonar h.f. en endur- skoðendur kosnir af ábyrgð- armönnum eru Elín Alma Art- húrsdóttir og Gunnlaugur Ax- elsson. Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragnarsson og skrifstofustjóri Guðjón Hjörleifsson. Á aðalfundinum minntist stjórnin, eins stofnenda sjóðsins, Óskars Jónssonar, Sólhlíð 6, en hann lést í des- ember sl. Að lokum vildi Benedikt koma á framfæri áhyggjum sín- um af fjölgun nauðungarupp- boða hér í Vestmannaeyjum. „Vanskil eru orðin gífurleg og samfara því hefur nauðungar- uppboðum fjölgað. Ég get nefnt sem dæmi að það heyrði til algjörra undantekninga ef eign fór á nauðungaruppboð fyrir gos. En þetta hefur breyst mikið, ’ því á síðasta ári var Sparisjóðurinn neyddur til að kaupa 3 hús á nauðungarupp- boði og það sem af er þessu ári eru þau orðin 3. Þetta er mjög vont fyrir byggðarlagið og í raun hættulegt,“ sagði Bene- dikt, og sagði ástæður þessa margar, m.a. að verðlag fast- eigna hefði ekki hækkað eins og áhvílandi lán á þeim. LEIGUBÍLA ÞJÓNUS TA Opið 7:00 - 24:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar. — ÖRUGG ÞJÓNUSTA. ÞÚ HRINGIR OG VIÐ KEYRUM. — „n«íTv>, Síminn er 2038 I VI \«&«T\\I Landakirkja Bænastund á föstu í dag kl. 18:00 Sóknarprestur TIL SÖLU Kirkjuvegur 19, efri hæð og ris, mikið endurnýjar, stór og góð lóð. Getur losnað fljótlega. Upplýsingar á staðnum og í síma 2567 eða hjá fasteignasölum. ATVINNA Duglegan og samviskusaman mann vantar í mikla vinnu strax. Akkorðsvinna og gott kaup. Frítt fæði á vinnustað. Upplýsingar aðeins á staðnum. BRETTI HF íslandsmótið í „Free style“ dansi: Ölver fékk bronsið Ölver Jónsson, fulltrúi Vest- mannaeyja I íslandsmótinu í Free-style dansi, hafnaði í 3. sæti í Islandsmótinu sem fram fór á Hótel íslandi um síðustu helgi. Þá keppti hópurinn Nettó í hópkeppninni og stóð sig vel þrátt fyrir að hann næði ekki verðlaunasæti. „Ég er auðvitað í skýjunum með þetta, í raun og veru gat allt gerst í keppninni . Þátttak- endur voru 11, allt stelpur nema ég, og allar með tilbúna dansa frá dansskólunum í Reykjavík. Ég var hinsvegar með frumsaminn dans eftir sjálfan mig þannig að ég má vel við una,“ sagði Ölver í samtali við FRÉTTIR. Ölver stefnir enn hærra í danslistinni, því í ágúst n.k. heldur hann utan til Bandaríkj- anna sem skiptinemi í 1 ár. • Ölver Jónsson. Sagði Ölver að þar myndi hann væntanlega nema einhverja danslist og yrði vonandi reynsl- unni ríkari þegar hann kæmi heim. ALHLIÐA RAFLAGNAÞ JÓNUSTA INTÝLAGINriR — ENDURBÆTUR — VIÐHALD VIÐGERÐIR Á SIEIVCEINrS HEIMILISTÆKJUM Friðþjófur Sigursteinsson, rafverktaki S 2280 FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.