Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Page 12
FRÉTTIR óska lesendum sínum
ánægjulegrar Þjóðhátíðar
Gunnar Andersen framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar:
„Teljum okkur yel í
stakk búna til að taka á
móti fjölda gesta“
„Við teljum okkur vel í stakk
búna til að taka á móti fjölda
gesta,“ sagði Gunnar Ander-
sen framkvæmdastjóri Þjóð-
hátíðarnefndar Þórs í gær-
kvöldi, þegar verið var að
leggja lokahönd á frágang í
Dalnum.
„Þetta er allt að smella saman
hjá okkur, rétt lokafrágangur
við lýsingu og annað smálegt,
sem eftir er. Hljómflutnings-
kerfi Reykjavíkurborgar kom
með Herjólfi í gær og verður
það komið á sinn stað í dag eða
á morgun." Tíðindamaður
FRÉTTA leit við á Herjólfsaf-
greiðslunni í gærkvöldi og
höfðu þeir Heiðar og Georg
orð á því að sennilega næði
dagskrá Þjóðhátíðar eyrum
Hornfirðinga, ef hann blési á
vestan.
Gunnar var beðinn um að
skýra frá því helsta sem lýtur
að komandi Þjóðhátíð, að-
göngumiðaverð og aðrar hag-
nýtar upplýsingar.
„Aðgöngumiðinn kostar
4000 krónur í ár, en að venju fá
unglingar undir fermingaraldri
og aldraðir frítt í Dalinn. Sú
breyting verður í ár að á sunnu-
deginum kostar miðinn 1500
krónur.“ Gunnar vildi . koma
því á framfæri að engir frímiðar
yrðu nú frekar en undanfarin
ár.
Gestir mega tjalda klukkan
sex á fimmtudagsmorgun og
þá á allt að vera klárt fyrir gleði
helgarinnar. Ökumenn eru
beðnir um að athuga að bíla-
stæði verða eingöngu í Torfmýri.
í Dalnum verða aðeins bíla-
stæði fyrir sjúkralið og fatlaða.
Björgunarfélagið sér um gæslu
á mótssvæðinu og að vanda
• Stund milli stríða við undirbúning í Dalnum.
verður Hjálparsveitin með
sjúkragæslu í gamla golfskálan-
um og verður læknir þar til
staðar allan tímann. Muna-
varsla verður starfrækt eins og
undanfarin ár og er fólki ein-
dregið bent á að notfæra sér þá
þjónustu. Mjög strangt verður
tekið á flöskubrotum, en fólki
er bent á plastílát og dósir fyrir
gos og öl.
Tákn Þjóðhátíðar er skrofa,
og er merki hennar hannað af
Trausta Traustasyni, sem hefur
séð um listrænu hliðina í skreyt-
ingunum. Kynnir og dagskrár-
stjóri er Árni Johnsen og sviðs-
stjóri Sigurgeir Scheving.
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp að hafa sundlaugina opna
Þjóðhátíðardagana, frá klukk-
an 12 - 15. í félagsheimili Þórs
verður baðaðstaða opin frá
klukkan 10 - 16.
„En númer eitt, elskumst
heitt um alla tíð en umfram allt
á Þjóðhátíð,“ sagði Gunnar að
lokum, en bað þó fólk um að
gæta allrar siðsemi.
j ÓÐHÁTÍÐABTILB ° ®^ G AlSI S
Maltöl°SftansWsínneP
BanchestransK
Verð
áður
OUkar
verð
248,00
158,00
Gunnars
Remoi
Libby‘sto
matsósastor
flaska
ar.b°x
StelWUllrau^r260gr.poto
Steiktur laumn-----
Giidir meðan
44^ee-
-42^00-
-4&r0e-
-öeree-
JeAr$0-
44&see-
112,00
96,00
35,00
35,00
64,00
83,00
82,00
41,00
98,00
biigðir endast
á þJÓÐHÁTIÐ
hjA OKKUB
GÆÐA LUNDI Á GÓÐU VERÐI, NÝR OG REYKTUR
MUNIÐ ÓDÝRA HANGIKJÖTIÐ. LÆRI OG FRAMPARTAR
í HEILUM STK. LÆRI OG FRAMPARTAR ÚRBEINAÐ