Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 13. desember 1988
Skákmenn
athugið
i
Desemberhraðskákmótið verður haldið
miðvikudaginn 14. desember og hefst kl.
7.30 (19:30) í Alþýðuhúsinu.
STJÓRNIN
Ársþing ÍBV:
Margar athyglisverðar
tillögur liggja fyrir þinginu
Á fyrri þingdegi ársþings
ÍBV á Iaugardaginn lágu fyrir
nokkrar athyglisverðar tillög-
ur, sem var vísað til einstakra
nefnda scm fjallar nánar um
þær áður en þær koma til
endanlegrar atkvæðagreiðslu á
seinni þingdegi n.k. laugardag.
# M.a. lá fyrir tillaga frá
handknattleiks- og knattspyrnu-
deild vegna félagsskipta leik-
Týr og Þór hafa nú sameinast
um sameiginlegt tippnúmer:
» « ■ « « a «
Til þess að félögin
njóti góðs af tippinu
þínu verður þú að
merkja seðilinn með
númerinu 900.
itri
TÝRARAR-ÞÓRARAR!
Stöndum nú saman í tippinu!
Númerið okkar er 900
manns 2. flokks eða meistara-
flokk í knattspyrnu eða hand-
knattleik (atvinnumennska). f
tillögunni segir að ef viðkom-
andi leikmaður keppir undir
merki ÍBV, þá verði knatt-
spyrnuráð og handknattleiks-
ráð viðsemjendur ásamt því
félagi er leikmaðurinn er í (Tý
eða Pór). Ef einhverjar tekjur
eða hlunnindi fylgja þessum
félagsskiptum þá skiptast þau
jafnt á milli félagsins og þess
ráðs er leikmaðurinn heyrir
undir. Þessari tillögu var vísað
til fjárhagsnefndar.
• Frá Knattspyrnufélaginu Tý
voru nokkrar tillögur. M.a. um
nýjar reglur fyrir Vestmanna-
eyjamótið í knattspyrnu. Að
Dómarafélag Vestmannaeyja í
knattspyrnu og handknattleik
verði endurvakið. Að Týr og
Pór láti af hendi alla sölu í
sölubúðum á Þjóðhátíðum fé-
laganna (undanskilin sala á öli
og gosi), og stjórn ÍBV sjái
alfarið um framkvæmd Vest-
mannaeyjamóta og Haustmóts.
• Frá íþróttafélaginu Þór lá
fyrir ein tillaga, að í stað Vest-
mannaeyjamóts í knattspyrnu
verði komið á hraðmótum með
þátttöku minnst tveggja að-
Ifomuliða auk Þórs og Týs.
# Frá aðalstjórn ÍBV lágu fyrir
nokkrar ályktanir. M.a. að
handknattleiksdeild óski eftir
því við H.S.Í. að í Eyjum verði
keppt í einum riðli Heims-
meistarakeppninnar í hand-
knattleik árið 1995. Að krafist
verði endurskoðunar á skipt-
ingu Lottó-tekna frá íslenskri
getspá og að á þeim málum
verði tekið sem fyrst á auka-
þingdegi ÍSÍ eða Sambands-
stjórnarfundi ÍSÍ. Að skorað
verði á bæjaryfirvöld að bygg-
ingu á nýjum íþróttasal við
íþróttamiðstöðina verði hrað-
að sem kostur er, en nýr salur
er meðal þeirrar aðstöðu sem
þarf að vera til að hægt sé að fá
riðillinn í heimsmeistarakeppn-
inni hingað. Að skipuð verði
sérstök afmælisnefnd til undjr-
búnings 45 ár afmælis ÍBV árið
1990 og að lögum ÍBV verði
breytt til samræmis við áður
útsenda tillögu.
Auk afgreiðslu þessara til-
lagna á seinni þingdegi á laug-
ardaginn, verður val á íþrótta-
manni ársins kunngjört, Kos-
inn verður formaður og stjórn
og í fleiri embætti bandalags-
ins.
• Georg Bennö Ægisson seldi 30 myndir á fyrstu einkasýningu sinni.
Benno mjög ánægð
ur með aðsóknina
„Ég er mjög ánægður með
aðsóknina og viðtökurnar,
alveg í skýjunum,“ sagði
Benno Georg Ægisson sem
opnaði málverkasýningu í síð-
ustu viku i Akóges.
Um 250 manns sóttu þessa
'fyrstu einkasýningu Benno og
sýndi hann 38 vatnslitamyndir,
hver annarri glæsilegri, og
sagðist Benno hafa selt 30
myndir.
„Gestirnir létu yfirleitt vel af'
myndunum og þeir urðu hálf
hissa að maður skyldi eiga þetta
til, að mála svona myndir,"
sagði Benno, og vildi koma á
framfæri þakklæti til allra sem
sóttu sýninguna.
„Þessar undirtektir eru auð-
vitað hvatning til frekari dáða,
og hver veit nema að maður
reyni að aftur, eftir eitt eða tvö
ár,“ sagði Benno kampakátur
að lokum.
Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum, Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gisli Valtýsson HS 11332 ★
Blaðamenn: Þorsteinn Gunnarsson HS 11376og Ömar Garðarsson HS I2878 ★ Prentvinna: Eyjaprent
hf. ★ Auglýsingar og ritstjórn að Strandvegi 47 II. hæð, simar 11210 & 11293 ★ FRÉTTIR koma út tvisvar
i viku, síðdegisá þriðjudögum ogfimmtudögum. ★ Blaðinu er dreift ókeypis i allarverslanir Vestmannaeyja
★ Auk þess fæst blaðið á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, afgreiðslu Herjólfs i Reykjavík,
Verslunin Tröð Neðstu-Tröð, Kópavogi, i Skálanum og Duggunni Þorlákshöfn og Versluninni Sportóæ
Austurvegi 11 á Selfossi ★ Frnttir eru prentaöar í 2700 eintökum.