Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 22.janúar 1998
EnnerOddurmeð
ábendingar
..Vestmannacyingar þekkja vel til
Arna úr Eyjum. Jafnframt er hann
landsþekktur fyrir texta við mörg af
hinum vinsælu lögum Oddgeirs
Kristjánssonar," segir Oddur
Júlíusson í bréfi sínu lil bæjarráðs.
„Nú hefur undirritaður komist að
því að til er í handriti talsvert magn
af óbirtum textum eftir Áma. Hér er
um að ræða bæði sögur, ljóð og
leikrit. Legg ég til að bæjarráð feli
menningarmálanet'nd að semja við
rétthafa, sem er ekkja Árna, um
birtingu þeirra og jafnframt að fá
handritin til eignar og varðveislu.
Hér er tíminn dýrmætur og vert að
hafa hraðan á þannig að ekkert fari
forgörðum," segir Oddur einnig í
bréfi sínu.
Leiðrétting
Vegna mistaka í vinnslu blaðsins í
síðustu viku féll niður síðasta línan
í vísu sem Þórunn Gísladóttir
botnaði á þorrablóti Norðlendinga.
Hér birtist vísan fullsköpuð og er
Þórunn beðin velvirðingar á þess-
um mistökum.
/ gleðisalinn ganga inn
galdramenn að norðan.
Hafa með sér hákarlinn
og hlakka lil að horð 'ann.
Neyðarblys?
Á laugardaginn var tilkynnt um
neyðarblys norðaustur af Faxa-
skeri. Gerð var könnun á því hvort
einhver skip eða bátar væru á
þessum slóðunr en svo reyndist
ekki vera. Aftur á móti hafði
flugvél flogið í lágflugi þama með
blikkandi rautt ljós á væng. Þar
með var komin skýring á ljósinu í
þetta skiptið en gott er að l'ólk sé
vakandi fyrir rauðum neyðar-
blysum.
Bakkus tók öll uöld
Töluvert var af fólki að skemmta
sér á aðfaranótt sunnudagsins enda
standa þorrablót sem hæst. Sú
skemmtun gekk að nrestu leyti vel
en lögregla þurfti að hafa afskipti af
einum oftar en einu sinni og var
honurn því komið til síns heima þar
sem Bakkus hafði tekiö af honum
öll völd.
Sektað
Þessa viku er Bifreiðaskoðun að
störfum en alltaf eru einhverjir sem
trassa að mæta og hafa nokkrir
verið sektaðir vegna þess undan-
farið. Lögreglan hvetui' bifreiða-
eigendur til að hlýða kallinu til að
forðast óþægindi og fjáriitlát.
Skemmdirafvöldum
sprengju
Sl. fimmtudag vai' sprengd sprengja
í anddyri Áshamars 63 og olli hún
nokkrum skemmdum. Málið er í
rannsókn og eru þeir sem geta veitt
upplýsingar um atburðinn bent á að
tala við lögreglu. Var mildi að ekki
hlaust slys af.
Stútur
Á laugardaginn var ökumaður
tekinn vegna gruns um ölvun við
akstur. Hann viðurkenndi brot sitt
og var sviptur ökuréttindum lil
bráðabirgða.
Sjúkraflugið boðið út eftir sex mánuði:
Það er óvfst hvort
ég býð í betta verkefni
-segir Valur Andersen hjá Flugfélagi Vestmannaeyja
Styrkveitingar til sjúkraflugs á
landinu hafa verið færðar frá
Samgönguráðuneytinu yfir til
Heilbrigðisráðuneytisins. Sam-
kvæmt upplýsingum frá heilbrigðis-
ráðuneytinu fékk Flugfélag Vest-
mannaeyja 4,2 milljónir króna á
síðasta ári í sinn hlut vegna sjúkra-
flugsins. Ekki lágu fyrir tölur um
upphæð styrksins fyrir árið 1998,
þar sem hann hefur ekki verið
ákveðinn enn.
í Samgönguráðuneytinu fengust þær
upplýsingar að engir beinir styrkir
væru veittir flugfélögum á landinu
vegna almenns flugs. Hins vegar
hefði Flugmálastjóm verið falið að
bjóða út flug til Grímseyjar, Gjögurs,
Kópaskers og Raufarhafnar. Þetta
útboð er í samræmi við reglugerðir
Evrópusambandsins sem Alþingi
hefur samþykkt og kveður á um
þjónustu við afskekktar byggðir.
Valur Andersen hjá Flugfélagi
Vestmannaeyja segir að hann hafi
fengið styrk vegna sjúkraflugsins í
fjögur ár, en hann hafi séð um
sjúkraflugið í tólf ár samfellt. „Ég hef
verið beðinn að taka að mér
sjúkraflugið næstu sex mánuði," segir
Valur. „Eftir það veröur það boðið út.
Ég er ekkert viss um að ég muni bjóða
í þetta verkefni. Það fylgja þessu
miklar kvaðir. Það er í lagi að aðrir
taki að sér þetta verkefni, ef þeir
treysta sér til, bara að þjónustan sé til
staðar í bænum. Vélin sem ég hef haft
í þessu hefur verið að fljúga í þrjátíu
og fimm mínútur að jafnaði á dag á ári
sem er engan veginn ásættanlegt, þó
styrkur komi til."
Valur segir að verkefni á þessa vél
hafi dregist mikið saman vegna
samkeppni og betri samgangna. „ Það
er hugsanlegur möguleiki að þetta
gengi í samstarfi við aðra aðila, en vél
sem ætluð er til sjúkraflugs yrði að
vera staðsett í Eyjum á nætumar og
eiga hér heimahöfn."
Brjótarúðurmeð
byssum
Þessa dagana hefur verið tilkynnt
um rúðubrot í nokkrum húsum og
til þess hafa verið notaðar einhvers
konai' byssur. Líklegast er að þetta
séu bauna-, túttu- eða loftbyssur og
að notast sé við litlar og harðar
kúlur úl að skjóta göt á riiðumar.
Búið er að brjóta margar rúður
og tjón fólks töluvert. Lögregla fer
fram á það við foreldra að kanna
hvort börn þeirra hatl byssur eins
og lýst var fyrir ofan í fómm sínum.
Uirðumútíuístareglur
Það verður að segjast eins og að
flestir unglingar okkar em til
fyrirmyndar fólk en sumir stíga
vMspor og verðum við í
sameiningu að leiða þá á rétta braut.
segir lögreglan. Það er nauðsynlegt
að foreldrar fylgist með því hvað
unglingar þeirra hafa fyrir stafni og
stoppi þá af ef þeir verða varir við
að þeir séu að gera eitthvað sem
veldur þeim eða öðrum hættu og
óþægindum. Það er mikilvægt að
halda útivistarreglumar því það má
greinilega sjá að þeir unglingar sem
ekki virða þær lenda frekar í
vandræðum en hinir.
Hættulegur leikur á Eldfelli:
Maður brenndist illa á fætí
-Skósólinn brann þegar hann steig ofan á mælirör fyllt af vatni
Gatið á sólanum var eins og eftir byssuskot.
Fyrir skömmu brenndist ungur
maður illa á fæti á Eldfelli. Hann
var þar ásamt félögum sínum og
fundu þeir rör sem stungið var
niður efst í fellsöxlinni. Þeir fylltu
það af vatni og steig hann ofan á
það með fyrrgreindum afleiðingum.
Slysið kom til kasta Höskuldar
Kárasonar, hjá Vinnueftirlitinu sem
segir að þarna hafi verið um
hættulegan leik að ræða. „Ég fór og
kannaði aðstæður og kom í ljós að
rörið er 1,5 m á lengd og lokað í
endann. Því var stungið niður í öxlina
þar sem hitinn er mestur. Eftir að þeir
helltu vatninu í rörið steig maðurinn
ofan á það og lokaði því alveg með
þunga sínum. Vatnið byrjaði að sjóða
og varð að gufu sem bræddi sig í
gegnum sólann. Varð af því gat eins
og eftir stóra byssukúlu og afleiðingin
var mikið brunasár," segir Höskuldur.
Höskuldur segist hafa íjarlægt rörið
og vill hann vekja athygli á að
hugsanlega sé fleiri rör að finna í
Eldfelli. „Vil ég vekja athygli fólks á
að vera ekki með einhverjar tilraunir
með þessi rör. Það er ennþá talsverður
hiti í fellinu og á meðan svo er borgar
sig að fara að með allri gát. Ef menn
þurfa að stinga niður rörum til
mælinga þarf að fjarlægja þau um leið
og búið er að nota þau."
Georg sýslumaður sækir um stöðu ríkislögreglustjóra:
Er annar tveggja umsæklenúa sem
Iwlst ertalinnkoma Olgreliw
Georg Kr. Lárusson, sýslumaður,
er meðal sjö umsækjenda um stöðu
ríkislögreglustjóra.
Dómsmálaráðherra veitir embættið
en hann er erlendis og kemur í fyrsta
lagi í ljós í næstu viku hver hlýtur
hnossið.
Umsækjendur auk Georgs eru
Amar Guðmundsson skólastjóri Lög-
regluskólans, Hjördís Björk Hákonar-
dóttir héraðsdómari, Haraldur Jóhann-
essen varalögreglustjóri í Reykjavík,
Stefán Hirst skrifstoustjóri lögreglu-
stjóra, Valtýr Sigurðsson héraðsdóm-
ari og Þórir Oddsson vararíkislög-
reglustjóri.
Staða ríkislögreglustjóra losnaði
þegar Bogi Nflsson tók við stöðu
ríkissaksóknara um síðustu áramót.
Samkvæmt heimildum Frétta er
Georg meðal tveggja umsækjenda
sem helst koma til greina. Það átti að
ákveða hver fengi embættið sl.
fimmtudag en ráðherra hafði ekki
tekið ákvörðun áður en hann fór til
útlanda. Hann kemur upp á laug-
ardaginn og það gerist því ekkert fyrr
en í fyrsta lagi í næstu viku.
Sjálfur segist Georg vera á báðum
áttum í afstöðu sinni. Hann viður-
kennir að þama sé um spennandi starf
að ræða en það henti sér líka vel að
vera sýslumaður í Vestmannaeyjum.
„Okkur líkai' mjög vel héma og bömin
vilja alls ekki flytja. Ég kem því ekki
til með að leggjast í þunglyndi þó ég
hreppi ekki embætti ríkislögreglu-
stjóra," sagði Georg.
Heimatílbúnar
sprengjur
Það hefur borið nokkuð á
heimatilbúnum sprengjum að
undanfömu og hafa þær í nokkmm
lilfellum valdið nokkmm skemmd-
um. Lögreglan vill ítreka að þama
er um hættuspil að ræða því
sprengjumar eru oft rnjög öflugar
og geta hæglega valdið miklum
skaða. Bæði þeim sem með þær
fara og ekki síður þeim sem gætu
komið að þegar þær springa.
flmínningfrá
lögreglu
Umferðin gekk nokkuð vel í
vikunni en nokkrir hafa verið
sektaðir fyrir of hraðan akstur, of
marga farþega, útrunnin ökuskír-
teini, vanbúnað bifreiða og öryggis-
belti.
Það er aldrei sérlega vinsælt að
greiða sektir hvað þá þegar punkta-
kerfið er komið í gagnið. Það er
einfalt að aka eftir umferðarlögum
og þá losna menn við afskipti
lögreglu og blessaða punktana.
Vilja úrbætur
Fyrir bæjarráði á þriðjudaginn lá
fyrir bréf frá Bninavarðafélagi
Vestmannaeyja þar sem rætt var
um úrbætur í húsnæðismálum
Slökkviliðs Vestmannaeyja.
Lækkun
viðmiðunarmarka
Félagsmálaráð samþykkti á
nýlegum fundi að viðmiðunarmörk
vegna fjárhagsaðstoðar lækki sem
svarai' þætti húsaleigu í úti'eikningi.
Er þetta gert þar sem Vestmanna-
eyjabær hóf greiðslu húsaleigubóta
frá 1. janúarsl.
(FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson.
Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293.
Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/'-frettir.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni,
Tanganum, Söluskálanum. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði, i Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli og Söluturninum Smiðjuvegi 60 Kópavogi. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum
FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.