Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22.janúar 1998
Fréttir
13
Sigmund hf. og Markús Björgunarnet hf. í viðræðum:
sameining
mikill misskilningur að halda það
einfalt mál að markaðssetja vöru á
þessu sviði. Þetta eru þær hugmyndir
sem við höfum verið að ræða og allir
eru mjög jákvæðir fyrir. Einnig hef ég
mikinn áhuga á því að reyna
markaðssetningu gegnum Intemetið."
Pétur segist eingöngu hafa einbeitt
sér að björgunametum. „Maður fyrir
borð“ sviðið sé miklu meira. Þar
komi gálginn til sögunnar, við-
vörunarbúnaður, sendibúnaður á
mönnum, flotbúnaður og fræðsla. „Sú
hugsun heillar mig svolítið, eins og
komið hefur í ljós hjá Sigmund hf, að
vera ekki bara með þetta sem vöm
sem á að selja, heldur og að vera
miðpunktur fyrir þekkingu á þessu
sviði. Einnig að setja sér það
markmið að vera með heildarlausnir."
Bjarki segir að Þróunarfélag
Vestmannaeyja hafi séð um að stofna
Sigmund hf og Olafur Snorrason
verkefnisstjóri séð um framkvæmda-
hliðina. Bjarki segir að
Vestmannaeyjabær hafi ekkert komið
að stofnun þessa fyrirtækis nema með
því að styðja við bakið á verkefninu
gegnum Þróunarfélagið. Stofnhlutafé
Sigmund hf. er 14 milljónir og segir
Bjarki að lagt hafi verið inn erindi til
Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í von
um jákvæða niðurstöðu þar.
Stjóm Sigmund hf. er skipuð
eftirfarandi mönnum, Bjarki Brynjars-
son stjómarformaður, Magnús Krist-
insson útgerðarmaður, Þórarinn Elmar
Jensen forstjóri Sjóklæðagerðarinnar.
Varamenn em Stefán Ólafsson í Þór
hf. og Pétur Guðjónsson markaðsstjóri
Marel hf.
Helstu hluthafar hins nýja fyrirtækis
em ýmsir útgerðarmenn í Vest-
mannaeyjum, Vélaverkstæðið Þór hf.,
en það fyrirtæki hefur framleitt
Sigmundsgálgann, Sjóklæðagerðin
66° norður og DNG sjóvélar.
Vestmannaeyjar mið-
stöð öryggismála á sjó
Pétur Th. Pétursson var einnig með
kynningu á Markúsametinu og sögu
þess fyrir áhugasama síðastliðinn
fimmtudag. Fréttir báðu hann um að
segja frá Markúsametinu og hverjar
væm helstu hindranimar að fást við í
markaðssetningu Markúsmetsins.
Pétur segir að verið sé að ræða
möguleikana á að framleiða
björgunametin í Vestmannaeyjum
fyrir alþjóðamarkað. „Fyrir mér er
það mjög spennandi kostur að fara í
náið samstaf við Sigmund hf,“ segir
Pétur. „Það liggja nokkrar ástæður að
baki þessum áhuga og sú helst að
Vestmannaeyjar eiga gífurlega stóran
þátt í því að Markúsametið varð
viðurkennt. Skipstjórar og sjómenn
hér studdu Markús heitinn gífurlega
vel í þessari brautryðjendabaráttu hans
og hér sannaði það fyrst gildi sitt. I
Eyjum varð í raun vendipunkturinn
þegar áhöfninni af Kampen var
bjargað í nóvember 1983. Eg tel að
hér í Eyjum væri hægt að koma á fót
miðstöð öiyggismála á sjó, vegna þess
að allar aðstæður em mjög góðar hér
til prófunar á búnaði. Höfnin liggur
vel við útflutningi og ekki síst að hér
er stór hópur manna sem hefur áhuga
á öryggismálum sjómanna."
Pétur er fullviss um að frétta-
flutningur blaða af því slysi hafi
Pétur Th. Pétursson framkvæmdastjóri Markús Björgunarnets hf.
opnað augu manna fyrir gildi netsins,
meðal annars vegna þess að Morg-
unblaðið birti mynd af netinu. „Að
vísu hafði netið verið notað áður við
björgun manna úr sjó, meðal annars
hér í Eyjum en þegar Kampen fórst
hér við suðurströndina var ísinn
endanlega brotinn."
Pétur segir að Markúsametið hafi
tekið miklum breytingum í gegnum
árin og unnið hafi verið markvisst að
því að endurbæta það og fullkomna
og vinna því markað bæði hér og
erlendis. „Okkar markmið em ekki
einungis maðurinn í sjónum heldur
líka björgunarmennimir. Við viljum
tengja þetta vel saman; áhöfnina,
björgunarmennina og skipið, þannig
að netið nýtist sem best við hvers kyns
aðstæður. Við ætlum að reyna að vera
með lausnir fyrir alla og viljum haga
framleiðslu okkar í samræmi við það.“
Hann vill halda því fram að það að
geta bjargað manni úr sjó eigi að vera
hluti af fagi sjómannsins og fyrir því
nefnir hann þrjár ástæður
„Sjómaðurinn er yfirleitt næst
slysstað. Hann er í mestri hættu
sjálfur að falla fyrir borð og síðast en
ekki síst það, að sjómaðurinn hefur
mestu að hætta sjálfur, ekki síst ef
mið er tekið af fjölskyldu hans og
þeirri ábyrgð sem á honum hvílir,
vegna þess að hann er fyrirvinna. Þær
áhafnir sem vilja í raun standa klárar
að hlutunum og æfa reglulega vil ég
sjá með sérstaklega hannaðan galla
fyrir björgunarmann og tengilínu og
að hann fari í sjóinn eftir manni, ef á
þarf að halda, frekar en að setja út bát.
Það er ekki mikið umstang í kringum
það og skipið oftast besta öryggis-
tækið. Ég vil líta á Markúsametið
sem miðil til þess að miðla þekkingu
um þetta svið sem er „maður fyrir
borð“. Staðreyndin er sú að við emm
sennilega eina þjóðin í dag sem
viðurkennir það að sækja mann í sjó
eftir þvf sem ég best veit. Okkur
finnst það samt mjög eðlilegt á íslandi
nú orðið.“
Pétur segir að í ljósi aukinnar
þekkingar á þessu sviði, sem hefur
komið með Slysavamaskólanum og
Markúsametinu hafi aðrar þjóðir samt
horft á þetta sem ijarstæðu. Þær horfi
frekar á tæknilausnir, „maður fyrir
borð“ og setja út bát og svo framvegis.
„Aðiar þjóðir telja ekki ömggt að setja
björgunarmann í sjóinn. Það teljum
við hins vegar stærsta gildi netsins, ef
hægt er að breyta þessu viðhorfi með
sameiginlegri markaðssetningu og
framboði á viðurkenndum heildar-
lausnum erlendis. Þá emm við á réttri
leið.“
Spurningakeppni
saumaklúbba á Suðurlandi
Spumingakeppnin Saumað og svarað hefst í Útvarpi Suðurlands, FM 96,3
fimmtudaginn 29. janúar. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir sigurklúbbinn.
Þátturinn mun verða á dagskrá, eins lengi og þátttökufjöldi klúbba leyfir en hann
verður á dagskrá frá kl. 22:00 - 01:00 eftir miðnætti í þættinum Kvöldsiglingu.
Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar í símum 482-3713 og 482-3855.
Sendingartíðnin FM 96,3 er ný og gefst því Vestmannaeyingum og
Rangæingum möguleiki til að ná útsendingunni.
Fréttatilkynning.
PéturTh.Pétursson framkvæmda-
stjóri Markús Björgunarnet hf. var
staddur í Vestmannaeyjum fyrir
nokkru. Hann kom hingað til við-
ræðna við framámenn í hinu
nýstofnaða fyrirtæki Sigmund hf í
Vestmannaeyjum um flutning
framleiðslu Markús Björgunarnets
hf. tii Vestmannaeyja. Efþettayrði
að veruleika á þessu ári, gæti
hugsanlega á næsta ári, orðið til um
tvö til þrjú störf að ræða. Hins
vegar eru möguleikarnir til stækk-
unar nánast óþrjótandi með
áfamhaldandi þróunarstarfl.
„Markaðurinn er fyrir hendi það er
bara að vinna hann,“ segir Pétur. Ekki
er fullmótað enn hvort um sameiningu
þessara fyrirtækja verður að ræða eða
hvort þau verða í samstarfi. Það er þó
ljóst að Markús Björgunamet hf yrði
ekki framleiðandi og ekki þróunaraðili
sem slíkur.
Bjarki Brynjarsson, stjómarformaður
Sigmund hfi, segir að mjög mikill
vilji sé hjá báðum aðilum um að
flutningurinn geti átt sér stað. Hann
segir að í Vestmannaeyjum séu mjög
góðar aðstæður til þess að vera með
ffiamleiðslu af þessu tagi og hugmynd-
in sé að gera Vestmannaeyjar að
miðstöð fyrir þróun og framleiðslu
björgunartækja til notkunar á sjó.
Pétur segir að verið sé að skoða þann
möguleika að Sigmund hf. kaupi
framleiðsluréttinn og hann verði þá
með gæðamál og markaðssetningu á
vömm fyrirtækisins erlendis. „Þannig
nýtist reynsla mín við þær hugmyndir
sem hægt er að þróa hjá fyrirtækinu.
Ég mun einnig halda utan um
umboðsmennina, sýningar, kynningar
þar sem skiptir máli að okkar andlit
sjáist. Þessar vömr em allar háðar
reglum og alþjóðasamþykktum og nú
er geysilega mikil mótun á þessu sviði
innan Evrópusambandsins og á
vettvangi IMO, Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar. Það þarf sterkt og
öflugt fyrirtæki til þess að koma þessu
vel af stað. Mér finnst það mjög
ákjósanlegur kostur, ef einn aðili vill
halda utan um þessi mál, því það er
Nýjasta útgáfa Markúsarnetsins.
I tilefni af 100 ára afmæli Oddfellowreglunnar á Islandi 1. ágúst á síðasta ári afhentu
Oddfellowstúkurnar Vilborg og Herjólfur í Vestmannaeyjum, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
fótapressu að gjöf síðastliðinn þriðjudag. Elías Friðriksson sjúkraþjálfari tók við tækinu fyrir hönd
Heilbrigðisstofnunarinnar. Hann þakkaði það vinarbragð sem gjöf þessi bæri vott um og sagði hana
kærkomna viðbót við annan tækjakost stofnunarinnar.
Á myndinni eru fulltrúar gefanda.