Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Síða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Síða 7
Fimmtudagur 22. janúar 1998 Fréttir 7 NóttíFéló Næsta föstudagskvöld (á morgun) verður „Nótt í Féló“ fyrir 8. 9. og 10. bekkinga. Húsið opnað klukkan 21.00 og verður síðan slálokað frá klukkan 23.30 og fram á laugardagsmorgun. Aðgangseyrir 300 krónur. Munið eftir náttfötunum og tannburstunum. Skráning stenduryfir í lúgunni í Féló. Félóferð Við viljum minna á að hin árlega Félóferð verður farin í marsbyrjun. Einungis þeir sem taka þátt í starfinu í Féló í vetur eiga kost á þátttöku í ferðinni. Við í Féló Almennur fundur Almennur fundur um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð verður haldinn sunnudaginn 25. janúar nk. í tónleikasl Listaskólans vA/esturveg og hefst kl. 17.00. Framsöguerindi flytja: Byggðaþróun á íslandi Örn D. Jónsson forsvarsmaður Ritts verkefnis á íslandi Atvinnumál og atvinnuþróun í Vestmannaeyjum Bjarki A. Brynjarsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Vestmannaeyja. Landvinnslan og þróun hennar Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Atvinnuöryggi verkafólks Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Staða Vestmannaeyja í nútíð og framtíð Ragnar Óskarsson, bæjarfulltrúi Framtíðarsýn í tölvu- og upplýsingatækni Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tölvunar ehf. Búsetuskilyrði, þjónusta og framtíðarsýn. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri. Að loknum framsögum verða fyrirspurnir og umræður. Á fundinn eru einnig boðaðir þingmenn kjördæmisins. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila í atvinnu- og þjónustugeiranum munu einnig mæta og svara fyrirspurnum ef óskað er. Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur mikla áherslu á að heyra rödd hins almenna borgara á fundinum og hvetur alla til þess að mæta. Fundarstjóri verður Benedikt Ragnarsson og fundarritari Sigurgeir Jónsson. 25 ár frá upphafi eldgossins á Heimaey Helgina 23. - 25. janúar n.k. verður þess minnst á vegum bæjarstjórnar og nokkurra félagasamtaka í Vestmannaeyjum að liðin verða 25 ár frá upphafi jarðeldanna á Heimaey. Dagskrá helgarinnar verður borin í hús í dag (fimmtudag). Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í athöfnum helgarinnar Bæjarstjórn Vestmannaeyja Háls- nef- og eymalæknir Atli Steingrímsson háls- nef- og eymalæknir verður á Heilbrigðisstofnuninni dagana 28. 29. og 30. janúar. Tímapantanir verða föstudaginn 23. janúar kl. 13.00 - 15.00 og mánudaginn 26. janúar kl. 9.00 -12.00. Sími 481 1955 Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum Áhugafélag um börn og brjóstagjöf Fundir haldnir á þriðjudögum kl. 14.00 - 15.00 í safnaðarheimili Landakirkju. Fyrsti fundur ársins verður 27. janúar. Verið velkomnar Þorrablót félags Austfírðinga í Vestmannaeyjum verður haldið í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 24. janúar nk. Blótið hefst kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðasala og afhending troga verður í Alþýðuhúsinu föstudaginn 23. janúar milli kl. 17.00 og 19.00 (gengið inn að vestan). Miðaverð kr. 2000,- Skemmtinefndin Eibýlishús til leigu Einbýlishús til leigu í austurbænum. Upplýsingar í síma 481 3487 íbúð til sölu eða leigu Tveggja herbergja íbúð í Foldahrauni 37. Er laus nú þegar. Upplýsingar í síma 481 2093 & 481 2283 Á besta stað í bænum Þriggja herbergja íbúð til leigu eða sölu á besta stað í bænum. Leiga 20.000 á mánuði. Söluverð ca. 2,7 millj. Greiðslu- kjör eru mjög hagstæð eða um 20.000 á mánuði. Upplýsingar í síma481 3004 eftir kl. 19. Bílskúr óskast Óska eftir að taka bílskúr á leigu í u.þ.b. þrjá mánuði. S. 481-2813 Bíll til sölu Mazda 323 sedan ‘91, ekinn 108000 km. Litur Ijósblár, sjálfskiptur, rafmagn í rúðum og útispeglum. Fjögurra dyra. Verð ca. 700 þúsund. Upplýsingar í síma 481 1730 eftir kl. 17. Baðkör í ýmsum gerðum Stpndvegi 65 Sími 481 1475 f Rauða Torgið Eva María lokaðu augunum ji ognjóttuþess '* Hljóðritanir kr. 66,50 mínútan Kvenúr tapaðist Kvenúr með svartri ól tapaðist. Merkt Elín. Upplýsingar í síma 481 2727 Barnagleraugu týnd Tapast hafa barnagleraugu. OKI DOKI, stendur á spönginni. Upplýsingar í síma 481 2893 Til sölu King Size vatnsrúm með sex skúffum í sökkli og áföstum náttborðum kr. 50.000. Skenkur í stíl við rúmið kr. 30.000. Tveggja sæta sófi kr. 15.000. Canon kvikmyndatökuvél 8 mm. með hljóðupptöku kr. 10.000. Upplýsingar í síma 481 2619 eftirkl. 19. Farsími til sölu Motorola 2000 farsími til sölu. Upplýsingar í síma 481 2571 Hátalarar Jamo 400w hátalarar til sölu á kr. 70.000. Upplýsingar í síma 897 7562 & 481 1503 Bíll til sölu Chryslerárg. 1992 ertil sölu. Sem nýr, ekinn 38 þús. km. Uppl. í síma 481-2717 á kvöldin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.