Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Side 8
8 Fréttir Fimmtudagur 22. janúar 1998 Kristiana Þorfinnsdóttir, formaður Felays eldri borgara. fyrir fjórum árum. Á málfundum í Verslunarskólanum fylgdu eiginlega allir Sjálfstæðisflokknum að málum. Við vorum tvær sem stóðum á móti og þar vildi fólk kalla mig komrna, vegna þess að ég talaði um verkalýðsbaráttuna. Mér fannst þetta auðuga fólk ekki hafa neina tilfinningu fyrir þeim sem áttu minna. Kannski var það líka að ég fann að það voru svo fáir sem voru af fátækara fólki í skólanum. Þetta fólk sem var í skólanum á þessum tíma var allt meira og minna með ættamöfn, en hins vegar þurfti ég ekkert að gjalda þess og átti mínar góðu vinkonur og á ennþá. En maður sá muninn þegar maður kom heim til þeirra. Ég þurfti til dæmis að vinna á sumrin fyrir skólagjöldunum og þótti það sjálfsagt, en margar vinkonur mínar gátu verið í útlöndum á sumrin. Hins vegar kont aldrei upp nein öfund hjá mér í garð skólasystkina minna, en jafnréttis- tilfinning mín sagði að bilið mætti vera jafnara milli manna.“ En hér í Eyjum. Skynjaðir þú þennan mun, þegarþú komst hingað? „Nei. Það var engin fátækt hér. Það hafa allir alltaf haft næga atvinnu héma sem hafa viljað vinna. Ég hef alltaf sagt það að ef að yrði fátækt í Vestmannaeyjum þá yrði hún alls staðar á landinu. Á meðan við höfum gjöful fiskimið, þá er ekki fátækt í Vestmannaeyjum. Fólk hafði nóg og hefur sem betur fer enn.“ Hvernig byrja afskipti þín af bœjarniálapólitík í Eyjum? „Magnús H. Magnússon fyrrverandi bæjarstjóri og frændi minn bað mig um að koma á lista. Ég spurði hann að því hvað maður þyrfti að gera til þess að fara á lista. „Ekki neitt, frænka mín, ekki neitt,“ sagði hann. Ég sagði þá allt í lagi og var sett á lista. Þetta mun hafa verið 1978. Eftir það var ég kosin í ýmsar nefndir og var meðal annars sextán ár í stjóm verkamanna- bústaða og svo síðar í félagsmálaráði og kom stundum inn sem vara- bæjarfulltrúi, en í bæjarstjóm var ég frá 1990-1994“ Ekki tilbúin að láta stjórna mér Kristjana segir gengi krata hafa verið misjafnt í bæjarmálapólitíkinni. Stundum hafi verið einn fulltrúi og stundum tveir. Hún segir að bæjar- málapólitíkin í Eyjum hafi ekki endurspeglað 1 andsmálapól itfkina. „Pólitíkin hér var miklu harðari áður. Nú em flest mál samþykkt samhljóða og þó að menn æsi sig á fúndum, þá er það búið þegar fundi er lokið.“ Nú segirþú þig úr Alþýðuflokknum fyrir kosningarnar 1994. Hverning stóð a því? „Það reyndist erfiðleikum bundið að fá einhveija tilsögn og upplýsingar unt mál sem verið var að vinna í. Einnig gat ég ekki samþykkt allt sem félagi minn lagði fram. Ég var ekki alltaf tilbúin til þess að segja já.“ Varstu sett í einhvern pólitískan sakammarkrók? , Já það má segja það. því ég var ekki nógu handgengin eða hlýðin. Ég er líka orðin það fullorðin þegar ég kem inn í þetta starf og hef orðið mótaðar skoðanir, þannig að maður lætur ekki yngra fólk segja sér hvaða skoðanir maður hefur á hlutunum. Ef menn eru ósammála vil ég að menn geti rætt um hlutina. En ég hef alltaf sagt að það væri mannskemmandi að vera í pólitík. Þegar ég sagði mig úr Alþýðuflokknum var það með góðri samvisku. Ég fann meiri áhuga og farveg fyrir mínar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum hér heima, enda hafa fulltrúar þeirra í bæjarstjóm verið mjög áhugasamir um hagsmunamál eldra fólksins í bænum. Ekki má gleyma þætti Sigurðar Einarssonar sem lagði stórfé í að útbúa púttvöll og félagsaðstöðu fyrir Félag eldri borgara. Ég gekk hreint til verks þegar ég sagði mig úr Alþýðuflokknum. Hins vegar missti ég góða vini vegna þessa. Mér finnst það ómaklegt, vegna þess að maður á að hafa rétt til þess að velja bæði í pólitík og öðru. Maður á ekki að þurfa að missa vini sína þó maður sé ósammála þeim í pólitfk. Flestir vissu ástæðuna og virtu hana. En ég sagði í viðtali fyrir síðustu kosningar að ég treysti ekki Guðmundi Þ.B. til þess að leiða V- listann, en ég rak mig á það, að oft má satt kyrrt liggja. En fyrir þessi orð mátti ég gjalda nokkuð illilega. Guðmundur er harðduglegur maður og ég veit ekki hvað verður um Alþýðuflokkinn þegar hann er ekki lengur í forsvari fyrir hann." Áherslumunur Hverning leggjast komandi bœjar- stjóniarkosningar í þig? „Ég er hundrað prósent viss um að Sjálfstæðismenn halda meirihlutan- um. Kannski vegna þess hve dautleg umræðan um pólitík hefur verið. Það virðast allir vera sammála um allt. Ég held að flokkamir séu orðnir svo líkir og fátt sem greinir á milli. Málefnin eru þau sömu. aðeins spuming um áherslur og forgangsröðun. Hins vegar held ég að á landsvísu sé frekar kosið eftir stefnum, en í bæjarmálum snýst málið um að kjósa fólk. Ég kýs til dærnis ekki Sjálfstæðisflokkinn til Alþingis." Annars segir Kristjana að henni haft aldrei fundist skemmtilegt í pólitík. „Að vísu kynntist maður mörgu mjög góðu fólki og það er gaman að segja frá því að mér finnst að allir, sama hvar í flokki þeir standa, vilja hag bæjarins sem bestan. Þetta er staðreynd og það eru allir að vinna að þessu sama markmiði. hins vegar er aðeins áherslumunur um leiðir" Allir Vestmannaeyingar vita hver Kristjana Þorfinnsdóttir er og þekkja óeigingjarnt starf hennar í þágu Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum sem varð tíu ára þann 7. janúar sl. Þó að starf hennar í þágu eldrí borgara í Eyjum spanni tíu ár hefur hún einnig unnið að málefnum þeirra á vettvangi bæjarmálanna, því hún sat í ýmsum nefndum á vegum bæjarins í mörg ár, auk þess að vera bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins frá 1990 - 1994. Hún hefur og haldið styrkum bókhaldshöndum utan um rekstur Eyjabúðar sem hún og eiginmaður hennar, Finnbogi Friðfinnsson ráku í þrjátíu og tvö ár. Kristjana er frískleg og hress í viðræðu, þó hún hafi orð á því að minnið mætti vera betra. Kristjana hefur búið í Vestmannaeyjum í fimmtíu ár og þó henni hafi leiðst fyrsta árið heil ósköp, þá hafa hin fjörutíu og níu árin skilað henni margfaldri uppskeru af þeim góða akri sem hægt er að rækta í Eyjum, ef menn hafa rétta hugarfarið. „Mér leiddist í fyrstu alveg hræðilega, áður en maður fór að kynnast fólkinu hér,“ segir Kristjana. „Ég þekkti engan, en það var fljótt að breytast, þegar við fórum að búa og eign- uðumst böm. Maðurinn minn kom til Reykjavíkur til náms í Samvinnu- skólanum, en ég var í Verslunar- skólanum. Það voru oft sameiginleg böll hjá þessum skólum og við kynntumst á einu slíku balli.“ Var það aldrei nein spuming um að flytja til Eyja með honum ? _ Kristjana hlær og segir: ,,Ég veit það eiginlegaekki. Það var búið að bjóða honum atvinnu hérna sem var auðvitað mjög mikilvægt. Eins og allir vita eru Vestmannaeyingar miklir Eyjantenn. Þeir eru svo miklir heima- menn og mig langaði líka til að breyta um umhverfi. Eg hef líka alltaf átt mjög auðvelt með að kynnast fólki, þannig að ég örvænti ekkert. Við eignuðumst líka fljótt böm, en þau urðu ftmm á tólf árum, auk þess sem við ólum upp eitt bamabarn. Þannig varð minn vettvangur heimilið og barnauppeldi, en eftir að Finnbogi keypti Éyjabúðina af pabba sínum var maður líka viðloðandi reksturinn á henni.“ Reykjavík og alltaf þegar ég kem til Eyja fyllist ég svo mikilli gleði, jafnvel þó ég haft kannski skroppið ffá í stuttan tíma. í gosinu vorum við átta mánuði í burtu og það er í eina skiptið sem ég hefði kannski viljað vera lengur í Reykjavílc, en við áttum allt okkar heilt hér og komum hingað um leið og fært var. Ég grét af gleði þegar ég steig út úr flugvélinni og fannst ég vera komin heim.“ Hún segir að það sé ekki hægt að líkja saman Reykjavík og Vestmanna- eyjum. „í Reykjavík á maður bara sinn vina- og kunningjahóp fyrir utan fjölskylduna. Héma þekkir maður alla og allir þekkja þig. Mér finnst þetta vera eins og ein stór fjölskylda. Fólk finnur svo mikla samkennd með öðrum, ef eitthvað bjátar á og fólk á erfitt. Það er meiri tilfinning fyrir náunganum og það gefur lífinu gildi. Það er ömurlegt og að ganga niður Laugaveginn og þekkja ekki eina einustu sálu. Minn gamla góða Laugaveg, sem ég vil ekki missa af að ganga þegar ég fer til Reykjavíkur. Ég er það mikil félagsvera." Alin upp við pólitíska umræðu Grét þegar ég steig út úr vélinni Kristjana segir að andrúmsloftið í Vestmannaeyjum sé dásamlegt og að það séu mikil forréttindi að geta búið í Eyjum og henni finnist það hafa verið heilmikið lán fyrir sig að fá að búa hérna. „Ég er fædd og uppalin í Er stjómmálaáhuginn hluti af þessari þötfað vera innan umfólk og geta látið eitthvað gott af sér leiða fyrir samfélagið ? ,,Ég var pólitísk og alin upp á heimili þar sem mikil pólitísk umræða var. Móðir mín var krati og pabbi sjálfstæðismaður. En ég fylgdi Álþýðuflokknum alla tíð þangað til

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.