Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 22. janúar 1998 Hreyfing kominn undirbúning bæjarstjórnakosninganna í vor: Rafmagnsbilanirnar í síðustu viku: V-listinn býður fram aftur -Georg Þór óákveðinn og sjálfstæðismenn fara sér bægt Þar sem bæjarstjórnarkosningar verða nú í vor er ekki seinna vænna að athuga hvort flokkarnir séu ekki farnir að huga að framboðsmálum og hvernig niðurröðun á lista verður háttað. Skemmst er frá að segja, að ljóst er að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur munu bjóða fram sameiginlega undir merki Vestmannaeyjalistans og er verið að vinna að tilhögun framboðsins. Georg Þór Kristjánsson er enn óskrifað blað. Sjálfstæðisflokkur hefur ekkert hugað að með hverjum hætti þeir munu velja á lista, en eins og Sigurður Einarsson segir: „Við erum sallarólegir.“ Ragnar Oskarsson Alþýðubanda- lagi og fulltrúi fyrir Vestmanna- eyjalistann, segir að þeir sem stóðu að V-listanum fyrir síðustu kosningar hafi verið í viðræðum að undanfömu með það í huga að vinna að sameiginlegu framboði Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknar. Hann segir að mikill vilji sé hjá mönnum og allir tilbúnir að vinna vel að framboði. „Við höfum verið að fara yfir málefnin og þá möguleika sem við höfum til þess að koma saman lista,“ segir Ragnar. „Það er ekki fullmótað hvemig valið verður á Iistann en menn hafa verið að huga að uppstillingu, kanna vilja flokksmanna og huga að skoðanakönnun meðal bæjarbúa. Annars em menn rólegir og vilja vanda undirbúningsvinnuna, en þetta er á góðri siglingu. Ég sé ekki annað en að þessir flokkar muni starfa saman og bjóða sig fram undir merki V-listans. Við ætlum að höfða til breiðari hóps og menn eru að kanna með hverjum hætti muni nást bestur árangur." Georg Þór Kristjánsson segir að ekki sé á hreinu enn þá hvort hann fari í sérframboð eða fari fram með Sjálfstæðisflokki. „Það er ýmislegt í spjallinu, en á þessu stigi málsins get ég ekkert sagt um málkV' Pú ert enn þá með gilt flokkskírteini í Sjálfstœðisflokknum ? „Eftir þvf sem ég best veit hef ég ekki verið rekinn. Hins vegar skrifaði ég bréf til framkvæmda-stjómar flokksins til þess að kanna stöðu mína innan flokksins. Nú, ég hef ekki fengið svar við því bréfi enn þá, svo það kann að segja eitthvað.“ Georg Þór segir að framvinda málsins verði líka háð því hvort V- listinn muni bjóða fram aftur. „f sveitarstjómarkosningum snúast kosningamar miklu frekar um ein- staklinga en flokka. Þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Guðmundur Þ.B. Olafsson Al- þýðuflokki segir að Vestmannaeyja- listinn muni bjóða fram í komandi sveitarstjómarkosningum, hins vegar muni hann ekki verða sjálfur á lista. „Ég hef verið í pólitíkinni síðan 1978 og finnst tími til kominn að veita öðrum möguleika á að koma til starfa. En ég mun engu að síður vinna að þessu framboði, því ég tel mig búa að mikilli reynslu sem gæti nýst framboðinu." Guðmundur segir að málefna- staðan sé góð og að stefnt sé að hreinum meirihluta. „Ég tel það raunhæft markmið að ná meirihluta í stjórn bæjarins. Samstarf okkar hjá Vestmannaeyjalistanum hefur gengið hnökralaust hingað til og ekki komið upp neinn ágreiningur. Ég met þetta í ljósi reynslunnar af samstarfinu fram að þessu.“ Hann segir að uppstillinganefnd komi til með að velja endanlegan lista að undangenginni skoðana-könnun. „Við ætlum að eftia til almenns fundar sem auglýstur verður fljótlega. Þar munum við fara yfir málin. Það er vilji okkar að ná til sem flestra hvar í flokki sem þeir standa og gefa sem flestum kost á að koma til starfa svo mynda megi breiðfylkingu óháðra og þeirra flokka sem að framboðinu standa. Við viljum hafa þetta eins lýðræðislegt og kostur er.“ Sigurður Einarsson formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að enginn fundur hafi verið haldinn hjá þeim. „Það er ekkert ákveðið enn hvort farið verður í prófkjör eða ekki. Við erum sallarólegir en verðum með sannfærandi og sigurstranglegan lista þegar þar að kemur. Þið fyllið ekki blaðið með fréttum af framboðs- málum hjá okkur á þessu stigi,“ segir Sigurður að lokum. Skæringur Georgsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að búið sé að samþykkja að fara í sameiginlegt framboð undir merki V-listans. „Það er stefnt að því að efna til skoðanakönnunar meðal bæjarbúa, eða einhvers konar opins prófkjörs um val manna á listann, síðan muni uppstillinganefnd ganga frá endan- legum lista.“ Skæringur segir að minni flokkamir hafi átt erfiðara með að koma mönnum að eftir að bæjarfulltrúum hafi verið fækkað úr níu í sjö. „Það þarf orðið fleiri atkvæði á bak við hvem mann, þess vegna er V-listinn vænn kostur. Þegar við buðum fram síðast var mjög mikill hraði og margir ekki sáttir við framboðið. Undirbúningur var kannski ekki heldur nægur, þrátt fyrir það hefur samstarfið gengið vel." Hann segir mikla pólitíska deyfð yfir bæjarstjómarmálum, hins vegar sé aldrei of seint að spyrna við fótum. „Það hefur verið lognmolla í þessum málum, sem að sjálfsögðu má rekja til flokkanna sjálfra. Ef menn standa saman má drífa pólitfldna upp og gera hana að virku afli til hagsbóta fyrir bæinn.“ FRETTIR á Hednu -Veffangið er ht1p//www.eyjar.is/~frettir Frá og með síðasta tiilublaði eru Fréttir komnar á Internetið og er veffangið http//wvvw.eyjar.is/-fre- ttir. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um blaðið og nokkurt safn mynda. Það merkilegasta er þó að þar verður að finna allar greinar sem birtast í hverju tölublaði. Um hádegi á hveijum fimmtudegi verður blaðið, senr kemur út þann dag, komið inn á netið. Til að byrja með verða greinar úr blaðinu birtar á Netinu en þegar fram r sækir verða myndir úr liverju tölublaði settar inn líka. Það er von okkar að þessi þjónusta falli í góðan jarðveg og gaman væri að fá viðbrögð fólks sem vfðast að. í fyrstu verður þessi þjónusta ókeypis en þama er kjörið tækifæri fyrir fólk á ferðalögum og þá sem búa fjani heimabyggð að fylgjast með því sem er að gerast í Eyjum hverju sinni. Konráð Einarsson hefur haft veg og vanda af uppsetningu vefsíð- unnar fyrir Fréttir. í haus blaðsins á síðu 2 er að finna bæði netfang og veffang Frétta. Netfangið er frettir@eyjar.is og veffangið http//www.eyjar.is/~frettir. Bílanir uröu f Búrfelli -Nú tekur innan við 20 mínútur að koma varaafli á bæinn Á fimmtudag og föstudag fór rafmagn af bænum sem telst orðið til tíðinda. Orsökin var í báðum tilfellum bilun í Búrfellsvirkjun og tók viðgerð í báðum tilfellum nokkra klukkutíma. Það kom ekki að sök því Bæjarveitur hafa yfir að ráða nægu afli og var rafmagn komið á allan bæinn eftir innan við 20 mínútur. Friðrik Friðriksson, veitustjóri, segir að VesmtannaeyingíU' búi orðið mjög vel í rafmagnsmálum. Það megi þakka endurbótum á línu- lögnum á Landeyjasandi og vara- orku sem Bæjarveitur búa yfir. „Á síðustu árum hafa bilanir verið í sögulegu lágmarki. í átta af hveijum tíu tilfellum fór rafmagnið af vegna ísingar og samsláttar á Landeyja- sandi. Að okkar ósk var háspennu- lína RARIK frá báðum sæstrengj- unum að Rimakoti lögð niður og í staðinn var lagður jarðstrengur í sandinn þannig að bilanir á þessum stað heyra sögunni til,“ segir Friðrik. Um bilanimar í síðustu viku segir Friðrik að þær hafi ekki orðið í veitukerfi RARIK heldur í Búrfelli sem Landsvirkjun ræður yfir. „Þær voru óháðar hvor annarri og algjör tilviljun að þær urðu sinn hvom daginn. Á fimmtudaginn fór rafmagn frá landi af í tvo tíma en á föstudaginn fór rafmagnið af rétt fyrir hádegi og kom ekki aftur fyrr en klukkan hálf níu um kvöldið. Það koin sér því vel að eiga nógu mikið varaafl hér og vom bæjarbúar ekki án rafmagns nema í 20 mínútur." Auk þess segir Friðrik að öryggi okkar uppi á landi hafi verið aukið á síðasta ári. Þar sem tekin var í notkun ný lína frá Búrfelli gegn urn Flúðir að Hvolsvelli.Sú eldri lá beint frá Búrfelli að Hvolsvelli. „Ef bilun verður á annarri línunni kúplast hin strax inn og við verðunt í mesta lagi varir við smáblikk á ljósum meðan það gerist," sagði Friðrik að lokum. Londakirkja: Áheit og gjafir árið 197 Frá og með 1. janúar 1997 til 31. desember 1997 bárust eftirfarandi gjafir og áheit til Landakirkju: G.S. kr. 5.000, N.N. kr. 1.000, N.N. kr. 2.500, N.N. kr. 5.000, Valur Andersen kr. 7.500, Fl. Magnúsar kr. 14.486, Ó.S. kr. 3.100, Addý Guðjóns kr. 2.000, Ragnheiður Jóns kr. 2.000, N.N. kr. 500, J.R. kr. 10.000, Judith Estergal kr. 1.000, Hjördís kr. 5.000, M.J. kr. 5.000, Guðný kr. 2.500, Hörður Jóns kr. 5.000. Ó.K. kr. 5.000, H.Ó. kr. Shellmót ÍBV kr. 15.000, G.S. kr. 5000, Sig. Jóns Garði kr. 5.000, H.Ó. kr. 5.000. B.H. Kópavogi kr. 27.300, Jóna Steins kr. 1.000. M.P. kr. 5.000, Jón Sigurðsson kr. 1.000, Marta kr. 4.000, M.V. kr. 2.000, H.H. kr. 1.500, N.N. kr. 5.000, J.S. kr. 1.000, Þ.N. kr. 1.000, N.N. kr. 1.000, Grímur Gíslason, kr. 5.000. Jón Sigurðsson kr. 15.000, H.G. kr. 5.000, E.A kr. 500, G.S. kr. 6.500, N.N. kr. 1.000, Knattspymudeild ÍBV kr. 40.000, Málfríður Fanney kr. 2.000, B.S. kr. 2.000 og Dagný Ingimundar kr. 1.000. Auk þess var talið úr söfnunarbauk kirkjunnar á gamlársdag kr. 18.367 og eru þetta samtals kr. 252.753.oo. Sóknarnefnd Landakirkju færir gefendum og velunnurum Landa- kirkju nær og fjær þakkir fyrir hlýhug í garð kirkjunnar okkar og biður þeim Guðs blessunar. Sóknarnefnd Landakirkju. KFUM&K: Þorgrímur Þráinsson rithöf- undur kemur í heimsókn Hvað kemur upp í hugann þegar maður heyrir nafnið Þorgrímur Þráinsson? Jú, fótbolti, Valur, tóbaksvamamefnd og landsliðið. En Þorgrímur er ekki bara þekktur fyrir að sparka bolta, hann er líka rithöfundur og þekktur fyrir sínar barna- og unglingabækur. Eflaust kannast einhverjir við Tár, bros og takkaskór, Lalla ljósastaur og fleiri bækur sem hann hefur skrifað. Nýjasta afurð hans er Margt býr í myrkrinu en hún var einmitt valin besta bama- og unglingabókin fyrir jólin. En nóg um það, það sem meira er, þá er Þorgrímur á leiðinni til Vestmannaeyja. Hann er væntanlegur í KFUM&K nk. miðvikudagskvöld. Þar mun hann lesa upp úr nýútkominni bók sinni og síðan verða umræður um bókina, lífið og tilveruna, fótbolta eða bara hvað sem er. Þannig að við hvetjum alla sem áhuga hafa á bókum hans og eru í 8. til 10. bekk að mæta á miðvikudagskvöldið og jafnvel taka með sér bækur eftir hann og biðja hann að árita þær fyrir sig. F.h. KFUM&K, Skapti Örn Ólafsson. Dregið í jólagetrauninni Mikil þáttaka var í Jólagetraun Frétta sem tengdist Jólahandbókinni sem fylgdi blaðinu í byrjun desember. Dregin voru þrjú nöfn sem voru með öll svörin rétt. 1. Vinningur kom í hlut Maríönnu Sigurðardóttur Höfðavegi 41, sem fær mat fyrir fjóra á Café Maríu. Annar vinningur, matur fyrir tvo á Café María kom í hlut Sigfríðar Björgvinsdóttur Hólagötu 15, og Hmnd Snorradóttir Strembugötu 6 fékk 3. vinning sem er matur fyrir tvo á Café María.. Fréttir þakka góð viðbrögð við Jólagetrauninni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.