Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Page 11
Fimmtudagur 22. janúar 1998
Fréttir
11
í tilefni af því að á
morgun, 23. janúar
eru 25 ár síðan gos
hófst á Heimaey
sendi Jóhanna
Hermansen, frásögn
sem hún fann í gömlu
dóti hjá sér fyrir
nokkrum árum. Hún
segir að frásögnin
hafi vakið nokkra
kátínu hjá þeim sem
heyrðu hana, en hún
er skrifuð nokkrum
dögum eftir að gosið
hófst. Er hún óbreytt
að öðru leyti en því
að engin nöfn eru
birt.
Jarðskjálftar
Um kvöldið kl. 22.30 sat ég við
eldhúsborðið og var að sauma í
gallabuxumar „Rockman who makes
iron from the rock.“ Mamma sat við
hinn enda borðsins og saumaði í, við
vorum nýbúin að drekka kvöldkaffi.
Klukkan var orðin margt að verða 12
held ég, mér fannst eins og ég yrði að
klára að sauma þetta í buxumar.
Pappi var kominn inn í rúm, en
hann sagði allt í einu: „Funduð þið
jarðskjálftann.“ Við sögðumst ekki
hafa fundið hann. en pabbi var alltaf
að finna einhverja kippi. Ég held að
það hafi verið mamma sem sagði:
„Það ætti þó ekki að fara gjósa?“
„Fínt, fínt, fyrir ferðamennina,“ sagði
bróðjr minn þá. sem var nýkominn
inn. Ég hafði að klárað að sauma í
buxumar og fór að sofa, ósköp róleg.
Það sem ég vissi ekki var að
mamma og pabbi lágu alltaf vakandi
og skrifuðu niður jarðskjálftana, fyrir
rest komu þeir á 8 mínútna fresti.
ÚsRöpin byrja
En svo klukkan rúmlega hálf tvö eða
að verða tvö aðfaranótt 23. janúar,
kom þessi ofsalegi hvinur. sem gaf til
kynna hvað væri að ske, pabbi hafði
þá sagt: „Það er byrjað að gjósa,“ en
mamma sagði þá: „Vertu ekki að
hræða mann meira en maður er,“ en
samt vissi hún alveg hvað þetta var.
Við þessi orð pabba: „Það er farið
að gjósa!,“ vaknaði ég. Ég reis upp í
rúminu og starði fram fyrir mig, alveg
stjörf. Eg fór þó fram úr og fór í
slopp, fór fram og þar voru mamma
og pabbi, og Guð minn góður, er ég
leit í austur var eins og allur austur-
bærinn fyrir ofan Nýjabæ væri að
brenna. Agalegt fát kom á mig, þaut
inn til mín aftur, fór í buxumar, sem
ég var nýbúin að sauma í, fór í bol yfir
náttskyrtuna, rétt leit yfir allt í
herberginu, á skattskýrsluna, sem lá á
skrifborðinu og beið þess að verða
skilað til skattstjóra næsta dag, eða
þann 23. janúar. Fór fram í jakka og
skó og var komin út.
Ætluöuekkiívinnu
daginn eftír
Bróðir minn fór strax út og með
myndavélina. Ég fór til vinkonu
minnar og stóð þá öll fjölskyldan í
dyrunum, stuttu seinna kom kærasti
vinkonu minnar, varhann jafn stjarfur
og við. Hann hafði séð er jörðin
opnaðist. Labbaði hann með okkur,
austur Búastaðabraut, vorum við hálf-
kjökrandi alla leiðina, sögðumst ekki
ætla í vinnu næsta dag.
Ég man að ég kallaði stöðugt: „Er
þetta í nokkrum húsum?" Heyrði ég
einhvem segja: „Þetta er rétt fyrir
austan Kirkjubæi." Við komumst
aldrei lengra en að Búastaðabraut 11,
en þá snemm við við, svo hrædd
vomm við. Er við komurn út á hom,
stóð fjölskylda vinkonu minnar þar og
vom þau á leiðinni niður á bryggju,
fóm þau öll. Pabbi kom á móti mér og
Jóhanna að sópa út ösku úr forstofunni í húsi fóreldra sinna að Birkihlíð 19 eftir gos. Foreldrar
hennar eru Guðni heitinn Hermansen, listmálari með meiru, og Sigríður Jóna Kristinsdóttir
sem enn býr í Birkihlíðinni.
sagði að ég ætti ekki að fara svona í
burtu. En bróðir minn var kominn
heim og hafði tekið nokkrar myndir.
Pabbi hringdi til vinafólks í Reykja-
vík. en eiginkonan spurði bara hvort
það væri partý, mamma talaði þá við
hana og loksins trúði hún, því ég
sleppti mér alveg og grenjaði þama
eins og krakki. Síðan var ákveðið að
fara til frænda okkar vestur í bæ.
Mamma skipaði mér í hlýrri föt, fór ég
í skinnkápuna mína, en var í sama
innan undir.
Frændi minn sótti okkur og fómm
við vestur í bæ. Vomm við mörg þar
saman komin. Pabbi kom seinna og
kom hann með köttinn okkar, ég setti
hann strax á baðið. Síðan hurfu þeir
allir, en ég stóð sífellt úti og horfði á
spmnguna stækka, hún var orðin einn
til tveir km á lengd, náði upp í
Helgafell og niður í sjó fram.
Áhyggjur af bankabókinni
Eftir langan tíma kom pabbi loks og
ætlaði hann þá heim að ná í eitthvað af
fötum, vildum við mamma koma líka,
en hann sagði að það væri ekki hægt
að vera þama austur frá fyrir hávaða
frá gosinu og sagði hann að húsið
nötraði allt saman. Ég kallaði á eftir
pabba: „Komdu með bankabókina
mína, hún er í miðskúffunni í
kommóðunni."
Flóttinn
Loksins kom tilkynning í útvarpinu frá
almannavarnaráði kl. 4 um nóttina,
allir áttu að fara niður á bryggju.
Pabbi kom með bókina og eitthvað
af utanyfirfötum. Við fórum út í bfl,
en áður hleyptum við kettinum út, því
ekki gat hann komið með. Niður á
bryggju fómm við og þar rigndi yfir
okkur gjalli. Hoppuðum við niður í
Áma í Görðum VÉ-73. Þar var vin-
kona mín og öll hennar fjölskylda, fór
ég strax fram í til hennar, en ég veit
ekki hvað varð um mömmu, pabba og
bróður minn.
Stóðum við við borðstokkinn,
horfðum á er báturinn sigldi fram hjá
glóandi hrauni er rann í sjó fram. Ég
sagði: „Good bye, Vestmannaeyjar,
for ever.“
Mikið brim var og varð mér litið á
stýrishúsið, og sá ég hve það vaggaði,
varð ég hrædd og höfðum við vinkona
mfn einhvemveginn að skríða fram í
lúkar, en ég komst ekki alla leið,
horfði á vinkonu mína setjast, en ég
gat aðeins staðið kyrr og haldið mér í
með höndunum. En síðan gat ég hent
mér niður og hafði einhvem veginn að
skríða til vinkonu minnar. Leið okkur
mjög illa. Kærasti hennar var skip-
verji á bátnum og kom hann til okkar
og reyndi að róa okkur. Ég nefndi alla
hluti, sem mér þótti vænt um, sem
vom í herberginu mínu.
Það lágu allir þama í einni hrúgu og
allir mjög sjóveikir. Báturinn sigldi
hratt, því ein stúlkan var komin með
fæðingahríðir. Báturinn var með þeim
fyrstu að bryggju í Þorlákshöfn, þó
hann hafi farið með þeim síðustu frá
bryggju í Eyjum.
Er ég var komin upp á bryggju sá
ég foreldra mína og bróður innan um
alla hina Vestmannaeyingana og fólk,
sem kom til að sjá og forvitnast um
flóttafólkið.
Móttökurnar
Það sem mér er eftirminnilegast af
þessu öllu er, hvemig tekið var á móti
okkur í Þorlákshöfn. Öllum var útbýtt
teppi og svo boðið í heitt kaffi í mötu-
neyti við bryggjuna. Rútur og strætis-
vagnar tóku svo við öllu flóttafólkinu
5.000 manns og fluttu það til Reykja-
víkur.
Var farið með allt fólkið í skóla í
borginni, þar fengu allir miða, sem
fólk átti að skrifa á hvar það hugðist
setjast að fyrst um sinn. Allt var gert
fyrir okkur.
Vinafólk mömmu og pabba náði í
okkur í skólann og fómm við heim til
þeirra. Reyndi maður svo að jafna sig
um daginn.
Talaði ég við vinkonu mína og
hafði þá vinkona hennar í bænum og
hennar kærasti boðið henni á Ríó Tríó
skemmtun í Austurbæjarbíói um
kvöldið, svo ég skellti mér með. Er ég
alveg viss um að við vomm ömgglega
með þeim fáu Vestmannaeyingum
sem fóru að skemmta sér kvöldið
þann 23. janúar. En hvað þýddi
annað.
Jóhanna Hermansen.
Eftirmáli
P.S. Það skal tekið fram að umræddur
köttur hét Bjössi og lifði hann af
gosið. Ljósmyndir bróður míns voru
með þeim fyrstu af hamförunum, sem
voru framkallaðar í Hans Petersen
umræddan dag. Ríó Tríó skemmtunin
kvöldið 23. janúar í Austurbæjarbíói
var okkar áfallahjálp. Myndin af mér
mér var tekin í maí 1973 að sópa ösku
úr forstofunni heima.
Umfangsmikil dagskrá vegna þess að 25 ár eru frá upphafi Heimaeyjargossins:
Hefst með blysför annað kvöld
-Lýkur með opnum borgarafundi um siöðu Vesimannaeyja á sunnudagskvöldið
Helgina 23. - 25. janúar næstkomandi verður
þess minnst á vegum bæjarstjórnar og
nokkurra félagasamtaka í Vestmannaeyjum að
á morgun, 23. janúar, eru 25 ár verða liðin frá
upphafi jarðeldanna á Heimaey.
Föstudagur23.janúar
Dagskráin verður fjölbreytt og rniðar að því að fá
alla bæjarbúa til þátttöku. Gert er ráð fyrir því að
Vestmannaeyingar safnist saman til blysfarar frá
þremur stöðum í bænum og mætist á homi
Hásteinsvegar og Heiðarvegar. Þar mun lúðrasveit
Vestmannaeyja bætast í hópinn og leiða gönguna
niður Heiðarveg að bryggjusvæði Herjólfs. Á
bílaþilfari Herjólfs mun verða stutt athöfn. Guðjón
Hjörleifsson mun flytja ávarp, Kór Landakirkju og
Samkór Vestmannaeyja munu syngja, séra Bjami
Karlsson flytja hugvekju og bæn. Að lokurn mun
verða efnt til ijöldasöngs og boðið upp á hressingu.
Laugardagur24.janúar
Meðal þess sem boðið verður upp á þennan dag er:
Golfmót sem haldið verður á vegum Golfklúbbsins
og er öllum opið. Opið hraðskákmót verður í
Sparisjóði Vestmannaeyja. í Skipalyftunni mun
hið nýja hafnsögu- og björgunarskip verða afhent
og verða almenningi til sýnis.
Ókeypis aðgangur verður í Byggðasafnið og
íþróttamiðstöðina, auk þess verður húsnæði
Bæjarveitna opið almenningi.
Sýning á 25 málverkum sem Grímur Marinó
Steindórsson hefurgefið Listasafni Vestmannaeyja
vegna afmælisins. Verkin nrunu verða til sýnis í
anddyri Safnahússins frá 24. janúar - 10. febrúar.
Sunnudagur 25. janúar
Dagurinn hefst með gosmessu í Landakirkju og að
henni lokinni verða sýndar litskyggnur í Safnaðar-
heimilinu frá eldgosinu.
Ókeypis aðgangur verður í Náttúrugripa- og
fiskasafnið.
Að lokum mun verða haldinn almennur fundur á
vegum bæjatstjórnar Vestmannaeyja í hátíðarsal
Listaskólans við Vesturveg, þar sem rætt verður um
stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð.