Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Blaðsíða 16
FRETTIR
Frétta- og auglýsingasíminn 481 -3310 • Fax 481-1293
Blöskrar fækk-
un í f lotanum
-Hópur manna athugar með kaup á bátum sem eru til sölu
Vestmannaeyingum hefur staðið
stuggur af fækkun í bátaflotanum
undanfarin ár. Nú virðist ný hrina
vera í uppsiglingu því þrír
Eyjabátar hafa verið auglýstir til
sölu í haust. Einn var seldur
Vinnslustöðinni en óvíst er hvað
verður um hina tvo. Hópur manna,
sem vill bregðast við þessari þróun,
er með hugmynd um að stofna
félag til að kaupa bátana.
Bátamir em Gullborg VE, Hrauney
VE og Skúli fógeti sem Vinnslu-
stöðin mun að öllum líkindum kaupa.
„Eftir að Gullborg og Hrauney vom
auglýstar til sölu fór hópur manna.
fiskverkendur, þjónustuaðilar og
fleiri, af stað. Vilja þeir taka höndum
saman og reyna að kaupa þa." segir
Asmundur Friðriksson. „Eftir að ég
skrifaði grein um þessa uggvænlegu
þróun í Fréttir fyrir skömmu höfðu
margir samband við mig. Er mikill
áhugi hjá þeim að reyna að spyma við
fótum. Þetta eru menn sem bera hag
Vestmannaeyja fyrír bijósti og geta
ekki hugsað sér að sjá á eftir þessum
bátum sigla héðan með þann kvóta
sem þeim fylgir. Þó þessir bátar séu
ekki stórir skapa þeir mörg störf,"
sagði Asmundur að lokum.
Fer sr. Bjami í Laugarnesssókn?
Laugarncssókn í Reykjavík stendur
uppi prestslaus eftir að sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson tók við stöðu
sóknarprests í Hallgrímsskirkju.
Umsóknarfrestur um stöðu sóknar-
prests í Laugamessókn er til 11.
febrúar nk. þannig að ekki liggur ljóst
fyrir hvað umsækjendur verða margir.
Bjami Karlsson, sóknarprestur
Landakirkju, útilokar ekki að sækja
um Laugamessókn en segir málið á
algjöru spjallstigi ennþá. „Það kveikti
skiljanlega í mér þegar þegar þessi
staða kom upp. Rætur mínar liggja í
Laugamessókn og þar störfuðum við
Jóna Hrönn ámm saman,“ segir
Bjami. „Hins vegar hefur enn ekkert
skref verjð stigið og ef af þessu yrði
væm engar breytingar á dagskrá fyrr
en með sumrinu, svo að það er
algjörlega ótímabært að segja neitt
meira um þatta," bætti Bjami við.
25 ár frá upphafi Heimaeyjargossins:
Þess verður minnst alla helgina
-Hefst með blysför um bæinn annað kvöld
Á morgun, 23. janúar, verða 25 frá upphafi Heimaeyjargossins og verður
þess niinnst með ýmsum hætti um helgina.
Míu-gt verður gert til að minnast upphafs gossins. Byijað verður á blysför
annað kvöld og lýkur henni við Herjólf þar sem verður stutt athöfn. Síðan
verður haldið áfram laugardag og sunnudag en þá verður almennur
borgarafundur um stöðu Vestmannaeyja í dag.
H „ H
uiiufliiyUU
DAOLXOAK U ^ f/ SÍMI
FLUTNINGAR ■ VESTHANNAEYJUH Doghgm hrfk hnri á Imd mm «r. Vöruafgreiðsla Sidldiogavagi 4 Simi 481 3440 Vöruafgreiðsla ■ Reylcjavik IVO HÖSÍBsgota 1 - 3 SínÍSSl 3030 *
RÚtUfðrtMl-BllStOUIS 011 ntótríka fefðamanna, skóla- og^fþróttahópa FAX4811927 0)481 1909 - 896 6810
Sendibílaakstur innanbæjar.
Vilhjálmur Bergsteinsson
SCHðÍPE»ðASÍi.L
0481-2943,
* 897-1178
Þorrinn hefst
á morgun
Á morgun er bóndadagur og
þar með gengur þorri í garð.
Margir hafa tekið forskot á
sæluna og blótað þorra frá
því í byrjun janúar. Unga
fólkið á myndinni fyrir ofan
var á þorrablóti
Vinnslustöðvarinnar sem fór
fram með miklum glæsibrag
sl. laugardag.
Matvöruverslanir bjóða upp á
mikið úrval af þorramat og
hér er Simmi í Vöruvali með
smásýnishorn af því sem
hann býður upp á. Þar er að
finna súra punga, sviðasultu
og margt fleira góðgæti.
Kellogg’s tilboð
Þú kaupir 2 pakka af Kellogg’s vörum og færð í kaupbæti fallegan
Kellogg’s stauk, stundatöflu og litabók.
Sun C eplasafl 1 ltr. &
Sun C appelsínusafi 1 ltr. Egils kristall 0,5 ltr. & Egils bergvatn 0,5 ltr. & kr.'T69>c. kr. 88,- stk.
Egils sódavatn 0,5 ltr. kr. ""99^ kr. 79,- fl.
Gul epli kr. 129,- pr. kg.
Jaragold epli lcr. 95,- pr. kg.
Cape nektarínur fcr. 269,- pr. kg.
Cape ferskjur kr. 269,- pr. kg.
Blómkál kr. 269,- pr. kg.
íiób vmálutt í