Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. janúar 1998 Fréttir 9 Vínnslustöðin blæs til sóknar Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, sagði að sjávarútvegur og þjónusta við hann sé og verði undirstaða undir atvinnulífí í Vest- mannaeyjum. Greinin hafi gengið í gegnum miklar breytingar og þróunin hafí verið sú að Isfélag og Vinnslustöð hafi verið að styrkja stöðu sína en því miður hafí minni fiskverkanir og útgerðir átt á brattann að sækja og bátum hafí fækkað í Eyjum. Og nú þættust margir sjá blikur á lofti því fleiri bátar hefðu verið auglýstir til sölu ásamt aflaheimildum. Of storfloti „Að mörgu leyti er þetta eðlileg þróun. Flotinn er einfaldlega of stór ntiðað við þær aflaheimildir sem til staðar eru. Kvótakerfið var sett á til þess að auka hagræðingu í greininni og það er mjög erfitt í dag að gera út báta með litlum aflaheimildum. Stóru fyrirtækin verða sífellt stærri en að mínu mati er framtíð fjölskyldu- fyrirtækja einnig björt. Þau hafa náð að skapa sér fótfestu og þjóna hlutum markaðarins sem stóru fyrirtækjunum reynist erfitt að þjóna,“ sagði Sighvat- ur í framsögu sinni. Hann sagði að rekstur Vinnslu- stöðvarinnar hefði ekki gengið sem skyldi á síðasta rekstrarári þrátt fyrir metframleiðslu á frystri síld og loðnu. Sem dæmi um aukningu í loðnufryst- ingunni sagði Sighvatur að Vinnslu- stöðin hefði fryst 1000 tonn árið 1992 en á þessu ári væri stefnt að því að frysta 10.000 tonn og nú væri svo komið að karlmenn vantaði í loðnufrystinguna. „Við höfum leitað með logandi ljósi að karlmönnum til vinnu í sveitum Suðurlands fyrir kontandi loðnuvertíð," sagði Sighvat- ur og taldi að þá vantaði 50 til 70 manns. flukin áhersla á landvinnslu Það vakti athygli á fundinum að Sighvatur sagði frá því að á stjómar- fundi Vinnslustöðvarinnar sl. fcstu- dag hefði verið ákveðið að blása til sóknar í vinnslu á bolftski. Er það árangur mikillar vinnu undanfarið þar sem farið hefur verið yftr stöðu landvinnslunnar. „Niðurstaða okkar er í meginatriðum sú að við teljum framtíð landvinnslunnar bjarta. Taka þarf vinnsluna taki og þróa hana í átt að þörfum markaðarins. Auka þarf vöruþróun til muna frá því sem nú er og framleiða frekari unnar afurðir. í Vinnslustöðinni stefnum við að því að setja upp vöruþróunardeild í vor eða sumar og leggja mikla áherslu á úrvinnslu á fiski. Stefnt er að því að auka frantleiðslu á brauðuðunt og hjúpuðum fiski og jafnvel setja upp forsteikingarlfnu. Undanfarið höfum við verið að feta okkur áfram í vinnslu á ferskum flökum til útflutnings með flugvélum. Það hefur gengið vel og stefnt er að um- talsverðri aukningu á þeirri fram- leiðslu á árinu. Fjarlægðin frá Kefla- víkurflugvelli gerir okkur erfitt fyrir sem og mikill flutningskostnaður. Meiri hráefniskaup Með þessu ætti okkur að takast að snúa vöm í sókn og auka sam- keppnishæfni fyrirtækisins og gera það að verkum að innkaup á hráefni frá öðrum sem og mörkuðum mun aukast og starfsentin eflast frá því sem nú er. En eitt af lykilatriðunum til þess að ná árangri er jafnt og stöðugt aðstreymi hráefnis," sagði Sighvatur. Næst gerði Sighvatur viðræður Vinnslustöðvarinnar við verkalýðs- félögin um breyttan vinnutfma og einstaklingsbónus að umtalsefni. Með því vill fyrirtækið auka framleiðni í landvinnslunni en býður á móti styttri vinnutíma og hærri laun. Sagði hann að könnun nteðal starfsfólks hefði sýnt að meirihluti þess væri hlynntur breytingunni. „í flestum vestrænum löndum hefur orðið sú þróun að fólk byrjar fyrr á morgnana og hætti fyrr á daginn eða að unnið er eftir vakta- fyrirkomulagi. Hugmyndir okkar hlutu strax góðan hljómgrunn í Þor- lákshöfn og þar teljum við okkur hafa komist að samkomulagi við verka- lýðsfélagið á staðnum um þriggja mánaða tilraun. Skilningur þar virðist vera nteiri á því að þjóðfélagið og þarftr atvinnulífsins eru að breytast." Siómannauerkfall yrði reiðarslay Sighvatur lýsti áhyggjum sínum af yftrvofandi verkfalli sjómanna í byijun febrúar. Kæmi til þess yrði það rnikið reiðarslag fyrir byggðarlagið. „Afkoma Vinnslustöðvarinnar sem og Isfélagsins byggir að mestu leyti á afkomu febrúarmánaðar og ef verk- fall kemur í veg fyrir eðlilega starfsemi fyrirtækjanna mun það leiða til þess að skip og aflaheimildir verða seldar til að vega upp áhrif verkfallsins." Annars sagðist Sighvatur bjartsýnn á framtíð Vestmannaeyja og benti á að á upplýsingatímum skiptu fjar- lægðir sífellt ntinna máli. I því sambandi minnti hann á upplýsinga- verkefni á vegurn EB sem Þróunar- félag Vestmannaeyja stýrir og Vinnslustöðin og ísfélagið eru aðilar að. Eins hefði ÞV staðið að atvinnu- skapandi verkefnum en auðvitað yrði að hlúa að undirstöðuatvinnu- greininni. „Þjónustufyrirtæki við sjávarútveg- inn eru öflug hér í bæ og þar er ntikil þekking sem mögulegt er að byggja á til framtíðar og skapa fleiri atvinnu- tækifæri. Það er undir okkur sjálfum komið hvemig samfélag við byggjum. Við verðum að sýna sjálf- stæði og vera samvinnufús og beina kröftum okkar í jákvæðan farveg. Framþróun á sér ekki stað ef við neitum að horfast í augu við framþróunina. Hér eru þrátt fyrir allt hæstu meðallaun á landinu og eins og ég vék að áðan sárvantar okkur fólk til vinnu yftr loðnuvertíðina. Utanað- komandi vinnuafl getur bæði eflt sjávarútvegsfyrirtækin sem og þjón- ustufyrirtækin," sagði Sighvatur. Aðeins briðjungur aflans unninn heima Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, talaði fyrir hönd fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Vestmannaeyjum, sem hann sagði að hefði fundað nokkrum sinnum til að ræða málefni fundarins; stöðu Vest- mannaeyja í nútíð og framtíð. Meðal atriða sem Jón kom inn á er fólksfækkun á undanfömum árunt sem menn rekja til samdráttar og fækkunar starfa í fiskvinnslu og öðmm atvinnugreinum samfara auknu og viðvarandi atvinnuleysi. Jón sagði að þó staða Vest- mannaeyinga í kvóta væri sterk væri samsetningin óhagstæð, því aukin áhersla væri lögð á kvótaeign í uppsjávarfiski á kostnað botnfisks sem þýddi minni vinnu í landi. „Þá kom einnig fram á fundunum að stór hluti fiskiskipa, sem gerð em út frá Eyjum, landa litlum sem engum afla til vinnslu í byggðarlaginu. Er skýringin sögð sú að hærra verð fáist fyrir aflann víðast hvar annars staðar. Einnig var upplýst að fiskiskip héðan væru í talsverðum mæli mönnuð sjómönnum búsettum í öðmm byggðarlögum," sagði Jón og nefndi tölur í því sambandi sem em mjög sláandi. Sjá töflur. Jón sagði að kauphækkanir til fiskvinnslufólks í síðustu kjarasamn- ingum hefðu ekki skilað sér til fiskvinnslufólks sem skyldi. en þá var hluti bónusgreiðslna fluttur yfir á tímakaup. „Að mati starfsfólks hafa bónusgreiðslur lækkað rneira en sem nemur millifærslu frá bónus yfir á tímakaup. Er spumingin sú hvort hvatinn til afkasta, sem felast á í bónuskerfinu, sé ekki að mestu úr sögunni eða hvort meiri harka er hlaupin f skráningar og útreikninga á þessu launakerfi'?" spurði Jón og bætti við að athyglisvert væri að þegar auglýst væri eftir fólki til ræstinga sækja milli 20 og 30 um starfið, allt fiskvinnslufólk. „I framhaldi af því var rætt um hve tregir atvinnurekendur em til að greiða starfsfólki sínu mannsæmandi laun og hversu oft þeir leggi út í hinar hæpnustu tjárfestingar í þeirri von að geta fækkað starfsfólki. Hvort þama sé komin skýring á lélegri afkomu bolfisks sem sé illa ígrunduð fjárfesting í tækjum og búnaði. Fjárfestingar em afskrifaðar og það tilheyrir löglegum bókhaldskúnstum en að afskrifa 150 til 200 störf karla og kvenna í fiskvinnslu og veiðum er ekkert bókhaldslegt fiff eða hagræðing í rekstri. Það er samfélagslegt slys.“ Að lokum sagði Jón að ef vilji væri fyrir hendi að snúa vöm í sókn væru hann og aðrir framámenn verkalýðs- félaganna tilbúnir til að leggja hönd á plóg. Loðnuafli Eyjaskipa og hluti unnið heima Ár Heildarafli Unnið í Eyjum Hlutfall 1994 192.055 93.417 49% 1995 166.508 94.253 57% 1996 308.439 134.097 43% Bolflskafli fiskiskipa frá Eyjum og hlutfall unnið í heímatiöfn Ár Heildarafíi Unnið í Evjum Hlutfall 1994 46.900 18.339 39% 1995 42.024 17.415 41% 1996 40.757 12.045 30% Atvinnau og lífsbjörgin er undir kvótaeigendum komin Ragnar Óskarsson, bæjarfulltrúi V-listans, sagði að umræðan um stöðu Vestmannaeyja í nútíð og framtíð beri þess merki að margir Eyjamenn finni fyrir óvissu um framtíðina og öryggisleysis um afkomuna og það sé á margan hátt skiljanlegt. Hann sagði hvorki hollt að tala um að hér drjúpi smjör af hverju strái eða mála hér allt kolsvart heldur horfast í augu við staðreyndirnar sem væru viðloðandi atvinnuleysi og fækkun í bænum. Hann skellti skuldinni á núverandi fiskveiðistjómunarkerfi. Með því hefðu menn náð einhverjum árangri í hagræðingu en hún væri léttvæg miðað við það óréttlæti sem kerfið hefði leitt af sér. „Eða kallar fólk það árangur og hagræðingu þegar straumur fólks flyst frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins vegna þess að skipin eru seld í burtu? Kallar fólk það árangur og hagræðingu að yfirráðaréttur auðlinda sé að færast á sí færri hendur? Kallar fólk það hagræðingu að nánast er útilokað fyrir unga og dugandi menn að hefja útgerð nema með einhverjum óyfirstíganlegum afarkostum?" voru meðal spuminga sem Ragnar varpaði fram. Frummælendur, f.v. Bjarki Brynjarsson.Guðjón Hjörleifsson, Síghuatur BjarnasonDavíð Guðmundssonog Ragnar Úskarsson. íræðustóler ÖrnD.Jónsson. Fundinn sóttu um 140 manns ogmeðalheiiravomtveir hingmennSuður- landskjördæmis, flmi Johnsen og Lúðvík Bergvinsson. flðrir áttuekkiheimangengt. Míkil hátttaka svnir að efni fundarins.staða Vestmannaeyja í nútíð og framtíð er fólki hugleikið. Hann beindi spjótum sínum að handhöfum fiskveiðiréttarins sent hann sagði að bröskuðu með lífsbjörg heilu byggðarlaganna. „Atvinna er undir kvótaeigendum komin, Iífs- björgin er undir kvótaeigendum komin, það eru í raun þessir fáu lukkunnar kvótaeigendur sent al- menningur á allt sitt undir. Al- menningur er undirseldur þeirra valdi og þeirra óréttlæti." Ragnar sagði að þrátt fyrir að talsmenn fiskveiðistjómunarkerfisins teldu að almenningur hefði ekki skilning á kostum þess gerði fólk sér fulla grein fyrir óréttlætinu. „Við skiljum hvað er að gerast og við skiljum að kvótabraskið lýtur ekki lögmálum um réttlátt samfélag, það lýtur lögmálum peninganna, hinum hörðu og köldu lögmálum." Næst skaut Ragnar á meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjóm sem hann sagði að hefði bmgðist í atvinnumálum bæjarins en þar bæri bæjarstjóm að sýna fmmkvæði. I þessu sambandi benti hann á að tillögur sínar í bæjarstjórn um at- vinnuþróunarsjóð og stofnun almenn- ingshlutafélags til nýsköpunar í atvinnumálum hefðu báðar verið felldar af meirihlutanum. „Meðal annars af þessum ástæðum tel ég að bæjaryfirvöld hafi ekki sinnt skyldum sínurn í atvinnumálum,“ sagði Ragnar sem þó sagðist verða var við vakningu þessa dagana sem e.t.v. mætti tengja bæjarstjómarkosningum í vor. Þrátt fyrir þetta sagðist Ragnar sjá ýmis teikn um jákvæða hluti. Nefndi hann í því sambandi Þróunarfélagið og að á undanfömum mánuðunt hefðu einstaklingar stofnað ný fyrirtæki., Jig tel hins vegar að meginforsendur fyrir því að hér í Eyjum verði vörn í sókn snúið að þær breytingar verði gerðar á þjóðfélagslega ranglátu fiskveiði- stjórnunarkerfi og að bæjaryfirvöld verði að hafa skýra atvinnustefnu og framkvæði á sviði atvinnumála. Séu þær forsendur fyrir hendi er stórt skref stigið og þá þurfum við ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.