Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 29. janúar 1998 CQW MING LIN, KALFALUNDIR Ég þakka vini m í n u m G u ð m u n d i Ágústsyni ef vin skyldi kalla hóflega mikið fyrir áskorunina og ég vona að hefndin síðan úr p....keppnini sé þá lokið for ever. COW MING LIN, KÁLFALUNDIR. 4-500 gr kálfalundir I stk pressuð engiferrot 4 rif pressaður hvitlaukur Sati úr einni sitrónu 6 msk sojasósa 3 msk tandoori masala (rajah) 1 stk lítill blaðlaukur 1 græn paprika 1 dós water chestnuts 2 stk rauðir laukar 2 stk gulrætur 1 kúfuð msk hnetusmjör 1 kúfuð msk hunang 2 msk kókosmjöl olía til steikingar hrísgrjón Marinering Skerið kjötið í strimla fyrir marineringu. Marineringarvökvinn er gerður úr sojasósunni, pressuðum hvítlauknum og engiferrótinni safanum úr sítrónunni og tandoori kryddinu. Þessu er öllu blandað vel saman. Veltið kjötinu upp ú leginum og látið liggja í um 4 klukkustundir. Þá er grænmetið undirbúið. Skerið blaðlauk papriku lauk og gulrætur í strimla en water chestnuts í sneiðar. Steiking. Hitið um 2 dl. Af olíu í wokpönnu, snöggsteikið grænmetið hverja tegund fyrir sig þannig að það verði frekar stinnt og síðan water chestnuts. Kjötið er steikt í áföngum og gæta verður þess að steikja ekki of mikið í einu. Þegar því er lokið er kjötinu og grænmetinu blandað saman í pönnunni. Bræðið hnetusmjör og hunang saman í pott og hellið yfir réttinn. Loks er kókosmjöli stráð yfir og öllu blandað vel saman. Þá er rétturinn tilbúinn. Hann er borinn fram með hrísgrjónum og kókosmjöli í skál svo hver geti fengið meira eftir smekk.(þetta síðastnefnda á sérstaklega við um mig) Ég mæli með því að rétturinn sé borðaður með prjónum svo rétta stemmingin fáist við borðið og ekki sakar að hafa gott rauðvfn með og að sjálfsögðu eðal koníak svo sem Meukow V.S.O.P. eftir uppvaskið,(eitt glas Gummi). Næsti keppandi!!!!! Eftir mikla hugsun og útilokunaraðferðina kom bara eitt nafn upp í huga mér og var það eftirsóttasti piparsveinninn í bænum (að eigin sögn) og stórkokkurinn ofan af Skeiðarársandi, er menn glímdu við gullleit á þeim tíma en fengu bara togara. Þetta er Haraldur Þór Guðbrandsson vélvirki hjá Völundi hér í bæ. TOLUUR, TOLVUR OG TOLIIUR Sú bylting hefur orðið í starfsemi blaðsins Frétta að blaðið er orðið veftengt við Internetið. Það hefur í för með sér að unnt er að náigast efni blaðsins á vefnum. Heimasíða Frétta varað mörgu leyti orðin úrelt og varsett upp ný heimasíða. Sá sem á heiðurinn af henni er töivuáhugamaðurinn Konráð Einarsson en hann hefur oftlega verið okkur á Fréttum innan handar ef eitthvað hefur bjátað á í tölvumálum og oftast fljótur að kippa hlutunum í lag. Konni er tölvuáhugamaður númer eitt, tvö og þrjú og fátt annað sem kemst að hjá honum. Hann er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Konráð Einarsson. Fæðingardagur og ár? 4. desember 1948. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Kvæntur Unni Katrínu Þórarinsdóttur og við eigum tvær dætur, Rannveigu og Silju. Menntun og starf? Gagnfræðingur. Verkamaður í mjölvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Laun? Alltoflág. Helsti galli? Ætli það sé ekki of mikill tölvuáhugi, það segir Unnur Katrín að minnsta kosti. Helsti kostur? Að mínu mati er það mikill áhugi á tölvum.. Uppáhaldsmatur? Flest það sem Unnur matreiðir, t.d. kjötsúpa.. Versti matur? Þetta helv... sem fylgir saltkjötinu á sprengidaginn og kallast baunir. Uppáhaldsdrykkur? Blávatn, það er það eina sem maður má orðið drekka án þess að vera hundskammaður. Uppáhaldstónlist? Öll góð tónlist, það sem Silja hlustar ekki á. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Gettu þrisvar. Auðvitað að sitja við tölvuna. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að vera fjarri tölvunni. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég fengi engu um það að ráða. Ef svo ólíklega vildi til þá myndi ég fjárfesta í tölvubúnaði. Raunar var ég að kaupa tvær raðir í Víkingalottói svo það er aðdrei að vita. En Unnur Katrín passar að geyma miðana. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Hjörleifur Guttormsson, hann er svo neikvæður. Uppáhaldsíþróttamaður? Palli Pálma, vinnufélagi minn. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Verkalýðsfélagið er það eina sem ég man eftir. Svo fæ ég alltaf send fundarboð frá Kaupfélagi Árnesinga svo að ég er líklega í því líka. Uppáhaldssjónvarpsefni? Horfi lítið á sjónvarp, einstöku sinnum bíómyndir. Uppáhaldsbók? Access Bible. Hver eru helstu áhugamál þín? Reyni að komast hjá því að gera nokkurn skapaðan hlut. Hvað metur þú mest í fari annarra? Léttleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fýla. Fallegasti staður sem þú hefur komiðá? Mývatn. Hvernig vaknaði þessi tölvuáhugi þinn? A sínum tíma voru tölvupistlar í Mogganum. Ég byrjaði að lesa þá og þar vaknaði áhuginn. Ég man að þar stóð eitt sinn að tölvur væru allltaf að lækka í verði en ef menn ætluðu alltaf að bíða eftir lægra verði þá yrði ekkert úr tölvukaupum. Svo að ég fórnaði reykingunum og fjárfesti í tölvu og það var ekkert vesen með það. Hefurðu stundað eitthvert tölvunám? Nei, þetta er algerlega sjálfsnám, aðallega fikt. Hvað heldurðu að búnaðurinn þinn sé mikils virði peningalega? Hann er alltaf að lækka í verði, kannski um 300 þúsund. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Tölva? Konni. -Internetið? Tölvun. Eitthvað að lokum? Nei, ég segi það ekki. Nýfœddir Vestmannaeyingar Stúlka Sigrún Olga Gísladóttir og Andrés Bragson eignuðust dóttur þann ló.janúarsem hefur verið nefnd Agnes Svava. Hún vó 12,5 merkur og var 50 sm. að lengd. oger fyrsti Vestmannaey ingurinn sem fæðist á þessu ári. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Stúlka Þann 19. janúar eignuðust Hólmfnður Sigurpálsdóttir og Stymiir Gíslason dóttur. Hún vó 13 merkur og var 51 sm. að lengd. Hún hefur verið nefnd Margrét Rún og með henni á myndinni er stóri bróðir Bjarki Þór Ingason. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir Stúlka Þann 26. janúar fæddist Sigríði Ágústu Þórarinsdóttur og Hilmari Jóni Stefánsyni dóttir. Hún vó 18 merku og mældist 57 sm. að lengd. Með henni á myndinni em systkini hennar, Þórarinn og Sólveig. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Útsala í Oddinum Fram að helgi verðum við með útsölu á ýmsum tegundum gjafavöru. 30 ~ 50% afslátturí RITFANGA- OG GJAFAVÖRUVERSLUNIN ODDURINN STRANDVEGI 45 - SÍMI 481 1945

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.