Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 12. febrúar 1998 Saumaklúbbur í Kolaportinu -Brottfluttir Eyjamenn hittast þar á hverjum laugardagsmorgni og spjalla um daginn og veginn Það er orðinn fastur liður að hópur brottf lutra Eyjamanna hittlst í í Kolaportinu í Reykjauík á laugardagsmorgnum. Þar er spjallað um heima og geima en hð mest um gömlu góðu dagana í Eyjum Gamlir brottfluttir Vestmanna- eyingar hafa hist um nokkurt skeið í kaffihorninu í Kolaportinu. Þeir mæta þarna galvaskir klukkan ellefu á laugardagsmorgnum í spjall og rifja upp eitt og annað frá veru sinni í Eyjum. Friðrik Ágúst Hjörleifsson, Gústi í Skálholti, einn aðalforsprakki þessa Eyjaspjalls í Kolaportinu segir að klúbburinn eigi sér ekki langa sögu, eða um eitt ár. „Við hittumst héma gamlir Vest-mannaeyingar og köllum þetta Saumaklúbb Eyjamanna. Eða uppgjafa Eyjamenn." bætir hann við þegar einum félaganum úr hópnum líst ekkert á að kalla þá gamla. „Þeir sem eru horfnir úr Eyjunum." Friðrik Ágúst segir að þeir séu búnir að kaupa þetta horn og að þeir lýsi sig löggilta eigendur þessa tiltekna homs. Hann segir að fjárhæðin sem þeir reiddu fram fyrir aðstöðuna hafi ekki verið mikil, heldur hafi dugað að smella einum kossi á afgreiðslustúlk- una. Hvað er það helsta sem þið ræðið héma? „Þetta eru nú aðallega gömul áhugamál,“ segir Friðrik Agúst. Eða það sem snýst um daglegt líf í Vestmannaeyjum fyrr og síðar. En aðallega snýst spjallið um lífið í gamla daga.“ Nú er sjómannaverkfall nýskollið á þegar við ræðum héma saman. Er það ofarlega í hugum manna ? „Nei, við erum allir dotUú«b út úr þeirri umræðu. Við emm allir komnir í úreldingu og emm kvótalausir menn. Hér er enginn kvótagreifi. Við höfum flest allir verið til sjós. En það er flugmaður í hópnum, rithöfundur, kaupmaður, bóndi, lögreglumaður. Við höfúm allt litrófið héma.“ Friðrik Ágúst segir að konur hafi takamarkaðan aðgang að klúbbnum. „Þær hafa lítinn aðgang. Það er ekki pláss fyrir þær og það er ekki í bígerð að fjölga borðum héma. Það er líka ágætt að hafa þær ekki með þennan klukkutíma sem við sitjum héma. Við eigum von á því að Guðjón bæjarstjóri gefi okkur gömlu borðin, þegar hann fær ný þarna í bæjarstjórninni. Þá ætlum við að mynda svona U, eins og gerist á alvöru fundum. Það er mjög gott að hittast héma á þessum tíma. Við fáum ákveðna útrás sem er nauðsynlegt fyrir sálarlífið, en samt erum við yfirleitt mjög sammála um þau mál sem koma til umræðu. Sævar Jóhannesson í London er einn félaganna en hann hefur verið að safna upplýsingum um gömul hús í Vestmannaeyjum. Hann segir þetta ný tilkomið áhugamál. „Méráskotn- aðist bæklingur um gömul hús í Eyjuin. Ég tók hann til endurskoð- unar. Bætti inn fleiri húsum og upp- lýsingum og síðan leikur mér hugur á að bæta við sögu húsanna og fólksins sem bjó í þeim. Inni í þessari rannsókn eru kannski fyrst og fremst hús sem hafa fengið nöfn, en það tíðkaðist mjög að gefa húsum nöfn áður en skipulagt gatnakerfi var tekið upp.“ Sveinn Gíslason, kenndur við Hvanneyri, segir að hann haft ekki mikil samskipti við Eyjar. „Maður kemur svona við jarðafarir og fertningar en reiknar hins vegar ekki með að láta jarða sig í Eyjum.“ Hann segir að það sé ekkert sérstaklega góð mæting núna. Það er ekki óalgengt að það mæti þrjátíu til fjörutíu manns, þegar best er. „Þama kemur sá elsti, Hannes Tómasson frá Höfn. Hann er orðinn áttatíu og fjögurra ára.“ Eru menn nokkuð að setja út í kaffið héma? , JNei, nei. Það tíðkast ekki í þessum saumaklúbbi,“ segja þeir allir einum rómi. Þeir segjast ætla að halda áfram að hittast þarna. „Nema við fáum betra húsnæði,“ segir Sveinn. En það em ekki allir á sama máli með það. Flestir vilja meina að þetta sé prýðis staður að hittast á. Friðrik Ágúst segir að þetta sé opinn staður og þeir hafi frelsi til þess að gera allt að því það sem þeir vilji. „Við höfum þetta eins og við viljum og getum verið eins lengi og við viljum. En yfirleitt hafa menn náð góðri slökun eftir klukkutfma. Þá fara menn heim.“ Einhverja athugasemd hefur Sveinn við þetta: „Segðu bara eins og er. Þú ert búinn að ljúga svo miklu Friðrik. Yfirleitt þegar konumar em orðnar leiðar í Kolaportinu, þá koma þær og tæta einn og einn út úr hópnum og kippa honum með sér heim. Þetta er eiginlega svona kubbahom fyrir okkur líka á meðan konumar eru að versla og þá trúlega það fyrsta á íslandi fyrir fullorðna.“ Reynið þið eitthvað að leysa heimsgátuna eða pólitísk deilumál. „Nei, nei,“ segir Sveinn: „Við erum búnir að hnýta allt slíkt fast. Ég held við getum tekið undir orð Gvendar Eyja sem hann lét falla héma fyrir um þremur vikum. Við vorum að fletta jólablaði Fylkis og á andlátslista ársins vom vom yfir hundrað dánir. Þá sagði Gvendur: ,Jig er nú ekki viss um að mig langi til að vera í næsta blaði, en mér er svo sem andskotans sama. Ég er búinn að drýgja allar þær syndir sem ég hef fundið og á líklega orðið erfitt með að finna fleiri.““ Þeir segjast flestir vera áskrifendur að Fréttum. Hins vegar eru nokkrir sem kaupa blaðið í lausasölu og Sveinn segir að hann vilji heldur kaupa það uppi í Esso í Stóragerði, vegna þess að Rikki í Ási sé að afgreiða þar bensín, þannig að þá kemst hann á dálítið spjall við hann. Þannig líður tíminn í kubbahominu hjá Eyjamönnum í Kolaportinu við spjall og skraf um líðandi stund og ekki síður gamla og góða daga. Og það er auðséð og heyrt að þessi stund sem menn hittast þama er á við góðan elexír, að halda við líkama og sál. Úskað eftir tíllögumtilað nýta 90.000 kr. Skólamálaskrifstofa Vestmanna- eyja mun fá krónur 90 þúsund úr sjóði sem hefur samstarfsnám- skeið á vegum endurmenntunar- deildar Kennaraháskóla íslands á sinni könnu. Að teknu tilliti til upphæðarinnar sem er til ráðstöf- unar óskar Skólamálaskrifstofa Vesmiannaeyja eftir tillögum að nýtingu fjárins. Einnig samþykkti Skólamálráð að fela skólamála- fulltrúa í samráði við skólastjóra að semja drög að reglum um símenntun kennara og leggja fyrir næsta fund. Einnig var samþykkt, eins og gert var í fyrra. að bjóða kennumm við KHÍ til Eyja þeim til kynn- ingar og upplýsingar um starfið í Vestmannaeyjum. Einnig verði hugað að svipuðu starfi fyrir leik- skólakennara og tónmenntakenn- ara. Reykinganámskeið fvrir kennara í framhaldi af bréfi tóbaks- vamanefndar og Krabbameins- félagsins dagsettu 18.desember 1997 lá fyrir bréf bæjarráðs frá 6. janúar 1998 þar sem fjallað er um tóbaksvamir í skólum og víðar. Námskeið mun verða haldið í Eyjum fyrir kennara dagana 20. - 27. mars næstkomandi. auk fjamáms um sama efni. Þá var og kynnt það starf sem þegar hefur verið í gangi og er enn. um forvarnir í skólum. Reglurumfjarnámí burðarliðnum Samþykkt var að móta nýjar reglur um styrkveitingar vegna fjamáms við Kennaraháskóla íslands með hliðsjón af breytingu á starfsemi K.H.Í. um síðustu áramót og auknu starfssviði skólamálráðs. Gert er ráð fyrir að reglurnar verði samdar í samráði við bæjarstjóra og bæjarritara að teknu tilliti til námsstyrkja og annarra nauðsyn- legra gagna. Þrðunarverkefnium leikskúlamál Sigurlaug Bjamadóttir sækir um leyfi til að gera þróunarverkefni um leikskólamál í Vestmanna- eyjum. Sigurlaug býr í Hull og leggur stund á meistaranám þar. Skólamálaráð samþykkti beiðnina og setti fram þá ósk um að fá að fylgjast með verkefninu og niður- stöðum þess. 4 xp Af matseld Þegar þetta er skrifað sér fyrir lok sjómannaverkfalls. Ekki þó á þann hátt sem flestir hefðu kosið, með samningum milli deiluaðila, heldur með lagasetningu. Við þessu bjuggust þó víst flestirenda höfðu ráðherrar látið að því liggja að leysa yrði málið með þeim hætti. Þessi lagasetning er réttlætt með því að þjóðarbúið þoli ekki að flotinn stöðvist. Það er sjálfsagt satt og rétt en engu að síður er hægt að skilja reiði sjómanna yfir því að þeim skuli skipað að hætta í verkfalli. Fyrir ekki margt löngu fóru félagsmenn sinfóníuhljómsveit- arinnar í verkfall. Það leystist án lagasetningar og hæpið að nokkrum hefði dottið í hug að setja lög á það ágæta fólk. Þjóðarbúið hefði enda ekki farið á höfuðið þótt það verkfall hefði eitthvað dregist á langinn. En það sem skrifara þykir hvað markverðast við þetta sjómannaverkfall er að ákveðin stétt manna um borð virðist vera orðin óþörf. Sú stétt hefur þó hingað til verið talin nokkuð ómissandi og slegist um að fá hæfa menn í þann starfa. En áhöfnin á Smáey sigldi úr höfn á dögunum án þess að hafa matsveininn meðferðis, ásamt raunar tveimur öðrum sem eftir urðu í landi. Sú skýring var gefin að um borð í Smáey væri ekki skýr verkaskipting og þar gengju menn hver í annars störf. Bágt á skrifari með að trúa þvf að um borð í Smáey gangi menn vaktir í eldhúsinu. hann hefur hingað til haldið að sá ágæti matsveinn sem þar er um borð sé fyllilega fær um að sinna sínu starfi og aðrir skipverjar standi honum talsvert að baki í því. En svo kom sjálfur höfuðgúrú íslenskra útvegsmanna, Kristján Ragnarsson, fram á sjónarsviðið og hélt einmitt því sama fram að matsveinar væru langt í frá nauðsynlegir um borð í skipum. Með tilkomu örbylgjuofna og nýrra rétta sem nefndir eru matur fyrir sjálfstæða íslendinga, þyrfti ekki lengur á manni að halda um borð sem sérstaklega sæi um að elda. Háalvarlegur í bragði (eins og hann venjulega er) tók Kristján dænii af sjálfum sér og sagði það alvanalegt á sínu heimili þegar eiginkonan brygði séraf bæ að hann sæi um matseldina með áðurgreindum hætti. Nú er það spumingin hvort útgerðarmenn láti af því að ráða matsveina til starfa og láti þessa óþörfu stétt sigla sinn sjó. Og þá vaknar líka sú spuming í huga skrifara hvort Kristján Ragnarsson fari ekki að þeirra hætti og losi sig við eiginkonuna. Hann kemst greinilega vel af án hennar í eldhúsinu. En kannski em það aðrir hlutir sem hann ræður ekki við á heimilinu. Þess vegna fær hún sennilega að halda sínu plássi. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.