Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Síða 9
Fimmtudagurl2. febrúar 1998 Fréttir 9 Sighvatur Bjarnason Vinnslustöðinni: Hóppremíanhefur bitnaú bæúí á siarfs- fólki og fyrirtækjunum Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, segir að því verði ekki á móti mælt að staða fiskverkunarfólks hafi versnað á undanförnum árum. Hafi það gerst samfara lakari stöðu landvinnslunnar. „Hóppremían hefur virkað illa og bitnað bæði á starfsfólki og fyrirtækjunum. Hún hefur dregið úr árangri fyrirtækjanna og lækkað bónusgreiðslur til fólksins. Fram- leiðnin hefur líka verið til muna lakari miðað við það sem var á meðan einstaklingsbónusinn var við lýði,“ segir Sighvatur. „Þetta hefur leitt til þess að sam- keppnisstaða landvinnslunnar hefur versnað ásamt því að hráefnishlutfall af tekjum hefur hækkað á undan- tomum árum." Þetta segir Sighvatur helstu ástæðuna fyrir því að vinnslan hafi dregist saman. „Þetta hefur orðið til þess yfirvinna hefur minnkað nema í síld og loðnu og heildarlaun hjá starfsfólki lækkað,“ segir Sighvatur. Hann vill sjá breytingar á vinnu- fyrirkomulagi í frystingunni og fullyrðir að þær gætu leitt til betri kjara. „Við vildurn breyta fyrir- komulaginu á þann hátt að vinnutíminn styttist, einstaklings- premía yrði tekin upp og vinnu- tíminn yrði samfelldari en áður. Þetta töldum við leiða til aukinnar framleiðni sem myndi verða til þess að launakostnaður á hvert kíló lækkaði. Landvinnslan yrði sam- keppnishæfari og hægt yrði að teygja sig lengra til að ná hráefni í vinnslu." Samningaviðræður hafa staðið frá því í haust um vinnutímabreytingu og bónusinn hjá Vinnslustöðinni og er komin niðurstaða í þær. „Starfsfólk okkíir í Eyjum hafnaði breytingu á vinnutímafyrirkomulagi en samþykkti að taka upp ein- staklingspremíu. Vonumst við til að geta klárað samning þar að lútandi á næstu dögum. Það er einnig von okkar að framleiðni og afköst aukist og laun staiísfólksins hækki um leið. Starfsfólk okkar í Þorlákshöfn samþykkti báða liðina og byrjar að vinna samkvæmt því I. mars nk. Gera á tilraun í þrjá mánuði og verður fróðlegt að sjá hvemig til tekst,“ sagði Sighvatur Bjamason að lokum. Jón Kjartansson formaöur Verkalýðsfélagsins: Samdráttur í sjávarút- vegl hefur eingöngu bitnað á fiskverhafólki imar voru miklar. Það var miklu hlýrra í salnum, allt mikið þrifalegra og aðstaða starfsfólks öll önnur og betri,“ segir Kristín um þetta tímabil en næst kom hún að stóru sam- einingunni um áramótin 1992 og 1993 þegar Fiskiðjan og Vinnslustöðin mnnu saman undir nafni Vinnslu- stöðvarinnar og ísfélag og Hraðfrysti- stöðin sameinuðust undir nafni ísfélagsins. Hún segir að sameiningin hafi verið starfsfólkinu mjög erfið og miklu sársaukafyllri en fólk gerði sér almennt grein fyrir. „Sameiningin var ekkert ósvipuð því og að ganga í gegnum gosið. Fólk var rifið út úr umhverfi sem það þekkti. Fyrirvara- laust var starfsfólk stöðvanna kallað á fund og því sagt að búið væri að sameina fyrirtækið öðm. En hvað sameining þýddi vissum við ekki og margar spumingar vöknuðu. Störf vom lögð niður og fólk missti vinnuna. Hraðið var lítill vinnustaður þar sem samstaða fólks var mikil og urðu viðbrigðin eftir því. Okkur var sagt að gera þetta og hitt og þegar mætt var í vinnu á morgnana vissum við ekki hvort við ættum að vera hér eða fara austur í gamla ísfélag. Þegar þangað var komið fannst mér ég vera komin 20 ár aftur í tímann. Þetta tímabil var mjög erfitt fyrir okkur. Þegar frystingin var svo flutt í húsið vestur frá fannst okkur við vera að fara heim en konumar í ísfélaginu vom rifnar upp með rótum og plantað niður á nýjum vinnustað. Þessu var ekki rnikill gaumur gefinn en við fengum engu ráðið. í kjölfarið kom upp togstreita milli okkar og fólksins sem kom úr gamla ísfélaginu. Þetta tók nokkur ár að jafna sig en það hafðist og nú finnur enginn fyrir því og samstaða fólks í ísfélaginu er eins góð og hægt er að búast við.“ Tækniuæðinginheldur innreið sfna í kjölfar sameiningarinnar hóf tækni- væðingin innreið sína í fiskvinnsluna með kostum sínum og göllum og einstaklingsbónusinn var lagður niður með tilkomu flæðilínunnar. „Þessu fylgdi rosaleg breyting, sérstaklega fyrir okkur sem höfðum unnið á borðum og okkur fannst erfitt að fara yfir í hópbónusinn. Bónusinn var farinn að skipta mun meira máli og allir vissu hvað þeir vom með í bónus þó þeir hefðu ekki hugmynd um hvað tímakaupið var. Við, sem vomm eldri í hettunni, vomm kannski of uppteknar af því að fylgjast með öðmm. Við pældum mikið í þeim sem unnu hægar en hefðum reyndar átt að einbeita okkur meira að því sem við vomm að gera sjálfar. Gagnrýni á rétt á sér en hún má ekki vera of mikil en tilfellið er að bónusinn datt niður og mér fannst kaupið mitt lækka. Afköstin urðu heldur ekki eins mikil eins og er að koma í ljós núna,“ segir Kristín en nú er unnið að því að taka upp einstaklingsbónus að nýju. Betriuinnuaðstaða Hún segir aftur á móti að vinnuaðstaða hafi breyst mjög til hins betra og nýjasta flæðilínan sé skemmtilega sett upp og aðgengileg fyrir starfsfólkið. „Það reyndist samt ekki nóg til að auka afköstin og nú er búið að samþykkja að fara yfir í einstaklingsbónus til að ná þeim upp.“ Mannleg samskipti lítil á flæðilínunni En hvað segir Kristín um mannleg samskipti, hafa þau aukist eða minnkað með tilkomu flæðilínunnar þar sem hver starfsmaður vinnur einn og sér?, Jvleðan við emm að vinna em engin samskipti milli fólksins. Það er hver með sitt útvarp á eyrunum og heyrir ekkert af því sem er að gerast í kringum sig. Það kemur í veg fyrir allt spjall og getur lfka verið hættulegt ef eitthvað kemur upp á. Hávaðinn í nýju pökkunarlínunni er talsverður og of mikill miðað við þær kröfur sem við gerum í dag. Vinnan er aftur á móti miklu léttari og það nýjasta er að nú fara pönnumar í og úr frystitækjunum án þess að mannshöndin komi þar nærri.“ Bílíð mílli okkar og sjómannahefuraukist Þegar kemur að því að ræða stöðu fiskverkunarfólks í dag segist Kristín ekki vera bjartsýn og segir að lítið öryggi sé í fiskvinnslunni í dag. „Staðan er rosalega ótrygg og fiskvinnslufólk fær engu um það ráðið hvar fiskurinn lendir. Núna er hann á höndum örfárra og bilið milli sjó- manna og fiskverkafólks hefur breikkað mikið á undan- förnum árum. Fái sjómenn kröfu sinni framgengt um markaðstengt fiskverð held ég að staða okkar eigi enn eftir að versna. Núnaerallurþorskurogkarfi af ísfélagsbátunum unninn hjá okkur. í því felst ákveðin trygging fyrir vinnu en aukist baráttan um fiskin er ég hrædd um að landvinnslan verði undir í þeim slag.“ Sitiumheimaámeðan púsundirtonnafara héðanóunnin Síld og loðna hafa fengið aukið vægi í frystihúsum í Vestmannaeyjum og hafa verið uppistaðan í vinnu fiskverk- unarfólks á haustin og fram í mars. Það kemur því illa við þetta fólk þegar síldin bregst eins og gerðist í haust og vetur. Fyrir vikið féllu margir vinnudagar niður í ísfélaginu og sem dæmi um það segir Kristín að aðeins hafi verið unnið í níu daga í ísfélaginu í janúar., J>etta er hinn kaldi veruleiki sem blasir við okkur. Við ráðum ekki við það hvemig fiskast frekar en aðrir en við höfum ekkert um það að segja hvort við fáum fiskinn í hendur þegar hann veiðist á annað borð. Á meðan mörg þúsund tonn af óunnum fiski em send héðan upp á land og í gámum til útlanda sitjum við heima aðgerðar- laus. Við fáum að vísu kauptryggingu sem er kaup í átta tíma á dag en við fáum engan bónus þannig að við sköðumst mikið. Þetta hefur skapað óöryggi hjá fólki og er ekki óeðlilegt þó ungt fólki leiti í aðra vinnu.“ Verðumaðbeitaheim uopnumsemduga Hvað er bónusinn mikill hjá ykkur? „Hann er mismikill en ég gæti trúað að fyrir fulla vinnuviku sé hann á bilinu 5000 til 6000 krónur. Hann hífir því kaupið upp en málið er að við þurfum að hafa of mikið fyrir því kaupi sem við fáum, allt of mikið. Það vantar alla samstöðu meðal okkar. Það er verið að gagnrýna sjómenn fyrir að fara í verkfall á loðnuvertíðinni og kennara á meðan kennsla er. En þetta eru okkar vopn fyrir bættum kjörum og á meðan þau eru ekki notuð næst ekki árangur." Fískuinnslan ekki hátt skrifuð Fiskvinnsla er ekki hátt skrifuð í dag og höfðar ekki til ungs fólks. Kristín segir að það sé mjög skiljanlegt. „Unga fólkið droppar inn í smá tíma og ég segi nú að sem stétt deyi fiskverkunarfólk út með minni kyn- slóð. Sjálf hvetjum við krakkana okkar til að læra eitthvað til að losna við að fara í fisk. Segjum jafnvel, - ætlarðu að verða eins og ég og eyða ævinni í fiski. Við, fiskverkunarfólkið, þurfum að temja okkur jákvæðara viðhorf til starfsins ef við viljum snúa þróuninni við. Við verðum að hætta segjast vinna bara í fiski, því það er ekkert bara.“ Kristín segir að það geti orðið erfitt að snúa þessari þróun við. Það sé engu að síður nauðsynlegt en ekkert gerist nema fiskverkunarfólkið sjálft taki málin í sínar hendur. „Sjálf er ég nú svo heppin að vera hraust og hef gaman af að vinna í fiski. Reyndar er ég viss um að allir, sama hvað fólk leggur fyrir sig seinna á ævinni, hafi gott af því að vinna um tíma í fiski. Þó flæðilínan takmarki mannleg sam- skipti meðan á vinnunni stendur myndast sterk tengsl milli okkar. Samstaðan er góð á vinnustaðnum og við berum umhyggju hvert fyrir öðru. Fyrir utan vinnuna hittumst við talsvert," segir Kristín sem var á leið að undirbúa kvennateiti ísfélags- kvenna á laugardagskvöldið. „Mæti einhver ekki í vinnuna er strax farið að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að og þegar einhver veikist reynum við að hlaupa undir bagga.“ Milli steins og sleggju Einhver skilaboð til atvinnurekenda svona í lokin? „Sigurður Einarsson hefur komið vel fram við okkur og er jákvæður vinnuveitandi. Reyndar hef ég heyrt að hann sé harður í samningum en hann er bara að verja sitt. Ég held að ég yrði eins í hans sporum. í ís- félaginu er líka ýmislegt gert til að koma á móts við okkur. Við erum nokkrar sem stundum leikfimi á Hressó og er hún niðurgreidd af ísfélaginu þannig að við fáum 11 þúsund króna kort á 7 þúsund. Það munar um þetta og sýnir jákvætt hugarfar til starfsfólks. En svona í lokin vil ég koma því á framfæri að fiskverkunarfólk hlýtur að eiga sér einhvem rétt. f dag erum við milli steins og sleggju í baráttu sjómanna og útgerðarmanna. Því verður að linna ef landvinnsla á fiski á ekki að leggjast niður. Fari svo fer illa fyrir útgerðar- stöðum eins og Vestmannaeyjum,“ sagði Kristín að lokum. Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, segir að sú mynd sem dregin hafi verið upp af stöðu fiskvinnslufólks sé síst of dökk. Þar vitnar hann m.a. í orð sem Sigurðar Einarsson forstjóri Isfélagsins lét falla á þriðjudaginn. „Sigurður segir að verð sé mjög hátt á fiskmörkuðum og sjómenn sæki stíft að fiskurinn fari á markað. Er nú svo komið að aðeins 23% af aflanum fer til vinnslu hér og er það að kröfu sjómanna. í Vinnslustöðinni stendur slagurinn um það hvað mikið fer í gáma. Þetta bitnar á fiskverkafólki sem er sent heim þegar enginn fiskur er. Þar fær það engan bónus heldur aðeins lægstu atvinnuleysisbætur sem eru 2400 krónur á dag þegar búið er að draga frá lífeyrissjóð og stéttar- félagsgjald," segir Jón. Hann segir atvinnuöryggi þessa fólks ekkert vera og samdráttur í veiðum hafi eingöngu bitnað á því. „Sjóvinnslan eykst stöðugt og svo keppast menn við að senda sem mest út í gámunt. Þá virðast fiskverkendur annars staðar geta keypt fiskinn á meðan fiskvinnslan hér stendur ekki undir sér,“ sagði Jón að lokum. Gera þarf flskuinnslu manneskjulegit -segir Linda Hrafnkelsdóttir formaður Verkakvennafélagsins Snótar Linda Hrafnkelsdóttir, formaður Snótar, segir að staða verkafólks hafi versnað á undan- fómum ámm og eigi það einkuni við unt konur. Máli sínu til stuðnings bendir hún á könnun sem gerð var á launamun verkakvenna og verkakarla á árununi 1980 til 1997. „Mánaðarlegur vinnutími verkakvenna hefur dregist saman unt 7,7 stundir á nteðan hann hefur lengst urn 4,3 stundir hjá körlunum," segir Linda. „Á þessum tíma hafa laun karla hækkað urn 60% en ekki nema um 35% hjá konunum. Vega þarna þyngst tæknibreytingar í landvinnslunni. Mín skoðun er sú að þegar breytingar eiga sér stað eigi þær að fela í sér ávinning fyrir báða aðila en í fiskvinnslunni er raunin önnur. Verkalýðshreyf- ingin hefur samið um sömu laun fyrir bæði kynin svo það er ekki ástæða fyrir launamuninum. Rannsóknir hafa staðfest að launamunur verður til rneð yfirborgunum og launaskriði, gjaman með því að karlamir eru fremur fluttir til í starfi og fá ný starfsheiti sem gefa hærri laun. Þar fyrir utan er alltof mikill launamunur milli starfa í fiskvinnsl- unni í heild.“ Linda segir að koma þurfi fram hugarfars- breyting og rneiri metnaður hjá atvinnurekendum í garð fiskvinnslufólks. „Á ég þar við landvinnsluna þar sem störf eru einhæf, kaupið lágt og starfsöryggið lítið sem ekkert. Verði ekki brugðist við verður fólksflótti úr stéttinni." Aðspurð unt hugmyndir um vinnutímabreytingu í greininni segir Linda að samfélagið bjóði ekki upp á það. „í Eyjum er stór hluti fiskverkafólks sjóntannskonur sent eiga óhægt um vik að fara upp snemma á morgnana áður en skólar byrja og bamaheimilin opna. Um allt land er umræða í gangi urn styttingu á pásum og neysluhléum en taka verður tillit til þess að fiskvinna er einhæf og bjóða fólki upp á að vinna í tvo tíma í einni striklotu gengur ekki. Það þarf ntiklu frekar að reyna að stefna að því að gera fiskvinnsluna manneskju- legri," sagði Linda að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.