Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 12.02.1998, Qupperneq 13
Fimmtudagur 12. febrúar 1998 Fréitir 13 skapi og glaðlegur í vinnu" Þú bakar þá syngjandi brauð? „Já það má kannski segja það. Ég syng trúlega meira en ég geri mér grein fyrir og vonandi skilar léttleikinn sér til neytendanna. Miklar breytingar á lífsháttum fólks Andrés segir að annað bakkelsi, eins og rjómakökur og hnallþórur af ýmsu tagi hafi heldur átt undir högg að sækja. „Það er einfaldlega vegna þess að lífshættir fólks hafa breyst mjög mikið á undanfömum árum. Fólk hugsar alltaf meira og meira um heilsuna. Það er þess vegna mikil áhersla lögð á gróf brauð og það sem hollara er. Sala á kökum hefur minnkað. Menn framleiða bara öðm- vísi hluti nú og leggja sig meira fram við það. Þetta er líka hluti af sam- félagsþróuninni. Stórfjölskyldan er ekki lengur til staðar, þannig að neyslumynstrið hefur breyst. Fyrir tuttugu ámm síðan. keyptir þú kannski normalbrauð og jólaköku. Núna kaupir fólk tvo orkukubba og eina snittu, eða eitthvað slíkt. Fjölskyldan er að minnka og við eltum þá þróun. Húsmóðirin er ekki að kaupa inn fyrir þetta stóra heimili. Fólk drekkur ekki kaffið heima hjá sér heldur skýst úr Jú það er alltaf mikið um að vera á bolludaginn og ég geri ekki ráð fyrir því að það verði nein breyting þar á. Reyndar hefur það gerst að bollu- dagurinn hefur færst á alla helgina á undan bolludeginum sjálfum. Hvort það er kostur eða ókostur er ekki gott að segja, en það er gott að fá svona smá hátíð til þess að lífga upp á tilvemna. Gamli maðurinn skallaði stikkinn Að lokum spyr ég Andrés hvort hann kunni ekki einhverja skemmtilega sögu að segja úr bakstrinum. ,,Ég get sagt þér eina sögu af pabba og vona að hann verði ekkert reiður þó ég láti hana flakka. Hann var mikill hug- maður og þegar hann fór af stað var hann eins og stormsveipur. Einhvem tíma var hann við stikkinn, en það er svona grind með brauðum sem keyrð er í heilu lagi inn í ofninn. Einhvem tíma var hann að baka fullan stikk af franskbrauðum. Þegar hann ætlar að taka stikkann út er hann við það að fara á hliðina, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Frekar en að láta stikkinn fara á hliðina, skallaði hann stikkinn, sem réttist við, en sá gamli var að sjálfsögðu brennimerktur á enninu á eftir. í gamla daga voru Andrés bakari við stikkinn vinnunni og fær sér einhveija hollustu, þó að ég segi nú ekki að vínarbrauð og snúðar haldi ekki alltaf vinsældum sínum.“ Andrés segir að vinnutíminn hafi aldrei háð honum og að hann sé mjög sáttur við hann. Hann segir marga kosti fylgja þvf að vakna snemma á morgnanna, hins vegar sé það ekki öllum gefið að hefja daginn svona snemma. „Annars er þetta einstak- lingsbundið hversu rnikið menn þurfa að sofa. Nú vinna menn vaktir og eiga sín frí. Hér áður fyrr áður en búðir fóru almennt að hafa opið um helgar, þá voru sunnudagar mjög stórir dagar hjá bökurum. Nú er verslunin miklu jafnari og þéttari yfir vikuna.“ Bolludagurinn á næsta leiti Nú er bolludagurinn þann tuttugasta og þriðja framundan. Er ekki tilhlökkun hjá bökurum samfara því? menn líka að fíflast við nýliða í greininni. Þeir sendu þá kannski í næsta bakarí til þess að ná í eina fötu af vakúmi. Þá voru þeir sendir til baka með fulla fötu af sjóðandi vatni með gulum matarlit. Svo hlógu rnenn þegar drengimir voru að paufast með þetta til baka.“ Hvemig líst þér á þróuninna í Vestmannaeyjum? Ef litið er til Eyja sérstaklega þá er það áhyggjuefni að við emm ekki að skipta fleirri kúnnum á milli okkar. Þeim hefur fækkað og það er ekki einfalt mál að snúa þeirri þróun við. Og ég fullyrði það að Vestmanna- eyingar hafi oftar en ekki kosið gegn sínum eigin hagsmunum. þótt það komi ekki bakaríinu við sem slíku. Egóistar eins og Vestmannaeyingar em, sem betur fer, þá finnst mér það með ólíkinum að þeir skuli oft kjósa gegn eigin hagsmunum, en það er nú önnur saga og bíður betri tíma“ Þriggja arma kertastjaki Einþáttungur fyrir þrjár rafhörpur Birna, Aldís og Auðbjörg Einþáttungurinn er próflaus áfangi, gæti hins vegar verið nietinn til eininga á leiklistarbraut Persónur og leikendur: Birna Vigdís Sigurðardóttir: raf- og logsuðunemi á náttúrufræðibraut, eróbikkkennari, og skrifstofustúlka. Aldís Helga Egilsdóttir: raf- og logsuðunemi á náttúrufræðibraut, fyrrverandi starí'smaður í málara- genginu. Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir: raf- og logsuðunemi á félagsfræðibraut, ræstitæknir í Lifró og sjoppuaf- greiðslustúlka. Benedikt Gestsson (Benni): ófordómafullur blaðamaður á Fréttum með vellíðunartilfinningu. Strákar: raf- og logsuðunemar með óljósa fortíð. Karl Marteinsson: kennari og leiklistarlegur ráðunautur. Höfundur og leikstjóri: Benedikt Gestsson Búnaður: Rafsuðuvélar, logsuðu- og logskurðartæki; blöð og penni; stólar og borð. Þátturinn á sér stað í Framhaldsskóla Vestmannaeyja, nánar tiltekið í raf- og logsuðudeildinni. Það skín sól inn um gluggana og hlátrasköll berast frá glaðlyndu fólki. Illa rakaður maður bankar á dyr. Það er opnað og þrjár glaðbeittar stúlkur í samfestingum blasa við komumanni. Hann kynnir sig og hláturinn magnast um helming. Benni: Það er svona gaman héma. Strákar: (flissa) Allar: Þeir eru karlrembur, en það er fínt að hafa þá, því þá komast þeir að því að þeir hafa ekkert fram yfir okkur, nema þú veist... Birna: Þeir hafa ekkert fram yfir okkur. Benni: Hvemig stóð á því að þið ákváðuð að fara í þetta nám. Aldís: Okkur vantar einingar. Allar: Svo er þetta tilbreyting frá skólabókunum (Benni biður um að fá að spjalla við stelpumar í einrúmi, svo að strákamir tmfli ekki samtalið. Það er vel tekið í það, þó strákarnir hreyfi smá mótmœlum og Benni hverfur með Birnu, Aldísi og Auðbjörgu í eina vistlega kennslustofu.) Benni: Nú eruð þið þrjár, en strákarnir bara tveir. Er þetta ekki óvenjuleg staða? Aldís: Reyndar erum við fjórar, en ein stelpa er veik í dag. Benni: Enn þá óvenjulegra fyrir vikið, eða hvað? Auðbjörg: Þetta hittist bara svona á. (Ómur berst frá verklega svœðinu. Einhver hrópar /E! og Karl heyrist segja: Þú ert of 'stífur.) (Stelpumar hlœja) AHar: Þeir eru svo miklir grobbarar, en samt er það nú bara í nösunum á þeim. Þeir þykjast vera svo miklir töffarar. Benni: Engin kynferðisleg áreitni? Allar: Jú inni í básunum. Nei, nei. Við emm búnar að þekkja þessa peyja svo lengi og vitum alveg hvar við höfum þá. Benni: Hvemig tengist þetta nám, ykkar aðalfagi? Birna: Þetta nýtist kannski eitthvað eðlisfræðinni á náttúrufræðibrautinni. Við erum jú að læra urn straum og spennu Auðbjörg: Og kannski í mannlegum samskiptum. Benni: Er þetta skylda? Allar: Nei við verðum að taka það sem heitir óbundið val, eða frjálst val sem eru níu einingar af heildar- einingafjöldanum sem við verðum að skila. Það er skylda á öllum brautum að taka ákveðna listgrein. Birna: En það mætti vera meira val og fleiri möguleikar. Til dæmis í hönnun og slíku Auðbjörg: En þetta námskeið gefur okkur tvær einingar. Benni: Hvemig er svo námsmatið? Aldís: Það er áttatíu prósent mæt- ingaskylda og svo verðum við að skila einu lokaverkefni, en það er nokkuð frjálst. Benni: Eru einhverjar líkur á því að þið leggið þetta fyrir ykkur. Birna: Kannski verðum við málmsiðir, ef hægt er að taka mið af því sem Kalli hefur sagt. Aldís: Hann segir að stelpur séu næmari og hafi meiri tilfinningu fyrir smáatriðunum. Auðbjörg: Hann líkir þessu við saumaskap. Benni: Er þetta eitthvað í genunum, eða blóðinu? Allar: Nei, það höldum við ekki. Ekki nema þá að forvitnin sé í blóðinu. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara útí. Hins vegar erum við sammála um það að þetta er skemmtilegra en við héldum. Benni: Hvemig er Kalli? (Hann gcegist milli stafs og hurðar og fer með eftirfarandi eintal). Kalli: Ég er ótrúlega þolinmóður og frábær og hef tekið stelpunum ótrúlega vel. Ég er mjög nákvæmur og vil að fólk geri sem mest sjálft. Fái svona tilfinningu fyrir verkinu. Svo er einn mikilvægur eiginleiki sem ég hef. Hann er sá að ég geri ekki upp á milli kynjanna. Það skiptir miklu máli að alli hafijafna möguleika. (Mikill hósti og hávaði berst úr suðusalnum. Kalli tekurkipp, hveifur úr gœttinni og heyrist segja stundar hátt.) Kalli: Ætla þeir að drepa sig á þessu. Það má ekki líta af þessum drengjum, þá fara þeir sér að voða. Allar: (Stelpumar hlœja). Einhver að kafna þama frammi. Benni: Ér þetta alltaf svona? Allar: Já við reynum öll að hafa gaman af þessu. Benni: Eruð þið eitthvað farin að hugsa um lokaverkefnið? Birna: Ég ætla kannski að gera kertastjaka. Aldís: Ég ætla að gera eitthvert skraut. Auðbjörg: Bara eitthvað. Benni: Kannski þið sameinist um einn þriggja arma kertastjaka? (Þœr líta hver á aðra og finnst hugmyndin greinilega frábœr) Allar: Nei ætli það. Benni: Finnst ykkur það vera blaðaefni að fjórar stelpur skuli vera að læra málmsuðu,og að þær skuli vera fleiri en strákamir? Birna: Það er svolítið fyndið að einhver skuli pæla í þessu. Aldís: Það er orðið miklu meira jafnrétti, nema í launum kannski. Auðbjörg: Fólk á eftir að grípa þetta. Benni: Eg þakka ykkur kærlega fyrir spjallið og óska ykkur alls góðs í framtíðinni. Allar: Sömuleiðis TJALDIÐ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.