Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 19. febrúar 1998 “ Slsifeiri Innbakað nautahakk Davíð Þór Hallgrímsson var sælkeri síðustu viku og hann skoraði á Þorstein Finnboga- son sem hann sagði vera fegursta pípu- lagningamann á norðurhjara ver- aldar. Éins og Þorsteins var von og vísa tók hann þessu með sínu alkunna jafnaðargeði og tekur hér með við sem sælkeri vikunnar. „Ég vil byrja á að þakka Davíð Þór fyrir áskorunina og ekki síst þessa fögm lýsingu á mér þar sem hvert orð er öðm sannara. En Davíð minn, mér þykir leitt að geta ekki sagt það sama um þig. Þegar ég leit yfir málara- stéttina tók ég eftir því að þeir em allir myndarlegri en þú.. Þar sem ég fíla mig best í eldhúsinu við að matast vil ég að matseldin taki stuttan tíma. Því kem ég með eina af mínum uppáhaldsuppskriftum sem er bæði stutt og laggóð. Innbakað nautahakk: smjördeigsplötur 500 g nautahakk salt pipar Buitoni kryddsósa Season all 1 stk. laukur pepperoni mozzarella ostur egg Hakkið er steikt á pönnu, salti, pipar og Season All stráð yfir. Smátt brytjaður laukur settur út í og að síðustu sósan. Þá er smjördeigið flatt út og jukkið sett á það, sfðan pepperoni og osturinn. Þessu er síðan lokað með smjördeigi. Þetta er penslað með eggi og bakað í 20 - 30 mínútur við 180 - 200° hita. Borið fram með salati og drykk eftir smekk. Ekki sakar að konan sjái um eldamennskuna. Ég var ekki í neinum vandræðum með áskorunina. Einn er sá sem þykist mér fremri í einu og öllu. Sá er Guðmundur Jóhannsson, forseti Kiwanis, og því ætla ég að skora á hann. Hann getur beðið forsetafrúna að bjarga sér ef hann lendir í vandræðum. Þorsteinn Finnbogason, sælkeri O r ð ...að gárungarnir segi að útflutninugur á siðfræði íslensks sjávarútyegs sé eitt versta óþokkabragð sem Islendingar gátu fundið í stríði sínu við Norðmenn. Jafnvel hatrömmustu andstæðingum Norðmanna hér á landi ofbjóði og þyki heldur langt gengið. ...að nokkrir félagar út Svarta genginu svokallaða séu að fara til Kanaríeyja nú með vorinu. Þar í hóp var eitthvað verið að .ræða ferðina þegar Sigursteinn Óskars kvað uppúr með það að það væri svo ódýrt að taka leigubíl á Kanaríeyjum að það væri ódýrara en að ganga. Eitthvað áttu menn erfitt með að kyngja þessum sannleika, en þá kom skýringin: Ef maður gengur þarf maður að kaupa sér tvo til þrjá öl á leiðinni og það er dýrara en að taka leigubíl. ...að flestum þyki stofnun nýs útgerðarfélags hið besta mál. Svartsýnisrausarar og skrattamálarar hér í bæ kalla þó ekki allt ömmu sína og eru þegar byrjaðir að mála. Mála hvern? Nú auðvitað skrattann á vegginn. ...að Guðmundur Þ.B. Ólafsson verði bæjarstjóraefni V-listans í komandi kosningum. / z ■ ■ LEIDINLEGAST AB ÞRIPUTTA Á laugardaginn varhóaði stjórn ÍBV saman nokkrum hópi manna. Tilefnið var að kjósa iþróttamann ársins árið 1997. Fáum kom á óvart að fyrirliði ÍBV skyldi verða fyrir valinu. En að þessu sinni var einnig heiðruð gömul kempa sem gert hefurgarðinn frægan, bæðií knattspyrnunni fyrr á ámm og svo í golfinu eftir að hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna. Þetta var Haraldur Júlíusson, sem fljótlega fékk viðumefnið „gullskalli" vegna hæfni sinnar við að skora skallamörk. í golfinu hefur hann einnig fengið viðurnefni, „Halli pútt" en hann þykir sérlega laginn þegar inn á flatirnar er komið. Halli er Eyjamaður vikunnar af þessu tilefni. Fulltnafn? HaraldurJúlíusson.. Fæðingardagur og ár? 11. septem- ber 1947. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? KvænturValgerði Magnúsdóttur og við eigum þrjú börn. Menntun og starf? Éger netagerðarmeistari og hef unnið sem slíkur síðustu 30 ár. Rek nú fyrirtækið Net hf. með öðrum ágætum mönnum. Laun? Sæmileg. Helsti galli? Það veit ég ekki, þú verður að spyrja aðra um það. Helsti kostur? Assgoti góður í golfi, sérstaklega púttunum. Uppáhaldsmatur? Hamborgarhryggurinn klikkar aldrei. Versti matur? Siginn fiskur. Uppáhaldsdrykkur? Góður bjór. Uppáhaldstónlist? Ég er hrifinn af nær allri tónlist nema þungarokki og rappi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera með góðum félögum að spila golf. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að þrípútta. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég myndi nú bara taka því rólega. Það breytti litlu fyrir mig. Líklega myndi ég borga það sem þarf. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn sérstakur, ég er mjög ópólitískur maður. Uppáhaldsíþróttamaður? Jack Nicklaus, golfleikari hefur alltaf verið mitt uppáhald. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Golfklúbbnum og ÍBV. Uppáhaldssjónvarpsefni? Því er fljótsvarað, það eru íþróttir, helst goif og fótbolti. Uppáhaldsbók? Ég er nú ekki mikill bókaormur, það eru aðallega blöðin sem ég les núorðið. En á árum áður gluggaði ég dálítið í Þórberg og þótti Ofvitinn góður. Hver eru helstu áhugamál þín? Það er golfið og að vera með fjölskyldunni. Svo finnst mér gaman að ferðast. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og það að menn komi vel fram. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hið gagnstæða. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Eyjarnar, þegar þær skarta sjnu fegursta, t.d. vestur á Hamri. Áttirðu von á þessari viðurkenningu? Nei, biddu fyrir þér. Ég hélt að tilefnið væri allt annað þegar ég var boðaður til þessa fundar. Ég hélt að þetta væri í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan við unnum okkur upp í 1. deild í fótboltanum, ætti bara að hóa okkur saman þessum gömlu jöxlum. En þetta kom mér skemmti- lega á óvart. Ætlarðu að halda áfram í íþróttum? Já, það geri ég meðan ég get staðið í lappirnar. Að vísu eru komin ein sex eða átta ár síðan ég hætti í fótboltanum. Við vorum að leika okkur við þetta í hádeginu innanhúss. En maður var orðinn svo stirður að það var ekkert gaman að því. En golf ætla ég að spila alveg fram að jarðarförinni minni. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Golf? Skemmtilegar stundir í Dalnum með góðum félögum. -Fótbolti? ÍBV í stuði. -Halli Óskars? Léttur í golfinu, sérstaklega ef Sigurgeir er með í hollinu. Eitthvað að lokum? Ég vil bara þakka innilega fyrir þessa viðurkenningu sem mérvarveitt. Húnkommér skemmtilega á óvart. Stúlka. Þann 9. febrúar eignuðust Hjördís Inga Amarsdóttir og Ingimar Hreiðar Georgsson Heiðarvegi 64, stúlku. Hún vó 14 merkur og var 52 sm. að lengd. Það eru systkini hennar sem sitja hjá henni. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Arnór bakari Rjómabollur Vatnsdeigsbollur Berlínarbollur Bollur ón rjóma 5 stk. í pk. Bollur eins og þær gerðust bestar í gamla daga. Uppskriftir fró Karli O.J. Björnssyni bakarameistara Bolluveistaln hefst n.k. föstudag í þessum verslunum Vöruval KA Goðahrauni KATanganum Þakkirírá Sambýlinu Heimilisfólk og starfsfólk Sambýlisins óskar bæjarbúum gleðilegs árs. við vitum ekki hvemig við fæmm að, ef ekki allir hugsuðu svona hlýlega til Sambýlisins og starfsins sem þar fer fram. Það er alveg einstakt hvað félagasamtök, einstaklingar, áhafnir og fyrirtæki hugsa vel til okkar. við viljum geina bæjarbúunt frá gjöfum sem okkur hafa borist á árinu 1997 og þakka um leið öllum gefendum fyrir þeirra framlag og hlýhuginn sem þeirn sylgir. Fyrst skal nefna áhöfnina á Vestmannaey VE hefur gefið sambýlinu allar dósir sem falla til hjá þeim í mörg ár, og hafa þessir peningar fjánnagnað haust- og vorferðalög heimilismanna. Lionsfélagar komu færandi hendi með rystikistu og kjöt fyrir jólin. Vorið kom og færði okkur 60000 krónur sem er notað í að kaupa heimilistæki og tól. Kiwanisfélagar komu og færðu okkur sælgætiskassa. Rótarý-félagar komu með sitt árlega útijóatré og seríu, 'samt lúðra-blæstri þriggja drengja úr tónlistar-skólanum. Áhöfnin á Bylgjunni Ve færðu okkur ftsk ásamt ftskmarkaðinum og Sigurjóni Óskarssyni og frú sem gefa okkur fist þegar okkur vantar, einnig færðu þau okkur Paté körfu fyrir jólin. Amór bakari og frú koma oft færandi hendi með brauð og bakkelsi. Sveinafélag jámiðnaðarmanna lánaði okkur íbúð sín v/vorferðar endurgjaldslaust. Auður og Gunnar Ingi í Smart komu færandi hendi fyrir jólin annað árið í töð og færðu öllu heimilismönnum gjafakort uppá 5000 krónur. Frábært framlag það. Við viljum færa öllum gefendum okkar bestu þakkir og óskir um gæfu og gengi í starfi og leik urn ókomin ár. Með bestu kveðjum Heimilsfólk og starfsfólk Sambýlisins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.