Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 19. febrúar 1998 Hlynur Stcfánsson Iþrótta- maður Vestmannaeyja 1997 -Haraldur Júlíusson fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur í kanttspyrnu og golfi Hlynur Stefánsson tekur uið uerðlaunagripum úr hendi Þorsteins Gunnarssonar. Eyjamenn lifa og hrærast í knattspyrnu -segir íþróttamaður Vestmannaeyja 1997 Landakirkja Fimintudagur 19. febrúar Kl. 17:00 T.T.T. (10- 12ára) Laugardagur 21. febrúar Kl. 14:00 ÚtförÖnnu Guðrúnar Erlendsdóttur Sunnudagur 22. febrúar Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn - Strákurinn Silli kemur í heirnsókn Kl. 14:00 Almenn guðsþjónusta - Skátamessa! Ólafur Ásgeirsson, skátahöfðingi, stígur í stól -Ingveldur Ýr Jónsdóttir sopran-söngkona syngur. KL. 20:30 " KFUM & K Landa- kirkju - unglingafundur. Mánudagur 23. febrúar Kl. 20:30 Bænasamvera og Biblíulestur í KFUM & K húsinu Þriðjudagur 24. febrúar Kl. 16:00 Kirkjuprakkarar (7-9 ára) KL. 20:30 Eldri deild KFUM & K fundar í húsi félaganna Miðvikudagur 25. febrúar Kl. 10:00 Mömmumorgunn - Öskudagsgleði! Kl. 12:10 Kyrrðarstund í hádegi - Kl. 12:00 Orgelleikur í kirkjunni. Kl. 15:30 Fermingartímar - Barnaskólinn Kl. 16:30 Fermingartímar - Hamarsskóli Kl. 20:00 KFUM & K húsið opið unglingum. Hvítasunnu- KIRKJAN Þriðjudagur Kl. 17:30Krakkakirkja(aldurinn9 -12 ára) Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur Föstudagur KL. 17:30 Krakkakirkja af lífi og sál (fyrir böm frá 3-9 ára) Kl. 20:30 Unglingastarfið Laugardagur Kl. 20:30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 15:00 Vakningarsamkoma Samskot til Lindarinnar Aðventkirkjan Laugardagur 21. febrúar. Kl. 10:00 Biblíurannsókn Allir velkomnir. Baháí SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20:30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni Biblían talar Sími 481-1585 Á laugardaginn var íþróttamaður Vestmannaeyja valinn í 20. sinn og kom fáum á óvart að Hlynur Stefánsson, fyrirliði Islandsmeistara ÍBV 1997, skyldi verða fyrir valinu. Þorsteinn Gunnarsson. formaður valnefndar ÍBV, rakti glæsilegan feril Hlyns á í knattspymu sem hann kórónaði sl. sumar með frábærri frammistöðu í Islandsmeistaraliði IBV þar sem hann var fyrirliði liðsins. „Hlynur lék sinn fyrsta leik með ÍBV 1982 en stimplaði sig inn í fótboltann í sínum fyrsta alvöru leik, 1983, með því að skora þrennu. Hlynur lék með IBV í 2. deild 1984 og 1985 en hélt til Noregs 1986 og lék með 3. deildarliði í Þrándheimi. 1987 kom hann heirn á ný til ÍBV en 1988 lék hann með Víkingi. Aftur sneri Hlynur heim 1989 og átti stóran þátt í því að koma ÍBV upp í 1. deild og var lykilmaður liðsins næstu þrjú árin. 1992 fór Hlynur í atvinnumennsku og lék með Örebro í Svíþjóð næstu þrjú árin við góðan orðstír. Með Örebro lék Hlynur 101 deildaleik í Allsvenskan og skoraði 11 mörk,“ sagði Þorsteinn. „Árið 1996 snéri Hlynur heim í heiðardalinn og mun hann væntanlega ljúka ferli sínum með ÍBV. Hlynur á að baki 25 A landsleiki og 1 mark, einn með U-21 árs landsliðinu. 5 með 18 ára landsliðinu og 9 með 16 ára landsliðinu. Hlynur hefur því leikið með öllum landsliðum Islands. I fyrrasumar lék Hlynur eins og hershöfðingi í vöminni, stjómaði Iiðinu eins og fyrirliða sæniir og var að flestra mati jafnbesti maður liðsins. Hlynur var valinn knattspyrnumaður ársins hjá knattspyrnudeild ÍBV sl. sumar og var stigahæstur í einkunna- gjöf Morgunblaðsins ásamt Ólafi Þórðarsyni." I mati valnefndar segir að Hlynur sé fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Þeir sem þekkja vel til hans vita að þar fer metnaðarfullur og heilbrigður leikmaður sem ávallt leggur sig allan fram til þess að ná markmiðum sínum. Hlynur á að baki 124 leiki fyrir ÍBV í efstu deild og hefur skorað samtals 21 mark. Frábær árangur í 30 ár Undanfarin þrjú ár hefur valnefnd ÍBV heiðrað einstaklinga sem hafa verið í eldlínunni í íþróttalífi Vest- mannaeyja í gegnum tíðina. Þeir einstaklingar sem hafa verið verð- launaðir eru Ámý Heiðarsdóttir, Jón Bragi Amarsson og Sigbjöm Óskars- son. Að þessu sinni ákvað valnefndin að heiðra golfarann síunga og besta skallamann ÍBV fyrr og síðar að margra mati, Harald Júlíusson, fyrir framlag hans í þágu íþrótta í Vestmannaeyjum. I ræðu formanns valnefndar kom fram að Haraldur Júlíusson varð ungur á meðal okkar fremstu knattspymu- manna og kylftnga. Hann lék sinn fyrsta leik með ÍBV í 2. deild 1966. „Árið 1967 varð sögulegt hjá Haraldi því þá komst IBV í fyrsta skipti upp í 1. deild í sögu bandalagsins, en í fyrra vom liðin 30 ár frá þessum þáttaskilum í knatt- spyrnusögu ÍBV. Haraldur varð í fyrsta sinn Vestmannaeyjameistari í golfi 1967. Næstu árin lék hann knattspymu með ÍBV í I. deild og var einn af bestu kylfmgum landsins. Hann segist sjálfur hafa tekið knattspymuna fram yfir golftð, eða þangað til 1975 að hann lagði knattspymuskóna á hilluna en sneri sér alfarið að golfíþróttinni. Haraldur lék samtals 91 leik í fremstu víglínu fyrir ÍBV í efstu deild, frá 1969 til 1975 og skoraði 36 deildarmörk. Væntanlega hefur stór hluti þeirra verið með skalla. Þegar ÍBV varð bikarmeistari 1972 með því að leggja FH að velli á gamla Melavellinum 2-0 við slæmar aðstæður, skoraði Haraldur bæði mörk ÍBV. Oft á tíðum urðu árekstrar á milli íþróttagreina hjá Haraldi. Árið 1970 fékk Haraldur leyfi þjálfara ÍBV til þess að sleppa leik við KR á Melavellinum til þess að taka þátt í landsmótinu í golfi. Þegar Haraldur lauk næst síðasta degi á landsmótinu fór hann beint á Melavöllinn til að horfa á leik KR og ÍBV. Hálftími var eftir þegar Haraldur mætti og hafði KR einu marki yfir. Haraldi var skellt í búning og hann settur inn á og auðvitað skoraði hann jöfnunamtarkið rétt fyrir leikslok. En fómar- kostnaðurinn við jöfnunarmarkið var dýrkeyptur þvf Haraldur meiddist á hendi og gat hann ekki beitt sér á fullu síðasta hringinn á landsmótinu þar sem hann var í toppbaráttu." Á síðasta ári vom liðin 30 ár síðan Haraldur varð fyrst Vestmanna- eyjameistari í golfi. „Alls hefur hann orðið níu sinnum karlameistari GV í gegnum tíðina. Hann er enn í fremstu röð kylfinga GV og gefur ekkert eftir, nema síður sé. Þess má einnig geta að Haraldur varð fimmtugur 11. september sl. Haraldur, kærar þakkir íyrir framlag þitt í þágu íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina," sagði Þorsteinn. Hlynur Stefánsson, nýkjörinn Iþróttamaður Vestmannaeyja 1997, segir að hann hafi ekki verið búinn að spá neitt sérstaklega í þennan titil. „En eftir á að hyggja þá átti ég nú frekar von á því að knatt- spyrnumaður yrði fyrir valinu, vegna þess að við urðum nú Islandsmeistarar og stóðum okkur vel í sumar. Það var bara spurn- ingin um það hver yrði fyrir valinu, vegna þess að það voru svo margir að standa sig vel í liðinu. En þetta er að sjálfsögðu viðurkenning fyrir allt liðið og knattspyrnuna í Vestmannaeyjum, og þá sem standa að henni.“ Hlynur segir að gildi þessarar viðurkenningar sé ótvírætt bæði fyrir Vestmannaeyjar og það íþróttastarf sem unnið er hér. „Þetta hefur jákvæð áhrif á yngri menn. Ég hef nú samt ekki litið á mig sem einhverja fyrirmynd þannig. Ég hef verið í þessu fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og þá sem standa að mér og ÍBV. Ég held að ég sé samt ekkert verri fyrirmynd en hver annar ef út í það er farið.“ Hvemig sérðu komandi knatt- spymuvertíð fyrir þér? „Við höfum titil að verja og allir vilja sigra okkur. Við höfum að vísu misst ákveðna lykilmenn í liðinu, eins og flest lið í deildinni en það er verið að finna menn í þær stöður. Svo höfum við væntingar til þeirra manna sem eru að koma upp. En við sem eftir emm í liðinu verðurn að bæta við okkur snúning, ef við ætlum að halda sama stöðugleika og verið hefur. Við höfum æft mjög vel og ég tel að við ættum að hafa alla burði til þess að standa okkur. Við erum að fara í æfingaferð til Kýpur á laugardaginn. Og svo verður önnur æfingaferð í apríl til Portúgals, en þá verður meira af yngri mönnum tekinn með sem hafa verið að æfa í vetur." Hlynur segist nú ekki eiga von á því þessi útnefning verði honum til einhvers sérstaks frarna. „Þegar ég spilaði út í Svíþjóð, þá vomm við meiri fyrirmyndir yngri krakka og oft fór langur tími í að gefa eigin- handaráritanir þar eftir leiki. Mér finnst þetta vera heldur fjarlægara héma, en það kann að breytast eftir að við fómm að ná betri árangri og verða í fremstu röð. Aukin umfjöllun hrífur krakkana, eins og eftir bikarleikinn í fyrra, þá fengum við myndaalbúm frá krökkum sem höfðu teiknað myndir af okkur í bikarleikjunum. Við fórum tveir leikmenn í einn bekkinn og heils- uðum upp á krakkana. Þannig að það fer ekki framhjá neinum hvemig við emm að standa okkur.“ Færðu aldrei leiða á knattspym- unni? ,Auðvitað getur maður fengið nóg og fótboltinn orðið of fyrirferðamikill, þannig er meðalhófið kannski best. Hins vegar verður því ekki neitað að fótboltinn er ákveðið sameiginlegt hugarfóstur Eyjamanna og allir hafa sína skoðun, enda líka stærsta íþróttagreinin og flestir sem koma að henni á einn eða annan hátt. Þannig að menn lifa og hrærast fyrir knatt- spymuna. Og þegar vel gengur er það nrjög jákvætt fyrir bæjarfélagið. Við leikmennimir höfum auðvitað mikla ábyrgð og er nauðsynlegt að sýna gott fordæmi. Og þegar vel gengur vilja allir taka þátt. Þegar mótbyrinn er þá sér maður fyrst hverjir em alvöm stuðningsmenn liðsins." Hlynur hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV og hann hefur fulla uú á því að liðið komi til með að halda sínu striki og vera í toppbar- áttunni næstu árin. íþróttamenn Vestmannaeyja í 20 ár 1978: Óskar Sigurpálsson, lyftingamaður 1979: GunnarSteingrímsson, lyftingamaður 1980: Páll Pálmason, knattspyrnumaður 1981: Sigmar Þröstur Óskarsson, handboltamaður 1982: Sigfríð Björgvinsdóttir, sundkona 1983: Gylfi Garðarsson, kylfingur 1984: Árni Sigurðsson, sundmaður 1985: Þorsteinn Gunnarsson, knattspyrnumaður 1986: BirgirÁgústsson, kylfingur 1987: Sindri Óskarsson, kylfingur 1988: Nökkvi Sveinsson, knattspyrna 1989: SigurðurGunnarsson, handboltamaður 1990: Logi Jes Kristjánsson, sundmaður 1991: Sigmar ÞrösturÓskarsson, handboltamaður 1992 og 1993: Þorsteinn Hallgrímsson, kylfingur 1994: Andrea Elín Atladóttir, handboltakona 1995 og 1996: Logi Jes Kristjánsson, sundmaður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.