Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 19. febrúar 1998 Útgerðarfélag Vestmannaeyja kaupir Breka VE ásamt 1700 tonna kvóta: Listaskólinn: Stef m að öflugu útgerð- arfélagi á landsvfsu -Viðbrögðin ótrúleg, segir Guðjón Rögnvaldsson, einn afstofnendum félagsins Á sunnudagskvöldið var gengið frá kaupum Útgerðarfélags Vest- mannaeyja á togaranum Breka VE ásamt 1700 tonna kvóta. Útgerðar- félagið verður formlega stofnað í dag en þegar skrifað var undir kaupsamninginn lágu fyrir hlutafjárloforð upp á 190 milljónir króna en stefnt er að því að hlutafé ÚV verði 250 til 300 milljónir. Þá eru í gangi viðræður um kaup ÚV á Gullborgu VE og Hrauney VE ásamt veiðiheimildum. Þeir sem aðallega hafa staðið að þessu eru útgerðarmennimir Guðjón Rögnvaldsson og Viktor Helgason sem ásamt Þórði Rafni Sigurðssyni útgerðarmanni, Aðalsteini Sigurjóns- syni, fyrrum útibússtjóra íslandsbanka í Vestmannaeyjum og Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra hafa myndað starfshóp um söfnun hlutafjár og kaupin á Breka VE. „Upphatið að stofnun félagsins eru skrif um fækkun báta í Eyjum og að verið var að auglýsa báta til sölu ásamt aflaheimildum," segir Guðjón Rögn- valdsson í samtali við Fréttir. „Okkur Viktori var kunnugt um að Breki væri til sölu sem varð til þess að við fórum af stað með að stofna félagið. Undirtektir fóru langt fram úr okkar björtustu vonum og eru þær hreint ótrúlegar. Á sunnudaginn lágu fyrir staðfest hlutafjárloforð frá 23 aðilum upp á 190 milljónir króna en takmarkið er að safna 250 til 300 milljónum. Aðrir 23 em að hugsa málið og eigum við von á svörum frá þeim á næstu dögum. Enn fleiri hafa haft samband og vilja komast í hópinn.“ Guðjón segir að viðbrögðin hafi komið mönnum í opna skjöldu og megi helst Ifkja þeim við vakningu til endurreisnar atvinnulifi í ^^^anna- eyjum. „Flestir útgerðarmenn í bænum eru meðal hluthafa en viðbrögðunum verður kannski best lýst með orðum mannsins, sem sagðist eiga 16 barnaböm hér í Eyjum. Sá hann ekki betri tryggingu fyrir framtíð þeirra hér í bæ en að fjölga hér bátum og auka kvótann. Þá má geta þess að margir á Reykjavíkursvæðinu hafa haft samband og vilja gerast hluthafar." Stefnan er að Útgerðarfélag Vest- Kaupsamningurinn handsalaður. mannaeyja verði almenningshluta- félag og segir Guðjón mikilvægt að sem flestir bæjarbúar leggi félaginu lið með hlutafjárkaupum. .Jslandsbanki og Sparisjóðurinn hafa ákveðið að koma til móts við alla þá bæjarbúa sem vilja kaupa hlut í félaginu. Okkar hugur stendur til þess að ÚV verði mjög öflugt útgerðarfyrirtæki á landsvísu og því er mikilvægt að sem flestir komi að málinu. Hagur allra bæjarbúa er að útgerð í Vest- mannaeyjum nái sama styrk og var hér fyrr á árum og nú er tækifæri til þess. Það er strax stór áfangi að okkur tekst að halda Breka í bænum og kaup á Hrauney og Gullborgu VE eru komin á viðræðustig. Hafa eigendur beggja bátanna lýst yfir áhuga á viðræðum við okkur. Auk þess erum við með fleiri jám í eldinum," sagði Guðjón og er þar um að ræða kaup á bát og aflaheimildum annars staðar frá. Námskeiðísögu og örnefnum Eyjanna Listaskóli Vestmannaeyja hyggst standa fyrir námskeiði, þar sem fjallað mun verða um sögu Vestmannaeyja og tengsl hennar við örnefni Eyjanna. Ólafur Týr Guðjónsson framhalds- skólakennari mun hafa yfirumsjón með námskeiðinu en hann hefur verið að afla fanga í bók um þessi efni og fékk nýlega styrk úr Menn- ingarmálasjóði Sparisjóðsins til útgáfu á bók um ömefni Vest- mannaeyja. Ólafur segir að námskeiðið sé til komið vegna fyrirspurnar frá Amari Sigurmundssyni, en Ólafur sfðan fært málið í tal við Sigurð Sfmonarson. í framhaldi af því var ákveðið að reyna að halda námskeið. Hann segir að nám- skeiðið muni ekki verða í mjög föstum skorðum, þannig að það fái að þróast eftir áhuga og vilja þeirra sem taka þátt. „1 hverri kennslu- stund er reiknað með að taka fyrir ákveðið viðfangsefni, sem tengist mannlífinu í Eyjum fyrr á tímum og tjalla um það í sem víðasta samhengi. Það er reiknað með einhverjum verkefnum, en fyrst og fremst er hugmyndin að rnenn geti skipst á skoðunum í fjörugum umræðum. Ég reikna með því að margir sem koma á námskeiðið muni hafa meiri þekkingu og fróðleik á takteinum en ég bý nokkum tíma yfir varðandi ömefni og sögu eýjanna." Ólafur segir að nú þegar haft fimm manns skráð sig og töluveit sé um fyrirspurnir. „Við stefnum að því að hafa helst ekki fleiri en tíu manns á námskeiðinu, en ef þátttaka verður góð er möguleiki á því að halda annað námskeið sfðar. Ntímskeið af þessu tagi eru óháð veðri og vindum ef svo má að orði komast og hægt að halda það hvenær sem er ársins." Ólafur bætir við að hugsanlega verði farið í vettvangsferðir í lok námskeiðsins, en það mun alger- lega vera á valdi hópsins. Námskeiðið hefst 26. febrúar í Listaskólanum við Vesturveg og mun kennslan fara fram á fimmtu- dögurn tvær klukkustundir í senn næstu sex vikur, eða til 2. apríl. Sigurgeir Jónsson skrifar tuf&eqi Af atvinnu Þá eru hjól atvinnulífsins tekin að snúast að nýju í Vestmannaeyjum, öllum til ómældrar gleði. Blessuð loðnan virðist að vísu ætla að verða eitthvað seinna á ferðinni en oft áður en það hefur svo sem gerst fyrr. Nú er bara að vona að almættið líti til okkar náðugum augum og gefi bæði góðan byr og glæsileg aflaköst. Bæði loðnu- og síldveiðar beina hugum okkar að því hve háðir fbúar Vestmannaeyja eru sjávarfangi og hafa alltaf verið. Næstu árin og líklega áratugina verður það áfram, við komum til með að þrífast og lifa á því sem dregið er úr djúpunum. En viðtal við gamalreynda fisk- vinnslukonu í síðustu Fréttum vakti skrifara til umhugsunar um það hversu lengi það yrði. Sér- staklega voru það þau orð hennar að stétt ftskverkunarfólks heyrði brátt til liðinni tíð, áhugi virtist þverrandi fyrir vinnu við ftsk. Nú orðið lítur ungt fólk orðið á það sem hinn ágætasta hlut að fá sumarvinnu í fiski meðfram námi. En að fólk hugi að fiskvinnslu sem fram- tíðarstarfi er orðið næsta fátítt. Skrifari hefur gegnum tíðina oft heyrt nemendur sína taka til orða eitthvað á þessa leið þegar þeir hafa verið spurðir um framtíðaráform sín: „Ég ætla sko ekki að vinna í fiski alla tíð eins og hún mamma.“ Raunar hefur skrifari um það grun að á sumum heimilum sé frekar ýtt undir þetta viðhorf, það sé eitthvað niðrandi við að vinna í ftski, rétt eins og þegar konur segja: „Ég er nú bara húsmóðir." Svo er það opinbert leynd- armál að víða á landinu, t.d. á Vestijörðum, fást íslendingar ekki til að vinna í fiski, flytja þarf inn mikið af vinnuafli annars staðar frá. Þetta bendir óneitanlega til þess að ftskvinnsla sé á fallandafæti. í dag er það staðreyndin að rúm 70% af út- flutningsafurðum íslendinga eru fiskur. Fyrir um 30 árum var sama tala 95%. Árið 2020 gæti sama tala verið komin í 50%. Nýjar greinar eru stöðugt að hasla sér völl og skapa verðmæti í útflutningi. Þar ber hvað hæst stóriðju en nú eru teknar að renna ýmsar grímur á fólk vegna frekari útþenslu hennar, ekki síst frá náttúrufræðilegu sjónarmiði. Stóriðja er nefnilega mengandi fyrirbæri og með hverju stóriðjuverinu sem rís minnka möguleikar okkar á að stæra okkur af hreinasta umhverfi í heimi. En þá er það spumingin, við hvað ætla íslendingar að starfa í framtíðinni þegar fólk vill ekki vinna í ftski og stóriðja verður takmörkuð. Ekki tekur verslun og þjónusta endalaust við og þær greinar era ekki beint gjaldeyrisskapandi, nema þá útflutningsverslun. Á undanfömum árum hafa íslendingar verið að geta sér gott orð fyrir hugvit. Lýsandi dæmi um það er samningur upp á litla 15 milljarða sem nýlega var gerður við fyrirtækið Erfðagreiningu og krefst hámenntaðs fólks til starfa. Fyrir svo sem aldarfjórðungi hefði verið hlegið að þeim sem leyft hefði sér að halda því ifam að á næstu öld yrðu helstu tekjur íslendinga af hugviti fólks og menntun. Þá voru uppi raddir um að breyta menntaskólum á landsbyggðinni í fóðurkögglaverksmiðjur og taka húsnæði í eigu Háskólans undir skreiðargeymslur. Þetta er ekki sagt í gríni, til voru menn sem meintu þetta í fúlustu alvöru. I Vestmannaeyjum hristu margir höfuðið þegar ákveðið var að opna hér útibú frá Háskóla Islands, opna rannsóknastöð, Náttúrustofu og stofna Þróunartélag. Svo kórónaði Listaskólinn allt saman. Skrifari heyrði oft raddir á borð við: „Hvað höfum við eiginlega við þetta að gera, væri ekki nær að verja fé til einhvers annars?" Skrifari er þess fullviss að fiskur og fiskvinnsla eiga eftir að verða þungamiðjan í Vestmannaeyjum langt fram á næstu öld. En hann er þess líka fullviss að aðrar greinar eiga eftir að taka við af ftskvinnslunni í æ ríkari mæli eftir því sem árin líða. Þessi er þróunin og við henni verður ekki spomað. Enska borgin Hull er líklega hvað nærtækasta dæmið um slfkt. Sú borg var langt ffarn yftr miðja þessa öld stærsti útgerðarstaður Englands og nánast allt sem þar byggðist upp á fiski. Þegar ftskveiðar frá Hull nánast hrundu, bæði með minnkandi afla í Norðursjó og stækkun ftskveiðilandhelgi annarra þjóða, fóru ráðamenn í Hull ekki að gráta heldur brettu upp ermar og sneru dæminu við. Nú er Hull einhver mesta verslunar- og viðskiptaborg Englands og gífurlegur út- og innflutningur sem fram fer þar. Borgin stendur nú á enn styrkari fótum en á gósentímum togaraflotans sem þaðan var gerður út og malaði gull. í dag er bara enn meira malað af gulli í Hull, með öðrum aðferðum. Skrifari er sannfærður um að þær stofnanir, sem nýlega hefur verið komið upp í Vest- mannaeyjum og hann nefndi fyrr í þessum pistli, eiga eftir að verða bæjarfélaginu hin ágætasta lyftistöng þegar tímar líða. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.