Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 19. fcbrúar 1998 Feimnin hvarf í Argenonu ■Ragna Ragnarsdóttir lýsir ævintýralegri ársdvöl í Suður-Ameríku þar sem hún kynntist nýrri veröld Alltaf á útliráin sér stað í brjóstum Íslendínga. Það er sama hvað á dynur, fólk vill kynnnast ólíkum menningarsvæðum og efla bar með víðsýni og broska. Þó að Argentína sé kannski ekki mjög svo framandi fslendingum, bá hlýtur bað að vera mikil upplifun fyrir átián ára stúlku að fara sem skiptinemi til Argentínu og búa bar í eítt ár í bæ sem er álíka stór og Vestmannaeyjar. Ragna Ragnarsdótdr nítján ára og er á félagsfræðibraut Framhaldsskólans í Vestamannaeyjum lét drauminn rætast og kynntist ólíkuni menningarheimi. Húnkomheimátjándajanúar síðastliðinn efdr að hafa dvalið í eitt ár borpinu Las Garcitas Ragna ásamtfjölskyldu sinni í Argentínu. Argentínaheillaðimest Ragna segir að hana hafi langað til að breyta til, en þó hafi hana mest langað til þess að læra annað tungumál en enskuna. „Ég lagði upp með það að reyna að komast í gjörsamlega frantandi umhverfi, en undir niðri virðist ég hafa einhverjar taugar til Suður Ameríku. Ég gat reyndar valið úr fleiri Iöndum í Suður Ameríku, en Argentína heillaði mest.“ Ragna segir að foreldrar hennar hafi ekkert orðið hissa á þessari löngun hennar og að þeir haft stutt hana nijög mikið og töldu hana hafa gott af því að dvelja í öðru landi. Hún segir að þau hafi verið svolítið stressuð vegna fjarlægðarinnar og ástandið í landinu kannski vafasamt, sökum fátæktar íbúanna og pólitísks óstöðugleika. Ragna lét það ekkert á sig fá og lét löngunina ráða. En hvemig fjölskyldu lenti hún hjá? „Ég var hjá mög góðri fjölskyldu. „Pabbi“ minn er landeigandi og rækt- aði bómull og maís á geysivíðáttu ntiklum ökrunt. „Mamma" mín er húsmóðir, en vinnur samt hjá fyrirtæki eiginmannsins við bókhaldið. Hún tók sér hins vegar frí frá því starfi árið sem ég var hjá þeim. Þau eiga tvær dætur og eina uppeldisdóttur. Okkur kom vel saman og vorum góðar vin- konur. Þær voru reyndar þrettán, fjórtán og fimmtán ára og með dálitla gelgjustæla, en við sváfum allar í sama herberginu ^ og vorum mjög góðar vinkonur. Ég bjó í þorpi sem heitir Las Garcitas og er norðarlega í Argentínu. Héraðið hét Chaco og liggur að Paragvæ og Brasilíu. Þetta er fimm þúsund manna bær og fátæktin var mikil, nema „foreldrar“ mínir sem teljast mjög efnaðir á argentískan mælikvarða. Það voru engar götur malbikaðar, fáir bflar, hins vegar var mikið um hestvagna og svo átti einstaka maður pallbfl. En eins og svo oft er, að ef fólk á peninga þá getur það leyft sér ansi margt. „Pabbi“ er talinn einn merkasti maðurinn í þorpinu fyrir utan bæjarstjórann, en hann var samt efnaðri en hann. „Pabbi" var líka í pólitík og hafði mikil áhrif. Reyndar er hann af júgóslavneskum ættum og mamma af ítölskum ættum. En það er mikið um innflytjendur þama frá Evrópu." 50til60árafturítímann Ragna segir að koma til Las Garcitas hafi verið eins og að hverfa fimmtíu til sextíu ár aftur í tímann, en hins vegar hafi verið miklar andstæður rnilli ríkra og fátækra. Hún segir að þó að „foreldrar" hennar hafi verið efnaðir, þá hafi þeir ekki borist mikið á vegna hættu á að verða rænd. „Hins vegar voru þau mjög efnuð og til að mynda fjölskylda „pabba“ og bræður hans eiga saman mikil landsvæði." Nú er Argentína kaþólskt land, hvemig fannst þér að kynnast því? „Það var mjög erfitt í fyrstu Ég var nú ekki kirkjurækin héma heima og fjölskylda mín úti gerði ekki heldur mikið af því. Hins vegar var þetta mjög trúað fólk og fór með bænimar sínar öllum stundum. Reyndarfórég einu sinni í kirkju. Ég skildi reyndar ekki niikið, en mér þótti þetta svo öfgakennt að mig langaði ekkert aftur. Trúin á hins vegar mjög sterkar rætur í fólkinu, en maður vandist þessu og þetta varð bara hluti af lífinu og fólkið var ekkert að gera veður út af mínu trúarlega uppeldi." Neftóbakið ollí fjaðrafokí Var lögreglan áberandi í þorpinu? „Nei, nei. Hins vegar sendi bróðir minn mér eina mentholneftóbaksdós í pósti ogþað varð mikið fjaðrafok útaf henni. Ég var tekin niður á lögreglu- stöð í yfirheyrslu, þvf það var haldið að þetta væri eitthvert eiturlyf, en það rættist nú úr þessu máli. Þetta var í annað skipti af tveimur sem ég lenti á lögreglustöðinni. Hitt skiptið var vegna þess að það var ráðist á mig rétt áður en ég kom heim til fslands." Hvemig vildi það til? „Ég var að koma heim af balli, þegar einhverjir þrír gæjar réðust á mig. Ég rotaðist og vissi ekki af mér á ný fyrr en á lögreglustöðinni. Reynd- ar hafði það engin eftirmál. En þessir gæjar vom bara eitthvað ruglaðir. Það þarf svo lítið til. Ef maður var að flagga einhverju dýrmætu til dæmis úri eða skartgripum, þá var alveg örugglega reynt að stela því.“ Mammameðbyssuí nánborðsskúffunni Sváfu foreldrar þínir kannski með byssu undir koddanum? Nei, nei, ekki var það nú, en mamma var með byssu í nátt- borðsskúffunni hjá sér og einu sinni lenti ég í heldur óskemmtilegri reynslu. Eitt sinn var ég að koma heim og bankaði á hurðina. Foreldrar mínir vildu ekki að ég hefði lykil af ótta við það að honum yrði rænt af mér. En í þetta skipt þá þekkti hún mig ekki og kom til dyranna með byssuna. Ég titraði af hræðslu og vissi ekkert hvað var í gangi, en þetta bjargaðist allt að lokum.“ Búnorðíröðum Nú ert þú ljóshærð og bláeygð, hvernig kom það bæjarbúum fyrir sjónir? „Ég var eina ljóshærða og bláeygða manneskjan í bænum og vissulega vakti það athygli. Ég hef til dæmis ekki tölu á þeim bónorðum sem ég fékk fyrstu vikuna. Einn kall og sonur hans bönkuðu til dæmis upp á fyrsta kvöldið og spurðu eftir mér. Kallinn hafði orð fyrir syni sínum og bar upp bónorð fyrir hönd sonarins. Ég varð auðvitað undrandi og velti fyrir mér hvað væri eiginlega að liðinu. Svo var auðvitað horft á mann á götum og fólk vildi koma við mann af því að maður var svona hvítur." Kom aldrei nein heimþrá yfir þig? „Fyrstu þrír mánuðimir vom mjög erfiðir. Ég held að ég hafi verið í eins konar menningarsjokki. Þettavarallt svo öðm vísi. Ég var mikið í þvf að bera saman ísland og Argentínu og hversu ólíkir heimar þetta em. Það var hins vegar feill hjá mér að vera í þessum samanburði. En þegar heim- þráin var hvað sterkust fór ég alltaf út að hlaupa En þegar ég fór að ná tökum á spænskunni og eignast vini, þá fór heldur að rætast úr. Ég kunni ekkert í spænsku þegar ég kom út og fjölskyldan mín kunni ekki ensku, þannig að við gerðum okkur skiljanleg á einhvers konar táknmáli sem við bjuggumtil. Annars fékk ég lítið að fara út í fyrstu. Þau vom svo hrædd urn mig. Ég var eiginlega ofvemduð til að byrja með og vissulega höfðu þau fulla ástæðu til þess að gera það svona eftir á að hyggja. Sérstaklega átti þetta þó við á kvöldin fyrstu mánuðina. Annars var mjög rólegt yfir þorpinu. Að vísu var alltaf verið að ræna einhverju, en það var ekki verið að drepa fólk. Ekki þann tíma sem ég var þar.“ Ólíkjol Hittir þú aldrei íslending á meðan þú varst úti? ,flú tvisvar sinnum. Einu sinni kom vinkona mín úr næsta héraði sem var skiptinemi þar. Hún var hjá mér í viku. Við ætluðum að reyna að tala íslensku, en það var ekki hægt. Við reyndum en það gekk ekki, svo við töluðum bara spænsku. Svo um jólin kom vinkona mín héðan úr Vest- mannaeyjum í heimsókn. Það var mjög gaman en jólin em mjög ólík því sem tíðkast hér heima. Þar er ekki þessi langi og rnikli undirbúningur og ekki skreytt eins mikið. Á aðfangadag fórum við upp í sveit klukkan tíu um kvöldið og borðuðum hjá „ömrnu" minni. Svo var skálað í kampavíni klukkan tólf svipað og við gerum um áramót. Klukkan eitt um nóttina fórum við aftur heim til þess að taka upp alla pakkana og klukkan hálfþrjú um nóttina fórum við öll á ball sem stóð til klukkan níu um morguninn. Þetta var voða gaman.“ Ragna segir að öll fjölskyldan hafi farið á ballið og skemmt sér saman, og því ekki úr vegi að spyrja hvort ekki sé mikið kynslóðabil eins og maður verður var við á íslandi, þar sent unglingar vilja jafnvel ekki láta sjá sig á götu með foreldrum sínum? Minna kynslóðabil „Það eru bara allir vinir og þá skiptir aldur engu máli. Það skemmta sér allir saman. Mér fannst þetta dálítið skrýtið í fyrstu og jafnvel óþægilegt. „Mamma“ mín var til dæmis besta vinkona mín, þá á ég við trún- aðarvinkona. Að vísu voru þó „for- eldrar“ mínir úti mjög strangir.“ Skólagangan Ragna gekk í skóla í Las Garcitas, eins og aðrir unglingar í þorpinu. Hún segir að hann hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta var þrjú hundruð manna skóli og mjög fátæklega búinn. Ég var í fimmta bekk sem er síðasti bekkurinn. Ég var með krökkum á aldrinum sautján til rnttugu og þriggja ára og við vorum fjörutíu og tvö í bekknum. Borðin voru mjög lítil og voru alveg við það að hrynja og stólamir voru ekki betri. Það voru heldur engar bækur til. Kennarinn talaði bara og við áttum að skrifa niður. Svo urðu allir að vera í skólabúningum, sem mér þótti alveg hrikalegt. Búningurinn var stutt blátt pils, bláir sokkar, bláir skór, hvít skyrta og bindi. Stelpurnar máttu heldur ekki vera með slegið hár í skólanum. Hins vegar var félagslífið mjög skemmtilegt. það var alltaf verið að gera eitthvað og þá voru líka allir aldurshópar með. En skólinn var mjög strangur. Öll borðin vom líka Stónrirkar vélar sjá um baómullartinsluna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.