Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagurl9. febrúar 1998 Fréttir 9 Ragna á góðri stund í flrgentínu. útskrifuð og ég hélt að það mætti bara skrifa á borðin. Og einu sinni þegar ég var nýbyrjuð þá fór ég að skrifa nafnið mitt á borðið. Viðvorumþáí tíma hjá skólastýrunni og hún allt í einu öskrar á mig og ég skildi ekki neitt. Svo kom hún að borðinu og tók mig upp á öðru eyranu fyrir framan allan skólann og sagði hvað ég hefði gert. Allir voru auðvitað hlæjandi og ég eins og aumingi. Það stóð til að refsa mér með því að slá með písk á fingurna á mér, en það er talin góð refsing við þessu broti rnínu. Því var hins vegar sleppt en það var hringt í ,,1'oreldra" mína. Þeir tóku þessu hins vegar ekki alvarlega. Ég var hins vegar skíthrædd þegar þetta átti sér stað. Ég vissi ekki hvað mátti og hvað ekki. A yfirborðinu var skólinn mjög strangur og harðar reglur í honum. Allir fóru í röð og fylgdust með þegar argentínski fáninn var dreginn að húni á morgnana. Svo var þjóðsöngurinn sunginn tvisvar í viku." Mikil tónlíst og dans Ragna segir að það hafi verið mikil tónlist og mikið dansað í þorpinu. Hún segist hafa lært argentínskan tangó, cumbia og folkklores, sem er þjóðlegur dans og henni þótti mjög skemmtilegur. Stundum fór ég líka til borgar sem heitir Resistencia, en þar búa um tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns og er höfuðborg Chaco héraðs. Þangað fór ég til að fara á diskótek og hitta aðra skiptinema, en þetta var um þriggja tímar í akstur. Ragna heldur sambandi við „fjölskyldu" sína í Argentínu með því að skrifa henni og hringja í hana, en segir að það sé mjög erfitt, litlu systur hennar og „mamma" sakni hennar og stundum sé ekkert nema grátur og læti í símanum. „Þetta fólk er mjög mikið tilfinningafólk og lokar ekkert inni. Fyrst þegar ég kom fannst mér skrýtið að fólk heilsaðist alltaf með tveimur kossum. Ég er eða var reyndar mjög feimin áður en ég fór út og þótti þetta óþægilegt. Svo er mikið um að fólk er að snertast og koma við hvert annað, sem maður á alls ekki að venjast héma heima alla vega ekki dags daglega. Fólk heilsaðist með tveimur kossum þegar það vaknaði á morgnana og áður en það fór að sofa á kvöldin og var umhugað um hvemig manni leið.“ Ertu búin að reyna að innleiða þetta héma í Vestmannaeyjum? „Já ég er búin að reyna þetta og sérstaklega fyrst eftir að ég kom. Foreldrar mínir em ánægðir með mig, en vinir mínir halda að ég sé eitthvað rugluð, en þetta er bara ókunnug- leikinn. Ókunnugleikinn er því miður oft þröskuldur í samskiptum fólks.“ Reynsla sem kemur til góða Ragna segir að hún hefði ekki viljað missa af þessari reynslu að fá að kynnast framandi þjóð og ólíkri menningu. „Þó að margt hati komið á óvart í þessari dvöl minni í Argentínu og maður hafi lent í ýmsu og sumu ekki mjög skemmtilegu, þá er þetta reynsla sem á eftir að koma mér til góða. Ég hef núna verið að sækja um vinnu næsta sumar hjá ferðaskrifstofu, þannig að ég geti nýtt mér spænskuna, en mig langar mjög mikið út aftur og þá til spænskumælandi lands.“ Hús fjölskyldunnar umlukíö gróðri á allar hliðar. Jafnrétti á þorra Konurí karlmannsgervi í leit að sjálfsmynd á Netinu. 1 Einn góður vinur minn var vélaður I til að flytja minni kvenna á einu . ágætu Þorrablóti. Hann fór eins og I gengur að afla sér heimilda um ■ konur og þar sem hann er vel * netvæddur ákvað hann að kynna sér I hvað hægt væri að frnna á J Intemetinu um þetta ágæta kyn. | Þetta er samviskusamur maður og ■ ákvað að vanda sig við minnið. I Hann settist við tölvuna og sló inn I „minni kvenna“. Sú leit bar engan * árangur. Þá smækkaði hann val- | möguleikann niður í „kvenna“. ■ Hann varð mjög ánægður með I niðurstöðu þeirrar leitar vegna þess I að fyrsta svar sem hann fékk var KR 1 íslandsmeistarar kvenna. Það þarf I trúlega ekki að taka það fram að . maðurinn er KR-fíkill og karlremba. I Eiginlega svo mikill að hann var að ■ hugsa um að láta staðar numið í ■ leitinni og flytja bara minni KR I kvenna. En samt sá hann að við svo búið mátti ekki standa. Þess vegna I sló hann inn orðinu „kona“ og fékk ■ eitthvað um tólf þúsund skil- * greiningar á þessu kyni. Engin I skilgreininganna hentaði minninu. : vegnaþess, eftirþvísem hannsagði, | átti þetta að vera minni íslenskra ■ kvenna. Reyndar athugaði hann ekki I nema eitthvað um hundrað I möguleika, en það styttist óðum í 1 blótið, þannig að hann varð að láta I staðar numið og sló inn orðinu l „kvenmaður“. Niðurstaða þeirrar I leitar gaf níu möguleika og komu | hrolli niður bakið á þessum ágæta * vini mínum. Nefnilega þau báru öll I yfirskriftina Kærunefnd jafnréttis- . mála: Kvenmaður A gegn Ríkis- I útvarpinu (tvisvar sinnum), gegn ■ biskupsstofu f.h. skipulagsnefndar ■ kirkjugarða, gegn skólanefnd I héraðsskólans, gegn skólanefnd : bamaskólans, gegn prentsmiðjunni, | gegn Hagkaup og gegn Strætis- ■ vögnum Reykjavíkur. Manninum I féll næstum því allur ketill í eld. I Næstum því segi ég vegna þess að 1 hann ákvað að nauða enn frekar eftir I upplýsingumítölvunni. Eftir nokkra umhugsun laust niður I í huga hans að kannski væri best að I yngja aðeins upp og ákvað að setja * inn orðið „stelpa“ og viti menn hann I datt um grein eftir stelpu sem er . háskólanemi, með áhuga á I akstursíþróttum og leirkeragerð. ■ Greinin fjallar um stelpur á netinu * eða réttara sagt á Irc-spjallrásunum. I Kennir margra grasa þeirrar náttúru : sem telja má til nútíma sjálfsmyndar | stelpna (les kvenna). Segist henni ■ svo frá í lauslegri endursögn: I „Ég var stödd á Irc-spjallrásinni I minni einu sinni sem oftar þegar 1 sautján ára ofurtáningsstelpa tók | geðvonskukast og fór að ausa ■ svívirðingum yfir þá sem voru á I rásinni, eftir að einhverjir höfðu 1 hnýtt í fremur heimskulegt 1 rásarviðumefni hennar. Þótti mér I henni takast „vel“ í svívirðinga- . keppninni. Ég henti henni út í tvær I mínútur til þess að lægja í henni ■ rostann. Það vakti mikla reiði * annarra að ég skyldi henda henni út I og einn strákur sagði að maður ætti ekki að henda stelpum út af rásinni. | „Maður bara gerir það ekki,“ eins og I____________________________________ hann orðaði það. Mér ofbauð réttlætiskennd stráksins að vilja bara hlífa stelpum á netinu, aðeins vegna þess að þær væm stelpur. Karlmenn virðast margir haldnir þeirri ftrru að dónaskapur sé það sama og jafnrétti; að halda ekki hurðinni opinni fyrir kvenmann sé að koma fram við hana eins og jafningja og að kalla hana fífl, fávita, og búfjámöfnum á Netinu sé mjög svalt og lýsi einstaklega opnum huga gagnvart jafnréttis- hugtakinu. Kynið á ekki að skipta neinu máli þegar kurteisi á við. Ef konur og karlar em jafnvíg til flestra verka, þá telst það bara hræsni og óvirðing að koma ekki eins fram við bæði kynin. Svona siglir fólk misjafnlega undir fölsku flaggi á Ircinu. Þannig birtist ein mynd jafnréttisins í þessum heimi Netsins. í stað þess að fólk sé metið og dæmt eftir útlitinu, klæðnaði og svo framvegis, ætti að vera möguleiki á því að dæma það að verðleikum, eða eftir því sem það hefur að segja og hvemig það kemur fram. Þannig birtist þessi allt um vefjandi vemdarstefna karlmanna á Netinu, eða eftir ævafomum viðmiðum sem alls ekki eiga við á Netinu, hvað þá utan þess. Mér finnst þetta höfnun og eitt dæma þess að verið sér að burðast með jafnréttismálin í hripleku keraldi. Ein afleiðinga þessara blekkinga er sú að vinkonur mínar á Netinu þykjast vera strákar, þegar þær em komnar á Netið (sem er kannski ein skýringin á þvf að fáar stelpur/konur eru á Netinu). Ef þær koma fram undir sínu eigin kyni, fínnst þeim þær ekki metnar að verðleikum. Illa er komið fyrir konum ef þær þurfa að taka á sig karlmannsgervi, klæða sig í andlega brók með typpagati, troða virtual- tóbaki í sýndarveruleikavörina, klóra sér myndrænt í pungnum og röfla rámum rómi: A woman’s gotta do what a woman’s gotta do...“ Svo mörg voru þau orð Svo er bara spumingin hvort það hafi ekki verið strákur sem skrifaði greinina og kom henni inn á Netið. Háskólastrákur sem hefur áhuga á leiklist, pottablómum og brjóstagjöf. Af vini mínum hef ég ekkert heyrt enn þá. Ég veit að hann fór á þorrablótið og síðast þegar ég vissi var hann sannfærður um það að nú myndi hann breyta sjálfsmyndinni í eitt skipti fyrir öll...á Netinu. Uenedikt Gestsson ____________________________________I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.