Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Síða 11
Fimmtudagur 19. febrúar 1998 Fréttir 11 „nnnslusioðin hefur aldrei veriö sterkarl en hún er f dag" -segir Sighvatur Bjarnason framkvæmdastjóri, sem segist hafa fullan stuðning stjórnarinnar við það sem hann er að gera Sighvatur Bjarnason við máhierk af afa sínum og alnafna sem stiórnaðí Vinnslustöðinni í áratugi. Allt frá sameiningu Vinnslu- stöðvarinnar og Fiskiðjunnar í upphafi ársins 1992 hafa gengið sögur um slæma stöðu Vinnslustöðvarinnar hf. Hefur verið fylgst með hverju skrefi framkvæmdastjórans unga og til eru menn sem gefa sig út fyrir að vera sérfræðingar í Vinnslu- stöðinni og finna henni allt til foráttu. Hafa þeir á reiðum höndum sögur af gangi mála í fyrirtækinu, flestar eru þær á eina lund; Vinnslustöðin er að fara á hausinn! Fréttir ræddu við Sighvat Bjama- son, framkvæmdastjóra, um stöðu fyrirtækisins sem virðist vera mönn- um tilefni til sífells umræðuefnis. Sighvatur gefur Iítið fyrir þessar sögur og bendir m.a. á að eiginfjárstaða Vinnslustöðvarinnar hafi aldrei verið sterkari en nú, eða frá því að vera neikvæð um 50 milljónir króna 1993 en var á seinasta ári jákvæð um rúma 2,5 milljarða. Þetta verði að teljast mikil umskipti. Fjármálaumhverfið í dag segir hann orðið þannig að stór- fyrirtæki eins og Vinnslustöðin fari ekki á hausinn á hálfum mánuði. Slík hagfræði heyrir sögunni til. Þá kemur fram hjá Sighvati að margt jákvætt sé í farvatninu hjá fyrirtækinu, m.a. á að leggja aukna áherslu á bolfiskinn. Tekist hefur að halda uppi vinnu það sem af er árinu sem sé meira en mörg önnur sambærileg fyrirtæki geti státað sig af þar sem fólk hefur þurft að sitja heima svo dögum skiptir. Sögurnar fá byr undir vængi Eftir að það spurðist að Vinnslustöðin hygðist selja ísfisktogarann Breka VE ásamt umtalsverðum aflaheimildum fengu sögur um slæma stöðu félagsins byr undir báða vængi. Nú fylgdi þeim orðrómur um að farið væri að hitna undir stól framkvæmdastjórans og fljótlega yrðu stóru loðnuskipin, Kap VE og Sighvatur Bjamason VE látin fara. Þegar þessar sögur voru bomar undir Sighvat, segir hann þær hvorki verri eða meiri að vöxtum en þær hafa verið þau liðlega fimm ár sem liðin eru frá því hann tók við stjóm Vinnslustöðvarinnar. Hann segist njóta fulls trausts stjómar Vinnslu- stöðvarinnar hf. við það sem hann er að gera, enda væri fyrir löngu búið að reka sig ef svo væri ekki. Staðreyndir væri jafnframt sú að Vinnslustöðin sé eignalega mjög sterkt fyrir tæki, salan á Breka er liður í endurskipulagningu á flota fyrir- tækisins, ekki stæði til að selja Kap eða Sighvat en gamla Kap er til sölu. „Við emm með einu nótaskipi of mikið miðað við þann kvóta sem við höfum að ráða, sem em 5,5% af veiðiheimildum í bæði síld og loðnu. Þetta mál ætlum við að leysa á árinu og er gamla Kap, sem nú liggur bundin við bryggju, til sölu. Til að geta náð síldinni og loðnunni til okkar þurfum við að eiga öflug skip og því eru hvorki Kap né Sighvatur til sölu. Engum á hins vegar að koma salan á Breka á óvart, við sögðum á síðasta aðalfundi að við þyrftum að lækka skuldir um 1.000 milljónir á árinu og það verður ekki gert nema að selja skip og einhverjar aflaheimildir. Eftir stendur mun arðbærari rekstrareining með mun minni skuldir og því getum við haldið áfram okkar uppbygging- arstarfi“ Aukln áhersla á bolfiskínn „Við seljum 1170 þorskígilda kvóta með Breka sem er ekki svo mikið þegar litið er til þess að heildarkvóti Vinnslustöðvarinnar var 14.500 þorskígildi fyrir þessa breytingu. Til að mæta þessu munum við kaupa 400 þorskígildi af tegundum sem við álítum að henti okkur best í botnfiski. Ég vil geta þess að við söluna á Breka lögðum við áherslu á að Breki yrði áfram í Eyjum og erum við mjög sáttir við að það skyldi takast,” segir Sighvatur. Botnfiskskipin sem Vinnslustöðin hefur yfir að ráða í dag era togbátamir Drangavík VE, Danski Pétur VE, vertíðarbáturinn Brynjólfur AR, ísfisktogarinn Jón Vídalín ÁR og Jón 5. sem er á rækjuveiðum. „Þessi skip anna okkur ágætlega auk þess sem við ætlum að semja við útgerðir um veiðar íyrir okkur, tonn á móti tonni. Síðan ætlum við að kaupa fisk á mörk- uðum,” segir Sighvatur. Undanfama mánuði hafa stjóm- endur Vinnslustöðvarinnar einbeitt sér að endurskipulagningu á bolfisk- framleiðslunni og í þessari viku verður lögð fram áætlun sem gera á fyrirtækið samkeppnishæfara á þessu sviði. Gerir hún m.a. ráð fyrir auknum kaupum á fiskmörkuðum. „Sjálfir ætlum við að eiga 11.600 þorskígilda bolfiskkvóta en auðvitað önnum við miklu meiri afla. í áætlunum okkar geram við ráð fyrir að vinna úr 12.000 tonnum og er saltfiskurinn þá talinn með.” Sighvatur segir að þessi afli ásamt Rússafiski muni nægja til að halda uppi fullri vinnu í bolfiski. „Eins og fólk hefur tekið eftir hefur aldrei verið meiri vinna í janúar en núna sem má þakka Rússafiskinum. Við höfum náð betri tökum á að vinna hann og er hann að skila okkur meiri framlegð og hærra skilaverði en áður. Rússa- fiskurinn kemur til með að vera okkur mikilvægur í framtíðinni. Verður nauðsynlegt fyrir okkur að eiga Rússafisk á lager til að halda uppi stöðugri vinnslu því það hefur sýnt sig að það tekur alltaf ákveðinn tíma að ná upp afköstum á ný þegar dagar detta úr í vinnslunni.” Vönibróunardeild I vor eða sumar verður komið á fót vöraþróunardeild í Vinnslustöðinni. Tilkoma hennar er eðlilegt framhald af þeirri endurbyggingu og endurbótum sem gerðar hafa verið á bolfisk- vinnslunni hjá fyrirtækinu. Enn er þó lokahnykkurinn eftir og gerir Sig- hvatur ráð fyrir því að enn verði íjárfest fyrir 70 til 100 milljónir. Eins hefur saltfiskaðstaðan tekið stakka- skiptum og er ein hin fullkomnasta á landinu. „Við eram þegar famir að ná árangri í saltfiskinum í lágum fram- leiðslukostnaði og nú þurfum við að fara að einbeita okkur að mark- aðinum." Sighvatur segir það enga úlviljun að meiri áhersla verði lögð á bolfisk- vinnsluna í framtíðinni heldur en undanfarin ár. Verð á bolfiski hefur farið hækkandi á undanfömum mánuðum og allar spár benda til þess að sú þróun haldist áfram. „Við eigum að geta sótt mikla framlegð í bol- fiskinn. Við höfum fengið sérfræðinga til að endurskipuleggja allt vinnslu- ferlið sem þegar er farið að skila sér. En árangurinn byggist á að við náum sæmilegri sátt við okkar starfsfólk. í bolfiskvinnslu eru um 100 manns og náist samningar um breytt vinnu- fýrirkomulag ættum við að geta tryggt næstum öllum fulla vinnu,” segir Sighvatur sem vonast til að samn- ingar, sem allir geti sætt sig við, náist sem fyrst. Á síðasta ári hóf Vinnslustöðin framleiðslu á ferskum flökum sem flutt era út með flugi. Sighvatur segir að meiri áhersla verði lögð á þessa framleiðslu í ár. „Það hefur eitthvað farið frá okkur í hverri viku en við áætlum að senda út milli 300 og 400 tonn á ári í framtíðinni. Aðallega hafa þetta verið karfaflök fram að þessu en svo bætast við þorskflök.” Enduruppbygging á lokastigi Nú er verið að leggja lokahönd á miklar endurbætur á vinnslukerfum fyrir sfld og loðnu. Nýtast þau einnig til vinnslu á litla karfa og gulllaxi sem Vinnslustöðin hóf veiðar og vinnslu á sl. haust. Aflinn var 1000 tonn í hvorri tegund. Góður markaður er fyrir afurðir af þessum tegundum sem lítið hafa verið nýttar til þessa og skilaði framleiðslan góðri framlegð. „Þetta var tilraun hjá okkur sem gekk vel. Við ætlum að halda henni áfram og gulllax og litli karfi eiga að geta skilað góðri framlegð og arðsemi ef við fáum frið til veiðanna.” Sighvatur segir að þeir séu nú vel í stakk búnir til að taka á móti bæði loðnu og síld til frystingar. Flokk- unarstöð fyrir sfld og loðnu og vinnslu- og tækjasalir eru með því fullkomnasta sem þekkist. Búið er að fjárfesta fyrir um 400 milljónir á tveimur árum en ennþá þarf að ljárfesta í tveimur frystiskápum upp á 25 milljónir til þess að frystigetan verði samsvarandi því magni sem hægt er að keyra í gegnum flokk- unarstöðina og vinnslulínuna. í vesturportinu hefur verið komið upp tengingu fyrir 60 gáma þannig að nú verður hægt að keyra frysta loðnu beint úr frystitækjunum í gámana. „AHar miða þessar framkvæmdir að því að ná niður kosmaði við vinnsluna þvf meiri framlegð gerir okkur hæfari til að mæta vaxandi samkeppni um leið og innviðir Vinnslustöðvarinnar styrkjast.” Bolfiskflotlnn var of stór Salan á Breka hefur komið af stað vangaveltum um stöðu Vinnslustöðv- arinnar. Því hefur verið fleygt að Islandsbanki, sem er aðalviðskipta- banki Vinnslustöðvarinnar, hafi í raun krafist þess að Breki yrði seldur. Sighvatur vísar þessum sögum á bug en neitar þvf ekki að nauðsynlegt hafi verið að losa um skuldir en salan á Breka eigi sér lengri aðdraganda. „Salan á Breka er í raun eðlilegt framhald af því sem við höfum verið að gera í endurskipulagningu á flota fyrirtækisins. Það var löngu ljóst að bolfiskflotinn var of stór og um tíma vora uppi hugmyndir um að gera hann aftur að nótaskipi. Það er svo ekkert launungarmál að við þurftum að losa okkur við skuldir. Síldarvertíðin kom illa út og ennþá höfum við ekki fengið eitt einasta kfló af loðnu. Auðvitað er maður ekki búinn að gefa loðnuna upp á bátinn en ef allt fer á versta veg eram við betur búnir til að mæta skellinum sem af því hlýst ef engin loðna veiðist á þessari vertíð.” Holltaó líiatll baka Sighvatur segir athyglisvert hvað fólk er fljótt að gleyma því Vinnslustöðin hafi breyst á þeim fimm árum sem hann hafi verið þar frá því að vera nánast gjaldþrota fyrirtæki í eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Framkvæmdir hafa verið gjfurlegar og uppbyggingin eftir því. „í þessu sambandi held ég að hollt væri fyrir marga að rifja upp blaða- greinar um stöðu fiskvinnslu í Vestmannaeyjum fyrir fjórum til sex árum. Af þeim fimm árum sem ég hef stjómað hér hefur Vinnslustöðin skilað hagnaði í þrjú ár. Hjá okkur hefur átt sér stað gríðarlegt upp- byggingarstarf. Fasteignir félagsins voru nánast ónýtar en núna erum við með eina bestu aðstöðu á landinu til loðnu- og sfldarfrystingar. Sama er að segja um bræðsluna og salt- fiskvinnslan er ein sú besta á landinu. Þá höfum við á nokkrum árum endumýjað flotann. Þannig að ég get ekki séð annað en að okkur hafi miðað vel áfram og veltan er komin upp í 4,5 milljarða og eigið fé í 2,5 milljarð en var neikvætt 1995 um 50 milljónir. Við höfum gengið í gegnum erfiðar sameiningar sem hafa tekið sinn toll en nú eru þær brýr að baki. í dag er Vinnslustöðin nánast jafn öflug í bolfiski og uppsjávarfiski og þau eru ekki mörg sjávarútvegsfyrirtækin sem geta státað sig af því. Þá hefur ekki fallið niður dagur í bolfiskvinnslunni að undanfömu og gangi allt að óskum verður svo áfram. Þessar staðreyndir hljóta að segja allt sem segja þarf um stöðu Vinnslustöðvarinnar í dag,” sagði Sighvatur að lokum. 2.539 ‘92-’93 ‘93-’94 ‘94-’95 ‘95-’96 ‘96-’97

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.