Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 19. febrúar 1998 Skátahugsjónin fylgir öllum sem koma að hreyf ingunni -segir Páll Zóphóníasson félagsforingi í Faxa Skátafélagið Faxi 60 ára: Páll Zóphóníasson, félagsforingi í Faxa, inni í nýja skálanum sem uígja á í sumar. Skátafélagið Faxi í Vestmanna- eyjum verður sextíu ára þann 22. febrúar næst komandi. I tilefni af því var Páll Zóphóníasson félagsforingi í Faxa tekinn tali, en hann hefur starfað í skátahreyf- ingunni síðan nítján hundruð og fimmtíu eða í fjörutíu og átta ár og hér í Vestmannaeyjum í ein tuttugu og fimm ár. „Heyrðusegir Páll. „Við keyrum bara upp í Skátastykki þar sem við erum að reisa skála.“ „Það er vel til fundið,“ segir blaða- maður og við rennum af stað í hvítum Volvo inn í snjóinn um leið og Páll hefur frásögn sína. Páll segir að í Vestmannaeyjum séu öflugar bakvarðasveitir að því leyti til að fyrir tuttugu og fimm til þrjátíu árum síðan hafi hjálparsveitin verið stofnuð og þeir sem stofnuðu hana séu enn þá viðloðandi skátahreyfmguna. „Skátafélagið og hjálparsveitin, sem nú er Björgunarfélagið byggðu saman hús við Faxastíginn fyrir rúmum tíu árunr og þar eru okkar aðalstöðvar núna og vetrarstarfið fer allt fram þar. Þar koma menn sarnan til fundarhalda og þar er félagsheimili krakkanna senr eru í skátunum en nreð því að leigja þetta út sem farfuglaheimili á sumrin þá hefur það slitið svolítið hrynjandina í starfmu í sundur. Fyrir bragðið hefur stundum verið dálítið erfitt að hefja starfið á haustin. Þess vegna hefur oft hvarflað að mér að sleppa þessari útleigu yftr sumarið og nýta það undir skátastaifið allt árið. En það myndi að sjálfsögðu þýða að finna þyrfti aðra tekjuöflunarleið" Hvemig aflar skátafélagið tekna? „Við fáum styrk úr bæjarsjóði Vest- mannaeyja, eins og önnur æskulýðs- starfsemi og höfunr miðað við að sá styrkur standi að minnsta kosti undir fræðslustarfmu. Við höfúm haft tekjur af skátafermingarskeytum í nærri fjörutíu ár. Svo höfum við tekið við jólapóstinum og borið hann út á að- fangadagsmorgun, sem er alveg sérstakt fyrir Vestmannaeyjar." Unaðsreitur Við keyrum áfram gegnum hvíta mjöllina og allt í einu blasir við t'allegur skáli í burstabæjarstfl og Páll segir: „Þetta er unaðsreiturinn okkar. Hér fengum við úthlutað landi árið 1994 í staðinn fyrir annað land sem við áttum vestur í hrauni, sem fór undir byggð. Við höfurn sléttað um það bil einn hektara sem ætlaður er undir tjaldstæði og erum að leggja síðustu hönd á skálann sem við hófum að byggja fyrir þremur árum síðan. Hér er gott að vera og er kominn vel frá ys og þys bæjarins. Öðru hvoru heyrist þó í flugvél, en í þeim heyrist líka í óbyggðum." Við rennunr í hlaðið, sólin skín á mjúkan snjóinn og við göngurn inn í skálann. „Við ætluðum nú að vera búnir að klára þetta fyrir afmælið, en það verður ekki á allt kosið, því það var ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir því, nema taka lán, en við viljum ekki eyða meiru en við eigum í sjóði. Við ætlum þó að bjóða upp á kakó og eitthvað slíkt, þó að skálinn verði ekki vígður formlega fyrr en í sumar.“ Páll segir að það sé nokkuð dýrt að reisa svona skála, en það hafi verið vilji fyrir því að hafa hann svolítið óvenjulegan og geta boðið fólki í skemmtilegt hús í fallegu umhverfi. Hann bendir einnig á að hugnryndin hafi verið að láta skálann falla vel inn í landslagið og umhverfið. „Miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið þá virðist vel hafa tekist til.“ Hafa verið haldin skátamót hér í Vestmannaeyjum? „í fyrra var haldið lítið mót hérna, en á það kornu rúmlega hundrað skátar. Það mót var eiginlega fyrir- rennari mótsins sem við ætlum að halda í sumar 8. -12. júlí, en þá gerum við ráð fyrir að fá um tvö hundruð manns.“ Hvemig er samskiptunum við skátahreyfinguna á fastalandinu háttað? „Bandalag íslenskra skáta er aðili að tveimur alheimssamtökum, það er að segja kvenskáta og drengjaskáta. Skátafélagið Faxi er svo aðili að Bandalaginu. Stuðningurinn sem við fáum frá bandalaginu liggur í útgáfumálum og skrifstofu í Reykja- vík. Við greiðum hins vegar til banda- lagsins á hverju ári. Einhvem veginn hefur það verið þannig að skáta- hreyfingin um allan heim hefur ekki farið inn á tjáröflunarleiðir sem gefa mikinn pening. Þetta eru að tnestum hluta frjáls framlög. Menn hafa held- ur ekki viljað fara út í að afla tekna með auglýsingunr. eins og íþróttafélögin gera og kannski ekki raunhæt'ur möguleiki. Þannig að það eru ekki miklir tjármunir sem menn hafa á milli handa í félögunum. Öll skátavinna er sjálfboðavinna." Hefur lítið breyst Við fáum okkur sæti og Páll segir, um leið að í grundvallaratriðum hafi hreyfingin lítið breyst, en hún taki auðvitað mið af breyttum tíðaranda hverju sinni. „Starfsemin snýst unr útilíf og umgengni við náttúruna. Síðan ber starfið þess merki yfir veturinn að menn em að undirbúa sig fyrir sumarið, en krakkamir læra þessi grundvallaratriði að geta bjargað sér sjálf." Er mikil þátttaka í skátastarfinu hér Eyjum? „Það hafa verið að meðaltali hundrað og fimmtíu skátar á aldrinum átta til fimmtán ára og hlutfall af árgöngum hefur verið alveg upp í tuttugu og fimm til þrjátíu og fimm prósent. Mest eru þetta yngri árgang- amir. því margir hætta og hverfa til annarra starfa. Það var gerð könnun fyrir nokkrum ámm síðan þar sem í ljós kemur að þátttaka í skátunr í Vestmannaeyjum er hlutfallslega mest á landinu. I Reykjavflc virðist þetta ekki ganga eins vel, sérstaklega í eldri hverfum, en gengur hins vegar ágætlega í nýjum bammörgum hverf- um.“ Mannframafmanni Páll segir að það sé ekki erfitt að fá krakkana til þess að taka þátt í skátastarfinu. Óft fari vinir saman, en einnig vegna þess að eldri systkini hafi verið skátar. Þannig spyrjist starfið út sem spennandi vettvangur fyrir ungt fólk. Hann nefnir einnig að rnargir foreldrar hafi verið skátar og bendi þá gjaman bömurn sínum á að ganga í skátafélög. En hvemig er innra skipu- Iag skátahreyfingarinnar? „Við byggjum starfið upp á flokka- kerfi. I hverjunr flokki em sex til átta skátar og fyrir hverjum flokki er flokksforingi, en þeir eru yfirleitt tveimur til þremur ámm eldri. þó er það ekki algilt. Þessir foringjar hafa nánast allir gengið í gegnurn einhvem skátaflokk. vaxið þar upp og farið á ýmis námskeið og. Það eru svo um fjórir skátaflokkar í hverri sveit og í sveitinni er ramminn í kringum skátastarfið þar sem hugað er að lausn ýmissa verkefna og hvemig þróa beri hvern flokk upp í því að ná tilteknu markmiði og einnig hvem einstakling innan flokksins. Fyrir sveitinni fer svo sveitarforingi sem hefur kannski einn eða tvo með sér og mynda sveitarráð með flokksforingjanum, þar sem skipulag til langs tíma fer fram og ekki síst fer frarn endurmat á því sem gert hefur verið og hvemig til hefur tekist. I Faxa eru starfandi fjórar sveitir, þar Nýi skálinn er hinn myndarlegasti og fellur vel að landslaginu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.