Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Page 13
Fimmtudagur 19. febrúar 1998 Fréttir 13 af er ein ungskátasveit, tvær almennar skátasveitir þar sem em fjórir tii fimm flokkar og ein dróttskátasveit sem er sveit eldri skáta sem bæði em starfandi foringjar og einnig almennir skátar. í dróttskátasveitinni em rnilli tuttugu og þrjátíu unglingar núna. Þetta er sveit sem við viljum gjaman að eflist enn frekar, því þessi sveit getur gefið félaginu þann auka kraft sem félagið þarf. Okkur hefur gengið illa að koma þessari dróttskátasveit af stað þangað til nú á síðasta ári.“ Hvemig er skiptingin milli kynj- anna? „Það er misjafnt en ég gæti trúað því að eitthvað halli á drengina, en við höfum bara aldrei sest niður og talið það.“ En er ekki mikil samkeppni um krakkana við aðra félagastarfsemi? ,,Ég hef tekið eftir því að þeir sem eru hvað duglegastir í starfinu hjá okkur setja ekkert fyrir sig að vera í íþróttum og öðm, en auðvitað eru einhverjir sem velja. Hins vegar sé ég önnur félög sem samstarfsaðila, því að það á alveg að vera hægt að vera í hvom tveggja. Þó er því ekki að leyna að þegar menn verða eldri fer það að verða kunningjahópurinn sem ræður meira um það hvernig þeir verja frístundum sínum. Samkeppnin er ánægðir með að fá að halda því.“ Páll segir að í hugsjón skátastarfsins felist grunnur sem byggður sé á trú hvers lands fyrir sinn anda. „Skáta- lögin og skátaheitið byggir mikið á slíkum hlutum og ef við berum þetta saman þá má fmna marga sanieiginlega fleti. A Norðurlönd- unum eru til KFUM- og KFUK- skátar. Þeir em kannski með eitthvað öðm vísi áherslur en í stómm dráttum eins og önnur skátafélög. Þó má ekki gleyma því að skátastarf er til líka þar sem kristin trú er ekki ríkjandi. Menn virða þá trú sem hver og einn hefur í hverju landi, en starfið byggir hins vegar á kristilegum siðferðisgildum um samskipti við náttúru og náungann." Páll segir að boðleiðir og upp- bygging félagsins sé mjög skilvirk og að þetta kerfi sem byggi svo mjög á hópvinnu á staðnum sem síðan er stjómað af einhverjum þar sem tveir eða þrír hópar vinna að einhverju markmiði. „Þetta hafa stórfyrirtæki tekið upp til dæmis við þróun gæðastaifs og ef menn skoða þróunina í kennslu í nýjum háskólum, þá er orðin miklu meiri áhersla á hópvinnu og að menn leysi verkefni saman. Þetta eru alveg sömu hug- myndimar sem ganga þama í gegn. Ársþing Landsbjargar var haldið í Eyjum fyrír nokkrum árum og þá þurfti að metta marga munna. fluróra og Eyglð uið pottana. kannski meiri þegar kemur því að afla tekna. Hefðin hefur gert það að okkur hefur tekist að halda okkar hlut nokkum veginn í hefðbundnum tekjuöflunum okkar, þó að samkeppni hafi verið þá getum við verið mjög Menn vinna að einhverju sameigin- legu markmiði, hvort sem það er að efla einstaklinga, eða gera fyrirtækið samkeppnishæfara og sterkara í samkeppninni. Nú segja menn að þegar fólk kemur út í atvinnulífið er Páll Georgsson í fullum skrúða með ungan skáta sér uið hlið. Félagar í Hjálparsueit skáta á æfingu, Jéhann, Sóley, Heimir og Sigurður Þérir. krafan sú að menn vinni saman.“ Með samvinnuna að leiðarljósi stöndum við upp og Páll sýnir mér skálann og hvemig skipan þar sé hugsuð. Uti skín sól enn á hjamið og bíllinn ósýnilegur í fyrstu. en kemur þó í Ijós að lokum. Við kveðjum unaðsreitinn og sjáum fyrir okkur syngjandi skáta við skálann og tjaldstæðin full af marglitum tjöldum, varðeld og gleðibros á hverju andliti. Við rennum í bæinn og á leiðinni segir Páll sögu af breskum manni sem kom til Vestmannaeyja fyrir nokkmm árum. „Hann gisti á farfuglaheim- ilinu. Þegar hann kemst að því að húsið er skátaheimili verður hann mjög ánægður. Og spyr hvort ekki sé hægt að kalla saman nokkra skáta í spjall við hann. Hann langaði að vita af starfinu héma og hvemig ungt fólk hefði það hér á landi. Eitt af því sem hann sagði okkur og kom unglingum hér í Vestmannaeyjum töluvert á óvart, að hann brýndi fyrir þeim að klára sitt skátastarf á sómasamlegan hátt, vegna þess að það væri frekar regla, en undantekning í Bretlandi að, þegar unglingur sækti um vinnu þá væri hann spurður hvort hann hefði einhvem feril í æskulýðsstarfi, eða verið skáti. Þessi ágæti Breti sagði að sín reynsla væri sú að stæðu menn frammi fyrir því að ráða tvo og annar hefði skátastarf að baki en hinn ekki, þá gengi skátinn fyrir. Hann brýndi þetta fyrir þessu unga fólki. Það væri hins vegar ekki nóg að hafa verið skáti, heldur það að menn klámðu sitt starf á sómasamlegan hátt. Það er mikið atriði fyrir unga fólkið að gæta þess að hlutimir gangi upp samkvæmt einhverjum góðum reglum. Ég er sannfærður um að eftir því sem sam- keppnin eykst og vinnumarkaðurinn að stækka og opnast á milli landa, þá á þetta eftir að hafa áhrif hér líka.“ Við erum komnir á leiðarenda. Þannig gengur allt upp að lokum, ef skipulagið er gott. Blaðamaður þakkar Páli leiðsögnina um skáta- heima, en tel mig knúinn til þess að spyrja að lokum: Stendur hið gull- væga sem sagt hefur verið um skátana, „eitt sinn skáti ávallt skáti"? „Já það getur þú fært í letur og sagt hverjum sem er. Þú sérð það að ég er búinn að starfa í hreyfingunni síðan ég var fjórtán ára og jafnvel þó að fólk hætti eða hverfi frá störfum af ein- hverjum ástæðum, þá fylgir skátahugsjónin öllum þeim sem komið hafa að hreyfingunni." Markmiðið að gera ungt fólk sjálf- stæða, virka og ábyrga einstaklinga Einar Örn Arnarsson sveitar- foringi Vestmanna og Freydís Vigfúsdóttir sveitarforingi Fífils eiga langt og mikið starf að baki í skátunum. Þau segja að starfið með hafi gefið þeim mikið. Þau segja að markmið skátastarfsins sem skátahreyflngin hafi sett sér, sé að leiða börn og ungt fólk til þroska svo að þau verði sjálf- stæðir, virkir og ábyrgir einstakl- ingar. „En það er ekki nóg að hafa göfug markmið, heldur þarf að ná þeim á einhvem hátt,“ segir Freydís. „Viðfangsefni þau sem skátum eru falin í skátastarfi em grundvölluð á stefnu al|ojóðabandalags skáta og markmiðum Bandalags íslenskra skáta sem grundavallar stefnu þess og skátalögunum." Einar Öm segir að nokkur atriði séu einkennandi fyrir skátastarfið. „Meðal annars byggir það á virkri þátttöku einstaklinga og þjálfun þeirra til þess að geta tekist á við verkefni við erfiðar og oft flóknar aðstæður. Við leggjum einnig mikið upp úr tengslum skátanna við þjóðfélagið, guð og ættjörð. Við byggjum einnig skipulagið á ákveðnu kerfi sem hefur reynst mjög skilvirkt, samábyrgð, útilífi og að saman fari nám og starf.“ „Einnig er rétt að muna,“ bætir Freydís við, „að skátahreyfingin leggur áherslu á að böm fái tækifæri til að stjóma eigin félagsstarfi og beri ábyrgð á því undir leiðsögn eldri foringja. En reglan er sú að foringi sé að minnsta kosti tveimur ámm eldri en þeir sem hann stjómar." Éinar segir að stundum megi merkja töluverðan mun á skátum eftir landshlutum. Hann segir að hér í Vestmannaeyjum hafi skátar alltaf lagt mikið upp úr því að þeir reyndu sig við erfiðar aðstæður, eins og Einar ttrn, Herdís, Freydís og Anna Jóna. upphaflega hugmyndin byggi á. „í Reykjavík megi oft finna fyrir því að skátar em ekki í mjög nánu sambandi við náttúruna. Það er mikið starf unnið innan hlýrra veggja skátaheimilanna og ef farið er í útilegur er ekið frá dyrum að upphituðum skálum út á landi. Þetta liafa stundum verið kallað litabókaskátar, eða skrifstofuskátar. í Vestmannaeyjum höfum við reynt að haga starfinu þannig að það megi reyna sem mest á skátann, þannig að ef hann stendur ífammi fyrir erfiðum aðstæðum geti hann leyst í vandamamálum án þess að slá upp farsímanúmeri og hringja eitthvað eftir hjálp.“ „Enda hefur það sýnt sig,“ segir Freydís, “og er almennt viðurkennt að fólk sem tekur þátt í sjálfboðahjálparstarfi af einhverju tagi kemur úr skátunum, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfsbjargarviðleitni úti í náttúrunni og hvers konar hjálp í viðlögum. Að því ógleymdu að vinna undir aga og að þekkja undirstöðuatrið í því að hlýða.“ En eru þið bjartsýn á framtíö skátastarfsins í Vestmannaeyjum? ,Já já. Ég held að við getum verið það,“ segir Einar Öm. „Hins vegar er því ekki að leyna að margir hafa hætt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að einhvem vettvang vantar fyrir eldri skáta. Að vísu er til dróttskátafélag sem er hefur verið mjög virkt undanfarið, en betur má ef duga skal.“ „Þess vegna hefur verið svolítill áhugi á því að stofna héma St. Georgsgildi, en hlutverk þeirra hefur verið að starfa sem eins konar styrktaraðili fyrir skátahreyfinguna og hins vegar að vera vettvangur starfs þar sem hægt er að sinna hugsjónum skátahreyfingarinnar án kröfu um að starfa sem foringi."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.