Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 19.02.1998, Síða 15
Fimmtudagur 19. febrúar 1998 Fréttir 15 Nú styttist óðfluga í úrslitakeppnina í Nissan deildinni og nú er spennan mest varðandi hvaða átta lið koma til með að komast í úrslit. Þrjú lið koma til með að berjast hart um úrslitasæti, en það eru ÍBV, Stjaman og HK. Eins gæti ÍR blandað sér í þessa baráttu. Miðað við gengi ÍBV undanfarið í deildinni ætti far- seðill í úrslitakeppnina að vera nokkuð öruggur en það má lítið út af bregða þar sem mörg lið eru í einum hnapp. Á föstudagskvöld spilar ÍBV við Amar Pétursson og félaga hans í Stjörnunni hér í Eyjum. Þetta verður án efa mikill baráttu leikur því að sigur er dýrmætur fyrir bæði lið. Þess má geta að Stjaman vann fyrri leikinn í Garðabæ og skoraði Eyjapeyjinn Amar Pétursson ein 9 mörk í þeim leik. En hvemig leggst leikurinn í Viktor Ragnarsson hjá handknattleiksdeild IBV? „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, það er ekki hægt að segja annað. Við gerum okkur grein fyrir því að Stjaman er með gott lið en við vitum líka að þeir geta verið mjög Eyjamenn tóku á móti neðsta og lélegasta liði deildarinnar, Breiða- blik, í Nissan deildinni síðastliðið miðvikudagskvöld. Fyrir leikinn var aðeins spurning um hve stór sigur IBV yrði og þó svo að Eyjamenn spiluðu á hálfum hraða allan leikinn, þá var sigurinn mjög öruggur, 35 mörk gegn 23. MörkÍBV: Zoltán Belánýi 12/5, Hjörtur Hinriksson 7, Guðfinnur Krismiannsson 6, Svavar Vignisson 4, Erlingur Richardsson 3, Robertas Pauzuolis 2, Haraldur Hannesson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskars- son 18. Hirtu öll stigin í Firðinum Eyjamenn lögðu leið sína í Kaplakrika á sunnudaginn var og mættu FH-ingum í Nissan deildinni í handknattleik. ÍBV spilaði geysilega vel í þessum leik og með Sigmar Þröst sem besta mann, sigruðu þeir sannfærandi, 24 - 26. Það er heldur betur stuð á Eyja- mönnum í handboltanum þessa dagana. Nú þegar hafa strákamir gloppóttir, sem sést best á því að þeir vinna okkur á útivelli en eru síðan í vandræðum með lið eins og Víking". Viktor sagðist vera mjög ánægður með vöm liðsins sem og mark- hirt öll stigin úr Firðinum, fyrst með því að taka Hauka í kennslustund og nú síðast FH í bráðskemmtilegum leik. ÍBV átti sigurinn svo sannarlega skilinn á sunnudaginn. Stemmn- ingin í liðinu var mjög góð og einnig lék liðið óaðfinnanlegan varnarleik. Fymi hálfleikur var í járnum og var staðan í háltleik jöfn, 12-12. Það sama má segja um seinni hálfleik en Eyjamenn vom ákveðnir í að sigra og höfðu það á lokasprettinum. Lokatölur 24 - 26. Sigmar Þröstur varengumlíkuríþessumleik. Hann varði 19 skot, skoraði eitt rnark úr hraðaupphlaupi og stöðvaði 3 sinnum hraðaupphlaup hjá FH- ingurn. Belló lék einnig vel og eins réðu Hafnfirðingamir ekkert við Svavar á línunni. Mörk ÍBV: Zoltán Belánýi 7/2, Robertas Pauzuolis 5. Svavar Vignisson 5, Guðftnnur Krist- mannsson 3, Erlingur Richardsson, Hjörtur Hinriksson 2, Sigurður Bragason 1 og Sigmar Þröstur Óskarsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 19. vörsluna að undanfömu. Litháinn, Robertas, væri að finna sig betur með hveijum leiknum og greinilegt væri að honum liði vel héma. „Það er ekki spuming að við ætlum okkur í úrslitakeppnina og strákamir hafa sýnt það í síðustu leikjum að liðið er að ná toppnum og ætla sér stóra hluti í ÍBV stelpur mættu liði Gróttu/KR, hér heima, í tveimur ieikjum í 1. deild kvenna um síðustu helgi. Sparnaðarráðstöfun réði því að báðir leikirnir fóru fram í Vestmannaeyjum. Því miður náðu Eyjastelpur ekki að nýta sér heimavöllinn og töpuðu báðum leikjunum, þeim fyrri 19 - 20 en seinni Ieikurinn endaði 15-19. Fyrri leikur liðanna var jafn og skemmtilegur. Gestimir höfðu reynd- ar undirtökin allan fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi, 9 -12. Eyjastelpur tóku sig síðan saman í andlitinu í síðari hálfleik og aðeins eitt mark skildi liðin að síðustu 15 mínútumar. Grótta/KR marði síðan sigur í lokin, 19-20 Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 7/2, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 4, Sara Ólafsdóttir 2, Unnur Sigmarsdóttir 1, Hind Hannes- dóttir 1. Varin skot:Eg!é Plétjiené 15/2 ÍBV stelpur byrjuðu seinni leikinn af miklum krafti en náðu ekki að fylgja því eftir. í stöðunni 4 - 2 snem deildinni. Eins höfum við verið einstaklega heppnir með Iítil meiðsli og vonandi verður svo áfram", sagði Viktor ennfremur. Þáttur áhorfenda er einnig mikilvægur og hvatti Viktor Vestmannaeyinga til að mæta vel á leikina sem eftir væru og hvetja sína menn til sigurs. gestimir blaðinu við og sigu rólega framúr. Staðan í hálfleik var 8 -11. Eyjastelpur tóku síðan aftur kipp í byrjun síðari hálfleiks en það fjaraði fljótlega út og Grótta/KR sigraði leik- inn örugglega, 15- 19. Mörk IBV: Sandra Anulyte 6/2, Ingibjörg Jónsdóttir 5/1, Stefanía Guðjónsdóttir 1, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 1, Sara Ólafsdóttir I og Eglé, markmaður, 1 mark. Varin skot: Eglé Plétjiené 13/1 ÍBV spilaði nokkuð góða vöm í þessum leikjum og markvarslan var góð. Aðalhöfuðverkur liðsins er sóknarleikurinn, sem er mjög fálm- kenndur og ómarkviss þessa stundina. Þess ber þó að geta að Andrea Atladóttir hefur ekki getað spilað á fullum krafti vegna veikinda og það munar um minna. Eglé stóð sig vel í markinu en hún er allt of bráð í að kasta boltanum fram. Til að dæma leikina voru fengnir tveir svartklæddir fýlupúkar að sunnan og fá þeir eina hauskúpu hvor, fyrir frammistöðu sína í leikjunum. Bjarsvætturinn enn á ferð Meistaraflokkur ÍBV í knattspymu lék einn æfingaleik um síðustu helgi. ÞámættuþeirliðiVíkingsog sigruðu 1-2. Sumarliði Árnason, fyrrverandi leikmaður ÍBV, kom Víkingum yfír í fyrri hálfleik en í snemma í seinni hálfleik jafnaði Sigurvin Ólafsson metin fyrir ÍB V. Það var sfðan gamli bjargvætturinn, Martin Eyjólfsson, sem tryggði Eyjamönnum sigur með marki í lokin. Elena líka valin Eins og frarn kom í síðasta tölublaði FRÉTTA, vom þær stöllur Ema Þorleifsdóttir og fris Sæmunds- dóttir, valdar í æfingahóp A-lands- liðs kvenna. Þess má geta að hin unga og efnilega, Elena Einisdóttir, var einnig valin í þennan æftnga- hóp. Þrjár í U-18 Þrjár Eyjastúlkur voru valdar til æftnga með landsliði íslands í hand- bolta, skipað stelpum 18 ára og yngri, um síðustu helgi. Það voru þær efnilegu Guðbjörg Guðmanns- dóttir, Kolbrún S. Ingólfsdóttir og Hind Hannesdóttir. Hermann frábær Hermann Hreiðarsson hjá Crystal Palace heldur áfram að gera góða hluti á Englandi. Síðastliðinn sunnudag mættu Palace menn Arsenal á útivelli í deildarbikarnum og urðu lokatölur 1 mark gegn 1. Hermann hafði hollenska snill- inginn Dennis Bergkamp í vasanum allan tímann og var kosinn maður leiksins í leikslok. Steinar samdi til tveggja ára Enn bætist við hópinn hjá íslands- meisturum ÍBV í knattspyrnu. Á mánudaginn skrifaði Steinar Guðgeirsson, sem spilað hefur undanfarin ár með Fram, undir 2ja ára samning við ÍBV. Mikill fengur er í Steinari og á hann án efa eftir að styrkja leikmannahópinn mikið. Steinar er 27 ára gamall og á að baki leiki með öllum landsliðum fslands. 6. fl.kv. aö gera góöa hluti Sá flokkur sem á einn besta árangur það sem af er vetri og hefur komið einna mest á óvart er ö.flokkur kvenna í handbolta. Helgina 6. - 8. febrúar vann a-liðið 1. deildina með glæsibrag, eftir að hafa lent í 2. sæti tvisvar áður. B-liðinu gekk ekki alveg eins vel og lenti í 7. sæti. Það breytir því þó ekki að stelpumar em ömggar í úrslitakeppnina, sent frarn fer í mars. Fróðlegt verður að fylgjast með þessum flokki, þar sem þar er á ferð efnilegur og sam- viskusamur hópur. Þjálfarar stelpn- anna eru þau Guðbjörg Guð- mannsdóttir og Óskar Jósúason. Tipparar að braggast á ný Árangur tippara hefur ekki verið uppá marga fiska undanfamar helgar, enda sjómannaverkfallið dunið á. Um síðustu helgi var allt verkfallsspjall á bak og burt og menn einbeittu sér að seðlinum af fullum þunga. Bar árangurinn þess merki og náðu Hengdur og spengdur, Maur, Dautt á Vatni og Kaffi klikk 9 réttum sem þykir gott á einfalda röð. Staðan í riðlum hópleiksins er eftirfarandi eftir 6 umferðir: A-riðill: Tveir flottir 42, Geiri Smart 41, Hengdur og spengdur 40, Bláa Ladan 38, Charlotta 37, Armenningar 36, Húskross 35, Rauðu djöflamir 35, Flug-eldur 34, Bommi og frú 33, Kertasníkir 33, Seinheppnir 33, Hurðaskellar 31 og Munda 30. B-riðill: Allra bestu vinir Ottós 40, Bæjarins bestu 40, Tvíbökur 39, Villta vestrið 39, Dautt á Vatni 38, Beiglaður ljósastaur 37. Klaki 37, Mariner 37, Hamar 36, Jójó 36, Snúmsniffaramir 35, Tveir á toppnum 35, Pömpiltar 34, Baukamir 32 og Dumb and dumber 31. C-riðilI: Burt með íhaldið 42, HSÞ 40, ER 39, Sig- bræður 39, A-team 38, Búðarráp 38, í vörina 38, Styðjum Roy Evans 38, Maur 37, Doddamir 35, ER- jrs. 34, Hænumar 33 og Gráni gamli 31. D-riðill: Reynistaður 42, Don Revie 41, ÍBV 41, K- tröllin 40, Austurbæjargengið 39, HH-flokkurinn 39, Jagama 39, Kaffi Ermasund 37, Frosti feiti 36, Kaffi klikk 36, Sigló-sport 36, Sveitasnakk 36, VSOP 35, Klapparar 32 og Guðmundur VE 31. Nú er lokið 6 umferðum af 10 og munu eins og áður 9 bestu raðimar gilda hjá hverjum hóp þ.e. að lélegasta röðin dettur út hjá hveijum hóp. Séu hópar jafnir í efstu sætunum þegar riðlakeppninni er lokið, munu lakari raðimar í keppninni skera úr um röð í sæti, sem og ef skera þarf úr um úrslit á einvheiju stigi keppninnar. Monrad-leikurinn hefur staðið yfir í 5 vikur og em línur eitthvað að skýrast þar, en úrslitin um sfðustu helgi vom eftirfarandi: Þmmað á þrettán - Sigfús Gunnar 6-11, Huginn Helga. - Haraldur Þór 9-8, Sig- bræður - Ólafúr Guðm. 8-7, Andy Cole - SiggÓli 8-0, Friðfinnur - Sigurjón Þork. 10-8, Eddi Garðars - Adólf Hauksson 8-0, Georg og fél. - Jakob Möller 11-8, Guðni Sigurðs. - Haukur Guðjóns. 9-9, Hengdur og spengdur - Bjössi Ella 11-9, ER - Klaki 9-7, Siguijón Birgiss - Hlynur Sigmars 0-8, Húskross - Kári Fúsa 7-8. Staða efstu keppenda er þannig: Andy Cole 15, Sigfús Gunnar 13, Hlynur Sigmars 12, Eddi Garðars 11, Friðfmnur 11, Guðji Sig 11, Huginn Helga 10 og Sig-bræður 10. Um næstu helgi drógust saman Adólf Hauksson - Friðfinnur, ER-Georg og fél.. Þmmað á þrettán - Sig- bræður, Haraldur Þór - Ólafur Guðm., Guðni Sigurðss. - Andy Cole, Sigg'ÓIi - Klaki, Haukur Guðjóns. - Siguijón Birgis., Huginn Helga - Hengdur og spengdur, Bjössi Ella - Hlynur Sigmars, Húskross - Sigfús Gunnar, Eggert Garðarss. - Jakob Möller og loks Siguijón Þorkels. - Kári Fúsa. Nú er bara að halda uppteknum hætti og bæta árangurinn. Nokkrir smávinningar komu hjá tipp- umm í Týsheimilinu um helgina og er vonandi að glæðast í þeim efnum hjá okkur. Potturinn hjá Islenskum getraunum hefur verið mjög stór undanfarið og því full ástæða að vera með í þessum skemmtilega leik. Munið bara að merkja við félagsnúmerið 900 og heitið þannig á ÍBV liluta sölulauna. Sjáumst annars hress á laugardag. Opið er frá kl. 10:00 - 14:00 og heitt er á könnunni. Getraunaþjónusta ÍBV Nissandeildin: Mikil sigling á IBV Fyrsta deild kvenna: Tvö töp gegn Gróttu/KR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.