Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 23. apríl 1998 ViIIt og sætt+pekingönd Ég þakka Pétri vini ntínum fyrir að minna mig á að bjóða sér í mat, ásamt því að þurfa nú að setja á blað uppskriftir þar sem ég er nú vanur sem sjálfstæður íslend- ingur að hita í örbylgju 1944 réttina eða nota það sem hendi er næst í matargerð. En það sem ég býð upp á er léttur humarforréttur og pekingönd Humarforréttur; Villt og sætt: Villt: 400 g skelflettur humar 1 bolli rifsber salt og pipar Humarinn er látinn liggja í berjunum í u.þ.b. 4 klst. þerraður og settur í eldfast mót. Salti og ögn af hvítum pipar stráð yfir. Settur í ofn við 240 gráður í 10 - 12 mín. Sætt: 400 g skelflettur humar karrý og paprikukrydd. 1 peli rjómi Humarinn er steiktur upp úr smjöri og kryddaður með karrýi og papriku eftir smekk. Rjóma hellt yfir og látið sjóða svolítið niður. Meðlæti með þessum forrétti er hvítlauksristað brauð sem er sett á miðjan disk til að skilja að villta og sæta humarinn Pekingönd: 1 önd 1/2 blaðlaukur 1 saxað hvítlauksrif 1 tsk. söxuð engiferrót I tsk. salt 1 msk. hoisinsósa 1 tsk. sesamolía I msk. sojasósa 1/2 tsk. fimmta kryddið 1/2 tsk. fimmta kryddið 3-4 msk. sykur 1/2 tsk. hvítur pipar sex kínasveppir 1 saxaðurlaukur Best er að láta öndina hanga í eldhúsi í 18 klst. Blandið saman salti og fimmta kryddinu og nuddið því vel inn í öndina. Leysið sykurinn upp í vatni. Öndin er léttsteikt í sykrinum þar til sykurinn hylur hana alla. Þá er öndin látin hanga þar til hún hefur þornað (u.þ.b. 1-2 tíma). Setjið öndina inn í ofn við 180 gráður og bakið hana í 50 mín. en veltið henni öðru hverju þannig að „legusár" myndist ekki. Þar næst er öndin skorin niður. Sveppimir eru saxaðir niður og lagðir í bleyti þar til þeir eru orðnir mjúkir. Pannan er hituð og laukurinn. blaðlaukurinn, engiferið og hvítlauk- urinn er steikt saman í 10 - 15 sek. Setjið 2 dl af soði á pönnuna og látið krauma. Bætið síðan út í salti og pipar, sojasósu og hoisinsósu og bragðbætið með sesamolíu. Gott er að setja Madeira í sósuna. Öndin er borin fram með hrísgrjónum, salati sem er að uppistöðu melóna, epli, kiwi, Þröstur Johnsen er sælkeri vikunnar muldar hnetur og þeyttur rjómi. Áður en ég var búinn að sjá þar síðustu Fréttir bankaði ég upp á hjá góðu fólki og var ég strax spurður af húsfrúnni hvort ég væri kominn til að fá uppskriftir. Það var ekki þá en nú ætla ég að þiggja þær bæði fyrir mig og ykkur lesendur góðir. Ég skora því á Laufeyju Bjarnadóttur vinnufélaga minn að vera næsti sælkeri. (Eftirréttur Þrastar verður því miður að bíða betri tírna vegna plássleysis í blaðinu). Sjúkraliðar athugið! Seinni hluti námskeiðsins HAND- OG LYFLÆKNISHJÚKRUN hefst mánudaginn 27. apnl (og þriðjudaginn 28. aprfl ef tveir hópar verða). Kennt verður í Framhaldsskólanum, skráning í aíma 481 1079 eða á staðnum. Kennslan hefst kl. 19.30 Námskeiðsgjald er 8000 kr. Skólameistari Utboð Húsfélagið Hásteinsvegi 60 - 64 óskar eftir tilboðum í utanhússklæðningu á norðurhlið hússins. Tilboðið felur í sér að skipta út gluggum, gera nýtt anddyri og klæða norðurhliðina. Hægt verður að hetja verkið strax og skal því verða lokið I. sept. 1998. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu P.Z: föstudaginn 24. aprit 1998, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð í verkið verða opnuð á Teiknistofu P.Z., í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, þriðjudaginn 5. maí 1998 kl. 14 e.h. og skulu tilboðin hafa borist 15 mínútum fyrir opnun. Húsfélagið Hásteinsvegi 60 - 64 Skrifstofustarf Höfum verið beðnir að leita eftir starfsmanni í fullt starf til skrifstofustarfa. Hlutastarf kemur til greina. Starfið felst aðallega í færslu bókhalds og launaútreikningum sjómanna. Starfið er kretjandi til sjálfstæðra vinnubragða. Æskilegt er að viðkomandi hati reynslu af sambærilegum störfum. Leitað er eftir einstaklingi með góða framkomu og frumkvæði. Skritiegar umsóknir berist til undirritaðs fyrir 4. maí 1998. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Öllum umsóknum verður svarað og með þær farið sem trúnaðarmál. Bárustíg 15, Pósthóf 122, 902 Vestmannaeyjum. Ólafur Elísson. löggiltur endurskoðandi Söngnámskeið Ingveldur Ýr Jónsdóttir, messósópransöngkona, heldur þriðja og seinasta söngnámskeið vetrarins í Tónlistarskólanum 23. - 28. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Guðmundi H. Guðjónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans, í síma 481 1841, en hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Skólamálafulltrúi NUNA HEIL Sjálfstæðisflokkurinn birti fyrir skömmu lista sinn fyrir komandi kosningar. Athygli vekur að á list- anum er mikið af nýju fólki sem leysir eldrí fulltrúa af hólmi. Eyjamaður vikunnar er einn úr þeirra hópi. Fullt nafn: Helgi Bragason Fæðingardagur og ár: 7. apríl 1971 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylduhagir: Býeinn, ásamt drekablómi sem að er að gefa upp öndina Menntun og starf: Stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Lögfræðingurfrá Háskóla íslands, þar af tók ég eina önn við Háskólann í Vínarborg í Austurríki. Vinn sem fulltrúi hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum, stundakennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og þjálfa einn flokk í handbolta. Laun: Samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Sféttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu. Helsti galli: Gleymi mér stundum, mamma segiroftaðégsé sauður. Helsti kostur: Passlega kærulaus. Uppáhaldsmatur: Grillaður humar, þjóðhátíðarkjötsúpa og lundinn frá Magnúsi bro koma fyrst upp í hugann.. Versti matur: Lifurog súrmatur. Uppáhaldsdrykkur: Gott koníak fer ekki illa ímig Uppáhaldstónlist: Led Zeppelin eru traustir Hvað er það skemmtilegasta sem að þú gerir: Ég hef gaman af því að ferðast og skemmta mér í góðra vina hópi. Hvað er það leiðinlegasta sem að þú gerir: Mér leiðist að strauja og hlusta á grobb í United mönnum. Vegna hagstæðra samnmga við móður mína og gengis Arsenal í ensku er því mjög bjart framundan. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón i happdrætti: Ég myndi byrja á því að fagna á viðeigandi hátt á erlendri grundu í ca. viku og svo myndi ég leggja mitt af mörkum til að laga bága fjárhagsstöðu Gullkistunnar, getraunasjóðs starfsfólks Stjórnsýsluhússins. Gullkistan er í molum vegna afskiptasemi „betri helmings“ starfsmanna. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Árni John- sen, Eyjamenn eiga honum margt að þakka Uppáhaldsíþróttamaður: Eyþór Harðarson (Dóri popp úr Eyjunum), hann leggur sig fram við að spila fyrir áhorfendur og kemur alltaf með eitthvað nýtt. Jón Logason átti mörg gullkorn og svo er Siggi bróðir alltaf að verða skárri í boltanum Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap: Já mörgum, m.a. er ég formaður Eyverja, félagi í KFS og svo er ég fæddur inn í Helliseyjarfélagið. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fóstbræður, Simpsons og 60 minútur. Uppáhaldsbók: Nú er ég að lesa Sögu tím- ans eftir Stephen Hawkins og hef gaman af. OLLUM Hver eru helstu áhugamál þín: Núna er það nr. 1 að kynna sér bæjarmálin þannig að maður geti tekið virkan þátt í kosningabaráttunni. Hvað metur þú mest í fari annarra: Hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra: Fals og grobb. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það er ekki slæmt á pallinum við Helliseyjarkofann í NV-blíðu með einn kaldan og sjá svo t/b Þrasa á miðunum. Hefurðu lengi haft áhuga á pólitík? Maður hefur fylgst með þessu helsta en í alvöru pólitík er ég nýgræðingur. Gafst þú kost á þér á listann eða var lagt að þér að taka sæti á honum: Uppstillinganefnd kom að máli við mig að fyrra bragði eins og við alla aðra sem á listanum eru, en þar sem ég er formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna átti ég von á því. Hvernig fara kosningarnar: Þetta verður barátta en eftir að hafa fundað með hinum frambjóðendunum er ég bjartsýnn. Listinn hefur að geyma góða blöndu af traustu fólki sem vill gera það besta fyrir Eyjarnar. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -D-listinn: Þeir sem vilja hag Eyjanna sem mestan ættu að setja X þarna fyrir framan þann 23. maí. -Kosningar: Núna heilsar maður öllum. -Vestmannaeyjar: Staðursem maðurer stolturaf aðgetakennt sigvið. Eitthvað að lokum: Ég vil hvetja ungt fólk til að kynna sér aðstöðuna sem Eyverjar eru að koma sér upp í kjallara Ásgarðs, hún kemuráóvart. Til sölu Vesturvegur 28 Til sölu notalegt einbýlishús 91,2 m2. Nýstandsett að utan með frágenginni lóð. Mjög góð áhvílandi lán geta fylgt, stækkunarmöguleikar. Upplýsingar í síma 481 1476 eða 893 1746 Þann 24. apnl fyrir 30 árum eignuðust 2 systur drengi. (Frá vinstri nr. 4 & 5) Til hamingju með 60 árin. Ættingjarnir HIÍACHI MIDSTOSilN Strandvegi 65 Sími 481 1475

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.