Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. apríl 1998 Fréttir 19 Það Iá spenna í loftinu í safnaðarheimili Landakirkju eftir hádegi á sunnudaginn. Kl. tvö stóð fyrir dyrum önnur fermingar- messan þennan dag sem var fyrsti dagurinn af þremur fermingar- dögum í kirkjunni á þessu vori. Fermingarbörnin tíndust inn eitt af öðru með foreldrum sínum. Þennan eftirmiðdag áttu 11 böm að fermast, sjö stúlkur og fjórir drengir og voru þau öll mætt upp úr klukkan eitt. Drengimir vom klæddir í ný jakkaföt og stúlkumar í nýja kjóla og allarhöfðu þærfarið í hárgreiðslu um morguninn. Þar tóku Ása Sigur- jónsdóttir og Ema Jónsdóttir við þeim og klæddu þau í fermingar- kirtlana. Eftir að mömmumar höfðu lagt lokahönd á útlit bamanna, sem voru þann mund að komast í full- orðinna manna tölu, komu prestamir, Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjami Karlsson. Byrjað var á að stilla upp í myndatöku og að henni lokinni fór franr lokaæfing fyrir athöfnina. Jóna Hrönn og Bjami gáfu bömunum nokkur góð ráð og lögðu áherslu á að nú væri allt undir þeim komið að athöfnin færi sem best fram. Að því loknu gekk hópurinn í röð upp í kirkjuna þar sem fermingar- bömin settust inn í kórinn og at- höfnin hófst með söng Kórs Landa- kirkju. Fermingin fór fram með Að komast í fullorðinna manna tölu 9 CEE? hefðbundnum hætti. Jóna Hrönn predikaði og lagði áherslu á mikil- vægi fermingarinnar og gaf böm- unum nokkur heilræði í veganesti út í lífið. Eitt og eitt í einu voru bömin fermd, öll stóðu sig með prýði, eng- inn flissaði og athöfninni lauk með því að bömin gengu til altaris ásamt foreldrum og fleira skyldfólki. Á eftir var aftur stillt upp til myndatöku og heillaóskum rigndi yfir unga fólkið og foreldrar skiptust á hamingjuóskum. Yfir öllum var ákveðinn léttir og framundan voru fermingarveislur með gjöfum, skeytum og góðum veitingum. Fermingardagurinn er eitthvað sem aldrei gleymist og allir leggjast á eitt um að minningin um þennan dag verði sem björtust. Sumum finnst nóg um tilstandið og segja umfang fermingarinnar komið langt út fyrir allt velsæmi en einhvers staðar stendur að það dýrmætasta sem við geturn gefið bömunum okkar séu góðar minningar. Vel heppnaður fermingardagur er gott innlegg í sjóð minninganna þannig að segja má að tilgangurinn helgi meðalið. Síðasta æflng fyrír sjálfa athöfnlna. I--------------------------- [ Hvemig það er að fermast Jessv og Magnea Traustadóttir móðir hennar og Guðlaug Arnbrúður og Hrönn Gísladóttir mððir hennar. | Jessý Friðbjarnardóttir fermdist ■ síðastliðinn sunnudag. Hún segir að ■ undirbúningurinn fyrir ferminguna I hafi staðið frá því í haust og það hafi _ verið mjög skemmtilegur tími. „í I fermingarfræðslunni er okkur kennd i ýmis grundvallarviðhorf og kenn- ■ ingar kristninnar, sem er nauðsynlegt I að vita fyrir kristinn mann. Við _ lærðum meðal annars trúarjátning- I una, tvo sálma, Ó þá náð að eiga Jesú I og Eigi stjömum ofar og svo verður 1 maður auðvitað að kunna boðorðin I tíu. Mér fannst hins vegar erfitt að I læra sálmana. Sérstaklega annan I þeirra vegna þess að mér fannst lítið I samhengi í honum.“ Komu foreldrar þínir eitthvað að | undirbúningi fermingarinnar? „Já það voru haldnir fundir með I foreldrum og stundum kannski of I mikið af þeim, en þetta var allt í lagi. 1 En margir foreldrar höfðu ekki alltaf | tíma til þess að koma á þessa fundi. ■ En svo tókum við próf í efninu sem I við höfðum farið í um veturinn. Það I_____________________________________ ná því allir. Ég held að enginn hafi nokkum tíma fallið og ekki fengið að fermast. En það var gert margt skemmtilegt í fermingarfræðslunni. Einu sinni vorum við heilan dag og þá var farið í leiki og reynt að koma dálitlum léttleika í undirbúninginn." Ertu mjög trúuð? ,.Já það held ég, þó ég fari kannski ekki í kirkju á hverjum degi. En það var mikill hátíðleiki í kirkjunni og mjög gaman að fá alla ættingja sína og vini í kirkjuna og í veislu á eftir. Það var líka sungið mikið í kirkjunni, en ég var ekkert sérstaklega snortin af einhverjum anda. En þetta var samt mikill hamingjudagur." Guðlaug Arnþrúður Guðmunds- dóttir fullgilti líka skímarsáttmálann með því að fermast á sunnudaginn var. Hún segir að athöfnin hafi verið mjög eftirminnileg, en að hún komi ekki til með að breytast neitt sérstaklega. „Ég verð áfram sama góða stelpan og ég hef verið hingað til. En mér er minnisstæðast úr kirkjunni söngurinn og þegar ég fékk töfluna við altarið. Annars var þetta ósköp venjulegt eins og maður er vanur úr kirkjunni." En hvemig var undirbúningnum háttað í vetur? „Við þurftum að læra öfgamikið, en svo var skylda að læra utan að tvo sálma. Svo lærðum við Litlu biblíuna og þurftum að kunna hana. Þetta eru eins konar boðorð, svo elskaði guð heiminn og svo framvegis. Svo var farið yfir ævi og störf Jesú.“ Guðlaug Amþrúður segist vera trúuð á guð og fari alltaf með systmm sínum í bamamessu á morgnana og foreldrum sínum í messu klukkan tvö á sunnudögum. „Svo hef ég farið í rokk- og poppmessur sem eru mjög skemmtilegar." Finnst þér að það mætti hafa rokkhljómsveit til þess að spila í fermingunni? , JJei það finnst mér ekki. Þetta var ágætt eins og það var.“ Guðlaug Arnþrúður segir að það hafi komið um hundrað manns í fermingarveisluna. „En það komu ekki margir af fastalandinu. vegna þess að fólkið vildi treysta á flug, en það voru margir sem ekki komust vegna þess að ekki var hægt að fljúga." Hún segir að foreldramir hafi komið á nokkra foreldrafundi í tengslum við ferminguna, en bara einu sinni í kirkjuna, þegar verið var að æfa altarisgönguna og máta kyrtlana. „Svo var líka skylda að mæta í nokkrar messur vegna undir- búningsins og þá áttu foreldramir að koma líka.“ _____________________________________I Frambjóðendur rifja upp fermingardaginn Skeytin skiptu mestu máli Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, sem skipar 3. sæti lista sjálfstæðismanna. fermdist 19. maí 1968 og í minningunni var sól og blíða þennan dag. Jóhann Hlíðar fermdi Sigrúnu en þegar gengið var til altaris á þriðjudeginum voru báðir prestarnir, Jóhann og Þorsteinn Lúter Jónsson, við athöfnina. „Ég svaf með stórar rúllur í hárinu nóttina fyrir fermingardaginn," segir Sigrún hlæjandi. „Þær voru með stórum göddum sem stungust inn í heila að mér fannst og tróð ég svo mörgum koddum undir mig að segja má að ég hafi sofið lóðrétt.“ Fermingarkjóllinn var hvi'tur með rennilás að framan og blúndu yfir og stuttur eins og ti'skan bauð á þessum ámm. Hún fékk líka dökkgræna fermingarkápu. „Þetta var fyrsta eða annað árið sem boðið var upp á kalt hlaðborð í fermingarveislum hér íEyjum. Man ég að Birgir Pálsson í Þingholti sá um veisluna." Sigrún Inga segist einna helst muna eftir sjálfri fermingunni vegna þess að henni fannst mikil ábyrgð fylgja því þegar hún var spurð að því hvort hún vildi gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. „Gjafimar voru mest skartgripir en ein gjöfin er mér mjög minnisstæð, kálfskinn frá Lúllu í Skuld til að hafa framan við rúmið í herberginu mínu. Ég notaði það sem gestabók og lét alla gestina í fermingarveislunni skrifa á skinnið. Kom það aftur í leitimar þegar ég flutti til Eyja um árið. Ég man ekki til þess að við krakkamir værum að metast um hvað mikla peninga við fengum en skeytin voru stóra málið. Ég fékk tæplega 100 skeyti og ef ég man rétt fékk ég næstflest. Anna Dóra Kristinsdóttir fékk að mig minnir flest skeytin," sagði Sigrún Inga um fermingardaginn sinn. Flensan setti mark ádaginn Lára Skær- ingsdóttir, sem skipar fjórða sæti á Vest- mannaeyja- listanum, fermdist 24. apríl 1983 og á því 15 ára fermingarafmæli á föstudaginn. Hún segir Kjartan Örn Sigurbjörnsson hafi fermt og þennan dag var ágætisveður. Fermingarfötin voru hvítur blúndukjóll, grænn jakki og skór í sama lit. En skuggi hvfldi yfir deginum þvf Lára segir að mikil og skæð flensa hafi herjað í bænum. , Jvlamma var veik, ég var veik og margir fleiri úr fjölskyldunni. Komst ég m.a. ekki í altarisgönguna sem var daginn eftir,“ segir Lára. Lára segir að nokkur bamanna hafi verið veik í' fermingunni og leið yfir eina stúlkuna og ein neyddist til að snýta sér í sjálfan blúndukiúttinn. „En þetta var voðalega hátíðleg stund og auðvitað var maður taugaóstyrkur að standa fyrir framan allt fólkið í kirkjunni." Að fermingunni lokinni var boðið upp á kaffi heima hjá foreldrum Láru. Þar gisti mikið af gestum sem komu úr Reykjavík. „Ég fékk mikið af gjöfum. svefnsófa, gardínur og teppi á herbergið mitt. Ég var mjög ánægð með þessar gjafir og ég fékk líka, hringi, skartgripi, skartgripaskrín, bjútíbox og bambustól. Þá fékk ég rúmlega 100 skeyti." Þegar Lára er spurð að því hvað henni sé efst í huga frá þessum stóra degi í lífi kernur hún aftur að veikindunum. „Svo var þetta allt mjög hátíðlegt og við kunnum vel við prestinn. Það var virkilega skemmtilegt að fermast hjá séra Kjartani Emi,“ segir Lára að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.