Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 23. apríl 1998 Ottast ekki orinsældir -segir Arnar Sigurmundsson sem nú hverfur úr bæjarstjórn. I viðtali við Fréttir segist hann hafa verið óhræddur við að lóta brjóta ó sér í erfiðum mólum Samtökin 78: Stónieldi í bæjarmálapóltík Vestmannaeyja í tuttugu ár. F.v. Ragnar, Guðmundur Þ.B. .Georg Þár ogArnar Arnar Sigurmundsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tilkynnti nýlega þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér á lista flokksins í kosningunum í vor. Arnar hefur komið víða við sögu í pólitík og athafnalífi Vestmanneyja í langa tíð og verið frumkvöðull og mótandi í mörgum mikilvægum málum fyrir Vestmannaeyjar allt frá árinu 1973. Fréttir tóku hús á „Það er rétt að ég hef víða komið við sögu,“ segir Amar. „Starf mitt í seinni tíð er með þeim hætti að ég hef unnið aðallega hjá Samtökum fiskvinnslu- stöðva og hins vegar fyrir fisk- vinnslustöðvamar í Eyjum. Til við- bótar þessu var ég kjörinn formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins síðasta haust. Þettaer megin- uppistaðan í minni vinnu, en þessu fylgir seta í ráðum og nefndum fyrir fiskvinnslustöðvamar og VSÍ. Þá hef ég átt sæti í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja og verið formaður stjómarsíðan 1992. Þessu öllu fylgir mikill og óreglulegur vinnutími og maður þarf oft að vera á þeytingi milli lands og Eyja.“ Miklar breytingar Arnar segir að í vor verði mikil tíma- mót í bæjarstjórn, þar sem fyrir liggur að þrír af þeim fjórum bæjarfulltrúm sem komu nýir inn íbæjarstjóm 1978 munu ekki verða meðal bæjarfulltrúa eftir kosningar í vor. „Þegar ég varð bæjarfulltrúi 1978 og varð í efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokknum eftir próf- kjör varð einnig mikil endumýjun í bæjarstjóm. Af tjórum bæjarfulltrúm flokksins voru þrír sem komu nýir inn. Auk mín voru það Gísli Geir Guð- laugsson og Georg Þór Kristjánsson. en Sigurður Jónsson hafði komið inn fjórum árum áður. Við fjórir vorum á aldrinum frá 28-38 ára og tilbúnir að veita meirihluta bæjarstjómar mikið og gott aöhald. En þá hafði verið vinstri meirihluti í bæjarstjóm mest- allan tímann frá 1966. Fyrir Alþýðu- bandalagið komu inn tveirnýir menn, Sveinn Tómasson og Ragnar Óskars- son og fyrir Alþýðuflokkinn kom Guðmundur Þ. B. Ólafsson nýr inn og síðar Tryggvi Jónasson sem tók sæti Magnúsar H. Magnússonar eftir að Magnús var kjörinn á þing. Fulltrúi Framsóknar var Sigurgeir heitinn Kristjánsson og hafði hann þá setið tjögur kjörtímabil í bæjarstjóm.“ Slæmt gengi flokksins Arnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi yfirleitt gengið illa í þessum kosningum fyrir tuttugu árunt og missti flokkurinn meðal annars meiri- hlutann í Reykjavík. „Við þóttumst góðir að halda okkar fylgi. Kjör- tímabilið 1974 - 1978 hafði verið mjög erfitt. Flokkurinn íEyjum varð fyrir miklu áfalli þegar tveir bæjarfulltrúar flokksins í fyrsta og öðru sæti, Sigurður Jónsson og Einar Haukur Eiríksson fóru í samstarf með vinstri meirihlutanum. Prófkjörið var hins vegar látið skera úr um það hvaða menn völdust svo á listann. Einar Haukur var farinn úr bænum þegar prófkjörið var en Sigurður hélt sínu manninum vegna þessara tímamóta og báðu hann að líta yfir tuttugu og fimm ára feril sinn sem áhrifamaður á mörgum sviðum atvinnulífsins og bæjarmálum. Þess má geta að Arnar var einn af stofnendum Eyjaprents og Frétta fyrir aldarfjórðingi, en þetta mun vera fyrsta ítarlega viðtalið sem birtist við hann í blaðinu í tæplega 24 ára sögu þess. sæti. Þetta vom miklir umbrotatímar í kjölfar gossins 1973 og mikil upp- bygging hjá bænunt. fyrirtækjum og einstaklingum, hitaveituframkvæmd- ir og uppgjörsmál vegna gossins tóku mikinn tíma.“ Saganedurtekursig Amar segir að nú tuttugu árum síðar, þá sjáist það að fjórir af þessum sjö nýliðum, sem komu 1978, sitja enn í bæjarstjóm. „í fyrsta lagi má nefna Ragnar Óskarsson sem setið hefur í sextán ár og fjögur ár sem vara- bæjarfulltrúi. Guðmundur Þ.B. Ólafs- son hefur einnig setið í sextán ár og tjögur sem varabæjarfulltrúi, Georg Þór Kristjánsson er búinn að sitja í sextán ár og sjálfur hef ég setið í tæp ellefu ár í bæjarstjóm og liðlega ftmm ár sem varabæjarfulltrúi. Það stefndi í að við hættum allir núna, en sú breyting hefur orðið á að Ragnar gaf kost á sér á ný. Ef maður skoðar listana eins og þeir hafa verið birtir í dag. þá vekur athygli hin mikla endur- nýjun að það eru ellefu ný nöfn á hvomm lista af fjórtán manns sem em í framboði. Nú em aðeins tveir listar í framboði, sem er í fyrsta skipti í áttatíu ára sögu bæjarins. Þetta em því óvenju skýrir valkostir fyrir kjósendur í Eyjum." Attur inn „Það var mikil breyting að koma inn aftur. Bæjarfulltrúum hafði verið fækkað úr níu í sjö 1994 að tillögu Sjálfstæðisflokksins og eðlilegt að spurt sé hvemig sú breyting hafi reynst. Eg tel mig geta dæmt nokkuð um það sjálfur. Mín reynsla eftir tæpa þriggja ára setu í bæjarstjóm með sjö fulltrúum er sú að þessi breyting hafi verið af hinu góða. Eins og þetta hefur verið er meirihlutinn myndaður með fjómm fulltrúum og jafnmörgum varafulltrúum og kallar þetta á mun meiri vinnu. Það getur enginn skorist úr leik og ákveðin verkaskipting er nauðsynleg. Annað sent hefur tekist vel við þessa fækkun, að minnsta kosti hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn er að þetta kallar á meiri hópvinnu með varabæjarfulltrúum og þeir þess vegna orðið mun virkari en áður. Meiri- hlutahópurinn skiptir formennsku í nokkrum mikilvægustu nefndum á milli sín. en varafulltrúar og ýmsir aðrir koma þar einnig við sögu. Þessi valddreifing er af hinu góða, auk þess sem fækkun bæjarfulltrúa og fækkun nefnda hefur haft töluverðan spamað í för með sér.“ Mörgspennandiverk- efní á kjörtímabilinu Arnari finnst að á þessu kjörtímabili þegar hann kom inn f bæjarstjóm aftur hafi mörg mjög spennandi verkefni verið að glíma við. Nefnir hann sér- staklega þá ákvörðun Alþingis að sveitarfélögin tækju yfir rekstur grunnskólanna. „ Eg var og er mjög hlynntur yftrfærslu grunnskóla til sveitarfélaganna. Þessi fylgdi einnig að við þurftum að taka ákvörðun um stofnun eigin skólaskrifstofu og ráða okkar eigin sérfræðinga. Mjög vel hefur tekist til með ráðningu skóla- málafulltrúa, námsráðgjafa, kennslu- ráðgjafa, en fyrir var skólasálfræð- ingur, en allt er þetta úrvalsfólk. Annað sem gerir yfirtökuna spennandi er að skólamir hérna eru heppilegar rekstrareiningar með um 400 nem- endur í hvorunt skóla. Samstarf við skólastjómendur og annað starfsfólk skólanna hefur gengið ágætlega. Þá var ráðist í algjöra endumýjun á elsta hluta Bamaskólans sem byggður var 1917 og skólinn endurvígður síðasta haust. Lofað var fyrir síðustu kosn- ingar að koma hér á fót Listaskóla, sem nú er að komast í fullan gang og gaman til þess að vita að húsnæðið við Vesturveg er sífellt meira notað og mikil fjölgun hefur orðið í tónlist- ardeild skólans eftir að flutt var í nýja húsnæðið. Myndlistamámskeið eru nú komin af stað og Samkórinn og lúðrasveitir hafa æfingaaðstöðu í húsinu. Þá þykir hátíðarsalur skólans henta vel fyrir ýmiss konar starfsemi, svo sem tónleika, tónfundi og ráðstefnur. Nú er unnið að því að bæta hljómburð í salnum og koma upp bættri aðstöðu vegna fundarhalda. Framkvæmdum við húsið er að sjálf- sögðu ekki lokið og í næsta mánuði fer fram útboð á utanhúseinangrun og síðarþarfað ljúka framkvæmdum á efstu hæð og koma upp lyftu. Framundan er einnig að efla mynd- listardeildina og að nýta vesturhluta hússins. Éghefrætt þær hugmyndir í skólamálaráði um að koma á fót einhvers konar listasmiðju þar.“ Mótun samfelldrar skólastefnu á lokastigi Nýrrar bæjarstjómar bíða mjög mikil- væg verkefni í skólamálum við áframhaldi framkvæmdir og stækkun Hamarsskóla og Bamaskóla vegna einsetningar gmnnskóla sem á að vera lokið árið 2003. Þetta telur Amar mjög viðráðanleg verkefni á næstu fimrn árum. „Eitt af fyrstu verkefnum eftir að ég tók við formennsku í skólanefnd var að sameina tvær skólanefndir undir skólamálaráð og um síðustu áramót bættist síðan rekstur leikskóla við verkefni ráðsins. A næsta fundi skólamálaráðs verður lögð fram tillaga um heilstæða skólastefnu Vestmannaeyjabæjar, sem unnið hefur verið að undanfama rnánuði og nær hún frá leikskólum til grunnskóla og samstarf um fram- haldsskólamenntun auk Listaskóla og fullorðinsfræðslu. Við verðum senni- lega með fyrstu sveitafélögunum sem leggja fram slfka heilstæða stefnu. Þetta er orðið brýnt verkefni ekki síst í ljósi þess að eftir að Skólamálaráð yfirtók rekstur leikskólanna. Samfara þessum breytingum hefur samstarf skóla- og menningarmála hjá bænum verið aukið.“ Miklir umbrotatímar í sögu bæjarfélagsins Ef litið er til áranna strax eftir gos má segja að Vestmannaeyjar hafi verið í sárum. Samfélagið var nánast lamað og uppbygging að hefjast og þú varst framkvæmdastóri Viðlagasjóðs hér í Eyjum, ertu sáttur við það hvemig til hefur tekist þegar þú lítur til baka? „Já ég held ég verði að segja það. Auðvitað eru skin og skúrir í þessu. eins og öðru á þessum árum. Ég tel að margt hafi tekist vel við gríðarlegt uppbyggingarstarf í Eyjum. Það sem helst hefur síðar valdið áhyggjum er þróun íbúafjölda, en spár um íbúa- fjölda í Vestmannaeyjum eftir gos gerðu ráð fyrir að við myndum ná tölunni 5000 nokkrum árum eftir gos. Fljótlega varð íbúafjöldinn yfir 4000, en síðan má segja að eftir eftir að íbúatalan hafði náð 4600 haft hún dansað á bilinu 4600-4800. Margir hlutir hafa gengið gegn lands- byggðinni á síðari ámm og við ekki farið varhluta af því í þessari þróun. Vestmannaeyjar hafa lent í þessu þrátt fyrir það að hér er hvað minnst atvinnuleysi á landinu og meðaltekjur háar. Auðvitað hefur maður áhyggjur af þessari þróun, en þetta er yandamál allrar landsbyggðarinnar. Á vinnu- markaði í Eyjum er töluverð breidd, en það má ekki gleynta því að um 40% starfa hér eru tengd sjávar- útvegi.“ Amar segir einnig að nokkuð hátt hlutfall vinni við þjónustu og mun hærra en í flestum sjávarplássum. Hins vegar sé það aukin fjölbreytni atvinnulífs og minnkandi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu sem hefur dregið fólk til sín í seinni tíð. Uarnarbarána dreitbýlisins „Þetta á ekki síst við um störf sem tengd em gífurlegum umskiptum á fjármálamarkaði og tölvu- og upplýsingaþjóðfélaginu. Þrátt fyrir það að stjórnvöld séu að tala um að fara með opinberar stofnanir út á land hefur ekki mikið gerst í þeim efnum. Það verður fyrst og fremst með fruntkvæði heimamanna ef okkur á að takast að snúa vöm í sókn. Við í Eyjum höfurn háð vamarbaráttu vegna þessarar þróunar og stöndum betur að vígi en flest önnur sjávar- útvegspláss á landinu. Stofnun Rann- sóknasetursins. Þróunarfélags Vest- mannaeyja. Útgerðarfélags Vest- mannaeyja hf. og nú síðast Athafna- versins eru í senn vamar- og sóknar- viðbrögð til þess að tryggja atvinnulíf í Eyjum. Jafnframt rnegunt við ekki gleyma athafnasemi einstaklinga og fyrirtækja sem öll miðar að því að treysta stöðu Eyjanna." Krefjandistarfsem afiarfæstumvinsælda Nú er oft sagt að þú sért ntaður sem stjórni öllu í Sjálfstæðisflokknum. Það skipti engu máli hver er bæjarstjóri eða í bæjarstjóm. þú haldir í alla þræði. Ef svo er verður svo áfram þrátt fyrir að þú sért að hætta beinum afskiptum í bæjarstjóm? „Þetta er rétt að stundum er sagt að ég ráði oft miklu innan Sjálf- stæðisflokksins í Eyjum hvort sem ég hef verið í bæjarstjóm eða ekki. Ég

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.