Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 2
z OTLÖÍÍUJ! VtMNMA CO M Fimmtuda.aur 4. júnf 1998 Jóhann Pétursson, lögmaður: Að miklu leyti vegna félagsskaparins. En svo koma fyrir atvik eins og þegar maður hittir kúluna sérstaklega vel, hún fer eins og hún á að fara. Þáfinnurmaður ástæðuna fyrir þessu. Fríða Dóra Jóhannsdóttir, verslunarmaður: Af þvf að ég hef gaman af því. Mjög gaman. Þuríður Bernódusdóttir, skrifstofumaður: Þetta er skemmtilegt, bæði útivera og góð hreyfing. Ég er mikið fyrir hvort tveggja og svo er ákveðinn spenningur sem fylgir golfmu. Stefán Sævar Guðjónsson, matreiðslumaður: Það er svo skemmtilegt og lfka af því að ég er svo góður. Einn kcppenda í fyrra var Rie Kikouka Roizard en hún á goifvöli í Luxemburg. hún sagði að völlurinn væri „næstum eins góður og völlurinn hennar.“ Hér mundar hún sig á flöt og Kristján Ólafsson fylgist spenntur með. í fyrra ákvað stjóm GV að efna til nýmælis, svonefndrar Kvennaparadísar í Eyjum. Oft hefur verið um það rætt að fleiri konur vantaði í golfið og því ákváðum við að efna til sérstaks móts sem væri ætlað konum. Þátttaka var mjög þokkaleg og almenn ánægja þátttakenda með þessa nýbreytni. Því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Kvennaparadísin verður haldin dagana 12.-14. júní nk. Hún hefst þann 12. júní með Hatta og kjólakeppni og verða leiknar níu holur á gamla vellinum. Ætlast er til að keppendur „dressi sig vel upp" fyrir keppnina eins og nafn hennar gefur til kynna. Rétt er að taka fram að eiginmenn keppenda eiga þess kost að taka þátt í sérstöku móti á sama tíma og munu þeir þá leika níu holur á nýja vellinum. Þetta er gert vegna eindreginna óska. Þann 13. júní verður svo aðalmótið, Opið mót, leiknar 18 holur með og án forgjafar. Og 14. júní verður Kvennaparadís haldið áfram með frjálsu spili. Verði hefur verið stillt í hóf fyrir Kvennaparadísina. Þátttökugjald er einungis 3500 krónur og er þá innifalin öll spilamennska á mótinu og sameiginlegur kvöldverður á laugardagskvöld. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir besta árangur með og án forgjafar. Konurnar hafa oft verið skrautlega klæddar í Hatta- og kjólakeppninni. Kolbrún Sól og Kata Harðar í stuði. Þetta mót er nú haldið í þriðja sinn og er greinilega komið til að vera. Fjöldi útlendinga tók þátt í mótinu í fyrra og lauk miklu lofsorði á völlinn og alla skipulagningu mótsins. Þá vöktu sérstæð verðlaun ánægju fólks. Mótið hefst föstudaginn 10. júlí með æfingahring, móttöku í golfskála kl. 20 og miðnæturgolfi kl. 21.30, þrjár holur með forgjöf. A laugardag 11. júlí hefst sjálft mótið og er fyrsti rástími kl. 08.00. Kl. 20.30 er kvöldverður í golfskála. Á sunnudag kl. 08.00 er fyrsti rástími síðari dags og kl. 17.30 verður verðlaunaafhending og inótsslit. Goltskóli GV 1998 fyrir 7 - 14 ára Golfkennslaerhafinfyrirstúlkurogdrengi 14 ára og yngri. Þessi starfsemi hefurverið á dagskrá GV undanfarin ár og notið mikilla vinsælda enda hentar golfíþróttin ekki síst ungu fólki. Námskeiðin eru á tímanum 10 -12 og 13 -15 á virkum dögum og verða út júní, júlí og ágúst. Öll kennsluáhöld innifalin, þ.á.m. kylfurog boltar Verð kr. 6000,- Grillveisla verður í lok hvers námskeiðs. Þátttakendur fá viðurkenningarspjald og verða félagar í Golfklúbbi Vestmannaeyja Aðalleiðbeinandi er Gary Brooks, golfkennari, og honum til aðstoðar félagar úr Golfklúbbi Vestmannaeyja 4* Heriólfiur «481 2800 - Fax 481 2991 HREIÐRIÐ GISTIHEIMILt L Faxastíg 33 Velkomin ti mm. I |U ^XstMuimumjjcáœjr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.