Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 1
GOIUUW vniifl ara GV 6 Opinn da almenningTijá GV gur fyrir i niá GV I þessu blaði langar okkur til að kynna fyrir ykkur, lesendur góðir, eitt virkasta íþróttafélagið í Vestmannaeyjum, Golfklúbb Vestmannaeyja. Kannski ert þú, sem þetta lest, einn af þeim sem alltaf hefur verið á leiðinni f golftð. Sagt við sjálfan þig áhverju ári: „Nú læt ég verða af því, nú helli ég mér í golfið í sumar." Svo hefur þurft að mála húsið og slá blettinn og fara í sumarfrí og áður en þú veist er sumarið liðið og þú hugsar með þér: ,Jæja, ég fresta þessu þá bara um eitt ár." Þeir eru líka margir sem hugsa með sér: „Golf, er það ekki einhver heldri rnanna íþrótt (eitthvað svona eins og laxveiðar) sem bara bankastjórar, forstjórar og útgerðarmenn stunda? Er það nokkuð fyrir svona meðaljóna eins og mig?" Það kann að vera að fyrir svo sem fjórum fimm áratugum haft eitthvað verið til í þessu. En ekki í dag. Golf er stundað af öllum stéttum þjóðfélagsins. Bankastjórinn og þingmaðurinn taka hring með sjó- manninum, verkamanninum og rakaranum og þar er enginn öðrum fremri (nema náttúrlega sá sem vinnur hringinn.) Kynslóðabil þekkist heldur ekki í golftnu, þar eru oftsinnis þrjár kynslóðir saman í holli. Og ekki er heldur gert upp á milli kynja, karlar og konur stunda íþróttina saman. Mikið er t.d. um að hjón eigi þetta að sameiginlegu áhugamáli. „En er þetta ekki alveg fokdýrt?" kannt þú að spyrja. Það kostar sitt að stunda íþróttir, sama hvaða nafni þær nefnast. Golfsett kostar náttúrlega sitt og svo kúlumar líka. Og svo geturðu séð það aftar í blaðinu hvað árgjaldið er í klúbbnum. En við getum líka ábyrgst að hver sú króna sent þú eyðir í golfið, mun skila sér til þín aftur í þeirri ánægju sem í því er fólgin að spila golf. Á sunnudaginn kemur, þann 7. júní, verður opinn dagur hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. það þýðir að allir þeir sem áhuga hafa á að kynnast íþróttinni, geta komið inn í golfskála, fengið allar upplýsingar og fengið að prófa að slá og æfa sig. Útlærður golfkennari verður á staðnum og íyrir þá sem ekki treysta sér strax í slíkt, verða gamalreyndir kylfingar til staðar, reiðubúnir að rölta með áhugasömum og segja þeim til. Þetta er kynning á starfsemi klúbbsins og þarf ekki að greiða ftmmeyring fyrir. Við munum byrja kl. 13.00 og verða að til kl. 16.00 og allt í lagi að koma hvenær sem er á því tímabili. Við tökum vel á móti öllum. Ef þú átt golfsett, þá er nú ekki verra að dusta af því rykið og koma með það inn eftir. En þeir sem ekki eiga slíkt, geta engu að síður mætt og við reddum kylfum við hæfi hvers og eins. „En er þetta ekki sjómannadagurinn" Jú, mikið rétt, þetta er sjómannadagurinn. Og það er með vilja gert hjá okkur að hafa þessa kynningu á sjómannadaginn. Margir sjómenn stunda golf og líklega enn fleiri sem hafa hug á að byija á því. Þennan dag eru sjómenn í landi og eiga fií. Þvf viljum við gefa þeim sem áhuga hafa, kost á því að mæta og kynnast þessari frábæru íþrótt. Ekki væri heldur lakara að taka betri helminginn með sér. Og þið hin, sem ekki stundið sjó, karlar og konur, sjö ára til sjötugs og jafnvel þar yfir, þið eruð virkilega velkomin. Stjórn GV. Golfklúbbur Vestmannaeyja verður 60 ára á þessu ári. Hann er þriðji elsti golfklúbbur á landinu, aðeins klúbbamir í Reykjavík og á Akureyri eru eldri. Það er gaman að rifja upp að fyrsta golfsettið mun halá komið til Eyja árið 1937. Það var Magnús Magnússon, skipstjóri frá Boston, sem kom með settið hingað og kveikti svo rækilega í mönnum að ári síðar, þann 4. desember 1938, var stofnaður golfklúbbur hér og stofnendur 36 talsins. Fyrsta svæði klúbbsins var inni í Hetjólfsdal og var þar komið upp sex holu velli. Strax árið eftir var lokið við byggingu á litlum skála austai'lega í Dalnum, undir Mikitakstó og sá skáli var síðan stækkaður 1945. Árið 1962 var svo völlurinn stækkaður í níu holur. Þjóðhátíðarhald í Heijólfsdal varð m.a til þess að félagar námu nýtt land suður af Dalnum og aflögðu þær brautir sem voru í sjálfum Herjólfsdal. í framhaldi af því var ráðist í byggingu á nýjum skála, miklu sunnar. Gamli skálinn hýsir nú aðstöðu fyrir ferðalanga í Herjólfsdal. Eldgosið 1973 setti strik í reikninginn, bæði við byggingu skálans og svo golfiðkun þar sem vikurlag þakti völlinn. þá var tekinn í notkun, til bráðabirgða, sex holu völlur sunnan við flugvöllinn og var hann í notkun fram til 1977 þegar hreinsun var lokið á gamla vellinum. Árið 1987 var svo byggður nýr og glæsilegur golfskáli sem viðbót við þann gamla og hýsir hann í dag starfsemi klúbbsins. Löngu fyrir gos voru uppi raddir um að stækka völlinn í 18 holur. Sá draumur varð að veruleika árið 1994. Gamli völlurinn var látinn halda sér því sem næst óbreyttur en bætt við níu holum á svæði sem liggur að miklu leyti meðfram Ofanleitishamri og inn undir Kaplagjótu. Hönnunin á vellinum þykir einkar vel heppnuð, miðað við hve lítið landsvæðið er. Landslagið nýtur sín vel og völlurinn fellur vel inn í umhverfið. Umhverfissinnar og náttúruvemdarmenn hafa mjög lofað það framtak að hreinsa til heldur óhrjálegt svæði sem áður var við Torfmýri en er núna fjölsótt gönguleið og falleg. Fuglalíf setur sterkan svip á völlinn, bæði sjófúgl í björgum og svo blessaður mófuglinn sem ár eftir ár velur sér sömu hreiðurstæðin á vellinum. Sums staðar er útsýnið slíkt á teigum að menn hrein- lega gleyma því að þeir em í golfi, setjast niður, slaka á og njóta óspilltrar náttúm. Útlendingar em í æ ríkari mæli famir að koma hingað til að spila golf og sumir koma hér ár eftir ár. Eitt þekktasta golftímarit veraldar, Golf Digest, valdi í fyrra golfvöllinn í Vestmannaeyjum einn af 200 bestu golfvöllum í Evrópu og segir það kannski allt sem segja þarf um völlinn. Völlurinn er erfiður og krefjandi, sérstaklega þó seinni níu holumar. Þeir sem einu sinni hafa spilað á vellinum í Eyjum, segjast munu koma aftur og gera það flestir. Þeir sem halda um taumana í ferðamálum í Eyjum, telja að þessi frábæri völlur eigi í framtíðinni eftir að hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem hingað munu leita. Allar brautirnar á vellinum hafa sérstök nöfn, sum gömul og gróin eins og Kaplagjóta og Fjósaklettur. Önnur em nýrri af nálinni, nöfn á borð við Olnboga og Ægisdyr. Golf er stundað allan ársins hring í Vestmannaeyjum. Því veldur hið milda loftslag sem hér er ríkjandi. Völlurinn tekur og miklu fyrr við sér en flestir aðrir vellir á landinu og unnt er að byrja að spila sumargolf í maímánuði ár hvert sem er meira en hægt er að segja um marga aðra staði á landinu. Ragnar Guðmundsson, formaður GV á 50 ára afmæli klúbbsins, ásamt fimrn dyggum klúbbfélögum sem voru heiðraðir á afmælinu. Þeir finmi eru nú allir látnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.