Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 3
Mánudagur20.júlí 1998
Hávarður Sigurðsson byrjaði hjá
bœnum sumarið 1966þegar Magnús
H. Magnússon, þáverandi bœjarstjóri,
fékk hann til að taka að sér
yfirverkstjóm með lagningu vatns ■■
leiðslunnar. „A þessum árum var ég
verkstjóri ífiski á vetuma og vann hjá
símanum á sumrin hjá Sigurgeir
bróður," segir Hávarður þegar hann
rifjar upp þessi ár. „Þetta sumar
œtlaði ég að vera hjá Símanum og
fara til Italíu um haustið. Þegar
Magnús hringdi og vildi fá mig í
verkið, var ég ekki tilbúinn. Eg sló þó
til og sé ekki eftir því," bœtir
Hávarður við.
Vatnsleiðslan og dœluhúsið á Land-
eyjasandi eru mikil mannvirki. Vatnið
er sótt í lind í landi Syðstu-Merkur í
Vestur-Eyjafjallahreppi í 215 m hœð
yfir sjávarmáli og þaðan liggur22 km
vatnsleiðsla til sjávar, yfir móa og
mela, holt og hœðir og flóa og sanda.
Hávarður varyfirverkstjóri vatnsveit-
unnar uppi á landi ogfyrstu ferðina
fór hann upp á land þann 14. júlí
1966 og eftirþaðfara hjólin að snúast
fyrir alvöru.
„Við vorum með aðstöðu á tveimur
bæjum, á Bakka og Eyvindarholti í
Vestur-Eyjafjallahreppi. Á báðum
bæjunum vorum við með mötuneyti
og bjuggum í gömlum húsum. Þetta
húsnæði dugði þó ekki þegar umsvifin
voru mest. Þá voru allt að 30 manns í
vinnu við lögnina, flestir úr Eyjum, og
þá urðu sumir strákamir að sofa í
tjöldum. Þá var ein ráðskona á Bakka
en þijár í Eyvindarholti."
Vinnan gekk mjög vel þetta ár og
tókst að leggja alla leiðsluna nema það
sem lagt var í plaströrum en þau voru
notuð þegar lagt var yfir áveituskurði,
gil og yfir Markarfljót og gömlu
Markarfljótsbrúnna. ,Áð öðm leyti er
vatnsleiðslan úr aspestsrörum sem
keypt vom frá Póllandi. Fyrir áramót
vomm við búnir að leggja öll asbest-
rörin og þrýstiprófa fjóra km."
Eðlilega komu ýmis vandamál upp
á. Erfitt var að koma að efni og
tækjum þar sem leiðslan liggur yfir
mýrar. Þá varð oftar en ekki notast við
traktora frá bændum í nágrenninu sem
einnig unnu við lagninguna. „Þegar
kom að því að flytja efnið kassanaí
kringum lindina varð að grípa til
gamalla ráða. Vamarliðið hafði haft
góð orð um að lána okkur þyrlu til
flutninganna en þegar til kom leist
þeim ekki á aðstæður og varð því að
flytja efnið á hestum. Sami háttur var
hafður á þegar við fluttum efnið í brú
sem liggur yfir gilið fyrir neðan
lindina."
Allt hafðist þetta þó en mestu
erfiðleikamir urðu þegar byrjað var að
þrýstprófa asbeströrin. Þau stóðust
engan veginn væntingar. „Rörin vom
próíúð með því að hleypt var á þau 15
kg. þrýstingi. Prófaðir vom 500 m í
einu og var algengt að fimm til tíu rör
spryngju í hverri pmfu. Þetta tafði
okkurmikið."
Eitt sinn var fulltrúi framleiðenda
röranna í Póllandi væntanlegur þegar
þeir vom að þrýsiprófa. „Við vom
komnir upp í 14 kg. og höfðu nokkur
rör spmngið. Eg bað strákana að bíða
með meiri þrýsting þangað til
Pólverjinn kæmi. Hann mætti með
ritara og túlk og fylgdist hróðugur
með prófuninni en þegar eitt rörið
sprakk lækkaði heldur á honum risið."
Sumarið 1967 erlokið við lagningu
vatnsleiðslunnar og sumarið 1968 fer
í að byggja dælustöðina á sandinum.
Þá fluttu þeir bækistöðvamar að
Hólmi í Landeyjum. Dæluhúsið er
byggt á 42 níu metra löngum strengja-
steypustólpum sem vom reknir ofan í
sandinn.Vom þeir 30 sm á kant. „Við
notuðum fallhamar við að reka
stólpana niður en nýttum líka vatnið
sem þá þegar var komið niður á
sandinn. I hveijum stólpa var rör sem
vatn var leitt í og létum við það ryðja
stólpunum leið niður í sandinn fyrstu
metrana. Það var svo tekið af og
fallhamarinn notaður til að koma þeim
í endanlega stöðu."
Ofan á stólpana var steyptur biti í
tveggja metra hæð yfir sandinum. Þá
loks var komið að því að byggja sjálft
dæluhúsið sem er miklu mun stærra
en ætla mætti, séð úr lofú þar sem það
trónir eitt og sér upp úr svörtum
sandinum. Dæluhúsið er 164 fermetr-
ar, lofthæð er fimm metrar og yfir því
öllu er ris. Aðstæður á sandinum eru
mjög erfiðar því um leið og hreyfir
vind er sandurinn kominn á hreyfingu.
Verkið gekk þó vel því ég var með
góða menn með mér, smiði og múrara
úr Eyjum. Allt var því tilbúið þegar
leiðslan milli lands og Eyja var tekin í
gagniðíjúlí 1968."
Á meðan á þessum framkvæmdum
stóð var unnið við drefikerfið í Eyjum
en því lauk ekki fyrr en um og eftir
1970. ,Jig hafði umsjón með því verki
eftir að framkvæmdum lauk uppi á
landi. Leggja þurfti í allan bæinn
nema hvað hægt var að nýta
sjóveitulagnirnar neðst í bænum.
Lagningin í bænum var ekki síður
mikið verk en allt hafðist þetta og
Vestmannaeyingar búa við besta vatn
á öllu landinu á eftir," sagði Hávarður
Sigurðsson að lokum.
^JiahtiSveitaM istaeastcc vetJzeiLnib
Þórhallur Jónsson, verkfrœðingur,
fœddist í Hafnarfirði árið 1931. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1949 og
stundaði síðan nám í verkfrœði við
Háskóla Islands og í Danmörku.
Arið 1956 stofnaði hann ásamt
nokkrum öðrum verkfrœðistofuna
Traust sem annaðist ýmis verk fyrir
íslensk sveitarfélög. Eitt þeirra var
umsjón með malbikun gatna í
Vestmannaeyjum.
"Samstarf mitt við Vestmannaeyinga
leiddi til þess að ég var beðinn að taka
að mér starf bæjarverkfræðings í
Eyjum. Eg gegndi því starfi á árunum
1960 - 1964. Þá var unnið að ýmsum
framfaramálum svo sem gatnagerð,
stækkun hafnarinnar og byggingu
sjúkrahússins. Það sem einkum háði
búsetu og atvinnurekstri í Vestmanna-
eyjum var skortur á góðu vatni. Það
eina sem var að hafa var rigningar-
vatn, sem safnað var af þökum húsa,
vatnsvirki inni í botni og nokkur
gömul vatnsból sem voru afkastalítil.
Undirbúningur haíinn
Þegar Þórhallur hætti störfum sem
bæjarverkfræðingur árið 1964 fór
Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri þess
á leit við hann, að hann kannaði
hvemig Vestmannaeyingar gætu feng-
ið gott neysluvatn og varð þetta hans
aðalstarf til ársins 1971. Einn nánasti
samstarfsmaður hans lengst af var
Magnús H. Magnússon, en hann varð
bæjarstjóri árið 1966. Þórhallur hófst
þegar handa um haustið.
"Það komu einkum þrjár leiðir til
greina: eiming sjávar, flutningur með
skipum eða lagning vatnsleiðslu. Á
þessum tíma var eimingin mjög dýr
og óhagkvæm. Það hafði að vísu verið
þróuð sérstök hreinsunaraðferð sem
fólst í því að sjónum var þrýst gegnum
sérstakar himnur og varð þá saltið
eftir. Þessi aðferð hentar fyrst og
fremst þar sem saltið er lítið.
Til þess að flytja vatn með skipum
þarf a.m.k. tvö skip því að ekki má
dagur falla úr. Þá hefði einnig þurft að
reisa mannvirki til vatnsöflunar og
önnur til þess að dreifa því í
Vestmannaeyjum. Þessi kostur
reyndist því allt of dýr“.
Vatnsleiðslan
Fljótlega kom í ljós að hagkvæmast
mundi að leggja vatnsleiðslu til Eyja.
Þórhallur kannaði hvemig slíkum
málum væri háttað erlendis. Flestar
leiðslur, sem lagðar höfðu verið, voru
á gmnnsævi og gerðar úr stáli. Á þeim
tíma var lagning stálleiðslu mjög
kostnaðarsöm og vafasamt að sú
tækni, sem þá var fyrir hendi, dygði til
þess að slíkt mannvirki stæðist
aðstæður eins og em í sundinnu milli
lands og Eyja.
"Ég vissi að Norðmenn hefðu lagt
vatnsleiðslur neðansjávar úr plasti og
fékk nánari upplýsingar um reynslu
þeirra. Samkvæmt þeim höfðu þessar
leiðslur reynst ágætlega með tilliti til
kostnaðar og afkastagetu. Hins vegar
em þær viðkvæmar fyrir hnjaski svo
sem vegna veiðafæra eða ankera. Þar
sem ekki virtust aðrar leiðir færar,
ákvað bæjarstjóm samkvæmt tillögu
minni að leita tilboða í leiðslu af
þessarri gerð. Leiðslan var því boðin
út og komu nokkur tilboð. Eitt þeirra
var frábmgðið að því leyti að þar var
boðin jámvarin leiðsla sem bæði þoldi
margfaldan þrýsting og ytra áreiti
miðað við óvarða plastleiðslu. Þetta
tilboð kom írá Simplex Wire & Cable
Co. í Bandaríkjunum. Ég fór á fund
þeirra og ræddi við þá. Þeir gátu ekki
útvegað víðari leiðslu en 100 mm og
verðið var afar hátt."
Þórhallur segir að menn hefðu talið
hæpið að leggja óvarða neðansjávar-
leiðslu vitandi að hægt væri að fá aðra
gerð miklu ömggari. Þá vildi svo til að
fulltrúi danska fyrirtækisins J. C.
Möller, sem var vel kunnugur hér-
lendis, hafði samband við bæjarstjóra
og tjáði honum að Nordiske Kabel og
Trádfabrikker í Kaupmannahöfn
myndu geta framleitt slíka leiðslu.
Eftir nokkra athugun var ákveðið að
hafna þeim tilboðum sem borist höfðu
og ganga til samninga við NKT. Þeir
gerðu Vestmannaeyingum tilboð um
Magnússon við og í dæluhúsinu
á Landeviasandi semeinsogsjá
máerenginsmásmíði
framleiðslu og lagningu jámvarinnar
leiðslu úr plasti og var það mun
hagstæðara en hið bandaríska.
Haustið 1965 var farið að leita að
hentugri uppsprettu fyrir vatn og
fannst hún í landi Syðstu-Markar
undir Eyjafjöllum. Lindin er í 215 m
hæð og var hún virkjuð. Sumarið
1966 hófst lagning vatnsleiðslunnar
niður á Landeyjasand en pólskt
fyirrtæki hafði átt lægsta tilboðið í
efnið til hennar.
Vatnið kemur
Það seinkaði nokkuð framkvæmdum
við vatnsleiðsluna að NKT þurfti að
reisa nýja verksmiðju til þess að
framleiða lögnina til Eyja þar sem
ekki reyndist unnt að flytja svo langa
leiðslu til sjávar frá Friðriksbergi. Var
því ný verksmiðja reist á Amager.
Sumarið 1968 kom síðan skip til
Eyja með leiðsluna innanborðs. Þegar
útlit var fyrir gott veður var öðrum
enda leiðslunnar fleytt í land við
Landeyjasand og síðan var leiðslan
lögð. Það tók eiungis um 12 tíma.
"Guðmundur Guðjónsson, kafari,
hafði kannað botninn og markað
greiðustu leiðina. Þá hafði verið
sprengd rás fýrir leiðsluna og sandi og
grjóti rutt til hliðar þar sem þurfti.
Nokkur hluti bæjarins fékk strax vatn
og fljótlega höfðu allir Vestmanna-
eyingar fengið gott drykkjarvatn."
Árið 1971 var lögð önnur leiðsla til
Eyja. Hún var mun víðari en sú fyrri.
Seinni leiðslan fór í sundur í gosinu en
var lagfærð þá um haustið. Gamla
leiðslan lagðist saman af ókunnnum
ástæðum en með því að loka fyrir
hana í Eyjum og hleypa miklum
þrýstingi á leiðsluna í landi tókst að
víkka hana út aftur.
"Þegar íyrri leiðslan hafði verið lögð
hafði einn Daninn orð á því að "nu har
vi lavet et vandrör til Vestmanna-
öeme. Næste gang bliver det et
mandrör". Vatnsleiðslumar eru sér-
staklega gerðar til þess að þola ýmis
áföll sem kunna að verða. Ekki veit ég
hvort hið sama gildir um jafnmikið
mannvirki og mannarörið".
A.H.