Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 1
 í tilefni af því að 30 ár eru síðan vatnsleiðslan milli lands og Eyja var tekin í notkun verður opið hús á Bæjarveitum næst komandi sunnudag þar sem bæjarbúum gefst tækifæri á að kynna sér vatnsveituna í máli og myndum. Friðrik Friðriksson veitustjóri segir það merkan áfanga í vatnsöflunar- málum Vestmannaeyinga þegar leiðsl-an var tekin í notkun, vegna þess að í Eyjum var í raun ekki völ á nóg og góðu neysluvatni. „Miðað við aðrar vatnsveitur á íslandi er vatnsveita Vestmannaeyja einstök. Saga vatnsveitna er að hluta til samfara þróun byggðar, en í Eyjum reyndu menn að finna lausnir á vatnskortinum alla öldina. Einn höfuðókostur við búsetu hér var vatnsskorturinn. Gæðin voru léleg í þeim brunnum sem voru til staðar og rigningarvatnið sem safnað var af þökurn húsa mjög mengað af sóti og ryki. Með auknum kröfum í físk- vinnslunni vildu menn leita af sér allan grun í eyjunni sjálfri með öflun vatns en sú leit bar ekki árangur. Þess vegna var ráðist í þessa framkvæmd auk þeirrar þarfar sem var fyrir hendi fyrir almenning. Þess má og geta að Austur-Landeyingar eru meðeigendur að veitunni að 1/30 og fá nokkrir bæir í Landeyjum vatn úr lindinni líka." Friðrik segir mikinn stórhug hjá mönnum að hafa ráðist í þessa fram- kvæmd á sínum tíma. „Það er óhætt að segja þessa menn ofurhuga og eftir á að hyggja efast ég um að nokkurt byggðarlag myndi ráðast út í sam- bærilega framkvæmd núna. „Ný- byggingavirði vatnsveitunnar er um 1 til 1 */2 milljarðar. Þetta er svipað og ef Reykjvaíkurborg hefði ráðist í að reisa Búrfellsvirkjun á srnum tíma fyrir sjálfa sig. Þess vegna má einnig geta að nær allt framkvæmdafé Vestmannaeyjabæjar fór í að greiða þessa framkvæmd næstu árin." Friðrik segir að dreiftkerfíð sé tiltölulega nýtt miðað við sambærileg dreifikerfí á landinu og lekar fátíðari en gengur. „Þó er glímt við ýmis vandamál. Jarðvegur er mjög gljúpur í Eyjum svo að vatnið kemur aldrei upp á yfirborðið ef leki kemur að leiðslum. Það má því segja að Vest- mannaeyjar liggi á rist sem hleypir öllu vatni niður. Ég get nefnt dæmi um leka sem einu sinni kom á kerfíð. Þá láku um 200 tonn af vatni út í jarveginn en vatnið leitaði aldrei upp, heldur kom lekinn ekki í ljós fyrr en malbikið hrundi niður sem var yfir lekanum.” „Vatnsnotkun á hvem íbúa er einnig mjög lítil," segir Friðrik. „Sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu er meðalnotkun á sólarhring 500 1. Það telst vera u.þ.b. helmingi minna en annars staðar á landinu." Hverjar eru ástœðurþess? „Fólk í Eyjum fer vel með vatnið. Þetta er í Eyjasálinni held ég og berst á milli kynslóða. Einnig er allt vatn selt samkvæmt magni sem notað er, en ekki stærð húsa, eins og annars staðar." Miðað við vatnsþörfina í upphafi var gert ráð fyrir að leggja þurfti tvær leiðslur og var hin síðari lögð 1971. „Sýnt þótti með aukinni notkun að leggja þyrfti þriðju leiðsluna. Astæða þess að ákveðið var að selja vatn samkvæmt rúmmetramæli var svo að ekki þyrfti að leggja í lagningu þriðju leiðslunnar. Þessi upphaflega vatns- þörf hefur ekki gengið eftir hvað Vestmannaeyjar snertir og ekki er fyrirsjánlegt miðað við núverandi notkun að bæta þurfi þriðju leiðslunni við í bráð. Þetta má þakka bættri nýtingu fyrirtækja, sérstakleg í fiskvinnslunni og einnig vegna markvissrar lekaleitar." í dag er búið að setja upp rennslismæla þar sem sést hversu miklu vatni er dælt til Eyja og hvemig það dreifist um bæinn. „Ef vatns- notkunin er óeðlileg einhvers staðar í bænum er hægt að hólfa bæinn niður og einangra lekann. Þetta hefur skilað því að dæling til Vestmannaeyja hefur minnkað síðustu ár." Friðrik segir að í upphafi hafi verið reynt hafi að stýra dælingunni frá Eyjum með radjósendingum en það gefist illa. „I dag er í notkun íjargæslukerfi sem tengt er stjómtölvu Bæjarveitna. Þannig að hraðinn á dælingunni og vatnsmagnið til Eyja er háð því hversu mikið vatn er í tanknum í Löngulág. Ef bilun á sér stað sjáum við hvers eðlis hún er og getum stjómað dælingunni í samræmi við það. Þetta hefur í för með sér að rafmagnskaup fyrir dælustöðina em sameiginleg með Bæjarveitum og þægilegri íyrir starfsmanninn í landi." Friðrik segir að bilanir séu orðnar mjög fátíðar uppi á landi og að það stafi af aukinni sjálfvirkni og að þrýstilokar hafi verið settir á leiðsluna sem verji hana fyrir þrýstihöggum sem upp geta komið. Hins vegar séu veikir hlekkir sem huga þurfi að í framtíðinni. „Gömlu Markarfljóts- brúnni sem leiðslan liggur yfir er ekki lengur haldið við og stundum segja gámngar að leiðslan haldi uppi brúnni. Þess vegna er nauðsynlegt að leggja leiðsluna undir fljótið. Annað verk- efni sem þarf að athuga er að leiða vatnið í stálleiðslu frá Bakkaflugvelli niður að dælustöðinni í stað asbest- leiðslunnar. Á vetuma getur orðið illfært á því svæði. Þar myndast stundum stór stöðuvötn og getur grafið undan asbestleiðslunni, sem getur þá brotnað. Menn vom að spara sér peninga á sínum tíma með því að hafa dælustöðina niðri á sandinum, en erfitt getur verið að komast niður á sandinn." Varðandi þann hluta leiðslunar sem liggur í sjó segir Friðrik að hún líti mjög vel út en á kafla utan við Elliðaey liggi hún á hrauni á um 300 m kafla og þar hafi hún látið á sjá. „Það er ljóst að innan fimm til tíu ára £30 Friðrik Friðriksson veitustióri verður að huga að leiðslunni á þessu svæði. Að öðm leiti er liggur hún í sandi og hefur elst mjög vel. Menn hafa einnig verið að velta fyrir sér spám um hugsanlegan Suðurland- sskjálfta. Það er ljóst að ef jarðskjálfti yrði upp á sex til sjö stig á Richter myndi hann valda miklu tjóni. Miðað við þessar fosrsendur mætti búast við fimm til átta bilunum á hvem km á þessum 22 km kafla. Þetta er þó háð upptökum og styrk skjálftans." Friðrik segir að með inngöngu íslands í EES hafi íslendingar gengist inn á ýmis lög og reglugerðir um gæði vatns, og umgengni um vatnsveitur. „Á síðasta ári hefur mik- ið starf verið unnið til þess að fá innra eftirlit vatnsveitunnar vottað. En með þessari vottun er vatnsveitan skil- greind sem matvælafyrirtæki Það er því góð afmælisgjöf til vatnsveitunnar að þessi vottun er í höfn. Vatnsveita í Eyjum er þriðja vatnsveitan á landinu sem fær vottun. Hinar em veitan á Sauðárkróki og í Reykjavík. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir fiskvinnsluna hér í Eyjum að geta sýnt fram á að lindarvatnið hér er með fyrstu einkunn." segir Friðrik að lokum Súlurit sem sýnir vatnsdælingu í tonnurn til Eyja á tímabilinu 1968-1997 Nokkrar staðreyndir Lindin sem vatnið fyrir Vestmannaeyinga er tekið úr er í landi Syðstu- Markar í 215,7 metra hæð yfir sjávarmáli. Virkjað vatnsmagn er 66l./sek. Stofnæð: 420m 170 mm. einfalt plast 500m 180 mm þrefalt plast 21.140 m 250 mm. asbest 22.060 m alls Dælustöð í landi: Dæla 1 300 kW (jafnstraums) Dæla 2 ....300 kW (riðstraums) Strömberg Dæla 3 ....300 kW (riðstraums) Strömberg Neðansjávarleiðslur Leiðsla 1 (frá stöð að sjávarmáli):... 6“ stálpípa 170 m. Leiðsla 1 (frá sjávarmáli til Eyja): ... 4“ leiðsla 12890 m. Leiðsla 2 (frá stöð að sjávarmáli):... 8“ stálpípa 90 m. Leiðsla 2 (frá sjávarmáii til Eyja):.... 6“ leiðsla 3.350 m. Leiðsla 2 (frá sjavarmáli til Eyja): ... 7“ leiðsla 10436 m. Miðlunartankar: Vatnsgeymir Löngulág 500 m3 Vatnsgeymir Hrafnaklettum 300 m3 Fyrir30árum varmunaðurað fara í bað í Vestmannaeyjum. Nú þykir það sjátfsagður og eðlilegur hlutur. Módel: Linda Björk Ólafsdóttir Ljósmynd: Ómar Garðarsson Förðun ogaðstoð: Ragnheiður Borgþórsdóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: Vatnsveitan 30 ára (16.07.1998)
https://timarit.is/issue/375337

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Vatnsveitan 30 ára (16.07.1998)

Aðgerðir: