Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 2
/ bjartri og rítmgóðri stofu sinni situr öldungurinn, Magnús Magnússon, fyrrum ráðherra og bœjarstjórí, andsœpnis mér og rifjar upp afskipti sín af málefnum vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum. Að utan heyrist sífelldur niður umferðarinnar og lóan lœtur í sér lieyra. Eg hafði gert boð á undan mér og Magnús lánar mér stórmerka rœðu, sem hann flutti við vígslu vatnsleiðslunnar Itinn 20. júlí 1968. Hann fœrist allur í aukana þegar minningarnar streymafram. mannaeyjum sagðist hann ekki vilja fara í pissuvatnið. Svona var nú liturinn á vatninu. - Ég var kosinn í bæjarstjóm árið 1962. Þá fór ég fljótlega að skrifa í Brautina (blað Alþýðuflokksins) um vatnsmálið. Ég las allt sem ég komst yfir um þessi mál. Ég skoðaði kosti þess að eima vatn en sá að það var óframkvæmanlegt. Það hefði verið gerlegt með kjarnorku og kannski hentað stórborg en ekki litlum kaupstað eins og Vestmannaeyjum. Annars veltu menn ýmsu fyrir sér. Ein hugmyndin var sú að virkja vindorkuna á Stórhöfða til þess að framkvæmdir hafi verið sambærilegur því að hver Vestmannaeyingur keypti sér góðan Volvo og geti menn reiknað það til núvirðis. Leitað var til ríkis- stjómarinnar um að hún greiddi hluta kostnaðarins við vatnsveituna sam- kvæmt heimild í svo kölluðum vatna- lögum. En það skipti sköpum að framleiðendur vatnsleiðslunnar og dælustöðvarinnar á Landeyjasandi gátu útvegað mjög hagstæð lán til verksins. Þau vom ýmist til 8 eða 20 ára og í svo kölluðum Euro-dollurum, en gengi þeirra sveiflaðist ekki eins mikið og Bandaríkjadollara. Þeir Magnús Magnússon bæjarstióri, Guðlaugur Gíslason albingismaður og fyrruerandi bæjarstíóri, Gísli Gíslason stórkaupmaður, Úlafur Helgason, bá bankastióri Útuegsbankans og Einar Haukur, skanstíóri í Vm. komu allir með einum eða öðum hætti að buí að gera uatnsueituna að ueruleika. Fjárhagurinn var naumur "Hávarður Sigurðsson var verk- stjóri við framkvæmdirnar uppi á landi. Ég lét hann hafa tékkhefti og hann ávísaði út af því eftir þörfum. A kvöldin hringdi hann til mín og sagði mér hvað háar ávísanir hann hefði skrifað út þá um daginn. Morguninn eftir flýtti ég mér niður í banka til þess að athuga hvort eitthvað væri til á reikningnum. Oft hljóp Sparisjóður Vestmannaeyja undir bagga og reyndar Útvegsbankinn líka og veitti okkur skammtímalán. Þetta voru alltaf hálfgerðar skammtímareddingar", segir Magnús og hlær við. - Hvenœr hófust afskipti þfn af vatnsveitumálinu? - "Þegar við hjónin fiuttum til Eyja árið 1956 ofbauð mér ástandið. Stundum þuri'ti ég upp á þak á símstöðinni og týndi þá dauðar lundapysjur úr rennunum. Þær voru famar að úldna og orðnar ein maðkaveita. Þegar Palli sonur minn fór í fyrsta skipti í bað í Vest- framleiða rafmagn og nota það síðan til þess að eima vatnið. En þetta reyndust allt óraunhæfar hugmyndir." - - Hver heldurðu að hafifyrstur komið fram með hugmyndina um vatnsleiðslu ofan aflandi? - "Ég tel víst að Þórhallur Jónsson, verkfræðingur, hafi orðið fyrstur til að koma auga á þennan möguleika og þessi leið varð ofan á. Það var samið við Nordiske Kabel og Trádfabrikker í Kaupmannahöfn og þær áætlanir sem Danirnir gerðu voru alltaf raunhæfar. Þeir höfðu mikla reynslu af því að framleiða og leggja neðansjávarstrengi fyirr síma og kapal, en þegar við hófum viðræður við þá höfðu þeir ekki yfir vélum að ráða sem gátu framleitt nógu sver rör. Þeir bættu hins vegar úr þvf og byggðu nýja verksmiðju á hafnar- bakkanum á Amager. Fjármögnun framkvæmdanna Magnús segist hafa reiknað það út á sínum tíma að kostnaðurinn við þessar "Ingólfur Jónsson reyndist mér afar vel í þessu máli þótt við værum ekki pólitískir samherjar nema að því leyti að flokkar okkar voru saman í stjóm. Gylfi Þ. Gíslason sagði eitt sinn við mig að Ingólfur gerði ýmislegt fyrir kjósendur sína án þess að það væri nein skynsemi í því. Þegar við vorum að leggja lokahönd á verkið árið 1968 var ástandið mjög slæmt í þjóðfélaginu. Sfldveiðin hafði brugðist og gengið var fellt þannig að útflutningsafurðir okkar lækkuðu í verði. Samt sem áður tókst þetta allt saman hjá okkur. Sú leið var farin að hver húseigandi greiddi ákveðið stofngjald. Síðan var ákveðið árlegt fastagjald og þar að auki greiddu menn vissa upphæð fyrir tonnið. Þetta var að vísu miklu hærra gjald en í Reykjavík en mun ódýrara en víðast hvar í veröldinni. Besta vatn á Islandi Magnús segir að vísindamenn hafi tjáð sér að vatnið, sem Vestmanna- Mánudagur 20.júlí 1998 Wm kw ■ L, H Þórhallur Jónsson uerkfræðingur og Magnús Magnússon uirða fyrir sér tækjabúnað í dæluhúsinu. eyingar nota, sé komið úr Eyja- fjallajökli og hafi fallið á dögum Krists. "Þetta jafnast því á við vígt vatn og er áreiðanlega besta vatn á Islandi. Þegar vatnsleiðslan var vígð fannst okkur tilhlýðilegt að biðja Einar Guttormsson, lækni og heiðursborgara Vestmannaeyja, að skrúfa frá kranan- um og fá sér iýrsta atnssopann. Hann drakk vatnið, brosti út undir eyru og dásamaði gæði þess. Hann varaði sig ekki á að vatnið var danskt. Leiðslan var full af vatni. Að öðrum kosti hefði hún fallið saman“. Vatnsskorturinn versti óvinur Eyjamanna Magnús rifjar upp gamla sögn úr Vestmannaeyjum þess efnis að jtegar von væri á bami þyrfti að kaupa fjalir í kistu og dúk í líkklæði. "Langt fram á síðustu öld dóu þrjú af hverjum fjórum bömum sem fæddust í Eyjum úr stífkrampa og yfirleitt dóu þau 8 - 11 daga gömul. Það var ekki fyrr en menn áttuðu sig á uptökum stífkrampans að dauðsföllum fækkaði og þá var það hreinlætið sem skipti sköpum. Nú hafa Vestmannaeyingar nægilegt ferskt vatn og ég trúi því að það bæti heilsu fólks“. stjómar tók við vorið 1966 urðu nokkrar væringar með mönnum. Sumir andstæðingamir sökuðu þá Magnús og Þórhall Jónsson um að þiggja mútur frá Dönunum. "Eins var það þegar ákveðið var að blanda Flúor saman við vatnið. Þá var gamla sjódælustöðin austur á Urðum notuð til þess. Hún eyðilagðist í gosinu og þetta hefur ekki verið gert síðar. Þá skarst nokkuð í odda með mönnum vegna seinni leiðslunnar en sumir skildu ekki að það skipti ekki máli þótt fjórðungur hennar væri nokkru mjórri en þrír fjórðu hlutar hennar." - Þegarþú lítur yfirfarinn veg, ertu þá ánœgður með þessaframkvœmd? - "Já, vatnsleiðslan er stórkostlegt mannvirki og hefur lítið þurft að gera fyrir hana. Að vísu lá hún að hluta of nærri Heimakletti og þurfti að færa hana vegna öldukasts frá klettinum. En að þessu frádregnu og skemmd- unum sem urðu í gosinu hefur ekkert komið fyrir þetta mannvirki. Ég óttast hins vegar að vatnsleiðslan á landi, sem er úr aspesti, geti skemmst ef jörð skelfur á Suðurlandi. Það er að vísu nóg til af rörum til vara en það gæti tekið sinn tíma að koma leiðslunni í samt lag." A. H. Pólitískar deilur Það ríkti mikil samheldni um vatnið. Þegar nýr meirihluti bæjar- Mikill mannfjöldi safnaðist á Nausthamarsbryggju 20. júlí 1968 begar uatninu uar hleypt á leiðsluna milli lands og Eyja.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: Vatnsveitan 30 ára (16.07.1998)
https://timarit.is/issue/375337

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Vatnsveitan 30 ára (16.07.1998)

Aðgerðir: