Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 6. ágúst 1998 Rólegtframanaf Samkvæmt dagbók lögreglunnar fór vikan rólega af stað, en færðist heldur fjör í leikinn, því strax á miðvikudag eftir Evrópuleik ÍBV og Obelic, varð vail töluverðrar ölvunnar. Húkkaraballog heimamenn Lögregla varð ekki vör við að mikið væri um unglinga innan 16 ára aldurs á eigin vegum á Þjóð- hátíð. Hins vegar vara nokkuð á- berandi ölvun vestmannaeyskra unglinga á Húkkaraballinu á fimmtudaginn. Veðurogaðbúnaður Þrátt fyrir að Þjóðhátíðin hafi verið sett í blíðskaparveðri á föstudeg- inum fór veður mjög versnandi á laugardeginum og var gripið til þess ráðs að opna Týsheimilið og það gert að einu ágætu skjólshúsi fyrir þá er þess óskuðu aðfaranótt sunnudags og mánudags. Almennt var fólk vel búið og lét sér í léttu rúmi liggja þó að rigndi, svo fremi sem tjöldin stóðu af sér vindinn. Þeir sem litu við í Týsheimilinu fengu þurrkuð fötin af sér, svefn- pláss auk þess sem boðið víit upp á lieita súpu. Mæltist þetta mjög vel fyrir og var fólk til fyrirmyndar í umgengni á allan hátt. íkueikja en lítið tjón Eldur kom upp í geymslu á sunnu- dag laust fyrir klukkan 02:00 um nóttina. Ekkert rafmagn var á geymslunni, þannig að grunur beinist að um íkveiku hafi verið að ræða. Slökkvilið var kallað út en lögregla var búin að slökkva eldinn þegar slökkvilið koma að. íbúðin var reykræst og tjón ekki talið verulegt. Bakkað á bifreið Ekið var á bifreið á Brekkugötu á laugardagsmorgun milli kl 07:00 og 09:00. Þar var hvítri Su/.uki bifreið bakkað á brúna Ford Sierru. Ef einhver hefur upplýsingar um þessa ákeyrslu er hann beðinn um að snúa sér til lögreglu. Uonast eftir góðu samstarfivið lundakarla Vegna umræðu í Fréttum um lundaveiðibann í Miðkletti er Náttúrustofu Suðurlands ljúft að tilkynna að fullvinnsla gagna frá lundamerkingum og söfnun lunda- hausa frá veiðimönnum mun fara fram í samvinnu við Náttúru- fræðistofnun íslands. Niðurstöður þessara rannsókna verða síðan kynntar bæjarstjórn og bjargveiðimönnum þegar þær liggja fyrir. Ofangreint lundaveiðibann mun svo verða endurskoðað í ljósi niðurstaðna rannsóknarinnar. Það er og von Náttúrufræðisofu Suður- lands að samvinna við bjarg- veiðimennn rnuni verða sem best hér eftir sem hingað til. Armann Höskuldsson forstöðumaður. NS Mest um vert að hnekkja orðum fulltrúa sjðslysanef ndar -segir Oli Sveinn Bernharðsson vélstjóri sem vann mál vegna slyss til sjóss Óli Sveinn Bernharðsson eða Óli Benna eins og hann er betur þekktur er vélstóri á Lóðsinum og varð fyrir alvarlegu slysi árið 1990 þegar hann missti tvo fingur vinstri handar. Nokkur eftirmáli varð af þessu slysi vegna þess að deilt var um skaðabótaábyrgð í niálinu. Óli Benna segir að eftir málaferlin sem fylgdu í kjölfarið sé hiutur hans réttur í málinu, en hins vegar finnst honum leiðinlegt að hafa þurft að fara dómsmálaleiðna til þess að fá niðurstöðu. Óli segir að Lóðsinn hafi verið að draga pramma í ágætu veðri fyrr um morguninn. „Þegar slysið átti sér stað var komin dálítil kvika. Snupru- hringur sem festur var á dekk lóðsins var ekki settur á tógið. Tógiðfórupp af kefanum vegna þess að engin hlíf var yfir honum Ég fór því aftur á til þess að reyna að koma tóginu aftur í kefann. Það hafði skeð áður í tví- eða þrígang að tógið fór upp af kefanum og í rekkverkið, sem hafði orðið fyrir skemmdum af þeim sökum. Ég ætlaði að reyna að varna því að slíkt skeði aftur.“ Óli segir að þegar hann grípi um tógið hafi Lóðsinn verið í beygju, fimm til sex vindstig og kvika. „Ég missti fótanna og tógið sló mig til og ég lenti í kverk sem var við lunninguna og það var ekki að sökum að spyrja. Pramminn sem við drógum var þungur og ég lenti með hendina í kverkinni og einn fingur klippist strax af mér. Ég skaddaðist það mikið að ekki var hægt að bjarga næsta fingri.“ Óli segir það skilyrði að kefar séu lokaðir til þess að svona lagað geti ekki gerst. „Seinna var sett hús yfir kefann, þannig að þetta á ekki að geta skeð núna, þó að mikið gangi á.“ Lögregla og sjóslysanefnd gerðu skýrslu, en Óli segir að honum finnist að sjóslysanefnd eigi ekki að vera dómstóll. „Mér finnst að nægja ætti að læknir, lögregla og áhöfn gefi hlut- lægaskýrslu. Samkvæmt skýrslunni sem sjóslysanefnd gerir, segir að þetta sé alfarið á mína ábyrgð. Ég fór og ræddi við talsmann sjóslysanefndar sem hafði skrifað undir skýrsluna og spurði hann hvemig hann gæti skrifað undir svona skýrslu. Það sem hann sagði var að fara þyrfti að kenna sjómönnum að hugsa áður en þeir framkvæma. Þetta var eina svarið sem ég fékk þegar ég spurði hann hvemig hann gæti sent þessa skýrslu frá sér. Tryggingingafélagið gekk síðan út frá því að þetta væri alfarið mitt mál.“ Óli segir að viðhorfið gagnvart sjómönnum sé svona í dag. „Þetta er ekki eina málið sem hefur fengið svona meðferð. Það em fleiri mál sem em í meðferð dómstóla og reist eru á svipuðum rökum gagnvart sjó- mönnum. Eftir að hafa ráðfært mig við lögfræðinga var engin leið talin fær en að fara með málið fyrir dóm- stólana. Þess vegna höfðaði ég mál gegn bænum. Ég var reyndar ekki sáttur við það en svona fór nú samt. Ég talaði við bæjarstjóra og hann hvatti mig frekar til að fara áfram með málið og láta reyna á það fyrir dóm- stólum." Á hverju byggist þetta mat þitt að vilja ekki fara í mál við bæinn? „Eins og ég segi var ég ekki sáttur við að fara þessa leið, en þetta var eina leiðin sem fær var ef ég átti að fá einhverjar bætur og ekki síst til að hnekkja þessum orðum fulltrúa sjó- slysanefndar um að íslenskir sjómenn hugsuðu ekki áður en þeir fram- kvæmdu hlutina. Bærinn er hins vegar baktryggður gagnvart trygg- ingafélaginu, þannig að þetta eru engin fjárútlát fyrir bæinn sem slíkan." Eru þessi slysatryggingarmál í ólestri að þínu mati? „Að minni hyggju eru þessi mál í ólestri að því leyti sem ég þekki gagnvart sjómönnum. Maður hefur heyrt um slys sem eru bætt í landi og mörg einkennilegri en mörg slys sem koma upp á sjó. Lögfræðingurinn sem vann þetta mál fyrir mig er með fleiri mál í stappi í kerfinu sem varða slys til sjós. “ Óli segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því sem fór í gegnum huga hans þegar hann tók þessa ákvörðun sem hafði svo afdrifaríkar afleiðingar, enda snúist málið ekki um upphæðir, heldur almennt um öryggismál til sjós. „Niðurstaða málsins gangvart mér snýst um það að fulltrúi Sjóslysa- nefndar hafði ekki rétt fyrir sér. Um fordæmisgildið get ég hins vegar ekkert sagt um. Hins vegar er tónninn í þessu máli sá að það virðist vera skoðun þeirra sem koma að trygg- ingarmálum að menn sem verða fyrir slysum séu að sinna málum sem koma þeim ekkert við jafnvel þó að um öryggi allrar áhafnarinnar geti verið að ræða. Þetta er viðkvæðið svo fær maður framan í sig að menn verði að hugsa áður en þeir framkvæma. Þetta er svipað og að þurfa að hringja fyrst í land eða spyrja skipstjórann að því hvort rétta megi skipsfélaga hjálpar- hönd. í mínum huga er þetta málið í hnotskurn. Einnig finnst mér að nöfn allra sem eru í sjóslysanefnd eigi að vera undir skýrslunni svo menn viti hvort allir í nefndinni séu sömu hugsunar og sá sem lét þessi ummæli falla um sjómenn.“ Óli segir að afleiðingar slyssins hafi óneitanlega háð sér í starfi. en það hafi verið lán í óláni að það hafi verið vinstri höndin en ekki sú hægri sem skaðaðist. „Ég er rétthentur, en ég get ekki notað hendina jafn mikið og ég gerði áður.“ Hefur þú lent í einhverjum svip- uðum aðstæðum síðan, þar sem þú hefur þurft að vega og meta gaum- gæfilega aðstæður áður en framkvæmt er? „Nei sem betur fer ekki en maður veit aldrei hvað getur skeð. Við vitum það að 80% - 90% þeirra slysa sem verða til sjós og annars staðar má rekja til einhverra mannlegara mistaka. Én það er eins og sjómenn eigi oftar en ekki erfiðara með að sækja rétt sinn eftir slys á sjó. Það er að minnsta kosti mín reynsla eftir rúmlega sjö ára baráttu. Það var vissulega ánægjulegt að vinna þetta mál, en það sem skiptir mig mestu máli er að orð fulltrúa Það er mitt lán að uera rétthendur segir Úli Sueinn sem missti tuo fingur á uinstri hendí í slysinu. sjóslysanefndar skuli ekki hafa ráðið vonandi veit það á gott fyrir fram- niðurstöðu í málinu. Það eru þó til tíðina." menn sem sjá hlutina í öðru ljósi og í síðustu uiku uar kuikmyndatökulið á ferðinni í Eyjum á uegum bandaríks s jónuarpsbáttar sem heítir Awesome Aduentures og nýtur glf urlegra uinsælda bar í landi. Þátturinn er ædaður ungu fólki og miðar að Uuí að fræða hað um hin f jarlægari lönd heimsins og bað sem einkennir uiðkomandi samfélög. Þætdrnir eru byggðir upp á buí að útlendingur kemur í uiðkomandi samfélag og kynnist bar unglingum sem kynna hann fyrir sérkennum samfélagins. Vestmannaeyjar uoru fyrsti uiðkomustaður hépsins hér á landi og segir Aurora Friðriksdéttir ferðamálafulltrúi sem uar ráðgjafi hópsins í Eyjum að hingað- koma hópsins geti haft ómetnaleg jákuæð áhríf fyrir lífið í Eyjum og aug- lýsingagildi hans sé ótuírætt Hún segir að ákueðið hafi uerið að taka myndina í Spröngunní, Eldfellinu og í Stórhöfða. Til stóð að taka upp lundaueiði i Stórhöf ða en hætta uarð uið tökur uegna ueðurs. Á myndinni f.u. er Carmen Jé- hannsdóttir, Haukur Sigmarsson og A.T. Monfgomery sem leikur aðalhlutuerkíð í myndinni á tökustað í Spröngunní. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á ReykjavíkurflugvelIi. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.