Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 4
A Fréttir Miðvikudagur 6. ágúst 1998 Sælkeri síðustu viku skoraði á Höllu Einarsdóttur, Ijósmyndara, að taka við. Halla kemur hér með tvær uppskriftir sem eiga vel við eftir þjóðhátíð þó svo að líklega séu flestir búnir að jafna sig eftir helgina. Kjötsúpa: Súpukjöt (magnið fer eftir fjölda gesta) 2 rófur, litlar 'A haus hvítkál 1 bolli hrfsgrjón 1 bolli haframjöl 3 súputeningar (mega vera fleiri) 1 poki gulrætur salt eftir smekk Þetta er allt soðið saman í 1 til 1 Vi klst. Einfaldara getur það varla verið og er einstaklega gott eftir þjóðhátíð. O r Ö - Síðastliðið fimmtudagskvöld fóru fram tvær vígslur í Dalnum. Vígsla vitans og myllunnar. Myllan var vígð á undan, en á milli þeirra sem að þessum mannvirkjum standa hefur lengi verið nokkur rígur. Þeir sem að vitanum standa komu reykvél fyrir í myllunni þannig að þegar hún var sett í gang við hátíðlega athöfn fylltist allt af reyk. Aðstandendur myllunnar fölnuðu en vitamönnum leiddist ekkert. Heyrst hefur að myllumenn séu alveg að fara að jafna sig á áfallinu. - Þegar svo vitamenn, sem reyndar ganga undir nafninu „hálfvitarnir" tendruðu á sínum fína vita, þá sló allt rafmagn í Dalnum út. „Hálfvitarnir“ fölnuðu og myllumenn glöddust en þá kom í Ijós að Arngrímur rafvirkji hafði beðið tilbúinn og sló öllu út þegar kveikt var á vitanum. Nú er næstu Þjóðhátíðar beðið til að sjá framhaldið á þessum væringum. I J Þægilegur brauðréttur: 1 brauð (skorpan klippt af) 2 ds. CampeH’s súpur 1 ds. aspas 2 dl. mjólk Season All krydd skinka rifinn ostur Raðið brauðseniðunum í eldfast mót á tvær hæðir. Setjið súpuna í potl og hellið leginum af aspasinum með, ásamt mjólk og Season All kryddi. Hitið þetta og hellið yfir brauðið. Raðið aspasinum yftr, blandið skinku í bitum yfír og rífið ost ofan á. Bakið þetta í ol'ni í u.þ.b. 20 mínútur. Eg ætla að skora á vinkonu mína í Hressó, Jóhönnu Jóhannsdóttur, að koma með góðar hollustuppskriftir í næstaþætti. »P O ^__________________________ - Athygli vekur að sífellt fleiri eru farnir að teppaleggja göturnar fyrir framan hústjöldin. Núna var til dæmis hálf Ástarbrautin teppalögð en á álags- stöðum eins og framan við göturnar var orðið sökkvandi drulla á sunnu- dagskvöld. En allt horfir þetta til bóta og verður bara betra næst. - Heldur fleiri tjöld heimamanna voru í Dalnum núna en við síðustu Þjóðhátíð. Á miðvikudagskvöld rétt fyrir leik ÍBV og Obelic var starfsmönnum leyft að merkja sér tjaldstæði í Dalnum og gerðu þeir það svikalaust. Svo margir virðast hafa unnið í Dalnum þetta árið að Dalurinn var eins og snærishönk yfir að líta eftir leikinn. -Sífellt fleiri þjónustuaðilar eru með opið meðan á Þjóðhátíð og eru skoðanir skiptar um það. Það er þó sjálfsagt að þeir sem ákveða að fara ekki í Dalinn geti sótt sér helstu nauðsynjar. Halla Einarsdóttir er sælkeri vikunnar Veggfánarm/íslenska fánanum hvarsemer rr HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Rxyktur. lundi ■ Namm namm Þórhildur Ögn Jónsdóttir tók þátt i Jasonlundaverkefninu á vegum EXPO í fyrra. Hún var í sumar valin sem annar tveggja þátttakenda frá íslandi til að taka þátt í sameiginlegu umhvertisverkefni nemenda sem unnið verður í Lissabon í Portúgal. Þórhildur Ögn er að auki mikil áhugamanneskja um þjóðhátíð og varákveðin íað skemmta sér hið besta. Hún er Eyjamaður vikunnar að þessusinni. Fullt nafn? Þórhildur Ögn Jónsdóttir. Fæðingardagur og ár? 21. Desember 1981. ______Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Ég bý til skiptis heima hjá pabba og mömmu, og hjá kærastanum, Ríkharði Bjarka. Menntun og starf? Ég er í námi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í svonefndu IB námi. Það skilar alþjóðlegu stúdentsprófi enda er nær allt námsefnið á ensku. I sumar vinn ég í Tvistinum. Laun? Mjög góð. Helsti galli? Alltaf utan við mig. Helsti kostur? Hef ekki hugmynd um það, það er helst að spyrja mömmu. Uppáhaldsmatur? Reyktur lundi, hvað annað? Versti matur? Hræringur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Allt mögulegt nema sinfóníur og dauðarokk. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera með kærastanum og vinum mínum, og ferðast. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka til. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég myndi fara til útlanda og gera svo eitthvað skynsamlegt við afganginn. Uppáhaldsstjórnmaálaður? Ég pæli ekkert í stjórnmálum. Uppáhaldsíþróttamaður? Rikki. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? ÍBV. Uppáhaldssjónvarpsefni? Góðar spennumyndir. Uppáhaldsbók? Alla vega ekki skólabækurnar. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Baktal og þegar fólk er að plata mig í einhverja hluti sem er svo ekki flugufóturfyrir. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar í góðu veðri. Ertu mikil þjóðhátíðarmanneskja? Alveg í botn. Hvar vildirðu vera ef þú gætir ekki verið á þjóðhátíð? Á sólarströnd. Hvað ætlarðu að fara að gera úti í Lissabon? Þetta er ákveðið umhverfisverkefni sem við komum nokkur að. Ég tók þátt í lundaverkefninu hér í Eyjum á síðasta ári og var svo heppin að vera valin til að fara út sem annar fulltrúa íslands. Menntamálaráðuneytið kostar þessa ferð og ég hlakka virkilega til. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Þjóðhátíð? Geðveik skemmtun. Vestmannaeyjar? Hér á ég heima þó svo að ég sé aðflytjatil Reykjavíkur. -Keikó? Vonandi lifir hann þetta af. Eitthvað að lokum? Nei, nei. Þann 18. júlí eignuðust Hrafnhildur Helgadóttir og Jóhann Þorvaldsson dóttur. Hún vó 15 merkur og var 52 sm að lengd. Með henni á myndinni er Lovísa stóra systir. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Þann 21. júní eignuðust Ingibjörg Valsdóttir og Þorsteinn Hallgrímsson dóttur. Hún vó 19 merkur og var 54 1/2 sm að lengd. Hún hefur verið skírð Kristín María og það er langamma hennar Þóra Haraldsdóttir sem heldur á henni. Kristín María fæddist á frfingardeild Landsspítalans í Reykjavík. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Þórunn A. Sigjónsdóttir Eyjahauni 11, Vestmannaeyjum lést á heimili sínu 25. júlí verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmannaeyjum, 8. ágúst kl. 11 f.h. Edda Svavarsdóttir Dóra Svavarsdóttir Friðrikka Svavarsdóttir Aslaug Svavarsdóttir Svava Svavarsdóttir Sif Svavarsdóttir Garðar Gíslason Halldór Pálsson Hrafn Oddsson Ingvar Vigfússon Egill Asgrímsson Sævar Guðjónsson Barnabörn, barnabarnabörn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.