Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur5. ágúst 1998 Landa- KIRKJA Laugardagur 8. ágúst Kl. 11:()() Útför Þórunnar Sig- jónsdóttur. Kl. 16:00 Brúðkaup Sunnudagur 9. ágúst Kl. 14:00 Almenn Guðsþjónusta. Kirkjan er opin alla virka daga milli klukkan 11:00 og 12:00. Sími sóknarprests er 897-9668. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 bibh'ulsetur - Guðni Hjálmarsson Laugardagur Kl. 20:30 bænasamkoma Sunnudagur KI. 11:00 Vakningarsamkoma - samskot til starfsins. Allir hjartanlega velkomnir á samkomurnar Aðventkirkjan Laugardagur 8. ágúst Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Kl. 11 :(K) Guðsþjónusta. Gestur helg- arinnar, Berek Beardsell Allir velkomnir. BaháíSAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481-1585 HITACHI Vöru ót’iú.tzcja tacjt Vegna flutninga verður SHELLMARKAÐURINN lokaður frá og með 7. ágúst. Fyrst um sinn verður opið að Faxastíg 36 vestan megin (Sama húsi og Shellbensínstöðin). Símaþjónustan verður áfram í óbreytfri mynd, sími 481-1115! Innan tíðar mun Shellmark- aðurinn opna á nýjum stað. markaður ÍJ mcxcjn. Cágt CT£rl5 Buningarnir pjóðhátíðinni í ár vi Unglingahópar halda uppi þeim skemmtilega sið að klæðast skraut- legum búningum á þjóðhátíð. Ríkir nokkur keppni um skemmtilegustu búningana og hefur Henson tekið að sér að verðlauna fyrir skemmti- legasta búninginn. Hér gefur að líta nokkur sýnishorn af búningum frá hátíðinni í ár. Á myndinni til hliðar eru bræðurnir Leifur Geir og Birgir Hrafn Hafsteinssynir sem hlutu Hensonverð- launin að þessu sinni. Tólf hraðskreiðar dömur. Fvrir og efdr Hjóðhátíð hjá nýj Nýráðinn sýslumaður Vestamanna- eyinga Karl Gauti Hjaltason hafði í miklu að snúast þegar litið var inn hjá honum á fimmtudeginum í síðustu viku. Það var að sjálfsögðu Þjóðhátíðin sem átti huga hans allan, en þó var eitt og annað að rótast á skrifborðinu hans. Þar á meðal eitt og annað sem sneri að öryggisgæslu Keikós. Meðan tíð- indamaður Frétta leit við hjá sýslu- manni hringdi ómfríð fréttakona frá breskri útvarpsstöð til að fá tíðindi af því hvernig rannsókn eitrunarhótunarmáls Keikós mið- aði. Karl Gauti sagði að starfið leggðist vel í sig og hann sæi ekki annað en Eyjamenn væru hið vænsta fólk og hann hlakkaði til að upplifa Þjóðhátíð í Eyjum. En gegnir hann einhverju sérstöku hlutverki á hátíðinni sjálfri? „Það er nú kannski ekki stórvægi- legt í sjálfu sér, en þó mun ég verða við setningu hátíðarinnar og mæta þar í fullunt skrúða, ásamt fleiri lög- reglumönnum, en að sjálfsögðu gegni ég hlutverki sem yfirmaður lög- reglumála í Vestmannaeyjum, sem skýrir kannski þá miklu vinnu sem samfara er því að halda Þjóðhátíð. Það er að mörgu að hyggja þegar tjölgar hugsanlega um helming í bæn- um og mikið sem þarf að hafa við.“ Hvað er það helsta sem sýslumaður þarf að kom að varðandi Þjóðhátíð? ,Ætli þetta sé ekki aðallega spurn- ing um skipulag löggæslu og útgáfa ýmisa leyfa. En stór þáttur í þessu er ýmis konar forvamarstarf, því öflugar forvarnir skila trúlega bestum árangri þegar upp er staðið.“ Muntu leggja áherslu á forvamar- starfið í framtíðinni hér í Vestmanna- eyjum? „Mér sýnist að það hafi verið unnið mjög gott starf á þessu sviði hér í Vestmannaeyjum. þar sem áhugafólk hefur tekið mjög virkan þátt í því í samvinnu við yfirvöld á staðnum. Sérstaklega á þetta við um Þjóðhátíð, þar sem Jóna Hrönn og fleiri hafa komið á starfshópi til þess að fjalla um nauðgunarmál og hvers kyns þjónustu við þá aðila sem verða fómarlömb slíks otbeldis og þetta er unnið í góðri samvinnu við löggæsluna og Heil- brigðisstofnanir í Eyjum. Við erum líka með ákveðnar aðgerðir í ffkni- efnamálum kringum Þjóðhátíð sem miða fyrst og fremst að því að gera mönnum Ijóst að hingað er ekkert fyrir þá aðila að sækja sem eru í sölu þessara efna.“ Þegar þetta er ritað er Þjóðhátíð afstaðin og menn geta litið yfir landið Karl Gauti Hjaitason nýráðinn sýslumaður í Eyjum lætur vel af fyrstu kynnum sínum af þjóðhátíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.