Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Qupperneq 4
4 Fréttir Fimmtudagur 10. september 1998 Ég þakka Ómari Garðars kærlega fyrir áskomnina. Eg ætla ekki að bjóða upp á neina megr- unarrétti enda þarf það ekki eftir púlið í Hressó. Ég ætla að bjóða uppá grísalundir með rjóma og gráðostafyllingu og heita ávaxtaköku í eftirrétt. Grísalundir: (fyrir 4) 4 litlar grísalundir 200 gr. hreinn rjómaostur 100 gr. gráðostur 100 gr. smjör 300 gr. ferskir sveppir 2 dl. rjómi salt og pipar. Snyrtið lundimar, stingið teini gegnum þær langsum og takið teiniinn því næst úr. Víkkið gatið með sleifarskafti til að pláss myndist fyrir fyllinguna. Hrærið rjómaostinn mjúkann með örlitlum rjóma. Saxið gráðostinn og hrærið honum saman við. Setjið ostahræmna í sprautupoka og sprautið inn í lundimar. Kryddið lundimar með salti og pipar og brúnið þær vel í smjörinu. Setjið í lokað eldfast mót og steikið í 15-20 mín. við 200°C. Hreinsið sveppi og skerið þá í sneiðar og steikið í smjöri á pönnu. Hellið rjómanum sem eftir er yfir og sjóðið niður þar til sósan er hæfilega þykk. Kryddið með salti og pipar og hellið næst sósunni yfir lundirnar. Berið fram með grænmetissalati og brúnuðum kartöflum. Heit ávaxtakaka 1/2 dós kokteilávextir 1 egg 1 bolli sykur 1 bolli hveiti 1 teskeið natron 1/2 teskeið salt Þurrefnið blandað saman. Egg og safinn af ávöxtunum hrært við þurrefnið og síðan sett í eldfast mót. Kókosmjöl og púðursykur stráð yfir og síðan bakað í ofni við 180°C í 30 mín. Strax og kakan er tekin úr ofninum er After eight súkkulaði raðað ofan á kökuna. Borið fram með þeyttum rjóma. Ég gef boltann á bæjarfulltrúann Elsu Valgeirsdóttur því ég veit að hún lumar á mörgum góðum réttum. Þar hef ég lent í mat og gleymi ekki þeim krásum í bráð. O Jt» Ö m jp o Jt* Hið merka rit „Upplýsingarit um Vestmannaeyjar" kom út (vikunni. Er þar eins og alltaf ýmsan fróðleik að finna. Ritið er 96 síður en hefur undanfarin ár verið á bilinu 76 til 80 síður og því eru fyrstu viðbrögð að gleðjast yfir skyndilegri fjölgun íbúa í Eyjum. En því miður. Hver íbúi er bara talinn oftar upp í skránni. Þannig er fyrst sett númer með venjulegan síma og önnur lína fyrir farsíma ef einhver er. Hann er svo aftur talinn upp í sérstakri farsímaskrá. Njóti menn þess vafasama heiðurs að vera úthlutað viðurnefni bætist enn við lína. Nú, sumir eiga fyrirtæki og þá koma nöfnin þeirra kannski líka undir nafni fyrirtækisins. Þannig eru sjálfsagt dæmi um að sami maðurinn sé skráður hátt í 10 sinnum í upplýsingaritinu. Svo eru aðrir, heimsfrægir sem ekki fá nafnið sitt í skrána. Keikó ertil dæmis ekki á blaði. Ef áfram heldur að fækka íbúum hér og síðum upplýsingaritsins að fjölga styttist i að hvert heimili fái sína síðu. Annars er ritið frábært eins og alltaf áður og eiga Eyverjar þakkir skildar fyrir það fórnfúsa og óeigingjarna starf að halda þessari metnaðarfullu útgáfu úti svo lengi sem raun ber vitni. Alltaf eru þó einhverjir sem ekki kunna að meta húmorinn og sætta sig illa við að vera nefnir misverðskulduðum ónefnum í símaskránni okkar. Hefur frést að einhverjir hafi rætt málið við lögfróða menn með málshöfðun eða lögbann í huga eftir síðustu útkomu skráarinnar. Póstur og sími mun vafalaust gleðjast ef af þess konar aðgerðum verður því „Upplýsingaritið" hefur lengi verið jóeim nokkur þyrnir í augum. Einnig þykir mönnum ókostur hve ritið er illa prófarkalesið ár eftir ár. Það þykir nefnilega betra þegar menn afla sér upplýsinga í ritum sem þessu að þær upplýsingar séu réttar. En hvernig KEIKÖ [R UVALUK ffl HRÐAST MIÐ STÆL Undant'arna daga heíur allt hér í Eyjum snúist uni komu Keikó til Eyja. Fjiildi l'réttamanna hef'ur verió hér við störf og von er á íleirum. Undirbúningur að komu háhyrningsins er í hiindum Keiks ehf. en fyrirtækið réði Guðlaug Sigurgeirsson l'rá Skuld sem fjölmiðlafulltrúa í ágúst og hefur hann undirbúið mótttöku fréttamannanna síðustu vikur. Guðlaugur er Eyjapeyi en bjó í mörg ár í Uandaríkjunum, þannig að hann þekkir vel til þeirra aðila sem mest hefur borið á í kringum Keikó. Mikið hefur mætt á Guðlaugi síðustu daga og er hann Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn?. Guðlaugur Sigurgeirsson. Fæðingardagurogár? ló.júlí 1956. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar Fjiilskylduhagir? Giftur Sædísi Maríu Hilmarsdóttur. Við eigum þtjá syni, tengdadóttur og sonarson. Menntun og start? Rafmagnsverkfræðingur hjá Ratsjárstofnun. Laun? Afstæð Helsti galli? Of langt að telja þá upp. Helsli kostur? Ennþá lengra að telja þá upp. Uppáhaldsmatur? Sterkur indverskur matur, næst á eftir humri. Versti matur? Brauðsúpa. Uppáhaldsdrykkur? ískalt íslenskt vatn. Uppáhaldstónlist? Blues og jazz. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Lífið er til að hafa gaman af. Flest í því er skemmtilegt. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að standa ekki við það sem ég hef lofað. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Sameina fjölskylduna í Los Angeles. Uppáhaldsstjórnmaálaður? Ati sálugi, Guðlaugur Gíslason. Uppáhaldsíþróttamaður? ÍBV liðið eins og það leggur sig. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Ennþá of langt mál. Uppáhaldssjónvarpsefni? Iþróttir, fréttir og fræðsluefni. Uppáhaldsbók? Þessi er of erfið. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og góðan húmor. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari nnarra?.Óheiðarleika og húmorsleysi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Mjóistígur í Alsey við sólarupprás. Hvernig hefur þér líkað þetta verkefni? Ágætlega. Hvað er skemmtilegast við startlð? Að sjá árangur mikillar vinnu tnargra aðila. Hvað ætlar þú að gera eftirhelgi? Takastá við mánudaginn. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? Vestmannaeyjar? Athyglisverður staður. Keikó? Hvalur sem ferðast með „stæl". NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Þann 27. ágúst fæddir þeim Helenu Mörtu Jakobsdóttur og Sigurði Einari Ámasy ni dóttir. Hún var 16 rnerkur og 55 cm. Með á myndinn er systir hennar, Valgerður. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir Atvinna Starfskraftur óskast til almennra skrifstofustarfa. Umsóknir sendist í box 175. AUKAÁRSFUNDUR Lífeyrissjóðs Vestmanncieyja, verður haldinn í Alþýðuhúsinu, laugardginn 19. septemher 1998 og hefst kl. 15.30. Dagskrá: Breytingar á reglugerð sjóðsins Önnur mál Skátastarf veturinn 98 - ‘99 Innritun fer fram laugardaginn 12. september kl. 14.00 - 18.00 í Félagsheimilinu við Heiðarveg. Gott er að allir skátar sem ætla að starfa í vetur komi, skrái sig og greiði árgjald kr. 2000. Aldurstakmark 8 ára. Skátafélagið Faxi u cL&fLnyii 12. september 60 óira afmælismót Golfklúhhs Vestmannaeyja 19. september Lundaball í umsjón Bjarnareyinga 26. september Geirmundur í Týsheimilinu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.