Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Side 6
Fréttir Fimmtudagur 10. september 1998 Smári Krístinn Harðarson hefur ekki veríð einhamur um dagana, enda maðunnn heljarmenni á velli. Þar afleiðandi vœrí hœgt að álykta sem svo að Smári vœri harður nagli og töffari. Víst má segja sem svo en undir niðri er samt hinn mildi mjúki maður, sem ólgar af tilfinningum undirniðri og tárast jafiivel að minnsta tilefni. Smári num sjá um öryggisgœslu í kvínni hjá Keikó svo ekki þótti seinna vamna að taka púlsinn á manninum og meta hvernig hann metur væntanlegan umbjóðanda sinn hvalinn Keikó. Smári Harðarson, sundkappi, vaxtarræktarmaður, þjálfari, kafari og nú yfirumsjónarmaður öryggismála hjá Free Willy Keikó. Eg renndi heiiti til Smúra og Sigurlínu einn góðan rigningardag í vikunni. Smári tók mildilega á komumanni og bauð hann velkominn í hús sitt. Þau eiga tvö börn, Sigríði Margréti 3 ára og Guðjón Smára 8 mánaða. Eg settist niður með Jjölskyldunni með eitt stœrsta ávaxtafat fyrirframan okkur, sem ég hef séð í Vestmannaeyjum. Minnti svolítið á aldingarð úrvalið af suðrœnum ávöxtum sem fylltu fatið. Smári er fæddur og uppalinn á Bröttugötunni í Vestmannaeyjum. Smári og vinur hans Sveinbjöm hafa þekkst frá því þeir voru peyjar svo aldrei hefur slitnað á milli þeirra vináttan. Þetta voru virkir ungir menn og stofnuðu meðal annars körfu- boltafélag, karatefélag, leynifélag, sköpuðu sína eigin útvarpsþætti sem þeir tóku upp á segulband. Þeir æfðu sund saman og nú munu þeir synda saman í Keikógæslunni úti í Klettsvík. „Hins vegar átti ég líka mínar jtungu stundir þegar ég var peyi. Eg var píndur til þess að fara alltaf með mömmu á kirkjukórsæfingar, leik- æfingar hjá Leikfélaginu og að bera út póstinn með henni, en hún vann við það. Þetta var mjög erfiður hluti minnar æsku," segir Smári og augun verða hálf klökk, þar sem hann situr í sófanum gengt mér. „Hún hafði eitthvað tak á mér sem ég gat aldrei látið undan. Mér er enn í fersku minni heimilisföng hálfs bæjarins, kunni öll leikrit utan að að ógleymdum öllum sálmunum sem sungnir voru hjá kirkjukómum. Þó er nú farið að fimast yfir þetta. ég man þó alltaf sálminn: Ó þá náð að eiga Jésú, og margar bréfalúgur eru mér minnisstæðar. Sumar vora leiðinlegar og aðrar hlýjar og þægilegar." En pabbi þinn. Eru engar svipaðar minningar tengdar honum? Fékkst þú aldrei aðfara neitt með honum ? „Hann er vélvirki og við fórum út í Elliðaey. Samt hef ég oft verið að spá í það að við virðumst eiga fátt sameiginlegt. Við vorum að vísu mikið út í Eyju og ég hef miklar taugar þangað en ég hætti fljótlega að fara þangað. Svo var hann Odd- fellowkall, laxveiðimaður og einhvem vegin hef ég aldrei gengið í fótspor pabba og undanfarin ár hefur kannski vinna mín hagað því þannig að ég hef lítiðfarið þangað." En er þetta úteyjalíf ekki lif sem bara er stundað afmönnum með hina hefðbundnu karlmennskuímynd í lífsýnunum, eða eru þetta ekki karlrembueinstaklingar. Nú er ekki laust við að þú gœtir verið þessi týpa, þó ekki sé nema vegna vinnunnar sem þú ert í og kraftalegrar líkams- byggingar? „Jú kannski í sambandi við úteyjar, þá held ég að þeir séu bara að reyna að losna við kerlingamar sínar, fá frí til að geta leikið sér. Þetta er svona stráka- og karlaveldi. Ég fór aðra leið til þess að efla karlmennskuímyndina. Það er vaxtarækt, slökkvilið og köfun, og síðast en ekki síst öryggisgæsla. Á þessum sviðum hef ég leitað karlmennsku minnar ef svo má segja. Ég hef valið mér mjög karmannlegar atvinnugreinar, en veit kannski ekki alveg af hverju. Kannski er það einhver minnimáttarkennd." Er þetta spuming um að brjótast undan ofuvaldi móður þinnar án þess að ýiljafeta ífótsporpabba þíns? ,JálíklegaerþaðrétthjájDér. Þessi kvenleiki var svo ríkur í mér, vegna þessara ferðalaga með móður minni um bæinn. Þessi mjúki maður inn í mér var alveg að springa og þá hlaut að koma að því að eitthvað léti undan og ég helti mér út í annars konar karlmennsku. Ég held að ég sé að ná nýjum skilningi á sjálfum mér og kynnast mér betur. Það var gott að þú komst," segir Smári og hlær. Sigurlína hefur ekki lagt mikið til málanna fram að þessu svo ég spyr hana, livort Smári sé mjúkur maður undirniðri. „Já hann er ofboðslega mjúkur og góður. Kannski má segja hrikalegur en Ijúfur að innan. Það má segja að þessi stóri maður á sínar ljúfu og góðu hliðar.” Leiðir þeirra Smára og Sigurlínu lágu saman á Pizza 67 árið 1996, en hún hafði komið til Eyja norðan úr Skagafirði og langaði að breyta um umhverfi og komast í menninguna. Þá var Smári styrktur af Pizza 67 vegna vaxtaræktarmóts og fékk eina máltíð á dag, en Sigurlína var þá ný komin til Eyja og var að vinna á veitingastaðnum. „Ég kom þarna á hverju kvöldi og borðaði minn fitulausa mat og í framhaldi af því fórum við að spjalla saman og eitt leiddi af öðra, en það var frekar langur aðdragandi að sambandi okkar og hefur nú staðið með miklum blóma í 8 mánuði." Smári Irefur alltaf verið í stöijum sem fela í sér einhverja ögrun við náttúruna og ekki síst við hann sjálfan og líkamann. Erþetta líka hluti afþví að losnafrá mömmu? „Ég hef oft hugsað þetta, " segir Smári. „Ég verð alltaf að ögra sjálfum mér á einhvem hátt. Eins og að skera fyrir vaxtaræktarkeppnir. Kannski er þetta einhver klikkun frá upphafi til enda. Maður er að spyrja sjálfan sag hvort maður geti þetta eða ekki. Ég verð alltaf að keppa að einhverju. Ég var að æfa sund frá því ég var smá peyji, svo hætti ég því og varð að finna eitthvað annað. Ég tók mig til og fór að æfa langhlaup og hljóp um allan bæinn á þriðja ár og keppti tvisvar í Reykjavíkur- maraþoninu. Margir hafa reynt að ná þeim tíma sem ég náði þar í hálfmaraþoni og ekki tekist. Þar má nefna Guðmund Eyjólfsson, Elías Atlason, og ég efast um að Bjarki Brynjarsson gæti náð því, jafnvel þó að hann legði sig allan fram. En ég hljóp þetta á 93,24 sek. Er ekki stundum eifitt að búa við það að maðurinn þinn sé kannski f stöðugri lífshcettu, spyr ég Sigurlínu. , Já stundum getur þetta verið erfitt. Ég viðurkenni það alveg og hugsa oft um það hvort að allt sé ekki í lagi og er þá að skipta mér af, sérstkalega á þetta við ef hann er að fara að kafa." Nú er Smári að fara að passa 5 tonna hval. Er það líka hluti af þessari ögrun karlmennisins og kannski mjúki maðurinn og móðurlegi sem cetlarað fara ílivalagceslu? „Já líklega eru þetta báðir karakteramir sem telja að þeir geti fengið útrás við þetta starf. Þetta er mjög spennandi og er þakklátur þessum mönnum að treysta mér fyrir þessu starfi og lofa mér að takast á við það. Þetta er að stærsta verkefni sem ég hef tekið að mér. Ég mun hins vegar halda áfram að þjónusta skip við köfun og verða með bömin mín í hádegistímunum á Hressó." Bömin þín ? „Já ég ætla ekki að svíkja hádegisbömin mín, sem era Ómar vinur þinn, fyrrverandi prestar í Eyjum sem nú hafa náð fullum þroska og eru útskrifuð, Bjarki Brynjarsson, Þorsteinn Gunnarsson og fleira gott fólk. Þetta er svona þrekhringur og mikið púl. Ég tók við þessu liði gjörsamlega í molum. andlega sem líkamlega og hef nú byggt þau upp. í dag er þetta mjög hresst og lífsglatt fólk og það lítur miklu betur út á sál og líkama og ég hef í raun alið þau upp á nýtt. Þess vegna kalla ég þau bömin mín. Þau era miklu jákvæðari og þau standast álag miklu betur og koma alltaf brosandi. jafnvel þó að þau séu undir miklu álagi á vinnustað. Þetta er að öllu leyti betra fólk nú en þegar ég tók við þeim." Finnst þér Fréttir vera betra blað eftirað Omar byrjaði lijá þér? Nú hlæja þau bæði innilega og Smári segir: ,Já mér fmnst það. Blaðið er orðið stærra, en ég er hins vegar mjög sár út í hann fyrir að hafa aldrei fengið að vera Eyjamaður vikunnar. Sérstaklega er ég sár yfir því að Bjarki Brynjarsson keppinautur minn í vaxtarækt og lyftingum hefur tvisvar sinnum fengið að vera Eyjamaður vikunnar. Þetta er mun sárara vegna þess að hann er aðkomumaður. Mér finnst ég grátt leikinn. Vegna þess að innst inni keppum við Bjarki um mjög margt í lífinu. Hann keypti sér Subaru Smári og Sigurlína meö börnin Sigríði Margréti og Guðjón Smára.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.