Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1998, Síða 12
Hlfinningaríkur blaðamannafundur Blaðamannafundur var haldinn í Kiwanishúsinu í gær með full- trúum Keikó stofnunarinna og þeirra aðila sem stóðu að flutningi hvalsins Keikó til landsins. Fundurinn var að sjál- fsögðu tileinkaður heim-komu Keikós og vel heppnaðri fór hans yfír hálfan hnöttinn. Á fund- inum var nokkur dramatísk spenna svo ekki sé vægar til orða tekið. Sérlegur heilsugæslu- læknir Keikós var djúpt snortinn og bjóst maður við að hann brysti í grát þá og þegar svo mikil var tilfínningin í tali hans og er allra góðra gjalda verð. Á fundinum voru og flugmenn C-17 vélarinnar, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Craig O. McCaw forstjóri Keikóssamtakanna ásamt fleira stórmenni. Á fundinum kom í ljós að flutningur Keikós væri aðeins eitt skref í langri göngu sem fram undan væri og vert væri að fagna þessum nýjasta íbúa Eyjasam- félagsins. Sagt var að þetta skref væri sigur fyrir heiminn allan sem hægt væri að læra mikið af og dæmi um draum sem hafi ræst. Mikið var rætt um löskun C-17 vélarinnar og lokun fíugvallarins af þeim sökum og óttuðust tjöl- miðlamenn mjög að verða innlyksa í Eyjum. Hápunktur fundarins var þó undir lok hans þegar einn starfsmanna Keikó- samtakanna rétti fulltrúa sam- takanna GSM síma sem tilkynnti að loknu samtalinu að höfrungur hefði komið að kví Keikós og átt í samræðum við hann nokkra stund. Varð þá mikið klappað og gleði stór braust út í salnum. Þorsteinn Ingi Sigfússon fulltrúi Hákóla íslands í Rannsóknarsetri Háskólans í Vestmannaeyjum lýsti yfir ánægju sinni með Keikó og benti mönnum á þá fræðslu- möguleika og þekkingarsjóði sem fælist í komu Keikó til Islands á öllum sviðum mennta. Því næst var fundi slitið og menn gátu farið að huga að því að pakka niður og snúa sér að næsta heimsviðburði að sjónvarpa beint um heimsbyggð alla. Síðustu fréttir Samkvæmt heimildum hefur Keikó það gott í kvínni og mun hafa átt náðuga og friðsæla nótt. Hann nærist vel og ekki annað að sjá en að lífið leiki við hann. Einnig kom það þjálfurum hans skemmtilega á óvart hversu fljótt og vel Keikó tók við sér eftir að hann kom í kvínna. Búst var við að hann myndi hugsanlega fá einhverjar harðsperrur, eftir ferðalag sitt um hálfan hnöttinn. Keikó ber sig samt mannalega ef nota má slíkt orð um einn ágætan hval. FIUTNWOAR -VtSTMMINAEYJUM Pogfifg hrtkhnríá kmd mm tr. Vöruafgreidsla Mdldlogaveai 4 Sfmi 481 3440 Vöruafgreiðsla ■ Reykjavílc AðaHlutnloflar HéMasgöhi 3 jfigl 501 3030 Öll móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa FAX481 1927 Œ 481 1909 - 896 6810 Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson SEMDÍFEitöABÍU *481-2943, * 897-1178 Eftir nokkrar tafirá flugvellinum gekk flutningur Keikós í kvínna eins og best var á kosið. Greinilegt var að allur undirbúningur hafði verið góður og hugsað fyrir nánast hverju smáatriði. Sjálfur virtist Keikó mjög afslappaður enda hefur hann ferðast með flugvélum frá íslandi til Kanada, þaðan til Mexíkó þaðan sem hann var fluttur til Portland og svo loks til Eyja. Opid cillci yiíko cIqqq fm Haygamdlðiga smnrauidaga Opemi sattudat^s

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.