Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 24. september 1998 Núna fær Keikó póstinn sinn til Eyja Depjr Fjöldinn allur af bréfum hefur borist Keikó síðan hann öðlaðist löghcimili í Klettsvíkinni. Brétin hafa verið stfluð á Keikó sjálfan og undantckningarlaust er heimilis- fangið Klcttsvík, cnda jrað hið eina rétta, jró bréfin hafi nú endað á Rannsóknarsetri Vestmannaeyja. Það er greinilega lögð mikil ástúð í mörg bréfanna og krakkarnir teikna myndir og einn sendi heila bók sem hann hafði gert sjálfur með fjölda teikninga. Krakkarnir sem skrifa eru á aldrinum fjögurra ára til tólf ára og er nokkuð jöfn skipting milli stráka og stelpna. Stelpurnar eru þó ástúð- legai og tilfinninganæmari í skrifum sínum og teikningum og bera mikla von í brjósti um að Keikó fái að hitta fjölskyldu sína aftur og ekki síst að hann eignist konu. Strákarnir aftur á móti lýsa söknuði og lýsa yfir hrifningu sinni á því að Keikó skuli vera kominn heim. Bréfin hafa borist alls staðar að úr heiminum, en jró mest frá Banda- ríkjunum og Islandi og nokkur bréf eru frá Evrópu, en ekkerl bréf hefur borist honum frá krökkum í Vest- mannaeyjum, enda Keikó í túnfæti þeirra. Það er stefnt að því að þessum bréíúm verði svarað og hugs- anlega mun einhver glaðningur fylgja með. Þó er ekki mikið unr það að krakkarnir biðji um að fá einhverja minjagripi, en þó er eitthvað um það. A myndinni má sjá hluta bréfanna sem Keikó hafa borist. Ef mark má taka á bréfunum þá er Keikó alls ekki gleymdur aðdáendum sínum og ætti það að vera Keikó góð huggun og kannski gæti það orðið eitt hlutverk öiyggisvarða hans í Klettsvík að lesa fyrir hann bréfin á löngum nóttum í vetur. Sönghópurinn Suart og hvftt syngur um Keikó Kominn er út nýr geisladiskur tilcinkaður heimkomu Keikós og heitir A heimleið. Það er söng- hópurinn Svart og hvítt sem flytur lögin en lög og textar eru eftir Óskar Guðnason og Ingólf Steinsson. Óskar Guðnasson segir að í fyrstu hafi þetta verið gert í leik, en svo hafi verið ákveðið að drífa efnið á disk. „Þetta á að vera gleðióður til Keikós. Við lítum á Keikó sem Vestur Islending sem orðinn er heimsfrægur kvikmyndaleikari og við viljum bjóða hann velkominn heim og vonum að hann komi til með að njóta sín í Eyjum og eignist mörg Keikóböm." Óskar segir að þau skipti sér ekkert af ólíkum skoðunum fólks varðandi þennan háhyrning, hins vegar álíti þau að hann komi ekki til með að valda deilum um skynsamlega nýtingu á hvölum ef stjómvöld ákvæðu slfkt. Óskar segir að þetta fyrirtæki sé nokkuð dýrt. „Við vildum hins vegar KE9KG Á Iteimleið / Homeward bound / Pá hiemreise ancl Wliite gleðja bömin og ef þau em höfð í fyrirrúmi þá sé peningunum vel varið, því annað eins fer nú til vafasamra nrálefna." Skífan sér um dreifingu á diskinum, en Óskar mun verða í bænum á næstunni og bjóða diskinn á tilboðsverði og kostar hann 1000 kr. hjá honunr. Einnig mun eitt lagið verða gefið út á myndbandi. Stofnfundur Stofnfundur ítirótta- oy hestamannafélags Uestmannaeyja verður haldinn í kvöld, fímmtudaginn 24. september, kl. 20.30 í sal Sveinafélags járniðnaðarmanna. Allir velkomnir. Undirbúningsnefndín. Biarnareyingum tókst að halda lundaball aldarinnar Árlegt lundahall hjargveiðimanna fór fram á laugardaginn og segja Bjarnareyingar, sem höfðu veg og vanda af ballinu, að það hafi aldrci verið glæsilegra, sama hvar borið væri niður. Gestir á lundaballinu. sem haldið var í Týsheimilinu, voru rúmlega 260. Þar svignuðu borðin undir lundaréttum, steiktum, reyktum og reyllum ásaml hangiketi og öllu sem við á að éta. „Við sáum sjálfir um matinn með aðstoð Guðna Pálssonar kokks á Hraunbúðum. Er það samdóma álit allra gestanna að matur á lundaballi hafi aldrei verið betri,“ sögðu Pétur Steingrímsson og Jens Karl M. Jóhannesson Bjarnareyingar í samtali við Fréttir eftir ballið. „Þarna var sýnd myndin Úteyjalíf sem tekin ef af Kvikmyndafélaginu Glóra. Af viðbrögðum gesla að dæma er myndin listaverk sem kemst örugglega á spjöld kvikmyndasögunnar við hlið mynda eins og Kúreki norðursins," sagði Pétur. Önnur atriði voru hefðbundin en á þeim var Bjarnareyjabragur sem lyfti þeim upp úr meðalmennskunni. „Þar var Bjamareyingurinn Árni Johnsen fremstur í llokki og svo steig Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi á svið með gítarinn og vakti mikla lukku. Ystklettingar fengu bikar fyrir að hafa sálgað flestum lundum í sumar og Jón Kristinn Jónsson, heimsmeistari í lundaveiði, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir afrekið." Jenni og Pétur voru sammála um að þeir myndu ekki eftir betra lundaballi. Sagði Jenni að það hafi batnað eftir því sem leið á kvöldið. „Þetta er bara enn ein sönnunin á því að við erum bestirbjargveiðimanna. Allt tal um annað sýnir bara vanmelakennd manna sem vita ekki betur,“ sögðu þeir félagar að endingu. Séð yfir ueislusalinn sem uar hinn glæsilegasti eftir að Bjarnareyingar höfðu farið um hann höndum. Kampakátir Suðureyingar, Gústi, Hallgrímur og Dauíð. Þessír báru hitann og bungann af undirbúningi Lundaballsins. F.u. Gísli, Viktor, Halli Geir, Úmar, Siggi, Gísli. Þröstur og Rúnar. Fyrir framan eru ofurmennín PéturogJens. Við sem heima sitjum fáum að fara á Lundaball. F.u. fllla. flgústa, Hjödda, Bubba, Rut og Magga sem aliar tengjast Bjarnarey.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.