Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 4
A Fréttir Fimmtudagur 24. september 1998 t) ttrétitu' í síðustu viku skoraði Elsa Valgeirs- dóttir á Aðalheiði Halldórsdóttur (Kaju) að taka við sem hún gerir Jiér með. „Eg vil þakka Elsu fyrir áskorunina en bendi henni jafnframt á að ef hana vantar eitthvað frá mér þá þarf hún ekki að nota bæjarblöðin til að ná í mig. En hér kemur uppskriftin sem hún er að sverma eftir. Partýpottréttur: 2 Vi kg nauta eða lamba gúllas 4-6 laukar 2 tsk. karrý 3 tsk. paprikuduft Vi tsk. pipar 1 flaska mangó 1 Vi kg sveppir 1 'A dós ananas + safi 2 rauðar paprikur 2 grænar paprikur 2 pelar rjómi sósuþykkni Steikið kjötið á pönnu, setjið það í pott og sjóðið í vatni í eina klst. Steikið sveppi, papriku og lauk og setjið út í pottinn ásamt kryddi, mangói og ananas. Látið sósuþykkni eftir þörfum og síðan rjóma. Þetta er bæði fljótlegt og auðvelt í framkvæmd. Berið fram með hns- grjónum sem gott er að bragðbæta með pítusósu og maísbaunum. Einnig er gott að hafa gróft salat og brauð með. Mig langar til að skora á vin minn og skólabróður, Astþór Rafn Pálsson sem búinn er að elda súpu fyrir svarta gengið í mörg ár. Eg veit líka að Astþór er höfðingi heima að sækja. Því skora ég á Rabbabara að redda góðri uppskrift í næsta blaði." Aðalheiður Halldórsdóttir (Kaja) er sælkeri þessarar viku 0 t ð S P 0 T Lundaballið um slðustu helgi þótti takast með eindæmum vel. Reyndar þótti gestum jafnt sem gestgjöfum eitt atriði skyggja á framkvæmdina og það var húsnæðið. Fólk hafði á orði að það væri orðið langþreytt á að allar stærri samkomur í þessum bæ þyrfti að vera með I íþróttasal, sem þrátt fyrir að vera ágætur til síns brúks hentar afar illa sem skemmtistaður. Margir vilja sjá bæjarsjóð koma að þessu máli og bent er á að það yrði til að efla félagslíf og þjónustu við bæjarbúa ef skemmti- staður, sem stæði undir nafni, yrði til í bænum. Aðrir eru sjálfsagt ekki eins ákafir í að sjá skattpeningana sína notaða í að byggja upp öflugra skemmtanalíf I Eyjum og hægt er að ímynda sér ýmislegt gagnlegra sem nota má aurana í. Það er svo aftur athugandi hvort ekki borgar sig best að halda stærri skemmtanir Eyjamanna á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hús sem taka tilskilinn fjölda og nóg er af Eyja- mönnunum þar. Nú mun vera ákveðið að Herjólfur fari í slipp til Danmerkur 14. október næsL komandi og komi aftur 4. nóvember. I framhaldi af þessu hefur veðurstofa Orðspors sent frá sér langtímaspá fyrir umrætt tímabil. Spáin nær bæði til veðurs í venjulegum skilningi svo og andlegs veðurfars bæjarbúa, og hljóðar upp á svarta þoku á tímabilinu 14. októbertil 4. nóvember. Vonlítið verður með flug þessa daga og búist við almennu þunglyndi íbænum. Hjá Svarta-genginu hefur tíðkast að þegar menn fara utan koma þeir með koníakspela næsta sunnudagsmorgun í gönguna. Nú sjá menn þar á bæ fram á bjarta sunnudaga því Sigurður Ingi er á Isleifi sem á næstunni ku landa í Færeyjum. Gengið skilgreinir hvert skipti sem farið er út fyrir 200 mílurnar sem utanlandsferð og krefst því pela í hvert sinn sem það gerist. Munu þeir hafa fullan hug á að komast í skipsdagbókina til að hafa þessi mál á hreinu. Smáar Til sölu Til sölu er KORG hljómborð á kr. 80.000 og heimastúdíó + hljóðnemi á kr. 80.000. Þarf að seljast strax. Upplýsingar í síma 481 2I47 Auglýsingasíminn er 481 3310 Faxið 481 1293 Netfangið frettir@eyjar.is STLIKT LOÐNA PLST Knattspyrnuvertíöinni er að Ijúka þessa dagana. Yngri flokkarnir hafa margir hverjir náð góðum árangri í sumar. 3. flokkur karla endaði í 2. sæti í 1. deiid og 2. flokkur karla náði 1. sæti í sinni deild og vann sig upp í 1. deild. Einn afþessum knáu leikmönnum 2. og 3. flokks er Gunnar H. Þorvaldsson og hann var svo sannarlega á skotskónum í sumar, skoraði alls 50 mörk með 3. flokki eða að meðaltali rúm þrjú mörk í leik! Gunnar er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Fæðingardagur og ár? 1. apríl 1982. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum ásamt þremur systkinum Menntun og starf? Er nemandi á hagfræðibraut í FÍV. Laun? Engin eins og er. Helsti galli? Það skulu aðrir meta. Helsti kostur? Það meta aðrir líka. Uppáhaldsmatur? Steikt loðna að hætti pabba. Versti matur? Sveppir, lifrarpylsa og svoleiðis. Uppáhaldsdrykkur? Aquarius. Uppáhaldstónlist? Er eiginlega alæta á tónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að skora mörk. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka til í herberginu mínu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Kaupa nýjan Hyundai Coupé. J Uppáhaldsstjórnmálamaður? Lúðvík Bergvins. Uppáhaldsi'þróttamaður? Davor Suker. (Svo fékk ég 50 kall fyrir að segja Björgvin bróðir) Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, ÍBV. Uppáhaldssjónvarpsefni? Simpsons og South Park. Uppáhaldsbók? Ég hef nú aldrei klárað að lesa neina bók. Ætli það breytist ekki í skólanum í vetur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Falskir náungar. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ætli það sé ekki herbergið mitt þegar nýbúið er að taka til í þvi. Hvað ert þú búinn að vera lengi í fótboltanum? Ég byrjaði held ég fimm ára. Stundarðu einhverjar aðrar íþróttir? Já, frjálsar en fótboltinn er skemmtilegri. Hver er stefnan í f ramtíðinni? Reyna að komast í atvinnumennsku í fótbolta. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir óessi orð? -Fótbolti? Skemmtileg íþrótt. -ÍBV? Frábært félag. •Þrenna? Leikirnir í sumar. Eitthvað að lokum? Hvet alla sem geta til að mæta á leikinn á laugardaginn. Afram IBV. Gunnar H. Þorvaldsson er Eyjamaður vikunnar NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINQBR Þann 14. september eignuðust Bylgja Dögg Guðjónsdóttir og Óskar Þór Kristjánsson dóttur. Hún vó 14 merkur og var 53 sm að lengd. Á myndinni með litlu systur eru fv. Birgir Davíð og Kristján Valur. Þann 15. september eignuðust Bryndís Guðmundsdóttir og Grímur Gíslason son. Hann vó 14 merkur og 53 sm. Á myndinni með litla bróður eru Gísli og Erna Ósk. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir. z?-------- CLGflwtÍ 26. september Úrslitaleikur ÍBV - KR í Frostciskjólinu 26. september Geirmundur í Týsheimilinu 14. október Herjólfurfer í slipp til Dcmmerkur 4. nóvember Herjólfur kemur afturfrá Danmörku Veggfánarm/íslenska fánanum 15% staðgreiðsluafsláttur rr HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.