Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 24. september Fréttir 19 Fréttir kynna meistaraflokk IBV í handbolta Nýju leikmennirnir lofa sóðu -segir Þorbergur Aóalsteinsson þjálfari l’orbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, er að stjórna Iiði Eyjamanna fjórða árið í röð. Þorbergur spilaði, sem leikmaður, lengst af með Víkingum, þá lék hann eitt ár með Þór hér í Eyjum og spilaði og þjálfaði sænska liðið Saab í fimm ár. Næstu fimm árin var hann þjálfari íslenska landsliðsins og þar á eftir hélt hann til Vestmannaeyja og er að þjálfa ÍBV sitt fjórða ár. Hvemig hefur gengið að slípa saman nýtt lið? -Þetta tekur náttúrlega allt sinn tíma og það þarf bara vissa þolinmæði í það. Þetta er búið að vera svona á hverju ári hjá okkur, miklar breytingar og fyrirfram held ég að þetta gangi ekkert hraðar fyrir sig núna frekar en undanfarin ár. Hér byrja menn seint að æfa, en við höfum notað seinni hlutann af haustinu mjög vel og þar af leiðandi komum við yfirleitt mjög sterkir inn eftir áramót. Hvemigfinnst þér aðkomumennimir falla inn í liópinn? -Bara ágætlega, mér líst vel á þá og ég held að þeir eigi eftir að spjara sig ágætlega hér í vetur. En deildin í vetur, megum við eiga von á veikari eða sterkari bolta heldur en ífyrra? -Eg hugsa að þetta verði ósköp svipað. Það hafa ekki margir sterkir leikmenn farið út í atvinnumennsku og síðan hafa nokkrir komið aftur heim, eins og til dæmis Bjarki Sigurðsson. Ég á von á því að Fram, Stjaman og Afturelding verði í toppnum, en á botninum býst ég við að nýliðamir Selfoss og KR verði. Við stefnum á eitt af fjómm efstu sætunum og reynum að fá heimaleik ef kemur til oddaleiks í 8-liða úrslitum. Eitthvað að lokum? -Bara það að þetta getur orðið skemmtilegur handboltavetur og bæði karla-og kvennalið ÍBV ætla sér að skemmta áhorfendum hér í Eyjum með góðum handbolta iléíkménnIbv ÍVETURINN 1998-99 ^ \TA17W. AI niTD. CTAIAA. j NAFN: ! Sigmar Þ. Óskarsson ' Símon Halldórsson ' Ragnar Kristinsson ALDUR: STAÐA: 37 markmaður 18 markmaður 25 markmaður 1 Valgarð Thoroddsen 25 homamaður 1 Daði Pálsson 23 homamaður | Helgi Bragason 27 homamaður | Emil Andersen | Giedrius Cemauskas ■ Slavisa Rakanovic 22 homamaður 31 hom/skytta skytta J Guðftnnur Kristmannsson J Sigurður A. Stefánsson ' Þorsteinn Þorsteinsson 27 skytta 16 skytta 20 skytta I Davíð.Þ. Hallgrímsson 24 skytta 1 Sigurður Bragason 21 miðjumaður | Svavar Vignisson | Ragnar Þ. Jónasson 1 Haraldur Hannesson 25 línumaður 27 línumaður 30 vamarmaður I Þjálfari: Þorbergur Aðalsteinsson Leikir IBV í Nissandeildinni1998 til 1999 i i i i i i i PB Heimaleikir Miðvikudagur 30. september kl. 20:00 Föstudagur 16. október kl. 20:00 Föstudagur 6. nóvember kl. 20:30 Föstudagur 13. nóvemberkl. 20:00 Miðvikudagur 2. desember kl. 20:30 Miðvikudagur 9. desember kl. 20:00 Þtiðjudagur 5. janúar kl. 20:30 Föstudagur 15. janúar kl. 20:30 Miðvikudagur 27. janúar kl. 20:(K) Föstudagur 5. febrúar kl. 20:30 Miðvikudagur 24. febrúarkl. 20:30 Útileikir Fimmtudagur 24. september kl. 20:(X) Sunnudagur 4. október kl. 20:00 Sunnudagur 11. október kl. 20:00 Miðvikudagur 28. október kl. 20:00 Miðvikudagur 11. nóvember kl. 20:00 Sunnudagur 22. nóvemberkl. 20:00 Sunnudagur 13. desemberkl. 20:00 Miðvikudagur 20. janúar kl. 20:00 Miðvikudagur 3. febrútu kl. 20:30 Sunnudagur 21. febrúar kl. 20:30 Sunnudagur 28. febrúar kl. 20:30 IBV-HK ÍBV-ÍR ÍBV-FH ÍBV- Grótta/KR ÍBV-Fram ÍBV-Haukar ÍBV-KA ÍBV-Valur ÍBV-Selfoss ÍBV-Stjaman ÍBV-Afturelding Haukar-IBV KA-ÍBV Valur-ÍBV Selfoss-ÍBV Stjaman-ÍBV Afturelding-ÍBV HK-ÍBV ÍR-ÍBV FH-ÍBV Grótta/KR - Fram-ÍBV ■ IBV Landssímadeildin: ÍBV 2 - Leiftur 0 Með aðra hönd á íslandsmeistaratitlinum Síðasti heimaleikur ÍBV í Lands- símadeildinni, fór fram á Hásteins- velli síðastliðinn sunnudag. Það voru Leiftursmenn frá Olafsfirði, sem koniu í heimsókn og sóttu ekki gull í greipar heimamanna. Lið gestanna var hálf vængbrotið í þessum leik, þar sem í liðið vantaði uni átta af fastamönnum liðsins. Mikið hafði verið talað uni fyrir þessa viðureign að Leiftursmenn hafí ætlað að tapa leiknum til að auka möguleika sína á Evrópusæti, og til gamans má geta að leikur IBV og Leifturs var eini leikurinn í 16. umferð, seni ekki var á Lengjunni. Lið Leifturs var mikið breytt frá bikarúrslitaleiknum fyrr í sumar. Flest allir útlendingamir þeirra eru famir af landi brott og einnig vom menn í meiðslum og leikbönnum. I stað þeirra voru ungir og frískir strákar, sem stóðu vel fyrir sínu í leiknum. Mikið rok setti svip sinn á leikinn á sunnudaginn, en þrátt fyrir það náðu leikmenn beggja liða að hernja boltann nokkuð vel. Eyjamenn réðu ferðinni frá byrjun en spil þeirra var alls ekki sannfærandi. ÍBV náði engu að síður að skapa sér nokkur góð færi og var það Steingrímur Jóhannesson, sem var oft aðgangsharður að marki gestanna en hafði ekki heppina með sér. Leiftursmenn lögðu aðaláherslu á vömina en Rastislav Lazorik var sá eini sem eitthvað ógnaði marki ÍBV. En á 41. nrínútu kom fyrra mark leiksins, og var þar að verki Ivar Ingimarsson, sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar. ívar Bjarklind komst upp að endamörkum og lagði boltann út í teig, þar var nafni hans Ingimarsson mættur og hamraði knettinum neðst í markhornið fjær. í síðari hálfleik réðu Eyjamenn lögum og lofum á vellinum og sköpuðu sér hvert marktækifærið á fætur öðru, en erfiðlega gekk að koma boltanum í netið. Eina færi gestanna átti Páll Guðmundsson, sem átti skot í þverslá í byrjun seinni hálfleiks. Steingnmur og ívar Bjarklind áttu báðir mjög góð færi, áður en annað og síðasta mark leiksins varð að veruleika. A 78. mínútu gaf Ingi Sigurðsson boltann fyrir mark Leifturs, Sindri Grétarsson skaut á markteig og markvörður Leifturs varði, en fyrirliðinn, Hlynur Stefánsson, fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi og innsiglaði sigur ÍBV. Eyjamenn voru að spila þokkalega í leiknum, vömin var sannfærandi, Steingrímur hefur verið sprækari en hann er nýstiginn upp úr meiðslum, og það tekur sinn tíma að ná sér á strik eftir þau. En miðjumenn ÍBV-liðsins ná ekki að stilla strengi sína nógu vel saman, og þar af leiðandi gekk ntiðjuspilið illa, miðað við hvað þessir rnenn fá mikinn tíma til að athafna sig inni á vellinum. Eyjamenn eru nú efstir fyrir síðasta leikinn gegn KR og verður það úrslitaleikur Landssímadeildarinnar. ÍBV nægir jafntefli í leiknum en KR- ingar verða að vinna. Leikmenn verða heldur betur að koma með réttu hugarfari í leikinn og menn verða að vera vel undirbúnir í algjört stríð og taugaspennu. Sterkur vamarleikur. þolinmæði, sigurvilji og síðast en ekki síst góð stemmning verður lykillinn að því að IBV nær að verja Islandsmeistaratitlinn í knattspyrnu 1998. LiðÍBV: Gunnar 7 - Kristján 6(Bjami G. 6), Hjalti 7. Guðni R. 6, Hlynur 7 - ívar B.6, Steinar 6, Kristinn H. 6(Sindri 5), Kristinn L. 6( Ingi 6), ívar 1.6- Steingrfmur 6 Nýr sundþjálfari til Eyja Sundfélag ÍBV og Ægir hafa ráðið til starfa Yuri Zinoviev. Yuri er fæddur 14. apríl 1968 íRússlandi. Hann menntaði sig í íþróttaháskóla í Volgograd og hefur sérhæft sig í sundþjálfun. Síðustu tvö ár hefur hann þjálfað sundlið Volzhsky, sem er í Rússlandi. Undanfarin ár hefur Yuri þjálfað ungt og efnilegt sund- fólk í Volgograd, og hefur hann náð frábærunt árangri á alþjóðavett- vangi. Yurihefureinnigtekiðþáttí fjölmörgum rannsóknaverkefnunt og tilraunum, er varðar nýjungar í sundi og sundþjálfun. Það er því mikill fengur og lyftistöng fyrir Vestmannaeyjar að fá þenna mann til starfa hjá sundfélagi ÍBV og Ægis. Að sögn Ólafs Ólafssonar, formanns sundfélags ÍBV og Ægis, mun Yuri vera með fjóra flokka á æfingunv, byrjendahóp, grunn- keppnishóp, keppnishóp og einn hóp fyrir Sundfélagið Ægi. „ Það eru allir velkomnir á sundæfingar og nánari upplýsingar eru gefnar í síma 481-3022, Ólafur Ólafsson, á kvöldin eða í súna 699-5790, Yuri Zinoviev,” sagði Ólafur að lokum. Hermann til Brentford Hermann Hreiðarsson, landsliðs- maður íslands f knattspyrnu, var í fyrradag seldur til 3. deildarliðs Brentfords á Englandi. Crystal Pal- ace lýsti yfir fyrir skömmu að Hermann væri á sölulista og framtíð hans hjá félaginu væri ekki trygg. Ron Noades, fyrrverandi eigandi Palace, og núverandi eigandi Brent- ford, keypti Hermann því til félagsins á 77 milljónir íslenskra króna. Jens farinn heim Jens Paeslack, leikmaður með knattspymuliði ÍBV, er farinn til Þýskalands og spilar ekki nteira með ÍBV-liðinu á þessu tímabili. Jens var búinn að eiga við meiðsli að stríða og vildi fá að fara til síns heima. Það varð því að sam- komulagi milli hans og stjórnar knattspymudeildar ÍBV að hann fengi að fara. Jens stóð sig mjög vel í byrjun móts en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum í lokin. Efnilegir piltar Jón H. Gíslason, varnarjaxlinn mikli, hefur verið valinn í æfinga- hóp U-18 landsliðsins í knattspymu. Hópurinn æfir nú af krafti fyrir Evrópuleiki í næsta mánuði. Endanlegur hópur verður líklega valinn í næstu viku. Gunnar H. Þorvaldsson og Olgeir Sigurgeirsson, leikmenn úr 3. flokki ÍBV. hafa verið valdir á úrtaks- æfingar U-16 ára landsliðsins í knattspymu. Drengjalandsliðið undirbýr sig af kappi fyrir Evr- ópumótið í Póllandi, sem fram fer dagana 23. - 31. október. Bjarni R. Einarsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar U-15 ára liðsins. fyrir verkefni árið 1999. Hæftleikanefnd KSÍ er að byrja með eins konar hæfileikamótun nú á næstu dögunt. Rúmlega 20 efni- legir knattspymumenn. fæddir 1983, em valdir til að taka þátt í því verkefni. Einn Vestmannaeyingur er í þessum hópi og það er Einar H. Sigurðsson. Æfingar hefjast nú í lok september.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.