Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Síða 2
2 Velkomin um borð • í Eyjum laugardaginn 3. okt. 1998 V^LKOtlZN tAJI QOK& LhA&kKDterZNN 3.0* iWi¥I'S h i Bfc-ffite b an aíi" Gígja VE 340 Smíðuð 1966 í Harstad Noregi og er í eigu ísfélags Vestmannaeyja. Hér er um að ræða eitt af nótaskipunum í Eyjaflotanum og því fróðlegt að koma um borð og skoða sig um. Báturinn er 365 brl, 49 metra langur, 6 metra breiður og 7,8 metra djúpur. Aðalvél er Callesen 662 kw. Kaupár: 1982. Skipstjóri: Atli Sigurðsson. Nótaveiðin er skemmti legur veiðiskapur Atli Sigurðsson, skipstjóri á Gígju, hefur verið lengi til sjós og komið víða við. Gígja er eingöngu á nótaveiði, þ.e. loðnu og síld og segist Atli kunna ákaflega vel við þann veiðiskap. „Það er ekki hægt að bera nótaveiði saman við troll og net. Það fara margir dagar í að leita að loðnu og síld og staðsetja torfur með litasónarnum. Þá er kastað og þetta getur verið fljóttekinn afli. En stundum er þetta barningur eins og gengur. Tækin í brúni eru mjög nákvæm," segir Atli en reynd- ar má segja að brú á skipi í dag sé meira og minna full af tækjum og - segir Atii tólum sem skipstjórar og stýrimenn þurfa að kunna tökin á. Þar sem Gígja er eingöngu á nótaveiðum er hún á sjó 6-7 mánuði á ári, að sögn Atla. Mikil ásókn er í pláss og komast færri að en vilja. Atli segir að Gígja sé gott skip þótt vissulega sé það komið til ára sinna. Hann hvetur bæjarbúa til að skoða skipin sem verða til sýnis á laugardaginn því þarna gefist einstakt tækifæri fyrir fólk að koma um borð og sjá við hvaða aðstæður sjómenn starfa í dag. Vestmannaey VE 54 Smíðuð 1973 í Muroran Japan og er í eigu Bergs-Hugins ehf. Vestmannaey er í dag gerð út sem frystitogari og því er ákaflega fróðlegt að sjá hvernig sú vinnsla fer fram um borð. Þessi skuttogari er 636 brl., rúmlega 60 metra lang-ur, 9,5 metra breiður og 5,5 metra djúpur. Aðalvél er 2300 hestöfl. Kaupár: 1988. Skipstjóri: Birgir Þór Sverrisson. Vinna fyrir stelpur sem þora að prófa nýja hluti Sæbjörg Logadóttir, dóttir Loga heit- ins Snædals og Höllu Gunnarsdóttur, hefur verið háseti um borð í frystitog- aranum Vestmannaey undanfarin tvö ár. Faðir hennar var skipstjóri til margra ár en Jón bróðir hennar er stýrimaður á Smáey og þá var eldri systir hennar, Sigrún, einnig á Vestmannaey í nokkur misseri. ,,Mér líkar þetta bara vel. Mig langaði til að prófa eitthvað annað en að hanga í landi. Yfirleitt eru þetta 3 til 4 vikna túrar. Mér finnst þeir ótrúlega fljótir að líða, sérstak- lega ef vel fiskast. Við erum yfirleitt fjóra daga í landi en ég er svo í fríi fjórða hvern túr og tek mér gott sumar- frí," segir Sæbjörg. - segir Sæbjörg Logadóttir háseti Hún er ekki eini kvenmaðurinn um borð. Lilja Matthíasdóttir og Andrea Eyjólfsdóttir hafa einnig verið fastráðnar sem hásetar. I síðasta túr bættist svo sú fjórða við. Halldóra Fannarsdóttir. „Við vinnum við ýmislegt um borð svo sem snyrtingu, pökkun, útslætti, blóð- guno.fl. Við stöndum 6 tíma vaktir. Við erum 26 um borð þannig að þetta er lítið og samanþjappað sam- félag. Við drepum tímann með því að horfa á myndband, spilum, lesum, sofum eða hreinlega litum í litabók. Eg mæli eindregið með þes- sari vinnu fyrir stelpur sem þora að prófa eitthvað nýtt. Svo er þetta þess virði launalega séð," segir Sæbjörg. og er í eigu Gunnlaugs Ólafssonar. Gandí er aðallega á snurvoð og netum og hefur gengið ákaflega vel. Gandí er glæsilegt skip sem alla tíð hefur verið vel haldið við og því er gaman að koma þarna um borð. Báturinn er 212 brl, tæplega 40 metra langur, 6 metra breiður og 6,8 metra djúpur. Aðalvél er Grenaa 552 KW 751 HÖ. Skipstjóri: Njáll Kolbeinsson. Matarvenjur hafa treyst alveg ótrúlega á 15 árum Stefán Sigurðsson hefur verið kokkur á Eyjaflotanum í 15 ár, þar af þau 7 síðustu á Gandí. Þegar slegið var á þráðinn um borð var verið að draga og því varð kokkurinn fyrir svörum. Að sögn Stefáns hefur alltaf fiskast vel á Gandí og því er það eftirsótt pláss að komast þar um borð. Gandí er á netum og snurvoð og eru 11 um borð á netum og 9 á snur- voð. ,,Ég fer upp á dekk á snurvoðinni en þá erum við á 16 tíma vöktum. Á netum fer ég upp á dekk ef tilefni er til. Ég hef gaman að því að elda. Hér um borð eru nokkrir miklir mat menn en það eru þeir eldri. Þessir yngri finnst mér ■ segir Stefán Sigurðsson, kokkur óttalegar kerlingar enda eru þeir af þess- ari sjoppukynslóð. Matarvenjur um borð hafa breyst alveg ótrúlega mikið á þess- um 15 árum mínum á sjó. Hér áður fyrr átu menn mun meira. Nú eru karlarnir farnir að hugsa meira um skrokkinn á sér en áður og borða ekki eins mikið," segir Stefán. Á laugardaginn gefst bæjarbúum kostur á að skoða Gandí VE. Stefán hvetur bæjarbúa til þess að láta verða af því. Gandí er vel útbúinn bátur, bæði á snurvoð og net. Skipið er stórt og hefur alla tíð verið ákaflega vel við haldið og ber eigendum sfnum gott vitni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.